Dagur - 23.04.1947, Side 1
Kristján X. látinn
Friðrik IX. kemur til ;
ríkis í Danmörku
Að kvöldi hins 20. þ. m. lézt
Kristján tíundi Danlakonung-
ur, eftir nær 35 ára ríkisstjóm.
Hann varð 76 ára gamall.
Kristján konungur var í hópi
ástsælustu þjóðhöfðingja álf-
unnar, naut vinsælda og virð-
ingar langt út fyrir landamæri
ríkis síns. Framkomu hans á
hernámsárunum í Danmörku
mun lengi verða minnzt. Ein-
beittni hans, æðruleysi og karl-
mennska varð Ðönum styrkur
og stoð í baráttu þeirra fyiir
frelsinu. Konungur varð þjóð-
hetja á þedm árum og er hans
víða minnzt nú með þakklát-
um hug.
íslendingar minnast kon-
; ungs með virðingu og þakk-
læti. Hann var konungur ís-
lands um 32 ára skeið. Hann
undirritaði sambandslögin
1918, en með þeim hlaut ís-
land viðurkenningu sem full-
valda ríki. Hann kom fjórum
sinnum hingað til lands, ásamt
dxottningu sixmi, og ferðaðist
um landið, kom m. a. tvisvar
hingað til Akureyrar. Fram-
koma konungs við lýðveldis-
tökuna 17. júní 1944 sýndi
hver drengskaparmaður hann
var og vakti kveðja hans þá
hrifningu og þökk í brjóstum
íslendinga.
Daginn eftir andlát kon-
ungs, tilkynnti forsætisráð-
herra Dana, Knud Kristensen,
Valdatöku Friðriks konungs
; níunda. Flutti konungur
ávarp til þjóðarinnar og var
ákaft hylltur. Friðrik konung-
ur er 48 ára að aldri.
Helztu æviatriða Kristjáhs ;
konungs er getið í grein á 5.
bls.
í *
B1 m ■ i vm
XXX. árg.
Akureyri, miðvikudaginn 23. apríl 1947
16. tbl.
Olíusamlök kauplélaga og úlvegsmanna helja olíuverzlun
í stórum slíl
Hátíðasýning Leikfélagsins var virðuleg
og ánægjuleg
Félaginu bárust góðar gjafir á 30 ára afmælinu
Þéttskipað var í sæti í leikhúsinu sl. laugardagskvöld, er hátíða-
sýning Leikfélags Akureyrar hófst, í tilefni af 30 ára afmæli félags-
ins. Viðtökur áhorfenda voru ágætar og var félaginu og forvígis-
mönnum þess margvíslegur sómi sýndur þetta kvöld.
Eftir að formaður félagsins,
Guðmundur Gunnarsson, hafði
boðið gesti velkomna og rakið í
stórum dráttuan sögu þess, lék
hljómsveit Theo Andersen nokk-
ur lög, en síðan hófst hátíðasýn-
ingin. Var fyrst sýndur þáttur úr
Skugga-Sveini Matthíasar. Kom
þar fram einn af kunnustu leik-
urum félagsins frá fyrri tíð, Jón
Steingrímsson, er oftast hefir fer-
ið með hlutverk Sveins hér. Var
honum ákaft fagnað. Aðrir leik-
endur í þessum þeetti voru Ami
Bjömsson, Tryggvi Kirstjánsson,
Sigmundur Bjömsson og Ingólf-
ur Kristinsson, Leikstjóri var
Guðm. Gunnarsíton. Að þessum
þætti loknum kvaddi sér hljóðs
Tómas Steingrímsson, form.
Geysis, og flutti félaginu árnað-
aróskir og þakkaði langt og gott
samstarf. Geysix söng síðan tvö
lög til heiðurs Leikfélaginu.
Næst var sýning á þætti úr Nýj-
ársnóttinni, er tókst ágætlega. í
þessum þætti léku frú Svava
Níu togbátar ákærðir fyrir landhelgis-
brot eftir fyrsta landhelgisgæzluflug
í sögu landsins
Verða Catalina-flugbátar notaðir til landhelgisgæzlu
í framtíðinni?
Síðastliðinn laugardag fóm
embættismenn landhelgisgæzl-
unnar í eftirlitsferð norður fyrir
land, í einum af flugbátum Flug-
íéílags íslands, er landhelgisþjón-
ustan hafði leigt til fararinnar,
ásamt áhöfn.
Umkvörtun mun hafa borizt
suður tum landhelgisveiðar tog-
báta innarlega á Húnaflóa og var
ætlunin að rannsaka tifefni
þeirra kvartana. Árangur þessa
fvrsta landhelgisflugs varð sá, að
flugvélin kom að níu bátum við
Vatnsnes og voru þeir allir
ákærðir fyrir landhelgisbrot. Bát-
ar þessir em: Andey og Eldey frá
Hrísey, Njörður, Akureyri, Súl-
an, Akureyri, Hannes Hafstein,
Dalvík, Njáll, ólafsfirði, Sigurð-
ur, Gestur og Geir frá Siglufirði.
