Dagur - 16.04.1947, Page 2
DAGUR
Miðvikudagur 16. apríl 1947
Samábyrgð flokka.
Það er nú orðið öllum landslýð
kunnugt hvernig viðskilnaður
fyrrverandi stjórnar íhalds og
sósíalista var.
Öllum hinum mikla gjaldeyri
að upphæð 1300 milj. kr., sem
Jjjóðinni hafði safnazt á stríðsár-
unum, var eytt, enginn eyrir þar
af óráðstafaður. Aðeins nokkru
minna en þessarar upphæðar
var varið til kaupa á framleiðslu-
tækjum, og þó gorta talsmenn.
fyrrv. stjórnar af nýsköpunaraf-
i'ekum hennar. Kjarninn í öllurn
varnarskrifum þeirra fyrir hönd
srjórnar Ólafs Thors er því í
raun og veru á þessa leið: Þjóðin
má þakka fyrir, að sú stjórn, sem
kennir sig við nýsköpun atvinnu-
veganna, skyldi ekki verja öllum
gjaldeyrinum til alls annars en
uýsköpunar. Þetta er bág vörn.
Dýrtíðin óx hröðum skrefum í
stjórnartíð Ólafs Thors og Sósíal-
ista. Þó hafði Ölafur Thors lýst
hinni ægilegu bölvun vaxandi
dýrtíðar með hinum sterkustu
orðum, áður en hann gekk til
stjórnarsamstarfs með kommún-
istum, og hefur margoft verið
vitnað til þeirra orða hans hér í
blaðinu áður. Svo var dýrtíðin
orðin gífurleg í lokin, að taka
varð ríkisábyrgð á verðhækkun
fisksins, þrátt fyrir stríðsverð á
framleiðslunni, ef útgerðin átti
ekki að stöðvast. Þannig var út-
gerðin að bana komin í lok hins
mesta gróðatímabils, sem sjávar-
útvegurinn hefur notið hér á
landi, allt vegna sívaxandi dýr-
tíðar. Sannaðist þar garnall spá-
dómur Ólafs Thors um ægilega
bölvan dýrtíðarinnar á hinn á-
takanlegasta hátt.
Fjárhag ríkisins var þann veg
farið.að í fjárlagafrumvarpi fyr-
ir árið 1947, er fyrrv. stjórn lagði
fyrir þingið, var gert ráð fyrir
20 milj. kr. tekjuhalla, en ótalin
voru um 50 milj. kr. útgjöld, sem
síðar komu fram. Nýja stjórnin
hefur verið önnum kafin við að
afla tekna til þess að fylla Jressa
miklu hít, sem fyrrv. stjórn lét
eftir sig.
Stjórnleysið í fjárfestingunni í
stjórnartíð fyrrv. stjórnar var svo
rnagnað, að fjármagnið og vinnu-
aflið sogaðist frá framleiðslunni
og nýsköpunarframkvæmdum á
margvíslega braskstarfsemi og
lúxusbyggingar. Mátti svo heita,
að allar nýsköpunarframkvæmd-
ir væru stöðvaðar vegna fjár-
skorts og skipulagsleysis, þegar
fyrrv. stjórn hrökklaðist frá völd-
um.
Aldrei hefur ráðlausari, eyðslu-
samari og óþarfari stjórn setið að
völdum á íslandi en sú, sem Ólaf-
ur Thors myndaði með sósíalist-
um. Flún lætur eftir sig eydda
sjóði, afskaplegt fjárhagsöng-
þveiti og nokkurn hóp „miljón-
era“, sem hafa rakað saman fé í
skjóli verðþenslunnar og óreið-
unnar, sem ríkti alla stjórnartíð
hennar: í stað nýsköpunar, sem
hún lofaði, stefndu flest verk
hennar að hruni atvinnuveg-
anna.
