Dagur


Dagur - 22.01.1947, Qupperneq 6

Dagur - 22.01.1947, Qupperneq 6
ö D A G U R M iðviku dagwr 2 2. janúar 1947 CLAUDlA SAGA HJÓNABANDS EFTIR R'DSE FRANKEN 31. dagur (Framhald). ur. Hann náði sér í pípuna sírra, kveikti í .henni og reykti ofurlitla stund, án þess að segja orð. „Heyrðu, Claudía," sagði hann loksins. „Eg held að þessi kven maður sé eitthvað verri, og eg hefi enga trú á því, að hún ætli sér að standa við tilboðið. En setjum svo, að hún vilji gera það, rnundir þú þá vilja selja?" Claudía fann að púlsinn tók snöggt viðbragð. „Mundi það ekki vera heimskuJegt, að varpa frá sér tækifæri til þess að græða fimmtán þúsund dali? Það er hærri upphæð en öll árslaunin þín! „Já, miklu haírri. En hvert eigum við að fara héðan?“ „Eg er búin að gera áætiun um það allt saman. Við verðum að fara á hótel þangaðtil við getum náð okkur í íbúð og Berta hjálpar mér að líta eftir dre.ngnum.“ Auðheyrt var að henni varð æ meira um þetta allt saman. Hún var nú svo sannfærð um að Beritza mundi standá við tilboðið, að henni fannst hún hafa- efni á að leysa frá skjóðunni og létta steini frá hjartanu. „Davíð,“ hélt hún áfram, hálfklökk, „eg mundi fyrr hafa farið í rúmið en kvarta, og eg hefi reynt að bera mig vel og láta sem mér líkaði allt vel og eg kynni ágætlega við mig. En fólk, sem heldur dauðahaldi í eignarréttinn, þegar það getur fengið leigða íbúð, eru hreinustu heimskingjar; því á maður að taka áisig aálar áhyggjur.nar? Því ekki að lofa náung- anum að hafa fyrir þeim? O'g eg er viss um að við lifðum helmingi ódýrar meðan við voram í. New York en við gerum nú, er það ekki?“ „Við höfðum ilíka úr heimingÍ! minna að spila- þá,“ svaraði Davíð. „Það er rétt. Helming óþægindanna, helming. húsverkanna og helming Jeiðindanna. Búgarður er failegur á pappírnum, en við er- um víst engar búmanneskjur. Maður lokar sig inni og fær raun- verulega ekkert í staðinn." „Eg hélt nú einmitt, að maður fengi ríkulega í staðinn," sagði Davíð með hægðinni um leið og hann barði úr pípunni sinni og lét liana í vasann. „Hvenær vill hún flytja hingað?" „Undir eins, svo að hún geti látið taka myndir af sér hér.“ „Það er ekki hægt.“ „Víst er það hægt, erurn við ekki; aLltaf filjót að átta okkur?“ „Jú, hingað til höfum við verið það.“ Henni fannst rödd hans hljóma einkennilega og taldi réttara að fara gætilegar. „Langar þig ekki til þess- að græða fimmtán þúsund dali, Davíð?“ spurði hún. „Jú, það er svo sem skemmtileg tilhugsun, en eg mundi ekki treysta henni um of. Cfaudía," sagði hann. „Hún stendur við tilboðið. Á því er engin vafi,“ svaraði Glaudía. Hún var orðin sannfærð. Hann lagði höndina á öxl hennar og sagði: „Claudía, þú áttir að vera búin að segja mér fyrir löngu, að þér leiddist." „Já, en eg hélt að þér þætti það miður. . . .“ „Þú hefir staðið þig eins og hetja,“ sagði hann um leið og liann gekk út úr stofunni, á leið út í hlöðu. Móðir Claudíu kom í heimsókn morguninn eftir. Glaudía hafði hringt til hennar og beðið hana að koma og vera hjá Bobby á með- an hún skryppi í borgina. Því að nú varð að láta hendur standa fnam úr ermum. Heppnin var með henni í þetta sinn, því að hún datt strax ofan á snotra, íbúð á prívathóteli skammt frá garnla hverf- inu. þeirra*. Merbergin voru að vísu hálfgerðar kytrur, en þetta var bara bráðabirgða ráðstöfun, þangað til þeim tækist að ná í góða íbúð. Húnsagði húsráðandanum, að hann mætti telja víst, að þau tækju íbúðina, en flýtti sér síðan á fund Bertu til þess að ganga frá samningum við hana. Berta og Frity, tóku. hjartanlega á móti henni og eftir dálitlar máJalengingar virtist henni allt vera .klappað og klárt. „Jæja, ætiar Bei:ta.að hjálpa þér?