Dagur - 26.02.1947, Blaðsíða 8

Dagur - 26.02.1947, Blaðsíða 8
Miðvikud26. febrúar 1947 „Eí þetta er sósíalismi, þá er ég ekki sósíalisti” Norska skáldið ARNULF ÖVERLAND ræðir urn einræði og lýðræði, í danska stúdentafélaginu 8 Úr bæ og byggð L 1 ■■ — -------- □ Rún.: 59472267 - Frl.: I.O.O.F. - 12822881/2 - 9 - III. Zíon. Sunnudaginn 8. marz: Sunnu- dagaskólinn kl. 10.30 f. h. — Almenn samkoma kl. 8.30 e. h. Kristniboðarn- ir Ólafur Ólafsson og séra Jóhann Hannesson tala. Allir velkomnir. Gjaiir til nýja sjúkrahússins: Frá Kvenfélagi Keldhverfinga, ágóði af skemmtisamkomu, kr. 1827.00, frá Stefáni Þorgeirssyni kr. 100.00, frá N. N. kr. 50.00, frá K. S. kr. 100.00, frá Halldóru Sigurbjörnsdóttur og Hrefnu Jakobsdóttur kr. 20.00, frá Friðrik Sigurðssyni kr. 100.00, áheit frá gamalli konu kr. 25.00, frá Axelínu Geirsdóttur kr. 200.00, frá Guðlaugu Helgadóttur kr. 50.00, frá Vilhelm Hanssyni kr. 500.00. —Með þökkum móttekið. G. Karl Pétursson. Skemmtiklúbburinn „Allir eitt“ heldur dansleik að Hótel KEA laugar- daginn 1. marz næstk. kl. 9.30 e. h. Stúkan Brynja nr. 99 heldur fund í Skjaldborg mánudaginn 3. marz n.k. kl. 8.30 e. h. Dagskrá: Venjuleg fund- arstörf. Inntaka nýrra félaga. Erindi. Upplestur o. fl. Félagar, fjölmennið með nýja innsækjendur. Barnastúkan Bernskan héldur fund í Skjaldborg sunnudaginn 2. marz n.k. kl. 1 e. h. Dagskrá: Inntaka nýliða. Leiksýningar. Upplestur o. fl. Mætið stundvíslega. legan stuðning. Hlíiarkonur! Munið fundinn fimtu- daginn 27. febr. næstk (annað kvöld) að Hótel KEA. Fjölmennið! Barnastúkan Samúð heldur fund næstk. sunnudaj; kl. 10 árd. í Skjald- borg. Fundarefni: Venjuleg fundar- störf. Inntaka nýrra félaga. Leikrit. Upplestur o. fl. Félagar, fjölmennið! Aðalíundur Akureyrardeildar Sögu- félags Skagfirðinga verður haldinn í bæjarstjórnarsalnum næstk. sunnudag kl. 2. Mælist stjórn deildarinnar ein- dregið til, að Skagfirðingar, búsettir á Akureyri, fjölmenni á fundinn. Verð- ur þarna m. a. tekin ákvörðun um, hvort stofna skuli almennt Skagfirð- ingafélag á Akureyri, en því var frest- að á 'síðasta fundi vegna þess hve fáir mættu. Kona óskastfrá I. marz til að ræsta símastöðina, með annarri. — Upplýsingar gefnar á skrif- stöfu símastjóra kl. 10—12 og 13—16. Domo-skilvinda, sem ný, er til sölu. Skilur 100 lítra á klukkustund. Afgr. vísar á. Góður spunarokkur og hesputré óskast keypt. Uppl. á afgieiðslu Dags og í síma 488. NÝJA BÍÓ Miðvikudags- og fimmtu- dagskvöld kl. 9: Hryllileg nótt (Bönnuð börnum yngri en 16 ára.) í aðálhlutverkum: Susan Hay Ward, Paul Lukas og Bill Williams .......... Dönsk blöð skýra frá mjög fjöl- mennurn umræðufundi, sem haldinn var í Stúdentafélaginu í Kaupmannahöfn fyrir skemmstu. Arnulf Överland var gestur fé- lagsins og flutti framsöguræðu iiim einræði og lýðræði. „Politik- en“ skýrir þannig frá þessum sögulega fundi: „Umræðurnar urðu lreitar. Överland tekur ekki með silki- hönzkum á hlutunum, en þeir, sem töluðu gegn honum, með prófessor Albert Olsen í broddi fylkingar, lágu héTdur ekki á liði sínu. Það varð augljóst á fundin- urn, að Överland, sem í þetta sinn hélt sér á pólitískum vett- vangi ekki síður en húmanistísk- um, hefir lag á því að tala til til- finninga rnanna og vekja hrifn- ingu, en líka andstöðu, sérstak- lega um áþreifanlega hluti, svo sem hina rússnesku pólitík og álit þjóðanna á henni. . . . 