Dagur - 08.01.1947, Blaðsíða 5

Dagur - 08.01.1947, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 8. janúar 1947 DAGUR' 5 LUNDÚNABRÉF TIL »DAGS« Raunsætt mat á UN. Menn líta hér hófsamlega björtunT augum á árangurinn af starfi hins fyrsta, reglulega alls- herjarþings Sameinuðu þjóð- anna. Yfirleitt ber ekki á þeirri yfirborðskæti, sem virtist gagn- taka suma helztu fulltrúana við þinglokin, og í Ijós kom af blaða- viðtölum, í þann mu.nd er þeir lögðu af stað heimleiðis. Stjórn- málamenn hér sýnast yfirleitt sammála þeim skoðunum, sem komu fram í blaðinu Observer fyrir skemmstu, en þar segir svo: „Risavaxin, diplómatísk ráð- stefna, þar setn þúsundir manna fást beint eða óbeint við málefni, sem hafa mikla þýðingu fyrir all- ar þjóðir, hefir ævinlega tilhneig- ingu til þess að skapa óraunsætt mat á störfum sínum og innleiða þetta mat um heim allan.“ Þrátt fyrir þetta, er almenpt viður- kennt — jafnvel þótt reynslan eigi eftir að sanna það — að síð- asta samþykkt þingsins hafi verið mikill sigur fyrir diplómatíska samningagerð og að þjóðirnar standi í mikilli þakkarskuld við forseta þingsins, M. Spaak, sem tókst. með lagni, samningalipurð og festu að koma málinu í höfn. Yfirleitt mun það álit stjórn- málamanna hér, að allsherjar- þingið hafi staðist prófið betur en á horfðist, og að jöað hafi stað- fest í verkinu, að það sé í raun- inni húsbóndi Öryggisráðsins og þar með hafi það samræmt kenn- inguna um hið lýðræðislega jafn- ræði þjóðanna, hvort heldur sem þær eru stórar eða smáar, og hina óhjákvæmilegu nauðsyn tillits- semi við yfirgnæfandi vald og auðlegð stórveldanna. Allsherjar- þingið fól Öryggisráðinu að gera nákvæma áætlun til þess að gera ■a f vopn una rt i 11 ögu na meira en orðin tóm, og þar með gerði það Öryggisráðið að starfsmanni sín- urn og staðfesti í framkvæmdinni þann vilja þjóðanna, sem tóku þátt í umræðunum, að afvopn- unarmálin ættu undir engum kringumstæðum að verða verk- færi í áróðursherferðum stór- veldanna. Times segir um þetta í nýlegri forustugrein: „Öryggis- ráðinu er falið að leysa úr verk- efni, sem miklum áhyggjum olli í þinginu um skeið: Hvaða upp- lýsigar um vopn og herstyrk á að krefjast af ríkisstjórnunum, til þess að unnt sé að ákveða hvort almenn afvopnun sé framkvæm- anleg? I’að er að minnsta kosti augljóst nú, að þessara upplýs- inga er því aðeins hægt að kref j- ast, að þær séu ætlaðar sem þátt- ur í stórfelldri afvopnunaráætl- un. Þegar Molotoff fyrst óskaði þessara upplýsinga, virtist ekkert slíkt takmark liggjja fyrir. Nú er 'þetta atriði upplýst, þótt það hafi ennþá é. t. v. aðeins fræði- legt gildi, unz almennt, póLitískt samkomulag stórveldanna er orð- Frá Victor Stankovich í þessu bréfi ræðir Victor Stankovich um hið nýafstaðna þing S'ameinuðu þjóðanna, Spánaimálin og afstöðu Breta til Francostjórnarinnar og stefnu brezku stjórnarinnar í málefn- um Þýzkalands. í Madrid. Jafnvel þótt rnikill þjóðanna, mundu gera meira illt. sannleikur sé í þeirri staðhæf- en gott.