Dagur - 26.02.1947, Blaðsíða 4

Dagur - 26.02.1947, Blaðsíða 4
4 D AG U R f,—• • "■....—.... 1 -----? DAGUR Ritstjórl: Haukur Snorrason Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Marínó H. Pétursson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Bjömssonar ... ....... ■ --------------------:---- Nýsköpun á íslandi og Bretlandi TI/IIKIL „nýsköpun" á sér stað um þessar mund- ir í brezka kolaiðnaðinum. Brezka stjórnin hyggst aðleggja geysiiegt fé í eridurnýjun á véla- kosti námanna og koma þar öllum rekstri í ný- tízku horf. í álitsgerðum stjórnarvaldanna er bent á, að kolanámið sé undirstöðuatvinnuvegur þjóðarinnar og afkoma hennar velti á því, að þar takist að búa vel og tryggilega um hnútana. At- burðir þeir, sem gerzt hafa í Englandi að undan- förnu, sýna og ljóslega, hversu geysilega þýðingu þessi atvinnugrein hefir fyrir alla þjóðina. Áætl- anir brezku stjórnarinnar miðast ekki við það eitt, að veita auknu fjármagni til námanna og fá þangað ný tæki. JÞá mundi ekki nema hálfnað verk. Til þess að „nýsköpun“ þessi verði á traust- um grunni reist, er einnig nauðsynlegt, að tryggja námunum meira vinnuafl og námumönnum góða og lífvænlega afkomu. Engin atvinnuleg nýsköp- ,un, sem eikki tekur tillit til þessara tveggja höfuð- sjónarmiða, fæst staðist til lengdar. ÍSLENZKI sjávarútvegurinn er að því leyti hlið- A stæður kolavinnslunni brezku, að afkoma þjóð- arinnar byggist að verulegu leyti á því, að hagur hans standi með blóma, að landsmenn hafi nægan skipakost til þess að sækja gull í greipar Ægis og að hin þýðingarmiklu störf fiskimanna og útvegs- manna séu eftirsótt í þjóðfélaginu og veiti þeim, er þau stunda, örugga og góða lífsafkomu. Mikið hefir einnig verið rætt um „nýsköpun“ í þessum atvinnuvegi. Af 1200 milljónum króna í erlend- um gjaldeyri, sem eytt hefir verið á sl. tveimur ár- um, hefir meginhluta 300 milljóna verið varið til kaupa á nýjum fiskiskipum og verksmiðjuvélum vegna sjávarútvegsins: Augljóst er þegar af þessu, að þótt skip hafi verið !keypt til .landsins og verk- smiðjur reistar, hefir ýmislegt annað hreppt bróð- urhlutarin af gjaldeyrinum. Þegar kemur að hinni hlið nýbyggingarstarfsins, tryggingu vinnu- aflsins og öruggrar lífsafkomu fyrir sjómennina, verður hlutur íslenzku „nýsköpunarinnar" ennþá lakari í samanburði við þá brezku. í blaðagrein- um og útvarpsræðum hafa verið leidd rök að því, að hag sjávarútvegsins hafi raunverulega hrakað á liðnum árum, færri menn vinni nú við þau störf en fyrr og afkoma þeirra sé á engan hátt sambæri- leg við líf það, er ýmis konar verzlunarbrask og ónauðsynleg framleiðslustarfsemi hefir upp á að bjóða. Það er eðlilegt, að menn íhugi þessar ískyggilegu staðreyndir í tilefni af hingaðkomu fyrsta nýbyggingartogarans. Þær verða ekki duld- ad, þótt flestir þeir, er hæst töluðu á móttökuhá- tíðinni og s’kriffinnar blaðanna, hafi kosið að þegja um þær. Tilraun sú, sem gerð er í tilefni af hingaðkomu togarans, til þess að hefja dýrtíðar- bandalagið gamla aftur upp til skýjanna, hlýtur að mistakast að þessu sinni, því- að