Dagur - 16.04.1947, Page 6

Dagur - 16.04.1947, Page 6
6 Miðvflcudagur 16. apríl 1947 f, 1 CLAUDÍA SAGA HJÓNABANDS EFTIR ROSE FRANKEN j 43. dagur (Framhald). snobbeií, meira kynlíf og dugleg flenging. En gallínn var bara sá, að Hartley var ekki maður til þess að innleiða neina af þessum breycingum . Hann var allt of upptekinn af umhugsuninni um sinn eigin blóðþrýsting. „Ljómandi ertu hraustleg," sagði Júlía, um leið og Claudía kom inn. Claudía varð hálf feimfn af því að bera hreystina svo augljóslega utan á sér. „Mikið er þessi stofa skemmtileg," sagði hún, til þess að leiða umræðurnar inn á aðrar brautir. „Já, hún er ágæt,“ sagði Júlía kæruleysislega. „Þú veist að við erum að loka húsinu.“ „Loka húsinu? Nei, eg hefi ekki heyrt það fyrr. Hvers vegna?“ Júlía yppti öxlum. „Erfiðir tíinar," sagði hún. „Við höfum bók- staflega ekki efni á því, að hafa það allt undir. Við ætlum að leigja okkur litla íbúð á Plaza hóteli." „0,“ sagði Claudía. Hún áttaði sig ekki á hvaða sparnaður væri fólginn í því. „Þú ætlar þó ekki að segja mér, að Davíð hafi ekki orðið var við kreppuna," hélt Júlía áfram. Einhver eðlishvöt kom Claudíu til þess að gera heldur minna en meira úr fjárhagserfiðleikum þeirra. Það var ekki aðeins meðfætt stolt hennar sem varnaði því, að hún viðurkenndi að þau ættu erf- itt, heldur einnig undarleg tilfinning, sem gerði uppreist gegn þessu sífellda barlómstali um kreppuna. „Við lifum svona svipað og venjulega," sagði hún. Til allrar hamingju var hádegisverðurinn tilbúinn einmitt á þessu augnabliki. Tvær snotrar stúlkur i ein- kennisbúningi óku honum inn á hjólaborði. Þar var allt þakið í diskum með silfurkúplum yfir. „Eg vona að þér sé sama þótt við borðum hér,“ sagði Júlía. Claudía var himinlifandi. Já, hún fullvissaði hana um að sér væri alveg sama. „Þú hefur heyrt um George Riddle," sagði Júlía allt í einu. „Nei. Við vorum einmitt að tala um Riddlehjónin í gærkveldi, en ekkert sérstakt." „Hann fannst dauður í morgun í íbúð sinni. Sjálfsmorð." Claudía rak upp ofurlítið angistar- og undarunaróp. „0, hann var svo elskulegur maður. Hvað kom honum til þess að gera þetta?“ „Fjárhagsvandræði, auðvitað." „En hann var vellauðugur. Þau voru alltaf að halda veizlur.“ „Já, það voru hennar peningar nú þetta siðasta ár. Það er voða- legt fyrir hana, því að þeir eru búnir. Til allrar hamingju var hann hátt líftryggður." Claudía hætti að borða og var hugsi. „Veslings frú Riddle," sagði hún loksins. „Hvaða gagn er að vátryggingu án eiginmanns?" „Hún er þó alltaf léttir," s'agði Júlía. „Ekki fyrir mig.“ Henni leið illa. Ef þetta hefði nú verið Davíð. Eða Hartley. Það var aldrei hægt að vita upp á hverju menn kynnu að taka undir svona kringumstæðum. „Hvernig líður Hartley?" spurði hún allt í einu. „Hann er ekki á marga fiska.“ „Auminginn," sagði Claudía og lagði frá sér gaffalinn fyrir fullt og allt. Maturinn var ágætur, en matarlystin var rokin út í veður og vind. Júlíu virtist létta mikið, sjálf hafði hún varla smakkað matinn. Hún leit á armbandsúrið sitt og sagði svo: „Mér þykir leitt að þurfa að ýta við þér, en eg hefi nefndarfund hér klukkan þrjú.