1 framsöguræðu sinni sagði Överland m. a.: — Efni eins og þetta — einræði og lýðræði — ætti ekki að þarfn- ast neinna umræðna. Við höfum séð einræðið og barist gegn þv# við vitum hvað það er og óskum ekki að komast í tæri við það oftar. Enda er nú ekki lengur að tala um einræðisstjórn. Rúss- landi er stjómað með sovét-lýð- ræði (austrænu lýðrœði) ög Eranco er sagður vera demókrati í hjartanul Það ér talaðmikiðum lýðræði, að hætt er við að grun- semdir vakní. Víst er um það, að í Rússlandi lesa þeir mismun- andi blöð, en það stendur það sama í þeim öllum, þeir fara þar til kosninga og 99 prósent af þjóðinni Ikjósa og önnur eins þjóðareining hefir aldrei sést. En þegar þjóð skipar sér í eina fylk- ingu, þá er ekki miskunninni til að dreifa handa þeim, er ekki kjósa að skipa sér í röðina. Sá, sem ekki vill vera þar, er dauður og horfinn, þegar mínnst vonum varir. Þeir reisa ekki einu sinni krossmark á gröf hans. Svo stór- kostlegt svindl viðgengs í sam- bandi við lýðræðið, að umræður eru, þrátt fyrir allt, vissulega eklki ástæðulausar. Överland ræddi því næst um erfiðleika þá, sem Rússland hefir átt við að etja: Stríð, hungur, uppbyggingu iðnaðar og stríð í annað sinn og lauk þessum hluta fyrirlestursins með því að segja, að Lenin, sem forustumaður frelsishreyfingar, hefði að líkind- um haft léttara hlutverk en Stal- in, sem þurfti að standa í baráttu liins daglega lífs. Okkur hefir verið sagt að bíða og sjá hvað setur, en nú höfum við beðið nógu lengi. Við hljótum að hafa rétt til þess að gagnrýna. Ef með- ölin eru ekki forsvaranleg og til- gangurinn ekki æskilegur, verð- ur að nota öníiur meðöl og fara aðrar leiðir. Överland drap því næst á ýmsar. þær bækur, eftir Koestler, Paul Winterton og Max Estman o. fl., sem eru að nokkru leyti grundvöllur þeirra umræðna um Rússland, sem nú fara fram víða um lönd, og sagði svo: Ef það, sem þessar bækur segja frá, er ek'ki satt, hlýtur það að vera hagur Rússlands, að láta hið sanna koma í Ijós. En til- kynning frá Tass-fréttastofunni er ekki nægileg og það er heldur ekki nægilegt, að kalla þennan eða hinn fasista og stríðsæsinga- mann. Þessu næst hóf hann að tala um löggjöfina í Sovét, refsiað- ferðir, fangelsi og fangabúðir, hreinsanir og ritskoðun, sérstak- lega á bókmenntum og listum og bætti við: Ýmsir halda því fram, að byltingin krefjist alltaf fórna, •en í mínum augum er þetta allt meira en nóg. Þeir sem segja að tilgangurinn helgi meðalið hafa í hyggju að nota óprúttnar að- ferðir til þess að koma sínu fram. Hið þéttriðna net lögregluspæj- ara, sem hver einræðisstjórn not- ar sér til öryggis, forpestar loftið og sasmilegt fólk getur ekki þrif- ist í slíku umhverfi. Það veslast upp. Överland drap því næst á hin mismunandi launákjör í Rússlandi, bannið gegn ferðalög- um til útlanda, hjónaskilnaðar- tilskipanirnar og sameiginlega refsiábyrgð og sagði: Ef þetta er sósíalismi, þá er eg ekki sósíalisti. Hann lýsti af mikilli kímni kröf- um rússneskra yfirvalda til list- málara, um að dýrka í verkum sínum stríðsátak sovétþjóðanna og hið daglega líf sovétborgarans og skyldur þær, sem skáldunum eru lagðar á herðar: að dýrka og upphefja Stalin. Um þetta sagði hann: Það andstyggilegasta við einræðisstjórn er foringjadýrk- unin, sem einræðisherrarnir um- girða sig með. Hún var slarni í Þýzíkalandi en ennþá viðbjóðs- legri í Rússlandi. Það var f relsi en ekki kúgun, sem við börðumst fyrir. /Eftir að Överland hafði rætt um utanríkisstefnur stórveld- anna og sagt, að Stalin hefði e. t. v. verið þess mjög fýsandi, að gera samninginn við Hitler á sinni tíð, sagði hann: Frelsi, mannréttindi og virðing fyrir einstaklingnum voru fótum troð- in af Hitler í Þýzkalandi og líka af Stalin í Rússlandi. Þeir líkjast hvor öðrum meira en þeir báðir til samans líkjast sósíalismanum. Mér er legið á hálsi fyrir að bera Stalin saman við Hitler, en það var ekki eg sem tók á móti Ribb- entrop með hornablæstri og Horst-Wesselsöng í Moskvu. Ef sósíalisminn getur ekki unnið sér fylgi af eigin verðleikuin og lað- að fólkið til sín í frjálsu þjóðfé- lagi, án þess að fylla fangabúð- irnar, þá á hann ékki að vera til. Það