staðreyndun- um um horfurnar í þessum helzta atvinnuvegi þjóðarinnar — þrátt fyrir nýju skipin — verður ekki leynt. Það er augljóst, að liér þurfti ekki að mynda ríkisstjórn haustið 1944 til þess eins að verja nokkrum hluta erlendu innstæðnanna til skipa- og framleiðslutækjakaupa. Hvaða stjórn sem setið hefði að völdum liér, að afloknu mesta gr'óðatímabili í sögu þjóðarinnar, hefði beitt sér fyrir slíkum framkvæmdupi. En það þurfti að mynda ríkisstjórn, sem setti sér það hlutverk, að sporna gegn vaxandi dýrtíð og öryggisleysi. Hér þurfti að mynda ríkisstjórn, sem beitti sér fyrir „Paradísarmissir“ kommúnista. JÓÐSKÁLDIÐ á Bægisá, séra Jón Þorláksson, hlaut á sínum tíma bæði frægð og fjárstyrk erlendra manna fyrir að snara á íslenzku er- lendu langlokukvæði, er Paradísar- missir nefnist og fjallar um syndafall mannsins og útskúfun hinna fyrstu foreldra úr aldingarðinum Eden. Árið 1819 fékk séra Jón t. d. — fyrstur allra íslenzka skálda — verðlaun og viðurkenningu af almannafé, „en aar- lig Gratification“ frá Danakonungi, og um svipað leyti allríflega peningagjöf frá brezku félagi. Hér heima var þjóð- skáldið hins vegar á sínum hérvistar- dögum einna kunnast almenningi fyrir þá íþrótt, að kunna jafn vel, að talið var, að yrkja óþvegnar skammavísur og allrustafengin „amorskvæði“ sem helga sálma og önnur andleg ljóð. „Verkamannsins“ hér. Á forsíðu blaðs- ins getur að líta feitletraða grein í prýðilegasta „ramma“: „Heildsala- stjómin byrjar á að brjóta máleina- samninginn. Vísitalan hækkar um 6 stié," stendur þar í margfaldri fyrir sögn. Er hnútasvipa hinnar kommún istisku siðavendni látin dynja þar ó spart á hrygglengjum ráðherranna nýju fyrir þann ósóma og fáheyrði svik við málefnasamning stjórnarinn ar, að hún skuli ekki „greiða niður fyrst um sinn vöruverð af ríkisfé, svc mikið, að vísitalan hækki ekki frá þv sem nú er“, eins og þar er komizt að orði. Klykkir blaðið hugleiðingar sin ar um þetta efni út með því, að harmc það mjög, að „«kki heyrist ennþí neitt frá stjórninni, sem bendi til, að hún aðhafist nokkuð í dýrtíðarmálun um, fremur en öðrum aðkallandi mál um“. „Aarlig Gratification.“ EKKI verður blaðriturum íslenzkra kommúnista jafnað til Bægisár- skáldsins að öðru leyti en því, að svo virðist, sem skammirnar og níðið um núverandi ríkisstjórn leiki þeim þegar frá fyrsta upphafi álíka létt á tungu eins og Iofið og fagurga'inn um fráfar- andi stjórnarsamsteypu Ólafs Thors var þeim tungutamur á sínum tíma, meðan hlýjast var hjúfrað í flatsæng- inni. Þeir kumpánar eru þegar teknir að yrkja sinn „Paradísarmissi" um syndafall þeirra Brynjólfs og Áka úr ráðherrastólunum og senda eftir- mönnum þeirra tóninn með orðbragði og aðferðum annarra götustráka og lausingjalýðs. Vissulega mun þá held- ur ekki á skorta, að þeir hljóti, eins og löngum áður, unjbun nokkra iðju sinnar — „en aarlig Gratification", ekki síður en séra Jón — úr sjóði er- lends þjóðhöfðingja. Hitt er svo auð- vitað allt annað mál, hvort þeir félag- ar muni ekki taka stjómarandstöðuna fullgeyst, svona strax allra fyrsta