•
í hvert sinn er Framsóknar-
blöðin minnast á þetta ástand, er
skapazt hafði við lok stjórnartíð-
ar fyrrv. stjórnar, rýkur Morgun-
blaðið til og lýsir allt þetta róg-
burð um Ólaf Thors og sam-
verkamenn hans. Samkvæmt
skrifum Mbl. er sannleikurinn
rógburður, ef birting hans er eitt-
hvað óþægileg fyrir Ólaf Thors
og nánustu fylgismenn hans.
Mbl. veit vel, að þetta, sem það
kallar rógburð, er fullkominn
sannleikur. Um það þarf ekki
lengur að deila. Sú var tíðin, að
Mbl. sagði allt klára lygi, sem
Framsóknarblöðin sögðu um
gjaldeyrisástandið, fjármálaöng-
þveitið og dýrtíðarpláguna. Nú
hefur málgagn Ólafs Thors orðið
af strætisvagninum hvað þetta
snertir. Hvert mannsbarn, sem
komið er til vits og ára, veit nú
orðið, að Framsóknarblöðin liafa
alltaf sagt satt um þessi efni, svo
að það þýðir ekki að þræta fyrir
Jxið lengur, eins og áður var gert.
Jafnvel háttstandandi menn í
Sjálfstæðisflokknum hafa lýst
fjármálaöngþveitinu á sjálfu Al-
þingi. Jóhann Jósefsson fjármála-
ráðherra og Pétur Ottesen gáfu
þær upplýsingar við aðra um-
ræðu fjárlaganna, að þrátt fyrir
80 milj. kr. tekjur umfram á-
ætlun árið 1946 væri ríkissjóður-
inn tómur og þar á ofan um 20
inilj. kr. lausaskuldir. Gísli Jóns-
son einn kom þar fram sem mál-
svari fyrrv. stjórnar. Hann kvað
fjármálaástandið ekki gefa á-
stæðu til svartsýni og kom Jiar
þversum fyrir skoðanir fjármála-
ráðherrans og Péturs Ottesen.
Þó hafði Gísli Jónsson einn
nefndarmanna setið með sveitt-
an skallann yfir því að reyna að
iá fjárlögin hallalaus og finna
tekjustofna til að mæta óhjá-
kvæmilegum útgjöldum ríkisins
\egna sívaxandi dýrtíðar og lög-
gjafar, sem sett hefur verið á
undanförnum þingum.
Frásagnir Framsóknarblað-
anna um ástandið 4 gjaldeyris-
málunum eru byggðar á opinber-
nm skýrslum þjóðbankans.
Að þessu athuguðu virðist það
iniður aðgengilegt fyrir Mbl. og
aðra pólitíska aðstandendur ÓI-
afs Thors að stimpla allt róg-
burð, sem Framsóknarblöðin
hafa að segja um gjaldeyris-
ástandið og fjármálaöngþveitið,
sem fyrrv. stjórn hefur látið eftir
sig, þar sem það er byggt á opin-
berum skýrslum og ummælum á-
byrgra aðila, þar á meðal þess
ráðherra, sem SjáIfstæðisflokkur-
inn hefur falið hið mikilsverða
tvúnaðarstarf, að stjórna og bera
ábyrgð á fjármálum ríkisins í
riýju stjórninni.
Það virðist nokkurnveginn
auðsætt, að Mbl. telur sig ekki
málsvara nýju ríkisstjórnarinnar
eða þess hluta hennar, sem Sjálf-
stæðisflokkurinn lagði til. Það er
áfram málssvari gömlu stjórnar-
ir.nar eða öllu heldur persónu-
legur málsvari Ólafs Thors. Þess
vegna hossar það mjög fjármála-
speki Gísla Jónssonar, én gerir
Þ.tið úr Jóhanni Jósefssyni og
hreytir ónotum að Pétri Ottesen
fyrir það eitt, að þeir lýsa ástand-
inu rétt og af hreinskilni.
