Dagur - 08.01.1947, Síða 6

Dagur - 08.01.1947, Síða 6
6 D A G U R Miðvikudagur 8. janúar 1947 CLAUDÍA SAGA HJÓNABANDS EFTIR ROSEFRANKEN k—r; , " 28. dagur - - — ) (Framhald). fóðraði þeiiTa eigin gripi. „J ú, auðvitað þykir mér gaman að því, að við skulum geta framleitt mjólkina okkar,“ sagði hún lágt. En henni lá við gráti, því að hún fann til þess, að hún sagði þetta ósatt og hún þurfti alltaf að skrökva ofurlítið að honum, þegar hann spurði hana um lífið úti á landi. Dálítinn tíma hafði hénni tekist að telja sjálfri sér trú um, að hún kynni eins vel við það allt sarnan og hann, en nú var það ekki lengur og það var óðum að renna upp fyrir henni, að einhvern tíman mundi koma að því, að upp úr syði. Hún var bara eins og þúsundir annarra húsmæðra um allar jarðir, í eilífu vinnukonu- hraki, með sárar hendur eftir þvotta og uppvask. Henni fannst furðulegt hvað Davíð gat ævinlega verið heimspekilegur, þegar eitt- hvað bjátaði á, og þó var alltaf eitthvað, he'lzt mjög smávægilegt, sem kom honum út úr jafnvæginu, eins og t. d. dósahnífurinn um daginn, eða hvernig hún ók bílnum. Hann heyrði að hún byltí sér í rúminu. „Hvað er að? Geturðu ekki sofnað?“ „Eg er steinsofandi,“ svaraði hún og sneri sér upp í horn. Klukkuna vantaði ennþá tuttugu mínútur í tólf þegár öllum undirtíúningi var lokið; allt var fágað og hreint og maturinn var að mestu leyti^tilbúinn í eldhúsinu. „Ég skil ekki hvernig ég hefi far- ið að þessu,“ hugsaði Claudía, þegar hún leit yfir allt sem hún hafði gert. í>að var heppilegt, að rækjusalatið var heldur með meira móti, því að Júlía kom ekki einsömul; í fylgd með henni var vinkona, Carra Beritza, hin fræga óperusöngkona. Claudía hafðikynnstsöng- konunni í boðum hjá Júlíu og mundi að hún hafði geysistór brún augu og lítið ólundarlegt andlit. Hatturinn hennar var líka geysi- stór og andlitið sýndist því ennþá minna en það var í raun og veru. Hún var næsta barnsleg á svipinn og virtist helzt ætla að kyssa mann, í hvert sinn er hún heilsaði, en gerði það þó aldrei. _ „Þú verður að afsaka, að ég kem óboðin,“ sagði hún við Claudíu, „en ég á að halda hljómleiká í Boston í kvöld, svo að ég slóst í för með Júlíu.“ „Það var gaman að þú komst,“ sagði Claudía, en hugsði með sjálfri sér, að það yrði ljóta klípan að láta ávextina hrökkva handa þremur. „Claudía, mikið ljómandi er setustofán skemmtileg!“ hrópaði Júlía, „hún er hreinasti draumur." Claudía gleymdi alveg ávöxtunum. „Finnst þér það?“ sagði hún og trúði varla sínum eigin eyrum. „Húsið er alveg töfrandi,“ sagði Beritza og baðaði út höndunum til áherzlu. „Ég verð að fá að sjá.allt sáman, eldhúsið, herbergin uppi, — allt saman,“ sagði Júlía. „Beritza hefur áhuga fyrir gamalli byggingar- list og hún er ákveðin í að kaupa gamalt hún hér í nágrenninu áður en hún fer til Hollywood.“ „Ég vildi helzt kaupa þetta hús,“ sagði Beritza allt í einu. „Nei, nei, ég er ekkert að gera að gamni mínu. Ég vil kaupa þetta hús, þetta eða ekkert annað.“ Hún stóð á miðju gólfi með krosslágðar hendurnar og lokuð aug- un, eins og hún væri í þann veginn að falla í trans. Orðin urðu að hyísli: „Mig hefur alla ævi dreymt um svona hús. Einmitt svona vil hafa það.