“ •ingu, að utanaðkomandi af- skiptasemi sé til þess eins fallin, að þjappa Spánverjum saman um Caudillo (Franco), er einnig orðið ljóst, að Franco hefir svo oft reynt að fleyta sér á þjóðar- stolti Spánverja, að vafasamt er að hann geti reiknað með nokk- urri innstæðu á þeim reikningi liéðan af. Fyrstu áhrifin af ákvörðun Allsherjarþingsins, niunu líklega verða þau, að hún flýti fyrir samningaumleitunum í milli kaþólskra, sem eru and- vígir stjórninni, og konungs- sinna, annars vegar, en sósíalista og syndíkaldsta, hins vegar. Vitað 'er, að jarðvegur er til fyrir slíka Þýzkalandsmálin. Þjóðnýting þungaiðnaðarins á brezka hernámssvæðinu í Þýzka- landi, er annað dæmið um ákvörðun, sem brezka ríkis- stjórn he'fir neyðst til þess áð taka af tillitssemi við „vinstri- deild“ Verkamannaflokksins og „uppreistarmennina" yfirleitt. Það- var vitað, að þessar þjóðnýt- ingaráætlanir mundu sæta harðri mótspyrnu frá Bandaríkjamönn- um og með tilliti til þessarar andspyrnu mun Mr. Bevin tví- vegis hafa síniað stjórn sinni frá New York, tilmæli um, að fresta að sinni framkvæmd fyrsta þátt- samninga. Þá hefir Senor Prieto, ai þessara þjóðnýtingaráforma, ! um áramótin. Talið er, að Bevin muni verða sáttfús, en halda því þó ákveðið fram, að stefna hans í utanríkismálufti sé nú farin að bera augljósa ávexti. Sýnt þykir og, að framkoma Rússa á ails- lierjarþingi UN, sé frekar styrk- ur við utanríkisstefnu Bevins og Byrnes en undanlátsstefnu þá, er Henry Wallace boðar í Banda- ríkjunum og uppreistarmenn í Verkamannaflokknum brezka. — Þýzkalandsmálin munu og gefa Mr. Bevin tilefni til þess að benda á rangar hugmyndir upp- reistarmanna. Þeir hafa haldið því fram, að sósíalískari stefna í utanríkismálum mundi leiða til bættrar sambúðar Rússa og Breta. Staðreyndin er hins vegar sú, að rússneska áróðursvélin er Jiegar tekin að hamast gegn fyr- irætlununum um Jrjóðnýtingu þýzka þungaiðnaðarins á brezka hernámssvæðinu og kalla hana tilraun til þess að gera hernáms- svæðið að „engilsaxneskri ný- ltndu“. Danir kaupa skip í stórum stíl Samningar standa yfir milli danskra stjórnarvalda og amer- ískra, um kaup á 13 „Liberty“- utningaskipum, samtals 130,000 tonn. Ætlun Dana er að nota ressi skip til kolaflutninga frá Bandaríkjunum og verður þeim skipt í milli danskra útgerðarfé- 'ega. Þá hafa Danir nýlega keypt mótorskip að stærð frá 120-250 smál. Þetta erdu hollenzk stál- skip, flest smíðuð á árunum 1925-1930. Verðið er frá 70,00— 100,000 kr. fyrir skip. ið að veruleika. Spánarmálin. leiðtogi spænskra sósíalista Mexíkó, byrjað tilraunir til þess að sætta hægri- og vinstrimenn. sem landflótta eru. Allt Jretta bendir til Jiess, að Jiess verði e. t. v. ekki langt að bíða, að liin landflótta lýðveldisstjórn Jo;é Giral, sem nú dvelur í Frakk- landi, leystist upp. Það vakti at- hygli, að í umræðunum um Spánarmálin í Allslierjarþing- inu, var aldrei rninnst á Jressa „stjórn“. Það virðist Joví, sem fulltrúarnir hafi álitið, að Giral- stjórnin sé í rauninni ekkert tæki til þess að nota í baráttunni gegn Franco, eða koma í