Þá heldur Mbl. því fram, að
núverandi stjórnarsamstarfi stafi
hætta af því, að blöð Framsókn-
arflokksins viðurkenna ekki, að
stjórn Ólafs Thors hafi fárizt
fjármálastjómin vel úr hendi, og
að hún hafi skilað öllu af sér með
heiðri og sóma.
Framsóknannenn hafa enga
tiú á því stjórnarsamstarfi, sem
i hefir að grundvelli þá óhrein-
! skilni, sem vitandi vits segir, að
s\ art sé hvítt.
Mbl. getur auðvitað haldið því
fram, að Framsóknarblöðin eigi
a. m. k. að þegja um gjaldeyris-
og fjármálaástandið, það sé sú
minnsta krafa, sem hægt sé að
gera til þeirra, til þess að spilla
ekki fyrir stjórnarsamstarfinu.
Þessi krafa Mbl. um þögn
Framsóknarblaðanna er í sjálfu
sér mjög lærdómsrík. Hún sýnir
það, að Mbl. vill komá á sam-
ábyrgð stjórnarflokkanna um að
hlekkja þjóðina með því að dylja
sannleikann og forðast að gefa
henni réttar upplýsingar um á-
,standið. En hverjum kæmi það
, að gagni, þó að Framsóknarblöð-
in yrðu við kröfu Mbl. og þegðu
um þau mál, sem eiga sannarlega
eiindi til almennings, og það af
iþví einu, að Jiögnin kæmi sér
jbezt fyrir Ólaf Thors og hans
' nánustu?
j Það er hreinasti miáskilningur,
að stjórnarsamstarfinu skíni
nokkuð gott af því, Jió að sann-
leikurinn væri dulinn með Jaögn-
inni. Þó að Framsóknarblöðin
steinjregðu, myndu opinberar
skýrslur um ástandið Ijósta upp
leyndarmálinu, auk Jiess sem
steinarnir myndu tala. Ekki yrði
Jvjóðin betur stödd, Jvó að hún
vissi ekki hið sanna í þeim mál-
um, sem henni koma sérstaklega
mikið við og eru fyrst og fremst
hennar eigin mál. Ekki yrði lýð-
ræðinu betur þjónað, þó Fram-
sóknarblöðin reyndu að dylja
sannleikann með óhreinskilni
eða þögn. Þvert á móti væri slíkt
háttalag svik við lýðræðishug-
sjónina, því að grundvöllur sann-
arlegs lýðræðis er fyrst og fremst
í Jdví fólginn, að almertningur fái
rétta fræðslu um þjóðmálin og
skapi sér síðan sjálfur skoðanir
nm þau.
Krafa Mbl. til Framsóknar-
blaðanna um óhreinskilni eða
þögn um vissa Jiætti Jijóðmál-
anna er því fjarstæða, sem ekki
verður sinnt. Framsóknarflokk-
urinn neitar því afdráttarlaust
að taka þátt í þess konar samá-
byrgð flokkanna, Jdví að hún væri
g'öggt merki um megna Jijóð-
rnálaspillingu. Og sé ekki hægt
ao verja stjórnarstörf Ólafs
Thors og kommúnista með öðru
en blekkingum og ósannindum,
Jaá mun almenningur átta sig á
því, að J)au eru með öllu óverj-
andi.
Amerísk þingnefnd birtir sönnunar
gögn um þjónustu kommúnista
Brezkt blað túlkar skoðanir brezku þjóðar-
innar á utanríkispólitík Rússa og stefnuTrumans
LUNDÚNABRÉF til Dags, frá VICTOR STANKOVICH
ORLÖG ANDSTÖÐUNNAR gegn
utanríkisstefnu Trumans Banda-
ríkjaforseta kunna að fara nokkuð eft-
ir því, hverja baráttuleið ameriski
kommúnistaflokkurinn velur á næstu
mánuðum, því að ýmsar blikur fleiri
en hjálpin til Grikklands og Tyrklands
eru nú á lofti fyrir þá, sem eiga sálar-
heill sína í austri.
