Dagur - 26.02.1947, Blaðsíða 6

Dagur - 26.02.1947, Blaðsíða 6
D A G U R Miðvikudagur 19. febrúar 1947 t'IIIIIIIIIIIMMUUUtuiiiUMHiHntHiHiHHHiHHH! IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIII CLAUDÍA SAGA HJÓNABANDS EFTIR ROSE FRANKEN 36. dagur (Framhald). rödd hrópaði: „Hvar er hann? Hvar er hann? Eg vil íá að sjá hann.“ Karlmannsrödd sagði uss, og augnabliki síðar birtist maður í bið- stofudyrunum. Hann var með skyrtuna flakandi frá brjóstinu og hann hálfbar konu inn í herbergið. „Hún hlýtur að vera kona hins’ mannsins," hugsaði Claudía. Hún kenndi í brjósti um konuna, ekki bara vegna þess, sem hafði komið fyrir manninn hennar, heldur líka vegna þess, að hún gat ekki haft hemil á tiifinningum sínum. Konan hnipraði sig saman á sófa úti í horni. Hún var í kápu ut- an yfir mórgunslopp og hafði augsýnilega ekki greitt sér. Andlit hennar var þrútið. Það var auðséð að hún hafði verið rifin upp úr fasta svefni. Það rninnti Claudíu á, að dagurinn var rétt að byrja. Klukkan var ennþá ekki orðin níu. Davíð hafði ætlað að ná í morg- unlestina kl. 8,14. Ef allt hefði gengið að óskum mundi hann nú nærri því kominn á skrifstofuna. Konan í sófanum leit upp og sá Claudíu. „Er það maðurinn þinn?" spurði hún. „Já," svaraði Claudía. „Það er þá eins ástatt hjá okkur báðum. Nokkur börn?" „Eitt," svaraði Claudía. „Eg á engin," sagði konan og var sigurhreimur í röddinni. „Það voruð þið, sem keyptuð búgarðinn við Rover Road, var það ekki?" „Jú, fyrir ári síðan," svaraði Claudía. „Já, svona gengur það í lífinu. Maður kemur sér upp heintili, og svo koma svona atburðir fyrir, og maður flosnar upp. Við vorum nýbúin að kaupa okkur hús.“ Claudía hafði ekki tíma til þess að hugleiða þetta, því að nú stóð Fritz á fætur og lagði höndina á öxl hennar. Dyrnar á læknisstof unni opnuðust. Læknirinn kom út og lokaði dyrunum á eftir sér. Konan hentist upp úr sófanum. „Lséknir," hrópaði hún og hljóp til hans. „Er það búið? Er hann farinn?" Læknirinn svaraði engu. Hann þurfti þess ekki. Hann kinkaði aðeins kolli og andlit hans var tekið og þreytulegt. „Konídu henni heim," sagði hann við fylgdarmanninn. „Komdu, Lotta. Þú verður að herða upp hugann," -sagði hann. Læknirinn gekk til Claudíu. Hún leit á hann og sagði: „Það er óhætt að segja mér allt. Eg er ekki hrædd." Hann brosti, og andlit hans varð nú allt í einu glaðlegt og ung legt. „Þér þurfið ekki að vera hræddar við neitt," sagði hann. „Maðurinn yðar nær sér fljótt. Hann er meðvitundarlaus ennþá — hann er viðbeinsbrotinn og hefir marizt eitthvað-dálítið, en það ei ekki verra en það. Hann verður jafn góður eftir nokkurn tíma.“ Claudía ætlaði að þakka honum, en þá virtist henni hún missa sjónir á honum, og myrkur lagðist yfir allt og alla. Þegar birti aftur fyrir sjónum hennar, var læknisfrúin að bogra yfir henni. „Lækn- irinn biður yður að drekka þetta," sagði hún. „Það var leiðinlegt, að þetta skyldi koma fyrir," sagði Claudía. „Eg, sem ætlaði að vera svo sterk." „Þér stóðuð yður eins og hetja," sagði læknisfrúin. „Eg hefi sjald- an séð konur bera sig betur undir svipuðum kringumstæðum, og ég er viss um, að ef það hefði verið maðurinn minn, sem hefði legið þarna inni. . . .“ Og það fór hrollur um hana, og hún lauk ekki við setninguna. „Þér munduð vissulega hafa staðizt það,“ sagði Claudía. „Það er ég sannfærð um.“ Hún mundi allt í einu eftir hinni konunni, se.m (Framhald). ‘ .......................................................... LÖGTAK Samkvæmt úrskurði, uppkveðnum í dag, verða lögtök látin fara fram án frekari fyrirvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar aug- lýsingar, fyrir eftirtöldum ógreiddum gjöidum: Tekjuskatti, tekjuskattsviðauka, eignaskatti, stríðsgróðaskatti, fasteigna- skatti, lífeyrissjóðsgjaldi, námsbókagjaldi, gjöldum til kirkju og háskóla og kinkjugarðsgjaldi, sem féllu í gjalddaga á mann- talsþingum 1946, svo og ógreiddum veltuskatti fyrir síðari árshelming 1945. Skrifstofu Eyjafjarðar cg Akureyrar, 24. febr. 1947. Friðjón Skarphéðinsson. iS vifflugfélagai A Munið aðalfundinn í skóla félagsins í annað kvöld, fimmtudag 27. febr., kl. 