Dagur - 26.02.1947, Blaðsíða 3

Dagur - 26.02.1947, Blaðsíða 3
/ Miðvikudagur 19. febrúar 1947 D A G U R 3 RÓTTASÍÐA RITSTJÓRI: JÓNAS JÓNSSON r Iþrótta-„konuru (Lausl. þýtt úr sænsku). „Er það satt, að rússnesk stúlka hafi hlaupið 800 m. 6 2 mín. og 11 sek.? Er það áreiðanlegt, að hún sé ekki strákur?!" Það var litla, snotra Anna Larson frá Oskevik, sem með augljósri undr- un spurði mig þessa. — En þeir, sem nákunnugir eru alþjóða íþróttakeppni kvenna vita, að síðari spurningin er ekki út í loftið. Anna litla hefir hlaupið 800 metr- ana á 2 mín. 13.8 sek., og eftir því sem eg veit bezt, er það heimsmet kvenna í þeirri grein. Að vísu hljóp Zdenka frá Tjekkoslóvakíu vega- lengdina ó 2 mín 12.4 sek., en það vitnaðist síðar, að Zdenka var öllu meiri yngismaður en ungfrú, og við nákvæma læknisskoðun ákvarðaðist loks að „hún“ væri karlmaður! Talið er að ein þýzk og ein ensk hafi orðið fyrir svipaðri afskiptasemi og með svipuðum árangri1! Og ríkt er í huga það, sem á gekk út af sumum þeim misjafnlega kvenlegu verum, sem mættu til keppni á Evrópumeistara- mótinu í Ósló í fyrra. Það er ekkert illt að segja um þær rússnesku, vel þjálfuðu og sigursælu stúlkur, kvenlegar og aðlaðandi. — Flokkar Svía og Hollendinga virtust heldur ekki athugaverðir, hvað þetta snerti. En „viðundrið“, „Marit" Hemstad, bóndadóttir úr Þrándheimsdal, hafði þegar óþægileg áhrif á mann. „Hún“ varð þó uppóhaldskeppandi sumra, er „hún“ komst í úrslit í 200 m. hlaupi. Um tíma leit út fyrir að „hún“ yrði önnur í röðinni við úrslit, en varð loks að láta sér nægja 4. sæti — tími 25.7 sek. — Talið var í Noregi að „hún“ hefði hlaupið þar á móti 800 m. ó 2 mín. og 10 sek. í mínum augum — og flestra ann- arra en Norðmanna — var Marit hræðileg, — fölleit, mögur, hjólbein- ótt og með fætur eins og meðal barna- skíði (skónúmmer 44, var sagt!). En „hún“ reyndist þó stælt og undrasterk. ,,Hún“ var alltaf síðust að „starta", en ó ó að lokum feikilega. — En einn góðan veðurdag kom það upp úr kafinu, að þessi vafasama fegurðardís var karlmaður! — Það var nú eitthvað fleira óhreint í pokahorninu hjá íþrótta- stjörnunum í Ósló. Þar var t. d. „skeggjaða daman“, pólverskan, Stella Walsh, sem einn daginn hafði gleymt að raka sig og mætti með sentimeters- skeggþófa! Hinar spretthlaupsstúlk- urnar risu upp og kröfðust þess af yf- irstjórn mótsins, að læknir væri látinn skoða „skeggjuðu, pólsku stelpuna!“ Það er reyndar ekki í fyrsta sinn, sem Norðmenn tefla fram íþróttakon- um, sem einn og einn vill setja spum- ingarmerki við hve mörg prósent kon- ur séu. Við vetrar Ólympíuleikana í Gar- mizch-Partenkirschen var skíðakona ein, sem sagt var, að aldrei vildi skipta um föt í sama herbergi og aðr- íj, aldrei fara í steypibað þegar aðrar stúlkur voru við, — og héldi sig í einu og öllu í öruggri fjarlægð frá öðrum stúlkum. En Norðmenn urðu auðvitað ösku- vondir, þegar farið var að hvíslast á um það, hvort skíðastjarnan þeirra myndi ekki vera hálfgerður karlmað- uri — Höf. þessara kafla, Henry