Einn þessara báta, Hannes Haf-
stein, er kominn hingað til bæjar-
ins og hefir mál ham verið tekið
fyrir hér í bænum. Var búizt við
því, að dómur mundi £alla í gær-
kveldi og að hann mundi sleppa
með hlerasekx.
Um rannsiókn í málum ann-
arra hiáta er ‘blaðinu ekki kunn-
ugt. Sýslumaður Húnvetninga
haföi farið til Skagastrandar sl.
siznnudagsmorgun til þess að
taka fyrir mál einhverra báta, er
þangað höfðu leitað. Ekki höfðu
borizt fregnir af þeim réttarhöld-
um í gær, er blaðið átti tal
við sýslunwannsskrifstofuna á
Bkinduósi, en sambandslaust er
við Skagaströnd.
Þessir ajtburðir hafa vakið
mikla athygli. Menn harma það,
að íslenzkir fiskimenn skuli ekki
hafa virt laindhelgina. Fregnir af
slíkum atjburðum munu ekki
verða léttir í baráttu landsmanna
fyrir auknum réttindum sínum
við strendur landsins.
En einkum er tekið eftir því,
að það var Catalinaflugbátur,
sem notaður var í þennan leið-
(Framhald á 8. síðu).
Jónsdóttir, frú Sigurjóna Jakobs-
dóttir, frk. Freyja Antonsdóttir,
l:rk. Rósa Gísladóttir, frk. Bryn-
íildur Steingrímsdóttir, frk.
Márgrét Steingrímsdóttir frú
Anna Tryggva, Bjöm Sigmunds-
son og Stefán Halldórsson. Guð-
mundur Gunnarsson var leik-
sljóri þessarar sýningar. Síðast
var sýndur þáttur úr „Æfintýri á
gönguför“ eftir Hostrup, undir
leikstjórn Jóns Norðfjörð. Fór
hann með hlutverk Skrifta-Hans,
en aðrir leikendur voru frú
Björg Baldvinsdóttir, frú Helga
Jónsdóttir, frú Jóninna Þor-
steinsdóttir, Skjöldur Hlíðar, Jó-
hannes Jónasson, Zóphonias
Ámason og Jóhann Ögmunds-
son. Sumir þessara leikenda
höfðu ekki komið fram á sviðinu
nú um nokkurra ára skeið, en
voru áður í hópi vinsælustu leik-
ara hér. Var þessum þætti ágæt-
lega fagnað, enda tókst sýningin
vel, var fjörleg og skemmtileg.
Er sýningunum var lokið
kvaddi sér hljóðs .Þorsteinn M
Jónsson forseti bæjarstjórnar. —
Ávarpaði hann Leikfélagið með
snjallri ræðu, minnti á það
menningarhlutverk er það hefði
með höndum og óeigingirni og
síarfs leikfélagsmeðlima. Síðan
afhenti hann formanni félagsins
15000 krónur að gjöf frá Akur-
eyrarkaupstað, sem viðurkenn-
ingu fyrir störf félagsins á liðn-
um árum. Jafnframt ávarpaði
forseti bæjarstjórnarinnar Hall-
grím Valdimarsson, hinn kunna
forvígismann leiklistarmála hér,
þakkaði honum störf hans og af-
henti honum 5000 krónur frá
Akureyrarkaupstað, sem viður-
kenningu fyrir þátt hans í leik-
listarmenningu bæjarfélagsins
Fjöldi blómvanda barst til fé-
lagsins og leikenda og mikill
fjöldi árnaðaróska víða að. M. a.
barst kveðja frá Leikfélagi
Reykjavíkur og fagur silfurbikar
áletraður .
Að lokum voru heiðursfélagar
Leikfélagsins, frú Svava Jónsdótt-
ir, Hallgrímur Valdimársson og
Ingimar Eydal, hylltir af öllum
áhorfendum.
Yfir þessu kvöldi var skemmti-
legur og virðulegur blær og bar
þess órækt vitni, hvern hug bæj-
arbúar bera til Leikfélagsins. —
Þessara tímamóta í leiklistar-
sögu bæjarfélagsins er nánar
minnst í leiðara blaðsins í dag.
Mjólkurframleiðslan
í Eyjafirði jókst um
15,5% s. 1. ár
Meðalverð til framleið-
enda kr. 1.33
Ársfundur Mjólkursamlags K.
E. A. var haldinn hér í bænum
16. þ. m. Fundinn sóttu 98 full-
tiúar 12 félagsdeilda samlagsins.
Samlagið tók á móti 5.390.538
ltr. mjólkur á árinu 1946, með
3.59% ficumagni. Þetta er 723
þús. ltr. meira en árið 1945, eða
15.5% aukning.