sprettinn, til þess að líklegt sé, að al- menningur taki málþóf þeirra sérlega alvarlega eða hátíðlega, nú fremur en endranær. Hnútasvipa siðavendninnar. Á LLGLÖGGT dæmi um hernaðar- 7*- list hinna nýbökuðu stjórnarand- stæðinga er að finna í síðasta tbl. Nýju buxurnar skrautritarans. ¥»ESSAR athuganir Rósbergs muni hafa verið skráðar „milli hádegis útvarps og kvöldfrétta", daginn áðui en blaðið skyldi koma út, og vélsettar áður en blekið var þurrt að kalla. En nú gerast þau tíðindi, að í kvöldfrétt- um útvarpsins er birt tilkynning frá ríkisstjórninni þess efnis, að frá 1. marz nk. „yrðu vörur þær, sem ullu vísitöluhækkuninni í febrúar“ — eins og skrautritarinn orðar þetta á sínu móðurmáli — „greiddar niður, þannig að vísitalan færi ekki fram úr 310 stigum“. Menn skyldu nú ætla, að rit- stjórinn hefði hrokkið við og aftur- kallað „svarta rammann“ á fyrstu síð- unni, sem enn var óprentuð, og látið svikabrigzl sín og harmagrát út af þessu atriði niður falla. Ónei, skraut- ritarinn er alls ekki á þeim buxunum! Hann sezt bara niður og skrifar aðra grein, sem prentuð er í sama „íormin- um“ og sú fyrri. En þar er blaðinu bara snúið við, enda komið á öftustu síðu í stað forsíðunnar! Nú er stjórnin hundskömmuð fyrir það, að hún skuli ætla sér að standa við gefin loforð um Viiðurgreiðslur og festingu vísitölunnar í 310 stigum! „Hvar aflar stjórnin tekna upp í slíkar greiðslur,“ andvarp- ár ritstjórinn innilega særður og bneykslaður á því, að fyrri skammir (Framhald á 6. síðu). raunhæfri „nýsköpun“ með því að gera hvort tveggja í senn, að stuðla að kaupum framleiðslu- tækja og btia vel í haginn fyrir þau innanlands. Þennan síðari þátt nýsköpunarstarfsins van- rækti fyrrv. ríkisstjórn að öllu leyti. Undir hennar handleiðslu leitaði fjármagnið til verzlunar- og húsabrasks, en ekki til undir- stöðu atvinnuveganna. Fyrir hennar ráðleysi brast flótti í lið þeirra, er starfað höfðu við fram- léiðsluna og þeir þyrptust í þús- undatali að skjótfengnari pen- ingagróða í höfuðstaðnum. Að- koma nýju skipanna er því sú, að dýrtíðin hefir grafið undan möguleikum útgerðarinnar til þess að bera sig og vinnuaflið leitar burtu frá skipunum. Fjár magnið, sem átti að renna í stríð um straumum til stofnlánadeild ai sjávarútvegsins, hefir leitað rim annan farveg og fjárþörf út- gerðarinnar er ennþá óleyst vandamál. IIVAR sem litið er, blasir sama ófremdarástandið við. Gjald- eyririnn er uppétinn og mikil óyissa rfkir í afurðasölumálun- jum. Hluti framleiðslunnar sl. ár (er ennþá óseldur, og ekkert hefir enn verið selt af framleiðslu þessa árs. Fjárhagur ríkissjóðs er slæmur og fé vantar til hvers kyns framkvæmda og „nýsköpun- ar“ á sviði atvinnulífsins. Það er ömurlegt, að léttúð sumra stjórn- málamanna og blaðamanna skuli vera svo rík, að þnátt fyrir allar þessar staðreyndir og nauðsyn þess, að þjóðin skilji hættuna framundan, er ennþá reynt að blekkja fólk og.telja því trú um að dýrtíðarstjórnin hafi skilað öllu á velgengninnar braut. Það er mannlegt að skjátlast, en það er vesalmennska, að þora ekki að viðurikenna