“ „En góða Carra, Davíð og Caludía eru sjálf hrilin af húsinu og þeim dettur ekki í hug að selja }Dað,“ sagði Júlía. Beritza sneri sér að Claudíu. „Hvað segir frúin? Munduð þið ekki selja mér httsið? Þið eruð ung og gætnð byggt ykkur nýtt hús!“ Claudía hló. „Jú, jú, auðvitað gætum við gert það. En ætli það væri ekki rétt, að viS skoðuðum allt húsið fyrst, áður en við göng- um frá kaupunum. Kannske lízt þér ekki eins vel á hin herbergin." „Eg fæ ekki frið í mínum beinum, fyrr en eg hefi eignást liúsið. Því verður ekki breytt héðan af. Það er e. t. v. ekki skynsamlegt, en eg er svona, tilfinningarnar bera skynsemina stundum ofurliði." Claudíu fannst þetta merkilegt. „Það er skrítið“ sagði luin, „því að maðurinn minn segir stundum, að eg sé einmitt þannig gerð." „Það er Kstamaðurinn í okkur báðum, sem segir til sín,“ sagði Beritza. Kannske ertu rithöfundur, eða málari?“ Claudíu þótti blátt áfram vænt um hana, þótt henni hefði hingað til verið lítið um söngfólk gefið. „Eg hafði eiginlega hugsað mér að verða leikkona, þegar eg giftist, og varð að hætta við allt saman.“ „Vissi eg ekki,“ hrópaði Beritza, sigri hrósandi. Áhugi hennar fyrir húsinu dvínaði ekki vitund á efr.i hæðinni. „Hvað á það að kosta?“ spurði hún áfergjulega. „Hvað kostar það með húsgögnunum og öllu saman?“ Claudíu datt satt að segja ekki í hug, að manneskjunni væri al- Innilegustu þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu hluttekn- ingu við andlát og jarðatlför móður minnar, HÓLMFRÍÐAR JÓNSDÓTTUR, og heiðruðu minningu liennar á annan hátt. Magnús Sigmundsson. Innilegt þakklæti til allra, fjær og nær, sem vottuðu okkur samúð sín’a við fráfall og jarðarför . AÐALSTEINS GUÐMUNDSSONAR, héraðsdómslögmanns. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Sigríður Jónsdóttir Orðsending frá GÚ M MÍVIÐGERÐINNI AKUREYRI. BIFREIÐAEIGENDUR! Nú er rétti tíminn til að yfirfara hljólbarðana og gera við þá, sem skemmdir eru. Látið Gúmmíviðgerðina ánnast það! Gummiviðgerðin Akureyri ÍHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHíiKHKKHW JÍHSÍHKHKHWHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHCHKHKBKHKf.tHKHKHKHKK Þakhryggur fyrirliggjandi. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Byggingavörudeild ChKbKHKhKHKhkhKhKhKbKhKhkhkhkhKhKhsíhKhKKKhkhKhKHKHKHK Skráning atvinnulausra Samkvæmt ákvörðun stjórnar Vinnumiðlunarskrifstofu Ak- ureyrar og til þess að rannsaka atvinnuástand verkamanna í bænum, fer fram skráning atvinnulausra verkantanna á Vinnu- miðlunarskrifstofunni dagana 6.—10. janúar 1947 — að báðum dögum meðtöldum — kl. 2—5 síðdegis alla dagana. Er skorað á þá verkamenn í bænum, sem ekki hafa stöð- uga vinnu, að mæta á skrifstofunni áðurnefnda daga og gefa upplýsingar um atvinnuhorfur sínar og heimilisástæður. Vinnumiðlunarskrifslofan. vara og sagði því: „Þrjátíu þúsund dali,“ svona til þess að vita hvort það lækkaði ekki rostann í henni. „Þrjátíu þúsund," hrópaði Beritza óg stóru augun urðu ennþá stærri. „Því ekki það? Það er ódýrt,“ svaraði Claudía, dálítið þóttafull, og lienni fannst nú, í fyrsta sinn í marga mánuði, að hún vera ekki síðri leikkona en húsmóðir. „Þrjátíu þúsund dalir eru bókstaflega ekkert verð fyrir hundrað ekur lands, gamalt, stílhreint íbúðarhús og allt sem þvý fylgir, nýstandsett af færustu húsameisturum lands- ins.