“ spurðiDavíð, þegar þau voru á leið til járnbrautarstöðvarinnar um kvöldíð. Claudía kinkaði koJIi. „En það mátti víst ekki seinna vera. Því að einhvern veginn fannst mér að Fritz væri búinn að fá nóg af hússtjórninni og að þau hefðu talað um að bjóða okkur að flytja til okkar og stjórna búinu.“ „Aha,“ sagði Davíð. „Það hefði verið bærilegt. Eg er viss um að Fritz yrði fyrsta flokks bóndi.“ . „Það gæti eg hugsað," sagði Claudía, með nokkrum trega. Þau töluðu lítið áJeiðinni heim. Þau.höfðu geymt bílinn á járn- Imautarstöðinni heima í sveitinni og það var sannarlegur léttir að Josna við skröltið í lestirmi og aka eftir rennisléttum veginum heim. Kvöldið> vati stjörnubjart og fagurt. Tungl skein í heiði og varpaði ævintýrabjarma á trén og umhverfið — jáogá húsið, þegar (Framhald). mikið úrval. Káputau Kaupfélag Eyfirðinga I Vcfnaðarvörudeild. •xSxí>^xJx»xS><S><í>^><5XSxs>^x»xSx*><" <3x»xJxíxSx»xíx$xS>3>3*$xíxíx$xí>^*$xS>3x^<;x.x*xíx«xSxSxí><S>^xSxíx. Kaupfélagssfjó við Samvinnufélag Fljótamanna er laus til umsóknar. Umsóknir sendist Sambandi ísl.. sam- vinnufélaga fyrir 15. febrúar n. k.. Samband ísll samvinnufélaga Samfestingar Buxur, margar tegundir Jakkar Skyrtur Leistar Húfur, á kr. 7.90 V ef naðarvörudeild, ttHKBKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKI Orðsending frá GÚMMÍVIÐGERÐINNI AKUREYRI. BIFREIÐAEIGENDUR! Nú er rétti tíminn til að yfirfara hljólbarðana og gera við þá, sem skemmdir eru. Látið Gúmmíviðgerðina annast þaðl Gummíviðgerðin Akureyri <H«H><H>tHKH><HKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKfD: !*<HKHKHKHKBKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKBKHKHKHK Kerrupokar hálfr og algæru 717 11 tsA.t Örfá minningarorð. V ef naðarvörudeild. KHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKKHKHKHKHKHK „Dauðinn er lækur en lífið er strá, skjálfandi starir það straumlallið á“. Mattli. Jocli. Fyrir 8 árum fluttu hingað til bæjarins hjón úr Austfjörðum, Pétur B. Jónsson og Sigurbjörg Pétursdóttir, með stóran barna- hóp. Og enn fjölgaði börnunum, svo þau urðu alls 14 að tölu, og mun það mesta ómegð, sem jnokkur heimilisfaðir í þessum bæ hefir orðið að sjá fyrir á síðari 'árum, en þó hafa þau hjón bjarg- ast á eigin spýtur, og hafa þó veikindi oft herjað á heimili þeirra. Oft hefir mig undrað hvernig hjón þessi hafa komizt af með sinn stóra barnahóp. Er það að sjálfsögðu að miklu leyti að þakka dugnaði þeirra, en líka má þakka það hinum elztu börnum þeirra, er hafa verið samtaka að styðja heimilið. Elzta barn þeirra Péturs var stúlka, Elísabet að nafni, 16 ára er hún kom hingað. til bæjarins. Hún var myndarleg að sjá, en það sem meira var um vert, að hún varð ljósberi, stoð og stytta hins margmenna en fátæka heim- ilis foreldra sinna og systkina. — En árla þessa vetrar veikist hún og deyr. Sex þúsund manna bær verður lítið var við það, þótt 24 ára gömul stúlka, dóttir aðfluttra, efnalítilla hjóna, deyi, og jafnvel þótt allstór vinahópur fylgi henni til grafar. — En þreyttir og aldurhnignir foreldrar eru þrumu lostin. Fárviðri dauðans hefir herjaij heimili þeirra, og hún, sem var sterkasta stoð þeirra og stytta og dís vona þeirra, var fallin í valinn. Síðan munu þeim andvökunæturnar hafa orðið ærið langar og draum- farir oft erfiðar. En þó mun þeim stundum finnast eins og horfna dóttirin sé enn nálæg þeim, og hún reyni enn að tendra Ijós í sálum þeirra og á heimili þeirra. Og tímans elfur rennur áfram með jöfnum straumi. Og dána dóttirih verður einlægt glæsi- legri og glæsilegri í minningu foreldranna. Hún hafði aldrei brugðist vonum þeirra. Og þau finna að ennþá er hún dís vona þeirra, en á nokkuð annan hátt en fyrr. Vonirnar, sem við liana voru hundnar, hafa ekki dáið við hennar líkamsdauða. Hún flutti þær aðeins með sér yfir í Iandið ókunna, þangað, sem tímans elf- ur skilar líka foreldfum bennar .og systkinum að Jokum. Þ.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.