Dagur - 08.01.1947, Side 4

Dagur - 08.01.1947, Side 4
4 D A G U R Miðvikudagur 8. janúar 1947 r,-................... ■ ■ - DAGUR Ritstjórl: Haulcur Snorraaon Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Marínó H. Pótursson Skxifstofa í Hafnarstraeti 87 — Sími 166 Blaðið kemur út ó hverjum miðvikudegi Árgangútinn kostar kr. 15.00 Gjalddagi qr 1. júlí. Prentverk Odds Bjömssonar Raunasaga Alþingss j^LÞINGI á að heita að hafa setið að störfum frá því á haustnóttúm og fram að jólum. Almenningur í landinu treysti því, að ráðandi flokkar þingsins snerust þegar að vandanum mesta, dýrtfðar- og verðbólgubölinu. Forráða- menn stjórnarflokkanna töluðu á þá leið á und- an síðustu alþingiskosningum, að loksins gerðist þess brýn þörf að stöðva verðbólguna. Þrátt fyrir þessar yfirlýsingar hefir Alþingi setið mánuð eftir mánuð án þess að hrófla að dýrtíðinni, en hefir í þess stað verið að fikta við ýmis meira og minna lítilfjörleg smámál sér til dundurs. Það er því ekki að undra, þó að kjósendur í öllum flokkum séu orðnir óánægðir yfir sleifar- laginu á vinnubrögðum þingsins, enda verður hennar víða vart og það í sjálfum stjórnarblöð- unum. Sést þetta m. a. á blaði Alþýðuflokksins hér á Akureyri í síðustu viku. En óánægðir kjósendur í stjórnarflokkunum liafa við enga að sakast nema sjálfa sig. Allt öng- þveiti stjórnmálanna er í raun og veru þeirra verk. Þeir hafa engu skeytt aðvörunum stjórnar- andstæðinga á undanförnum tímum. Framsókn- armenn vöruðu alvarlega við því að efla fylgi dýrtíðarbandalagsins í síðustu kosningum, þvi að það riíundi' liafa háskasamlegar afleiðingar fyrir aha þjóðina. Kjósendur létu þessar aðvar- anir sem vind um eyrun þjóta,og kepptust við að sýna. frambjóðendum stjórnarflokkanna traust, sem þeir höfðu ekki verðskuldað. Þetta oftraust espaði stjórnarflokkana á Alþingi í ófyrirleitni og ábyrgðarleysi. En þó að hinir ábyrgðarsnauðu foringjar stjórnarflokkanna þriggja rækju sig ekki á and- stöðu kjósendanna í kosningunum, ráku þeir sig brátt á annað, sem reyndist þeim og allri þjóð- inni eriið torfæra. Þeir ráku sig á afleiðingar sinna eigin verka, sinnar eigin stjórnarstefnu. Þeir ráku sig á, að bölvun dýrtíðarinnar, sem þeir höfðu lagt mikla rækt við, varð með engu móti lengur dulin, og að allar gyllingar þeirra og skrúm um traustan fjárhag og þróun atvinnu- veganna í sjcjóli ,,nýsköpunarinnar“ voru á sandi byggðar. Eftir að þessar staðreyndir urðu öllum ljósar, hefir ríkt upplausnarástand í stjórnarher- búðunum og á Alþingi. Þegar hið bágborna ástand, sem skapaSt hafði undir stjórn dýrtíðarbandalagsins, varð ekki lengur dulið, tóku kommúnistar það ráð að hlaupast á brott úr ríkisstjorninni, en sneru þó aftur á miðri leið. Þeir gerðu þá grein fyrir brott- hlaupi sínu, að þeir gætu ekki setið í stjórn með „svikara" og ^laridráðamanni". Þetta voru víst „fínar meiningar" til Ólafs Thðrs! Það hefði nú verið næsta eðlilegt, að tveir stjórnarflokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn o°; Al- þýðuflokkurinn, héldu stjórnarsamstarfihu á- fram án kommúnista, ekki síst þegar litið er til þess, hvernig Mbl. og Alþýðubl. tala um Sósíal- ista, sem hina verstu varga í véum. Enginn vissi, að neinn ágfreiningur væri á- milli aðalforingja