var ekki kúgunin, sem við börðumst fyrir og þráðum, held- ur frelsið." Húsabyggingamállin (Framhald af 1. síðu). þjóðarinnar. Þessi hefir nú samt1 orðið raunin á. Tilraunir bæjarins til íjárötlunar. Bæjarstjórnin verður naumast sökuð um framlkvæmdaleysi við fjárútvegun, því að margar til- raunir hafa verið gerðar til þess að fá lánsfé handa bænum og er fulltrúum þessara flokka eigi síð- ur kurjnugt um þær en öðrum. Snernma í sumar fór nefnd bæj- arráðsmanna til höfuðstaðarins til þess að leyta fyrir sér um lán til framkvæmda bæjarins, Þrátt fyrir viðræður við Nýbyggingar- ráð, banka og stjórnarherra í Reykjavík, fékkst enginn eyrir lánaður hingað norður. Síðar í sumar gerði bæjarráð út aðra nefnd suður. Átti hún að vinna að lánsútvegun fyrir Krossanes og jafnframt að afla fjár til íbúðabygginganna. Krossaness- lánið fékkst að lokum, en algjört afsvar um lán til húsabygging- anna. Það er ástæða til þess að rekja lítillega þær viðræður, er þessi nefnd átti við forráðamenn í höfuðstaðnum, af því að það varpar ljósi á það, af hverjum heilindum það er gert, er Ai- þýðuflokksfélag Akureyrar geng- ur fram fyrir skjöldu til þess að álasa bæjarstjórninni í heild fyr- ir skort á fé til framkvæmda. í nefndinni áttu sæti fulltrúar frá bæði Alþýðuflokksmönnum og kommúnistum. Fyrir tilstilli þeirra fyrrnefndu fékkst loks við- tal við Finn Jónsson félagsmála- ráðherra, einn helzta höfund lag- anna um aðstoð við húsabygging- ar, og framkvæmdaaðilanna af hálfu ríkisvaldsins. Svör Finns Jónssonar voru skýr. Ríkið hafði enga peninga til þess að full- nægja þessum lögum. Um það var ekki að tala. Þar með viður- kenndi ráðherrann, að lögin, sem flókksmenn lians höfðu flaggað mest með í kosningunum, væru í rauninni pappírsgagn eitt. Hins vegar bauðst hann til þess að veita bænum ríkisábyrgð, ef bær- inn gæti sjálfur útvegað sér lán, en tilskyldi þó, að vextir skyldu ekki vera miklum mun lægri en ríkjandi voru á frjálsum pen- ingamarkaði. Með þessum fyrir- vara var jafnframt loku fyrir það skotið, að bæíinn fengi nokkurt lán, þrátt fyrir ríkis- ábyrgðina. Þannig stóð AÍþýðu- flokkurinn í ístaðinu í húsnæðis- málunum. -Alíar umleitanir við bankana um saina leyti, bæði hér og fyrir sunnan, báru engan árangur. N ú er svo 'komið, að Ián til húsabygginga er.u ekki fáan- leg. Alger kreppa ríkir á pen- ingamarkaði þjóðarinnar, fjár- hagur ríkissjóðs er bágborinn og hann skortir milljónatugi til þess að geta staðið við skuldbindingar sínar. Atvinnuvegirnir eru komnir í þrot og hvarvetna blasa við miklir erfiðleikar. Það er augljóst mál, að fjármálastefna fyrrverandi ríkisstjórnar ber höf- uðábyrgð á þessu ástandi. Stjórn- in stefndi beinlínis að því, að svona færi. Það kemur því sann- arlega úr hörðustu átt, þegar þeir fulltrúar, sem beittu sér af alefli fyrir .sigri þessarar stefnu í síð- ustu kosningum, fyllast nú heil- agri vandlætingu gagnvart bæjar- stjórn Akureyrar, fyrir að hún skuli ékki hafa úr nægu fé að spila til hvers kyns framkvæmda. Þessi áróður gömlu stjórnar- flokkanna eru eitt hið auðvirði- legasta og ómerkilegasta, sem komið hefir fram á opinberum vettvangi hér um langan aldur. Hjart'ans þakkir til allra Jieirra mörgu, fjær og nær, sem á margvíslegan hátt aðstoðuðu yið andlát og jarðarför BENEDIKTS BENEDIKTSSONAR fiá Breiðuvík, og heiðruðu minningu hans með nærveru sinni. Börn og tengdaböm. Tilkynning Frá og með laugardeginum 1. marz verður skrif- stofa vor í Hafnarstræti 100 (áður Hótel Gullfoss), þriðju hæð. — -Frá sama tíma hættir Kaupfélag Eyfirðinga umboðsstörfum fyrir oss. Símanúmer vort verður 600. Almennar Tryggingar h. f. Einar Markússon: Píanótónleikar í Nýja Bíó laugardaginn 1. marz, klukkan 9 e. h.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.