“ „Eg var að fara," sagði Claudía hálf vandræðaleg. Það var undar- legt, að hún skyldi aldrei mega koma til Júlíu án þess að þurfa að fara þaðan í leiðu skapi. „Já, á meðan eg man,“ sagði Júlía. „Eg hefi lofað að tala á fundi í Sambandi þjóðfélagslega sinnaðra kvenna á mánudaginn kemur, ef þið Davíð hefðu gaman af því, að koma.“ „Það væri skemmtilegt," sagði Claudía, en hugsaði með sjálfri sér að tíu villtir hestar mundu ekki geta dregið þau þangað. Þegar Claudía kom upp á skrifstofuna, sat Davíð við skrifborðið sitt en Roger Killian lá makindalega í stónim leðurstól og var að sötra mjólk úr glasi. Venjulega var hann skrafhreyfinn, en í Jretta sinn sagði hann bara „Halló Claudía," og skundaði því næst inn á sína einkaskrifstofu. „Hvers vegna ferðu ekki heim, Roger?" kallaði Davíð á eftir hon- um. „Eg fer bráðum," svaraði hann. „Hann gerir það víst,“ sagði Davíð við Claudíu. „Hann sefur að (Framhald). DAGUR Framhald af 3. síðu mér brautina vel, áður en keppni hófst. Eitt það fyrsta, sem eg sá, er eg kom að brautinni, var ís- lenzki fáninn, sem nú blakti í fyrsta skipti í „Rödkleiva“, einni at stærstu og vafalaust bröttustu svigbraut Noregs. (Vonandi á hann einnig eftir að blakta þama miklu oiftar). Svigbrautin var af- ar erfið á að líta með hárnálum, og öllum þeim „portasamstæð- um“, sem vera eiga í meistara- braut. En einkennandi fannst mér, að maður kom öfugt að hverri nárnál, þannag, að úr því urðu 2 beygjur í staðinn fyrir 1, ef maður tók þær eins og við er- um vanir hér heima. Og á tveim stöðum var uppbyggð snjóbrú yfir gil til þess að komast inn í skóginn, og á þessum snjóbrúm, sem voru mjög mjóar, og um 4 metrar á hæð, voru „portin" lang þrengst og erfiðust. En ef maður fór fram af, hrapaði maður til botns í brekkunni, þessar snjó- brýr skutu flestum keppendum skelk í bringu, enda voru þær rannsakaðar nákvæmlega af öll- um, og margt um þær rætt. Ann- ars var brautin afar hörð, og það hörð og brött neðst, að ef maður datt fyrir neðan miðja braut, var ekki við,lit að stoppa sig, fyrr en niður á sléttu. Þetta og margt tleira varð eg að gera mér ljóst, áður en eg lagði af stað í keppn- ina. Og þar sem eg var eini keppandinn frá íslandi, varð eg at standa báðar brekkurnar, til þess að Island kæmist í úrslit ásamt hinum þjóðunum, sem höfðu miklu fleiri mönnum á að skipa, því það var öllum ljóst, vegna þess, hve brautin var hörð, að margir myndu „keyra sig út úr“, enda kom það líka á daginn. Eg varð no. 42 út úr bruninu, og J?að númer hafði eg sem rásnúm- er í svigi, því að eins og áður er sagt, réðu úrslit í bruni rásröð í svigi. Fyrir aftan mig í bruni voru auk Norðmanna: 2 Frakkar, 1 Svíi, 2 Ameríkumenn. Stundvíslega kl. 2 byrjaði svig- keppnin. Meðal áhorfenda var norska konungsfjölskyldan, og var henni fagnað ákaflega, er hún tók sér sæti á upphækkuðum palli, sem komið var fyrir sem næst miðri