stað hans. Um afstöðu Breta er það að segja, að sendinefnd þeirra í New York fylgdi Spánartillög- unni með nokkurri tregðu: Víst má telja, að Mr. Bevin hafi ekki skipt um skoðun á þessu má'Ii, og með honum standa lielztu menn ríkisstjórnarinnar, en hann telur að utanaðkomandi afskiptasemi muni aðeins, er til lengdar læjur, skaða málstað spönsku þjóðar- innar, sem þó hafi verið ætlunin að styrkja. En á hinu leitinu má merkja áhrif „uppreistarinnar" gegn utanríkisstefnu stjórnarinn- ar, sem brauzt út í röðurn þing- flokksins fyrir skemmstu og eg hefi fyrir skömmu rætt um hér í blaðinu. Þótt uppreistin væri kæfð, hefir ltún eigi að síður áhrif á stefnu stjómarinnar, sem verður að taka hæfilegt tillit til þessarar deildar í flokknum, sem krefst ntiklu strarigari sósíalískr- ar stefnu í utanríkismálunt. í þessu máli treysti stjórnin sér ekki til þess að sniðganga ein- dreginn vilja hinna óánægðu þingmanna. Þannig bar það að, að brezka ríkisstjórnin var fylgj- andi Spánartillögunni, og eins og Tintes bendir á „eru líkur til, að stjórnin kalli heim sendiherr- ann í Madrid, en fyrri fregnir um heimköllun hans, voru á undan tímanum. Stjórnin mun Móðir, kona, meyja. (Framhald af 4. síðu). Pið getið nasrii, að eg varð að hort- ast í augu við alla í klelanum til þess að sýna þeim, svart á hvítu, að lands- maður þeirra hefði hatt á röngu að standa, og tókst mér að sanníæra þessa samferðamenn mjta um það, að augun í íslendingum myndu hreint ekki ólík augum þeirra ensku, og að bleik augu fyrirfyndust ekki! Ákvörðitn þingsins í Spánar-jekki hvika frá þeirri skynsam- málunum er sögð hafa komið 11 egu. og augljosu afstöðu, að fre>t- um að skipa umboðsráð Þjóð- verja til þess að stjórna kolaiðn- aðinunt, járn- og stáliðnaðinum, þungavélafrantleiðslunni og ýmsum greinum efnafrarrileiðsl- unnar. Ríkisstjórnin mun hafa tekið fyrir tvenn tilmæli frá Mr. Bevin í þessa átt, en sá sig til- neydda að ltafa Jtau að engu og senda ráðherra þann, sent fer með Þýzkalandsntálin, Mr. Hynd, í fyrirhugaða för til Þýzkalands til þess að konta þess- ari skipan ál Diplómatískur fréttamaður blaðsins Öbserver, ltefir lýst klípu-þeirri, er stjórn- in er í, á þessa leið: „Það er naumast nokkurt furðuefni, að Verkamannastjórnin skuli vera komin í slæma klípu út af þjóð- nýtingu þýzka þungaiðnaðarins, eftir að hún hafði sótzt eftir og santþykkt efnahagslega santein- ingu brezku og amerísku her- riámssvæðanna. Af því að þetta er sósíalísk ríkisstjórn ætlast stuðningsmenn hennar lteima fyrir til Jaess, að hún reki sósíal- íska utanríkispólitík, og brezka hernámssvæðið í Þýzkalandi er raunar eini vettvangur utanrík- ismálanna, þar sem þessi ósk get- ur haft raunhæfa þýðingu. En það er einmitt í stjórn hernáms- svæðisins, sent brezka ríkisstjórp- in þarfnast mest amerískrar hjálpar til þess að geta haldið áfram að stjórna þar yfirleitt. „Uppreistin“ — eða hrópin únt raunhæfari sósíalíska utanríkis- stefnu — boðar því síður en svo nokkra lausn á vandræðunt rík- isstjórnarinnar í Þýzkalandsmál- unum, þar sem tækifærið til þjóðnýtingar og nauðsyn amer- ískrar aðstoðar stangast illilega. Augljóst er, að hin eina, raun- ltæfa leið fyrir ríkisstjórn Mr. Attlee, er einhver millileið, ef ltenni á að takast að halda trausti kjósenda sinna og tiltrú aðallán- ardrottins síns, Bandaríkja Norð- ur-Ameríku.