auðmannaflokksins og verkamannaflokksins, og auk þess höfðu ráðherrar þeirra meiri hluta þings- ins að baki sér. Þrátt fyrir þessa aðstöðu treystu þeir sér ekki til að halda stjórnarsamstarfinu á- fram og baðst því Ólafur Thors lausnar fyrir sig og allt ráðuneyti sitt. Þegar svo Ólafi Thors er falið að reyna mynd- un nýrrar stjórnar, neitar hann að verða við þeirn tilmælum „að svo stöddu“, en stingur hins vegar Þegar pósturinn hringir. AMAN er að því, þegar kunningj- ingjar og vinir muna eftir manni á jólunum og nýjárinu og senda kveðjur sínar og árnaðaróskir með póstinum. Mér hefir alltaf fundist það éin hátiðlegasta stundin á aðfangadag og gamlársdag, þegar pósturinn hringdi dyrabjöllunni og rétti vænan bunka af bréfum og kortum inn fyrir dyrnar. Þá hefir heimilið meðtekið Velfarnaðaróskir samborganna og æv- inlega er ástæða til þess að láta sér þykja vænt um það. Fyrsta nýjárskveðjan. G FÉKK þó eina nýjárskveðju að þessu sinni, sem var af nokkuð öðrum toga, þótt tilgangurinn geti vel hafa verið hinn sami. Þessi kveðja var 'auk heldur fyrsta nýjárskveðjan, sem eg meðtók að þessu sinni; hún var komin heim meðan gamla árið átti ennþá eftir að rölta í tíu klukkustund- ir. Líklega hefir stundin verið valin af asettu ráði, til þess að gefa borgurun- um ráðrúm til þess að minnast þess, að „aldrei deyr, þótt allt um þrotni, endurminning þess sem var“, og þótt gamla árið í almanakinu gangi veg allrar veraldar, þá lifir það góðu lífi upp á að reynt sé að mynda þjóð- I'enn um langan aldur á skattstofUm og hjá niðurjöfnunarnefndum. Endur- 1 minningin um krónurnar og aurana á liðná árinu ræður lofum og lögum á þeim stöðum, og nú er ætlast til þess, 1 að borgararnir grafi upp úr 'djúpi gleymskunnar hverja krónu, er þeim áskotnaðist á liðna árinu og telji þær kyrfilega fram og skrásetji, með fell- | egum og hreinlegum stöfum, á blessað 1 nýjárskortið, sem skattayfirvöldin voru svo hugulsöm, að senda okkur í tæka tíð til þess að við gætum rennt huganum til gengins eyris um leið og við kvöddum hið gamla ár. Því að það er eins víst, að endurminningin um • tekjumar á liðnu ári verði það eina, sem menn hafa til þess að borga með skattinn á nýja árinu. Þær eru nefni- lega gengnar veg allrar veraldar hjá æði mörgum, eins og gamla árið, „og aldrei þær koma til baka“, því er nú ver og miður. ^ Aldrei þær koma til b'aka. I . ÝMSUM finnst annars að þessi orð 1 nýjárssálmsins, um árið, sem aldrei kemur til baka, eigi býsna vel við skattheimtuna alla og lítið komi til baka til borgaranna úr gímaldinu mikla, ríkiskassanum, sem aldrei fyll- ist að því er virðist, þótt menn sveitist , við það, mánuð eftir mánuð, að tína stjórn. Þá varð tólfmannanefnd- in til. Það liefir alltaf orðið skýrara og skýrara, að frá hendi Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðuflokks- ins hefir aldrei verið nein alvara á bak við skipun þessarar nefnd- ar og aldrei ætlast til að hún bæri nokkurn árangur. Hinir tveir fyrrnefndu flokkar hafa skipst á um það að gera fundaföll í nefnd- inni hvað ofan í annað. Og þá sjaldan fundir hafa komist á, hafa þeir séð um, að enginn ákveðinn árangur næðist. Það hefir aldrei af neinni alvöru verið leitað eftir því, hvort finnanlegur væri grundyöllur fyrir fjögra flokka stjórn. Skipun néfndarinnar var aðeins gerð í þeim tilgangi að fá tírna til að ganga eftir sósíalist- ilm um samstjórn gömlu stjórn- arflokkanna. Þessir eftirgangsmunir. Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðuflokks- ins við kommúnista höfðu þó engan vitanlegan árangur borið, þegar þingi var frestað fyrir jól- in. En nú er tólfmannanefndin úr sögunni, og geta því'flokkarn- ir ekki lengur haft hana að skálkaskjóli fyrir drættinum á myndun nýrrar stjórríar. Hvað nú tekur við, þegar þing- ið kemur saman á nýjan leik, !eíðir tíminn í Ijós. Ef til vill gera sanrlokuflokkarnir sósíal- istum svo góð boð, að þeir verði lalir, en dýrir munti þeir verða. Fari hins vegar svo, að ekki takist sættir við kommúnista, verður spurningin þessi: Reyna þeir Sjálfstæðisfl. og Alþýðufl. að manna sig upp og dirfast að mynda stjórn saman án komm- únista, eða brestur þá enn hug? Saga Alþingis, það sem af er þessu þingi, er regluleg ratina- sas,a. Við höfum orðið við að búa óábyrga, ráðlausa stjórn og ó- starfhæft þing. Þetta stjórnarfarsástand er þjóðinni til stórskaða og skamm- aurana sína í hann. Allt árið er togað og togað í spottann að sunnan og meira og meira er reyttaf landsbyggð- inni með hverju árinu sem líður. Þeg- ar suður er komið, sveitast þingmenn kjördæmanna við það, að tosa ofur- litlu broti af því, sem suður.fór, út í kjördæmin aftur, til þess að standa þar undir nauðsynlegum framkvæmd- um hins opinbera. En þau átök eru stórum slappari en hin fyrri og lítið kemur til baka. Það er naumast að furða, þótt mönnum þyki nýjárskort skattheimtunnar heldur lítil glaðning, þegar þeir minnast ailra þeirra ófögru sagna, sem ganga landshornanna í milli um fjáráukk og eyðslu af oþ- inberu fé, margfalda bitlinga gæðing-^ hóf og ráðleysi í framkvæmdum. — Mundu menn ekki taka á móti nýjárs- korti skattheimtumannanna með glað- ara geði, ef skattgjald þeirra gengi að mestu leyti til héraða þeirra og bæja og fulltrúar héraðanna sjálfra hefðu einhvern ráðstöfunarrétt á því fé, sem byggðarlag þeirra leggur fram til þjóðarbúskaparins? Merkjasala Góðtemplarareglunnar. Það hefir verið fastur siður undanfar- in ár, að Góðtemplarareglan hefir haft einn merkjasöludag á ári hverju, til ágóða fyrir starfsemi sína. Fé þetta hefir þó aldrei verið notað sem éyðslufé, heldur hefir því verið varið til einhverrar sérstakrar menningar- starfsemi innan Reglunnar. I þetta sinn fer merkjasalan fram dagana 11. og 12. jan. næstk., og þá sennilega að mestu leyti sunnudaginn 12. jan. Nú eru það barnastúkurnar, sem sjé um merkjasöluna, og rennur helmingur fjárins til þeirra, en hinn helmingur- inn til umdæmisstúkunnar. Þess er vænzt, að bæjarbúar bregðist vel við þegar stúkubörnin berja að dyrum og bjóða merki sín. Ef allir taka vel á móti þeim og kaupa af þeim merki, ættu þau ekki að þurfa að koma með nein óseld merki til baka. Austfirðingamót verður haldið á Hótel Norðurlandi laugardaginn 18. jan. næstk., ef nægileg þátttaka fæst, og hefst með borðhaldi kl. 7 e. h. Austfirðingar, sem taka vilja þátt í mótinu, eru góðfúslega beðnir að rita nöfn sín og gesta sinna á lista er liggja frammi í Bókaverzlun Gunn- laugs Tr. Jónssonar og Hattaverzlun Lillu og Þyri, fyrir 