brautinni. Keppendurnir runnu nú niður hver af öðrum, en þeim var start- að með mínútu millibili, eins og í bruni. og þess vegna voru tveir í brautinni í einu, því að flestir voru 11/2 mínútu á leiðinni nið- ur, þetta fyrirkomulag flýtti mjög mikið fyrir keppninni. No. 41 stóð á startinu, það var Amerí- kani, eg var næsti maður og brátt stóð eg á startinu. Eg man, að ræsirinn spurði í símann um 41, rétt áður en hann startaði mér, en fékk það svar, að ekkert sæist til 41 frá markinu. Þá var byrjað að telja 5, 4, o. s. frv. „Nú“, gall við, og eg af stað af fullum krafti, mér gekk vel frá byrjun. Að vísu keyrði eg ekki nema það, sem eg þóttist viss með að standa og „bremsaði" vel á öllum hættuleg- ustu stöðunum. Þegar egkom fram í brattann, var 41 að renna i mark og hafði fengið slæman tíma. Tími minn var 1 mín. 40 sek„ og mátti það teljast gott, þar sem beztu tímarnir í fyrri ferð voru frá 1 mín. 18 sek og 1 mín. 24 sek. Margir keyrðu sig „út úr“, og þar á meðal margir ágætir svigmenn, eins og t .d. Svíinn Is- berg. Seinni ferðin var verri hjá öilum, enda var brautin sums staðar orðin mjög slæm og holótt, en svell á milli. Mér gekk vel fyrst, í seinni ferð, en hrasaði framan í brattanum og fékk víta- einingu. Þetta skeði, er eftir voru um 5 „port“ í mark, eða þar sem brautin var bröttust og hættuleg- ust. Út úr samanlögðu bruni og svigi, varð eg númer 33, eða færði n.ig fram um 9 sæti á sviginu. Eg er prýðilega ánægður með mitt sæti, því að margir miklu betri st igmenn en eg fóru ýmist „út úr því“ eða voru á eftir mér, og þar á meðal allir Ameríkanarnir nema einn. i I I f s 1 Bókaútsala Bókaútgáfu Pálma H. Jónssonar, Akureyri, 5 - 1 3 | stendur nú yfir. — Þar getið þér fengið fjölda góðra f | bóka fyrir allt að hálfvirði og jafnvel minna. — Hér f | skulu taldar upp nokkrar bækur af öllum þeim \ I mörgu, sem þar fást nú: f | 1 f Don Quixote, eftir Servantes. Hamingjudagar heima í Noregi, e. Sigr. Undset. | Lönd leyndardómanna, eftir Sven Hedin. Töframaðurinn, eftir Lion Feuchtwangler. Sjö mílna skórnir, eftir Richard Halliburton. Skrúðsbóndinn, leikrit, eftir Bj. Guðmundsson. | Nú er tækifærið. — Kaupið því, meðan úr nógu j f er að velja. f \ \ l z Bókaverzlun Pálma H. Jónssonar, | “ 3 Hafnarstræti 105 — Akureyri c = CmIMIMMMMIMIIMMIMMMMMMIMMMIIMIMMMMMMMIMMMMMMMMIMMMMMMIMIIMI 111110 IMIMMMIMMMMMMMMMMMMMMMMMMI? MMMIMIMII MIMIMIIIflllllllMIIIIMIIIIIIIII»MIIIMIII(MIIHIMIIMUIIMIIIHIMIIIM»IIIMIII»IIIMMIIMIMIIMIMIMIMMIIMMMMMIMMIIHll* ! ÞEIR, sem óska eftir að fá garðlönd til ræktunar hjá Akur- 1 I eyrarbæ, sæki um þau fyrir 25. þ. m. | Eftirlitsmaður með görðunum veitir umsóknunum | móttöku. Hann verður til viðtals á skrifstofu bæjar- 1 stjóra alla virka daga frá 16. þ. m„ kl. 5—6 e. h. Akureyri, 14. apríl 1947. | I Bæjarstjóri. J 7||IMMMMMMIMMMMIMMMIMMMMMMMMMIMMMMMI IIIIIIIIIIIIMIIMIIIIIIIMMMMMMMMIM ••111111111111IMMMIMMMMMMMMMMMMIM* Kaupfélag Eyfirðinga Vefnaðarvörudeild.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.