Árið 1945 jókst mjólkurmagn
um 11% frá árinu á undan. —
Mjólkurframleiðslan í héraðinu
er því í örum vexti.
Samlagið seldi 36% mjólkur-
innar til neyzlu, en 64% fóru til
vinnslu. Framleiðendur höfðu
fengið greidda 107.6 aura fyrir
ltr. og urðu eftirstöðvar til verð
uppbótar 25.6 au. Meðalverð í
l.tra var því 133.1 aurar.
Á fundinum flutti Ólafur Jóns-
son framkv-stj. erindi um súg
þurrkun á heyi og Hjörtur Eld
járn framkv.stj. erindi um starfs-
árangur nautgriparæktarfélag-
anna í Eyjafirði og starf sæðinga-
stöðvarinnar að Grísabóli. —
Fundurinn samþykkti allríflega
fjárveitingu til þessarar stofnun
ar.
Bærinn rafmagnslaus
í fyrradag og til
hádegis í gær
Bilun varð á háspennulínunni
frá Laxá í óveðri þvi, er brast á sl.
sunnudagskvöld. Slitnaði línan á
nokkrum stöðum í Ljósavatns-
skarði og var viðgerð ekki lokið
fyrr en um hádegi í gær. Mikið
óveður hefir geysað um Norður-
land, og hafa orðið rafmagnsbil-
anir víðar, t. d. á Blönduósi.
Guðmundur Jónsson
söngvari væntanlegur
til bæjarins
Guðmundur Jónsson, söngvari
hafði ráðgert að koma til bæjar-
ins í gær og halda söngskemmtun
hér á vegum Tónlistarfélags Ak-
ureyrar. En vegna óveðurs komst
söngvarinn ekki norður, en mun
væntanlegur með fyrstu flugferð
og þá syngja hér. Fritz Weisshap-
pel verður í för með Guðmundi
og leikur undir fyrir hann. Fyrsta
söngskemmtunin verður aðeins
fyrir styrktarfélaga Tónlistarfé-
lagsins, en líklegt er, að Guð-
niundur syngi aftur opinberlega
fyrir almenning.
Olíufélagið hefir keypt
stöðina í Hvalf irði og gert
samninga um olíusölu til
nýju togaranna og síldar-
verksmiðja ríkisins
Kommúnistar drótta land-
ráðum að samvinnu-
mönnum
Snemma í þessum mánuði var
gengið frá samningum milli rík-
isstjómarinnar og Olíufélagsins
h.f. um sölu olíustöðvarinnar í
Hvallfirði. Olíufélagið hefir
keypt 2/3 Muta stöðvarinnar fyr-
ir 1.3 millj. króna og Hvalveiða-
félagið 1/3 hlutann fyiir 650
þúsund kr. Áður var ríkið búið
að taka til sín ýmsar eignir í
Hvalfirði, er vom með í kaupun-
um frá Bandaríkjunum. Óselt er
einnig 700 smálesta tanksldp er
fylgdi stöðinni. Hefir ríkið því
hagnast vel á kaupum þessum,
því að það greiddi aðeins 2
millj. fyrir stöðina.
Olíusala til togaraflotans og SR.
Með kaupunum á Hvalfjarð-
arstöðinni hafa hin nýju olíusam-
tök kaupfélaganna og útvegs-
raanna skapað sér aðstöðu til
þess að hefja þegar olíuverzlun í
stórum stíl. Kaupverðið mun
einnig mjög hagstætt og er samn-
ingurinn um yfirtökuna mikið
hagræði fyrir þessi samtök og
veldur því, að þau geta látið til
sín taka í olíuverzluninni fyrr en
ella. Hefir félagið þegar gert
siimninga um olíusölu í stómm
stíl til útgerðarinnar. Flestir
hinna nýju togara hafa samið við
félagið um ölíukaup úr geymun-
um í Hvalfirði. Gildir samningur
þessi um 2 næstu ár. Brennsluolí-
ui togaranna þarfnast sérstakra
geyma, sem ekki eru til annars
staðar á landinu. Eru olíumál
togaraútgerðarinnar þar með
leyst á hinn ákjósanlegasta hátt.
Þá hefir Olíufélagið samið við
Síldarverksmiðjur ríkisins um
olíusölu til þeirra, en unnið er að
því, að breyta rekstri verksmiðj-
anna úr kolakyndingu í olíu-
kyndingu. Þessi samningur er
einnig hinn markverðasti og
mun hafa mikla þýðingu fyrir
s í ldarútveginn. H val ve iðafélagið
nýja hefir einnig gert samning
um olíukaup frá stöðinni í Hval-
firði.
Þessir samningar um olíusölu
í stórum stíl til útgerðarinnar
sýna hverja þýðingu það hefir, að
(Framhald á 8. síðu).