12. þ. m. Að- göngumiða sé vitjað á Hótel Norður- land dagana 14. og 15. þ. m. kl. 4—7 ar. e. h. Kvennadálkurinn sendir lesendum sínum nýjárkveðjur og þakkar gamla árið. * SKINNFÓÐRUÐ KÁPA. Að fóðra kápur með skinni er ekk- ert nýtt fyrirbrigði, en það er jafn vin- iæjj nú og það var í upphafi. Þessi kápa (3/4 síddar), er úr grænu ullarefni. — Hún er nijög „víð og'„útsláttarsöm“ í baki, en svo á að vera til þess að þessi sídd njóti sín sem bezt. Svart, persneskt lamb er notað í fóður, svo og í kraga og framhluta ermanna, sem eru víðar en teknar saman með þröng- um Miólk. Hnapp- arnir eru þakktir með kápuefninu. — Kápan er notuð utanyfir kjóla jafnt sem dragtir. Samlitt pils fer einnig vel við hana. * -ÚR SVÍÞJÓÐARBRÉFI. ' Islenzk stúlka, sem dvelur um þessar mundir í Stokk- hólmi, hefir skrifað heim og ber saman klæðaburð sænsku stúlknanna o& þeirra íslenzku. — Hún mun ekki vera sú eina, sem finnur mismuninn er út fyrir land- steinana kemur. — Við eigum margt ólært í þessum sök- um, en væntanlega stendur það allt til bóta, því að allar erum við sammála um, að heilsan sé fyrir öllu — og, að það sé jafn „ófínt“ og afkáralegt að vera léttklæddur í frostum og að vera í ullarpeysum og skinnfötum í sum- arhitum! — Allur vandirm er að gera vel greinarmun á árstíðum og aðstæðum öllum og klæðast eftir því. Nú skulum við heyra, hvað þessi stúfká segir: ------>,Á veturna ganga menn klæddir, eins og þeim finnst þægilegast og hlýjast. Það er t. d. al- gengt að sjá, jafnt stúlkur sem pilta, í skíðabún- ingi á götunni og yfirleitt mjög hlýlega klætt. — Stúlkurnar eru ekki bláar af kulda í silkíisokkum og þröngum, hælaháum skóm um háveturinn, eins og er svo algengt á íslandi. - Og hér er ekki glápt á’fólk, þó að það sé eitthvað sérkennilega klætt og öðruvísi en aðrir á götunni. Stúlkurnar í mjólkurbúðunum eru í klossum og þykkum leistum og í skíðabuxum og lopapeys-‘, um innan undir hvítu sloppunum, þegar kalt er. Þegar sumrar ganga stúlkurnar bara í kjólunum úti á götunni, og það er nú gott að þurfa ekki að dúðast í kápu, hvernig s^m veðrið er. . . . .... Misjafnar hugmyndir gera menn sér hér um landið okkar. Einn íslendingur ætlaði að fræða konuna, sem hann leigir hjá, um ísland og sagði henni meðal annars frá hitaveitunm í Reykjavík, sem mörgum finnst furðuverk. Konan hafði víst áður eitthvað heyrt talað um hitaveituna, en hélt bara endilega að hún stæði eitthvað í sambandi við Golfstrauminn!" Ja, það er víða pottur brotirm, dettur mér í hug, er eg les þetta bréf, og þekkingin á landi okkar og þjóð ekki alfs staðar upp á marga fiska. Sjálf hefi eg orðið fyrir hinum turðulegustu spurningum erlendis, og ffestir munu hafa sína sögu að segja. Bezt þótti mér í sumar, er eg var á járnbrautarferða- lagi í mið-Englandi. Ferðafélagi minn spurði mig hvaðan eg væri, og er eg sagði honum það, hrópaði sá, er sat beint á móti mér: „Frá íslandi!“ Maðurinn komst allur á loft, hallaði sér í áttina til mín og starði í augun á mér. Við horfðumst í augu um stund, en síðan sagði sá enski: „Hvað er þetta! og þér hafið ekki bleik augu!“ — Það eina, sem hann vissi um ísland var það, að Iandsmerm væru allir með bleik augu!! (Framhald á 5. síðu).

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.