Enginn efi er á því, að anti-komm-
únismi er mikill og útbreiddur í
Bandaríkjunum. Og enda þótt skoðan-
ir séu mjög skiptar innan Repúblik-
anaflokksins um ýmsa hluti, er nokk-
urn veginn víst, að flokknum er alvara
í baráttu sinni gegn áhrifum kommún-
ista á stjómarfar Bandaríkjanna. í
þessu sambandi má benda á skýrslu
þá, sem þingnefnd (nefnd fulltrúa-
deildarinnar til rannsóknar á andam-
erískri starfsemi) lét nýlega frá sér
fara. Skýrsla sú er harla merkileg og
er líkleg til þess að verða örlagarík
íyrir kommúnistaflokkinn vestra. Það
e/ Kommúnistaflokkur Bandaríkjanna
beinlínis nefndur „umboðsmaður er-
lendrar ríkisstjómar, sem stýrir al-
heims byltingarstarfsemi." í skýrsl-
unni eru dregin fram 92 dæmi, dagsett
og staðfærð, og eru þau nefnd „tákn-
ræn um fyrirskipanir frá Moskvu er
hafa bein áhrif á kommúnistastarf-
semina i Bandaríkjunum.“ Formaður
nefndarinnar, þingmaðurinn I. Pamell
Thomas, heldur því fram í skýrslu
sinni, að hún „sanni án alls efa, að
Kommúnistaflokkurinn í Bandarikj-
unum sé fimmtaherdeild undir er-
lendri stjórn.“ Af þessu öllu mun mega
/áða það, að þingnefndin ætli sér að
bera fram lagafrumvarp, sem bannar
starfsemi kommúnistaflokksins í
Bandaríkjunum. Ef kommúnistamir
breyta ekki snögglega um starfsað-
ferðir, í ljósi þessarar nýju hættu, er
ekki ósennilegt, að lagafrumvarp af
þessu tagi hlyti nægilegt fylgi í þing-
inu til þess að verða að lögum. Eftir
það er óliklegt, að kommúnistamir
hefðu bolmagn til þess að hafa áhrif
á utanríkisstefnu forsetans.
EINS OG EG gat um í síðustu viku,
má segja, að um fátt hafi verið
meira rætt hér i London að undan-
fömu, en hina nýju stefnu Bandarikj-
anna. Yfirleitt mun mega segja, að
viðtökumar fcér hafi verið vinsamleg-
ar. Aðalandstaðan kemur úr herbúð-
um ríkisstjómarinnar sjálfrar. Þar eru
að verki sömu öflin, sem að undan-
förnu hafa hamast gegn utanríkis-
stefnu Bevins af ótta við of mikil
amerisk áhrif á brezk stjórnmál og
þetta eru sömu mennirnir, sem nú
berjast gegn herskyldulögum stjómar-
innar, sem þó eru yfirleitt talin vera
hófsamleg og eiga að tryggja landinu
1.087.000 menn í allan herstyrk Breta
’í næstu fimm ár. En jafnvel þótt þessi
andstaða hljóti að vera hvimleið fyrir
ríkisstjórnina, má fullyrða, að áhrif
hennar séu smávægileg í utanríkis-
málum, einkum vegna þess, að al-
menningsálitið hér er orðið fastara
fyrir og harðskeyttara gagnvart stefnu
Rússa, en áður var.
Brezka þjóðin þráir frið fyrst og
íremst og þessi þrá hefir sett mark sitt
á blaðaummæli um vandamál heims-
ins. Blöðinu hafa skirrzt við að vera
harðorð, eins harðorð og tilfinningar
almennings annars gefa tilefni til. Og
þó birtist hér stjórnmálaleiðari í síð-
ustu viku, sem hefir hlotið nær því
einróma lof óg segir það, sem flestum
býr í brjósti. Það var blaðið Sunday
Times, sem birti þessa grein og kall-
aði hana „Skemmdarstarfsemi við
friðinn". Þar er því haldið fram, að
Rússar hafi nú tvisvar sinnum í röð
kastað grímunni. I hið fyrra sinn, 5.