það. Þess vegna er það siðferðileg skylda þessara skriffinna, að viðurkenna hin stórkostlegu afglöp fyrrverandi stjórnar og hvetja þjóðina til þess að sýna þegnskap og þraut- seigju, er að því kemur að bæta úr verstu misfellunum. Náfffataflónel vönduð vara, nýkomið Verzlunin London. Miðvikudagur 26. febrúar 1947 Gætið gráa hársins. Grátt hár getur verið afar fallegt, þótt þeir, sem aafa það, séu ekki ævinlega jafn ánægðir með ílutskipti sitt. Flestum finnst grátt hár tilheyra ellinni, og það séu örugg elli- mörk, þegar fyrstu gráu hárin koma í ljós. Þetta er alls ekki svo. .. Aldur, eða öllu heldur aldurs- mörk og -útlit konunnar íer eft- ir því, hve ung‘ hún er: í anda, ’ hvernig lífsvið- horf hennar er, og því, hvernig hún fylgist með, Margar konur grána fyrir aldur fram, en sé litar- hátturinn hraust- legur, vöxturinn grannur og hreyf- ingárnar unglegar, eykur gráa hárið aðeins á yndisþo’kka þeirra og virðuleik. Minna er nú um það, að konur liti grátt hár sitt, heldur en var fyrir styrjöldina. Sennilegt er, að orsök þess sé su, að konur höfðu yfirleitt lítinn tíma aflögu á styrjaldarárunum til þess arna og hafa síðan vanizt því og sætt sig við gráa litinn. Þegar konan er tekin að eldast og drættir eru komnir í andlitið, mildar gráa hárið svip hennar og eykrlr fegurð andlitsins. Það er enn að ýmsu leyti óráðin gáta, af hverju menn hærast. Sumir telja, að átfrumur gleypi lit- arkornin og flytji þau burtu, aðrir telja, að smáar loftbólur myndist í hárinu, aðallega hársmergn- um, en um orsakir þeirra og uppruna eru skiptar skoðanir. Enn aðrir telja, að Orsökin kunni að vera sú, að steinefni og ýmis bætiefni vanti í fæð- una. — Akafar geðshræringar, sorgir og áhyggjur valda því stundum, að menn hærast skyndilega eða fyrir aldur fram. * Aldrei þarfnast hárið jafnmikillar umhugsun- ar og hirðingar eins og þegar það er tekið að grána. Ef það á að vera fallegt, verður það að vera afar vel hreint og greitt. Ungar Ikonur geta haft hveis konar greiðslur, en er hár þeirra tekur að grána verður greiðslan að vera virðuleg. Uppgreiðsla á gráu hári fer vel. Eins geta liðir og lokkar verið fallegir á gráu hári, en það verðrir að vera vel greitt — fara vel. Við þvott á gráu liári ber að varast sterkar sápur. Mörg sápuböð af mildri sápu eru æskileg og jafn margar skolanir. Sumar konur erlendis nota bláan lit á grátt hár, þannig að það fær grábláan blæ. Sumum fer það vel, öðrum miður. Þegar hárið er orðið_grátt og þunnt, getur per- manentliðun komið að góðu haldi. Hún gerir hárið líflegra og það sýnist þykkra en það í raun og veru er. Permanentliðun á gráu hári þarf að gera af sérstakri vandvirkni. Ef hársvörðurinn er mjög þurr, er gott að setja heita hárolíu í hárið nóttina áður en það er þvegið. Farið varlega í alla hárlitun. Hirðið hárið’vel, en hugsið minna um litinn, því að heilbrigt hár og vel hirt er fallegt hár. * Til gamans. Ljóshærðir menn hafa fínni hár og nokkuð fleiri en dökkhærðir. Grófust eru háriri á rauð- hærðu fólki en jafnframt fæst.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.