Eid- mark, segir ennfremur frá því, að hann rakst á Ameríkana í Helsing- fors, sem' ekki var sérlega hrifinn af afrekum rússnesku stúlknanna í Ósló — sem þó sköruðu þar greinilega fram úr. — Hr. Zaharias leysti frá skjóðunni: „Okkar stúlku gerðu það miklu betur — jafnvel fyrir 15 árum — í Los Angeles — á Ólympíuleikun- um. Þar tefldi „Sam frændi“ fram beztu íþróttakonum heimsins, — og þær eru enn alveg sérstakar í sinni röð, Það megið þér bóka! Hvort 'það voru stúlkur? Engar sví- virðingjár, herra minn! Það er deginum ljósara, að íþróttakonur, sem setja heimsmet, geta ekki litið nákvæmlega eins út og venjulegar meðalmadömur — það yrðu þá eitthvað léleg afrekin. — Sú bezta, sem við áttum þarna á leikunum í Los Angeles, var Babe Didrikson — og nú, eftir 15 ár, er hún enn fremst allra íþróttakvenna, t. d. í golf. Munið þér hvað hún gerði á Ólympíuleikunum? Já, ekki það! Þá skal eg segja yður það. Hún vann tvö gullverðlaun, eitt silfurmerki og setti tvö heimsmet. Engar móðgandi getgátur, herra minn! Babe er „lady all right“, og hún búin að vera gift í mörg ár. — Á Olympíuleikunum keppti hún bara í þrem greinum, svo að varla var hægt að vænta betri árangurs. Hún átti reyndar gull- og heimsmet í þriðju greininni — hástökki líka, — en þeir dæmdu ógilt hennar sigurstökk þar — 1.67 m. — sögðu, að hún hefði steypt sér yfir, með höfuðið á undan, — auð- vitað bara vitleysa! Hafi þetta stökk hennar verið ólöglegt, var hitt, sem gilt var tekið, það engu síður, — það megið þér bera mig fyrir. En hún sigr- aði í 80 m. grindahlaupi á 11.7 sek. — heimsmet, — í spjótkasti, 43.68 m. — einnig heimsmet. — Svo var talið að hún stykki 1.65 m., en átti að vera I. 67, — og þá var það þriðja heims- metið. í Ósló í fyrra sigraði hollenzka stúlkan Blankers-Koen í grindahl. á II. 8 sek., sú franska, Golcheu, stökk 1.60 m., Majutsjana hin rússneska kastaði spjótinu 46.25 m. Babe hélt bví í tveim greinum sínu heiðurssæti — frá Los Angeles-mótinu, — og þá getið þér nokkuð séð hver afburða íþróttakona hún hefir verið, — því að þeim árangri náði hún á fyrstu árum keppni sinnar! Gifting Babe var nú líka býsna söguleg. Umráðamanni gólfleikasvæð- is datt í hug, að draga að áhorfendur með því að koma af stað golfkeppni með hnefaleikamannj í þyngdarflokki, þessari frægu íþróttakonu og presti sem þriðja manni. George Zaharias var frægur hnefaleikamaður, en líka góður golfspilari, og það var séra Erd- mann ekki síður. En úrslit þessarar sérkennilegu keppni varð þó sú, að Baby gekk sigrandi af hólmi. Bað þá Zaharias prestinn að gefa sig saman við Baby. Og þar var ekki látið sitja við orðin tóm, en slegið upp veizlu. — Og komið svo ekki og segið að allar fremstu íþróttakonur heimsins séu að meira eða minna leyti karl- menn,“ lauk herra Marshall máli sínu. „Það finnst þó mikilfengleg og hríf- andi undantekning, þar sem Baby Didrikson er.