“ Ákveðið mun vera, að Bevin utanríkisráðherra, ávarpi þing sem reiðarslag yfir ríkisstjórnina ’ ari aðgerðir af hálfu Sameinuðu (flokk Verkamannaflokksins nú Smáríkin og þýzka endurreisnin. Afskipti J)au, sem hinum smáu nágrannaríkjum Þýzkalands, verða leyfð, er ganga skal frá málefnum þess, hafa enn ekki verið endanlega ákveðin. Utan- ríkisráðherrar stórveldanna hafa útnefnt sérstaka fulltrúanefnd, sent á að kynna sér vilja ríkis- stjórnanna og gefa ráðherrunum skýrslu í tæka tíð fyrir Moskva- fund þeirra. Þetta er talin alls- endis ófullnægjandi afgreiðsla af mörgum, sem telja, að fórnir smáþjóða, eins og t. d. Hollend- inga og Belga, og verzlunarskipti þessara þjóða við Þýzkaland, kreljist miklu meiri þátttöku þeirra í hinum endanlegu friðar- samningum. Sir William Bever- idge, heimskunnur fyrir al- mannatryggingatillögur sínar, hefir nýlega ferðast um hin smáu nágirannaríki Þýzkalands, eltir að.hafa kynnt sér rækilega ástandið í Þýzkalandi sjálfu. Hann hefir birt nokkrar athygl- isverðar athuganir í „Observer", nú um miðjan desember, og læt- ur þar í ljósi })á skoðun, að jafn vel þótt þjóðirnar, sem voru und- irokaðar af Þjóðverjum, hafi í fyrstu haft tilhneigingu til þess að snúa baki við öllu þýzku, hafi þæc Jaegar gert sér ljóst, að þetta sé ekki hægt, er til lengdar læt- ur. — Sem menningarjiijóðir telja þær sér skylt,' að* útrýrna hefndarþorstanum, og það sem merkilegra er, — sem verzlunar- þjóðir telja þær sér nauðsyn að stuðla að efnaltagslegri endur- reisn stærstu viðskiptaþjóðar reirra. „Hin augljósa stefna fyrir þá, -sem stýra málefnum Þýzka- lands,“ segir William Beveridge „ætti að vera sú, að bjóða hi.num smáu, vestrænu nágrannaríkjum — Belgíu, Hollandi, Danmörku og Sviiss — samvinnu utn að end urreisa efnahagslegt sjálfstæði Þýzkalands í friðsamlegu augna- miði, og gefa þeim þar með tæki- færi til þess að hafa áhrif á þær aðferðir, sem nauðsynlegar eru, „Selskabs“-veski tapaðist á nýjársnótt á leið- inni frá Hótel Norðurland— Brekkugötu. Finnandi vinsamlega skili því, gegn fundarlaunum, á Hótel Norðurland. Nýkomið: Gerduft í V2 og 1 lbs. baukttm Eggjaduft í baukum Grænar baunir, útlendar Hafnarbúðin Páll A. Pálsson Skipagötu 4 — Sími 94 Gjöta-mótor, 6—7 hesta, til sölu. Hafnarbúðin Páll A. Pálsson. Skipagötu 4 — Sími 94 Þeir, sem hafa beðið mig að útvega Gjöta ■vélar, tali við mig sem fyrst. Páll A. Pálsson Hafnarbúðin Skipagötu 4 — Sími 94 til Jness að tryggjaiþessar þjóðir gegn möguleikum nýrrar, þýzkr- ai árásar. Meðferð okkar á Þýzkalandsvandamálintt til þessa er ennþá eitt dæmi um stórvelda- tilhneigingu, sem þarf, fremur öllu öðru, að upjyæta af jörð- inni.“ Desember 1946.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.