8. ! STJÓRNIN ! »n. 1111111111111111111111111111111 11 n n iiiiiiiniiiiiiii iii iii iii i iii in iiiiiiiiiu iii iiiniiiii iiiiiiiiiiiimiiiiiiiiii 11111111111111 ii il Tilkynning Hef flutt úrsmíðavinnustofu mína úr Skipagötu 12 í Hafnarstræti 85. Virðingarfyllst Bjarni Jónsson, úrsmiður. KKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKfíHKHKHKHKHKHÍ Höium lyrírligglandi karlmannabuxur 09 peysur Kaupfélag Eyfirðinga Vefnaðarvörudeild. hKhkhkhkbKhkhkhKbKhkhkhkhKhKhkhKhKhkhKhKhKHKHKHKhKhk Sjónaukar 8X30 með lituðu gleri Sportvöru- og hljóðfæraverzlunin Sími 510. Ráðhústorg 5. Tilkynning Höfum flutt starfrækslu okkar í Gránu- félagsgötu 4, aðra hæð (hús Prentsmiðju Björns Jónssonar). f gær, þriðjudaginn 25. febrúar, opnuðum við afgreiðsluna og tök- um á móti fötum til kemiskrar hreinsunar og litunar. Áherzla lögð á vandaða vinnu og áreiðan- lega afgreiðslu. EFNALAUGIN SKÍRNIR rsJW HAPPDRÆTTISMIÐAR Bifreiðastjórafél. HREYFILS fást á bifreiðastöðvum bæjarins. Vinningar: Ný 6-manna Chevrolet-bifreið og 10 daga ferð í sumarfríinu. Hver hefir efni á því að vera ekki með? — Fokdreifar (Framhald af 4. síðu). hans um svik og tómlæti um dýrtíðar- málin skuli hafa reynzt blaður eitt og forheimska. .Plastiskur" línudans. AÐ svo mæltu fyllir hann „götin“ á báðum síðunum með „minnis- greinum" fyrir hina ritstjórana í bæn- um: „Til minnis fyrir Braga": Pól- verjar framleiða mikil kol, og það sannar, að kosningarnar þar á dögun- um hafi verið lýðræðislegar og stjóm- arfyrirkomulagið í alla staði til fyrir- myndar! „Til minrtis fyrir Hauk“: 50% af lúthersku prestunum í Eyst- landi og 70% af kollegum þeirra i Lettlandi, með erkibiskupinn í broddi fylkingar, yfirgáfu Eystrasaltslöndin" þegar Rússar héldu þar innreið sína. Þetta mun eiga að sanna, að trúaðir menn þoli öðrum mönnum verr of- beldi og ófrelsi, og má það til sanns vegar færa. Ennfremur er það skil- merkilega sannað í „minnisgreinum Hauks“, að Rússar búi til ágætis sjálf- lýsandi „plastik", og er það auðvitað mjög fróðlegt fyrir alla, en þó áður vitað, að allir línudansarar verða að vera góðir í „plastik", svo að þeir velti ekki út af línunni! Loks er Magnús íslendingsritari minntur á, að Danir selji Pólverjum hross og ennfremur að Fischer ofursti, Dups major og fleiri heiðursmenn — sjálfsagt einka- vinir eða frændur Magnúsar ritstjóra — hafi nýlega verið ákærðir fyrir fjársvik og fleiri óknytti. Er Magnúsi bent é, að „margt megi læra af Amer- íkananum", því að sumir þeirra hafi ,stolið gimsteinum, gulli og brotið upp peningaskápa". Er vafalaust mjög fróðlegt fyrir ritstjóra Islendings að fá vitneskju um þetta, því að senni- lega gerist atvinna hans nú mjög tekju rýr og áhættusöm, síðan Rósberg varð á móti honum og komst í stjórnarand- stöðuna! Síðasta minnisblaðið. EKKI er alveg úr vegi að bæta einni „minnisgrein“ við þær, sem rit- stjórar bæjarblaðanna hafa þannig fengið þegar. Skal það vitnað í séra Jón á Bægisá, sem áður var nefndur til þessa máls, og gæti sú tilvitnun þá hlotið fyrirsögnina Til minnis fyrir Rósberé, svo að yfirskriftin sé í stíl við hinar! Séra Jón spurði einhvem einhvem tíma, og svaraði sér sjálfur um leið: „Hver skilur heimskuþvætting þinn? Þú ekki sjálfur, leiruxinn." «lllllllllllllllllllllllll*IIIUIII 1111■111II11111111 ■ 1111■11■ 111... Húsavíkurbréf (Framhald af 2. síðu). vaxið á síðastliðnu ári um kr. 3697.76. Styrks úr sjóðnum nutu 12 ekkjur á árinu, samtals 2400 krónur. Stjórn sjóðsins skipa Jón Gunnarsson, form., Jóhannes Jónsson, gjaldkeri, Helgi Krist- jánsson, ritari, og meðstjórnend- ur Hjalti Illugason, gestgjafi, og frú Helga Þorgrímsdóttir. —o— 6. þ. m. lestaði Brúarfoss hér 80 tonn af dilkakjöti og 6 tonn af ærkjöti. Mun Brúarfoss hafa farið frá Austurlandi fullfermd- ur af kjöti til Gautaborgar. Strax og kjötið var farið, hóf kaupfélagið hraðfrystingu á fiski. Er sæmilegur afli þessa daga á smábáta. * 17. febrúar 1947. Silfur-armband tapaðist snemma í þessur mánuði á leiðinni frá Hótc Norðurlandi að Blómabú KEA. — Vinsamlegast skilis gegn fundarlaunum, á a greiðslu Dags.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.