“ — Eftir að hafa hlýtt á þenna lof- söng um þessa fremstu kven-íþrótta- stjörnu Ameríku, flýtti eg mér að fletta upp í minni sænsku skýrslu um Ólympíuleikana í Los Angeles, þar sem Mr. Jones gerir grein fyrir frjálsu íþróttunum. Hvað hafði hann að segja um „miss Didrikson"? Jú, — „sú karl- mannlegasta af öllum íþróttakonum mótsins", er nærri því allt, sem hann hefir að segja um „undrið“ Baby Did- rikson! Frá Skátaféla í Skátafélagi Akureyrar starfa nú 12 skátaflokkar með 5—8 meðlimum í hverjum, og skiptast þeir í þrjár skátasveitir, en auk þess eru í félaginu ylfingasveit (drengir 9—11 ára) og rekkasveit (unglingar, 17 ára og eldri). Alls eru meðlimirnir 124 og þar af aðeins 32 eldri en 17 ára. Yfir vetrarmánuðina eru vikulega fundarhöld hjá öllum skátaflokkum, en ylfingar og rekkar koma saman í heild einu sinni í viku. A fundunum fer fram nám í ýmsu varðandi skáta- prófin og auk þess fara fram margs konar leikir og aðrar skemmtanir. Al- mennu skátaprófin og sérpróf skáta snúast svo að segja um öll áhugamál hinna ólíkustu drengja, allt frá frí- merkjasöfnun og saumaskap til flug- listar og sjómennsku. Eftirfarandi tölur gefa ofurlitla hugmynd um störf félagsins á síðast- liðnu éri: Fundahöld: Þátt- takendur 25 ylfingafundir 375 252 flokksfundir skátaflokka 1535 26 rekkafundir 197 6 félagsfundir 496 32 sveitarfundir 563 38 foringjafundir 132 379 fundir alls þátttakendur 3298 ÚtileguT og ferðir: 31 nótt í tjöldum 276 58 nætur í skálum 421 8 hjólferðir 93 23 vinnuferðir 132 120 útilegur og ferðir þáttt. 974 Þess má geta, að allar skályaferðir voru jafnframt skíðaferðir þegar færi Mr. Jones má víst vara sig á herra Zahariasi, ef hann kemur einhvem tíma aftur til Ameríku! Mér varð hugsað til íþróttakvenn- anna á Akureyri, er eg las þenna kafla. Ja, fann eg nokkra? Nýlega tók eg að mér að kenna handknattleik einn tíma fyrir félaga minn, sem eitt- hvað var forfallaður. Það var á mánu- dag og stúlkumar höfðu lagt mikla áherzlu á að fá þessa mánudagstíma í. íþróttahúsinu. Eg bjóst því við góðri þátttöku. En þegar til kom mætti bara EIN stúlka! Eitt dæmi, en því miður ekki einsdæmi, um áhuga stúlkna á Akureyri fyrir íþróttum. — Einhver var nú að geta þess til, að þær hefðu vitað um kennaraskiptin. Annar sagði, að þær myndu hafa verið búnar að lesa um karlmannlegu íþróttakonurn- ai í „All Sport“ og verið hræddar um að sér færi' að vaxa skegg eins og þeirri pólsku — við svona stöðugar 1 íþróttaiðkanir. — Ekki veit eg. En eitthvað er það. J■ J- gi Akureyrar gafst og margar gönguferðir voru farnar, sem ekki em skráðar hér að framan. Þá æfði félagið þjóðdansa, sjónleiki, söng o. fl., sem ekki er talið til þess starfs, sem tölurnar fjalla um. Rúmsins vegna,verður að fara fljótt yfir sögu og læt eg því nægja að geta um fáein atriði þessu til viðbótar. Félagið sá um Landsmót skáta við Mývatn dagana 21. til 23. júní sl. — Tveir skátar héðan sóttu skátamót í Skotlandi. Þrír skátar sóttu sveitarfor- ingjaskóla er haldinn var að Ulfljóts- vatni. Félagið hélt foringjanámskeið og námskeið í hjálp í viðlögum. Skát- arnir unnu að vegagerð að Fálkafelli, við lagfæringar á