“ Hún sá að Júlía horfði undrandi á liana,, og henni var skemmt. Júlía hafði víst aldrei séð hana í þessum ham, hafði aldrei trúað því, að hún gæti leikið. Hún skyldi þó sýna henni í eitt skipti fyrir öll.... „Þrjátíu þúsund dalir er ekkert verð,“ endurtók Claudía. „Þrjátíu þúsund dalir!“ endurtók Beritza. „Það er blátt áfram (Framhald). Hækkun simgjaldanna. (Framhald af 1. síðu). legt, að ríkið, eða þjóðfélagið í heild, leggi fé til þeirra, því að þjóðarbúskapurinn allur hefir i'not símans, þótt hver einstakl- ingur sé ekki skráður símanot- andi. Á þessu atriði er þörf skýr- | inga og er það í fyllsta máta , óhæfilegt í lýðræðisþjóðfélagi, að innleiða slíka hækkun á opin- berri þjónústu, með þeim ein- strengingshætti og' embættis- mannahroka, sein hér kernur í Ijós. Almenningur á kröfu á við- unandi skýningum, áður en hann sættir sig við þessa ráðstöfun. AKUREYRl SETT VIÐ HLID REYKJAVÍKUR. Akureyri verður ennþá sér- ; staklega fyrir barðinu á óbilgirni s ímamá 1 astjórnarinnar. Símanot- endur hér eru gerðir jafnrétthá- ir Reykvíkingum að einu leyti: þeim er ætlað að borga sama jgjald og þeirn þar syðra. Munur- inn er bara sá, að Reykjavík býr við sjálfvirka símastöð, en við hér við 40 ára gömirl, úrelt og al- gjörlega ónothæf tæki. Líkur eru til, að 2000 númer, sem hingað áttu að fara, hafi verið aukin við stöðina í Reykjavík og enginn veit enn livenær bætt verður úr ‘símakerfi Akureyrar, en líklegast má telja, að það verði ékki á þessu ári. Þrátt fyrir þetta, leyfir símamálistjórnin sér að inn- heimta 250.000 kr. í afnotagjöld á þessu ári (fyrir 500 númer) og sýnist það vera að öllu leyti óhóf- legt gjald, miðað við þá þjón- ustu, sem hér er veitt. Er þetta með öllu óviðunandi ranglæti. TILKYNNING SÍMANS. í fréttatilkynningu sinni um þessi efni, segir símamálastjórnin að símtalagjöld og símskeyta verði óbreytt „til bráðábirgða“ og er auðskilið við hvað er átt. Má því búast við stórfelldri hækkuo á þessum liðum á næst- unni. Verzlunarsímar hækka úr 105 kr. í 187.50 á ársfjórðungi, uppsetningargjald úr 200 kr. í 400 kr., flutningsgjald úr 140 kr. Í 200 kr. Á öðrum símastöðvum með venjulegum þjónustutíma í kaupstöðum og kauptúnum, með færri en 150 notendur, verð- ur ársfjórðungsgjaldið fyrir heimilissíma kr. 100.00 í stað kr. 00.00 áður, nema á 2. og 3. flokks stöðvum, þar sem notendafjöld- inn er undir 10, þar verður árs- fjórðungsgjald heimilissíma kr. 62.50 í stað kr. 37.50 áður. Fyrir -atvinnu- og verzlunarsíma er gjaldið 50% hænra. Hið árlega afnotagjald fyrir notendasíma í sveitum, sem var áður kr. 120.00 verður nú kr. 140.00 ef síminn er í sambandi við 3. fl. stöð en hærri í sambandi við stöðvar með lengri þjónustu- tírria. Blaðið mun ræða þessá mál nánar síðar. Myndarammar mikið úrval, alltaf fyrirliggj- andi, frá kr. 3.00 til 45.00. Guðr. Fúnch-Rasmussen.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.