marz, er Gromyko tilkynnti Öryggis-
ráðinu, að Rússar gætu ekki fallist á,
að alþjóðleg stofnun hefði eftirlit með
og gæti rannsakað kjamorkusprengju-
framleiðslu þeirra, og í annað sinn, er
rússneski fulltrúinn notaði neitunar-
vald sitt, hinn 25. marz, til þess að
ganga í móti meirihluta Öryggisráðs-
ins, sem hafði staðfest sekt Albaníu í
tundurduflamálinu, er Bretar kærðu
þá fyrir. Með þessum starfsaðferðum,
segir blaðið ,4iefir Rússland gjörsam-
lega grafið undan þeim tilgangi Sam-
einuðu þjóðanna, að þjóð, sem hefir
orðið fyrir árás, geti á friðsamlegan
hátt fengið uppreisn í gegnum sam-
tökin." Sama er að segja um kjam-
orkusprengjuna. Þótt eflaust hefði
verið bezt fyrir mannkynið, að það
hefði aldrei lært listina að búa til
kjamorkusprengjur, getur enginn ein-
lægur friðarvinur efast um, að alþjóð-
legt eftirlit með framleiðslu og notk-
un sé nauðsyn. Bandaríkin hafa lýst
’ yfir vilja sínum til að skýra alþjóð-
: legri stofnun, með nægilegu, alþjóð-
1 legu valdi, frá kjamorkuleyndarmái-
I unum. En þegar Kjarnorkunefnd UNO
|— þrátt fyrir allar torfærurnar, sem
> rússneski fulltrúinn lagði í veg starfs-
ins — tilkynnti Öryggisráðinu niður-
stöður sínar, krafðist Gromyko full-
trúi Rússa þess, að refsiaðgerðir gegn
brotlegu ríki yrðu háðar neitunarvaldi
stórveldanna — og þá um leið þýð-
ingariausar — og hann gerði betur,
því að hann tilkynnti að Rússar gætu
aldrei fallist á að „afsala fullveldi"
! sínu að því marki, að eftirlit væri haft
með því, hvort þeir framleiddu atóm-
sprengjur og í hvað stórum stíl. „Þetta
eru geysilega alvarleg tíðindi,“ segir
í í ritstjórnargrein Sunday Times. „Og
þessi skemmdarstarfsemi Rússa gagn-
i vart Sameinuðu þjóðunum, gerir
hlægilega þá ásökun, að aðstoð
Bandarikjanna til handa Grikkjum og
; Tyrkjum sé skerðing á valdi stofnun-
arinnar. Mætti eins segja, að maður
sem er að reisa íbúðarhús, en hefir að-
eins steypt kjallarann, „gangi fram hjá
því“, ef hann leitar sér skjóls fyrir
regni í tjaldi á lóðinni."
Þeir, sem vilja telja sér trú um, að
Sunday Times sé aðeins hjáróma rödd
íhaldsblaðs, geta kynnt sér afstöðu að-
almálgagns Verkamannaflokksins.
Daily Herald birtir í dag grein frá ein-
um kunnasta fréttaritara sínum, W. N.
Ewer, sem nú dvelur í Moskvu, og
þenur hana yfir forsíðuna. Þar segir
hann, að Rússar muni ekki sam-
þykkja neins konar efnahagslega sam-
einingu Þýzkalands nema að uppfyllt-
um tveimur skilyrðum, sem bæði séu
þannig vaxin, að ekki sé hægt að
hugsa sér að Bretar og Bandaríkja-
ríkjamenn geti gengið að þeim.“
10. apríl 1947.
Auglýsing
Þrjár vorbærar kýr, allar
ungar, og ársgömul kvíga,
ti lsölu nú þegar.
Semja ber við undirrit-
aðan eiganda, fyrir 25.
apríl næstkomandi.
Litla-Gerði, Grýtubakkahr.,
7. apríl 1947.
Signrður Benediktsson.