lóðinni við Glaum- bæ og að endurbótum á skálanum þar. Á árinu æfðu skátar glímu og hófu æfingar í handknattleik. Þá hafa skátar, 16 ára og eldri, haf- ið málfundastarfsemi og útgáfu fjöl- ritaðs félagsblaðs, og að síðustu má geta þess að tíu skátar héðan munu að öllu forfallalausu sækja alheims- mót skáta, Jamboree, sem fram fer skammt frá París í Frakklandi næsta sumar. Er gert ráð fyrir að þar mætist um 45000 til 50000 skátar frá ýmsum löndum heims. Karlmannajakkar (hollenzkir) vandaðir, nýkomnir Verzlunin London. íþróttaheimili Samkvæmt ályktun, er gerð var á ársþingi í. B. A. síðastliðið ár, hefir verið unnið að því að koma upp eins konar íþróttaheimili fyrir bandalagið og deildir þess. Varð samkomulag um að innretta efri hæðina í miðbyggingu íþróttahússins í þessum tilgangi með vissum skilyrðum, sem fram eru tekin í samningi milli íþróttahússnefndar og I. B. A. Unnið hefjr verið að þess- ari innréttingu í vetur að mestu leyti með þegnskylduvinnu á kvöldin. Hafa áhugamenn úr félögunum K. A. og Þór innt þá vinnu af hendi, enda fá þau til eigin afnota sitt herbergið hvort, þar sem þau geta varðveitt skjöl sin og aðrar eignir. Salur, sem hefir allt að 50 fermetra gólfflöt, er ætlaður til fundarhalda fyrir félögin og Bandalagið, æfinga smáflokka o. fl. Verk þetta er nú langt á veg komið, og mun næsta ársþing í. B. A. fara fram í þessu fyrirhugaða íþróttaheim- ili. í. B. A. hefir jafnframt hafizt handa með að safna saman til-þessa íþrótta- heimilis skjölum, bókum og öðrum innanstokksmunum U. M. F. A., með tilliti til þess, að þeir varðveitist á einum stað og haldi áfram að koma þeim málefnum að liði, sem voru og eru ofarlega á stefnuskrá ungmenna- félaganna. Með því framlagi af eignum U. M. F. A., sem þegar hefir runnið til í- þróttahússins, hefir starf þessa vin- sæla félags greitt fyrir framgangi þeirrar menningarstofnunar, eins og margra annarra. Það er því að verð- leikum, að minjar þess séu varðveitt- ar, og á bezt við, að þær séu á vegum félagasamtaka, sem hafa sömu mál á stefnuskrá sinni. Vel má vera, að síðar meir yrðu slíkar minjar taldar bezt eiga heima á byggðasafni, þegar það væri fyrir hendi. Við myndun þessa heimilis þurfa íþróttafélögin að leggja fram, auk þegnskylduvinnunnar, töluvert fé, meðal annars til kaupa á nauðsynleg- um innanstokksmunum. Það myndi því verða þeim kærkominn stuðning- ur, ef einhverjir bæjarbúar vildu með fjárframlagi eða á annan hátt sýna málefninu viðurkenningu eða vináttu- kug. Á. D.. . Ný búðarvigt til sölu. Hafnarbúðin Skipagötu 4 — Sími 94 Páll A. Pálsson f óskilum: Bleikálóttur hestur, ómark- aður, 8—10 vetra. Helgi Pétursson, ______________Hranastöðum. íbúð til sölu Tilhoð óskast í íbúð, 5 her- bergi og eldhús. Laus til íbúðar á næsta vori. Vana- legur réttur áskilinn. — Allar nánari upplýsingar ' gefur undirritaður. JÓHANNES JÓNSSON, Norðurgötu 16. Get selt nokkur pör af barnasokkum og NÆRFÖTUM. ANNA SVEINSDÓTTIR, Aðalstræti 12.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.