Dagur - 23.04.1947, Síða 2
2
Miðvikudagur 23. apríl 1947
DAGUR
Ritfalsari Islendings
Einhver G. Gunnarsson skrifar
nær fjögurra clálka grein í síðasta
íslending um tvö atriði í grein-
inni „Sigurvegarar og hinir sigr-
uðu“, sem birtist í Dégi 5. febr.
síðastliðinn.
Fyrra atriðið fjallar um um-
mæli, er höl'ð voru eftir presti
einum og voru á þessa leið:
„Hið góða hlýtur að lokum
(leturbr. gerð nú) að vinna sigur,
annars er það ekki gott.“
Út af þessu leggur svo G. G. og
ræðir um kosningaósigur Fram-
sóknarflokksins í síðustu alþing-
iskosningum. Hann segir að ó-
sigurinn hljóti að stafa af því, að
stefna og málstaður Farmsóknar-
fiokksins sé ekki góðrar tegund-
ar, því að í Dagsgreininni „stend-
ui nefnilega, að hið góða vinni
alltaf (leturbr .gerð hér) sigur“,
segir greinarhöfundur. „Annars
liefði hann unnið, samkvæmt því
sem stendur í greininni", bætir
svo höf. við. Og enn segir hann:
„Sjálfstæðismenn mega vel við
una, að einn af helztu mönnum
l'ramsóknarflokksins skuli hafa
sýnt fram á, hvers vegna flokkur-
inn tapaði fyrst og fremst, þótt
flestum hafi það verið kunnugt
áður.“
Svo mörg eru þessi orð greinar-
liöf. um þetta efni og miklu fleiri
þó, því að liann þynnir kjarnann
út með orðmælgi.
En það er einn ljóður á þess-
um kafla ritsmíðar G. G. Hann
tr nefnilega allur byggður á rit-
fölsun greinarhöf. Eins og allir
geta séð, er fölsunin í því fólgin
að fella burt úr tilvitnuðum um-
mælum prestsins „að lokum", en
setja í staðinn orðið ,,alltaf“. M
er greinarhöf. búinn að haga
sannleikanum svo, að hann get-
ur dregið sínar ályktanir út af
orðum Dagsgreinarinnar eins og
bezt á við eðli ltans og innræti.
Framsóknarmönnum er það
vel ljóst, að réttur málstaður þarf
oft að bíða lengi eftir því að ná
fullnaðarsigri. Stundum þarf
jafnvel að ausa honum upp úr
djúpi tírnans með teskeið, saman-
l>er frásögn íslendings um Chur-
chill, þegar sem verst stóð á fyrir
bretum 1940. Þá á hann að hafa
sagt við Hitler: „En það verðum
vtð, sem vinnum stríðið".
Eins segjum við Framsóknar-
rnenn: Það verður okkar mál-
staður, sem vinnur sigur að lok-
um.
Þessi G. Gunnarsson gerir ó-
sköpin öll úr kosningaósigri
Framsóknarflokksins á síðasta
sumri. Þetta tap var samt ekki
meira en það, að það orkaði engu
um úrslit mála á Alþingi frá því,
sem áður var. En satt er það, að
alltof margir kjósendur létu
blekkjast af ábyrgðarlausu fleipri
stjórnarflokkanna um giæsilegan
fjárhag og nýsköpun, sem byggð
væri á fjárhagslega traustum
grundvelli.
Deilumálin hafa nú skýrzt
mikið síðan í kosningunum og
staðreyndir komið í ljós, sem all-
ar styðja réttan málflutning
F’ramsókna: manna, en kollvarpa
svigurmælum andstæðinganna.
Efalaust telur G. G. sig í flokki
Sjálfstæðismanna, en sem ritfals-
' ari syer hann sig þó að andlegum
skyldleika í ætt til kommúnista.
■Að vísu skiptir ekki miklu máli
1 lrvar í flokki hann stendur. Ann-
Urs er áðurnefnd ritfölsun lians
r okkuð bíræfin og sýnir, að hann
lætur sér ekki allt fyrir brjósti
orenna. Fyrst tilfærir hann um
.oæli prestsins um sigur góð.
nrálstaðar „að lokum", en síða.
eignar hann höfundi Dagsgrein-
arinnar ummælin með þeirri
breytingu að setja „alltaf“ í stað-
inn fyrir „að lokum“. Hann hefir
treyst því, að lesendur Islendings
'færu ekki að bera þessa tvo staði
í grein hans saman.
Þá ræðir G. G. nokkuð um
hlutfallskosningar í tvímenn-
ingskjördæmum, og þykir hon-
um það kosningafyrirkomulag
mikið réttlætismál og í meira
samræmi við lýðræðisreglur en
eldra fyrirkomulagið. Máli sínu
til stuðnings tilfærir hann dæmi
um það, að í tvímenningskjör-
dæmi fái einn flokkur 402 at-
kvæði, en sá næsti 400 atkv. Sam-
kvæmt meirihlutakosningu fái
atkvæðafleiri flokkurinn báða
þingmennina, en hinn engan, og
í því sé ekkert réttlæti. En þetta
er nú bara annar endinn á rétt-
iætismálinu. Við skulum því líta
á hinn endann. í tvímennings-
kjördæmi fær einn flokkur 800
atkvæði, annar 401 atkv. Sam-
kvæmt hlutfallsfyrirkomulaginu
fá þeir sinn þingmanninn hvor,
þ. e. a. s. minnihlutinn hefir
tvöfaldann rétt á við meirihlut-
ann. Finnst G. G. þetta réttlátt?
Líklega, af því að Sjálfstæðis-
flokkurinn telur sig hafa hag af
þessu fyrirkomulagi.
Það er rétt, að hlutfallskosn-
ingar voru upphaflega upp tekn-
ar til þess að tryggja rétt minni-
hlutans innan vissra takmarka,
en þegar farið er að viðhafa þetta
fyrirkomulag, þar sem aðeins
tveir eru kosnir, verður úr því
„ranglátt og broslega fáránlegt
kosningafyrirkomulag". Sann-
leikurinn er sá, að hlutfallskosn-
ingar eiga ekki við í nokkru kjör-
dæmi hér á landi, nema í Reykja-
vík.
Kjördæmamálið svokallaða
var heldur aldrei borið fram sem
rcttlætismál. Alþýðuflokkurinn
íenndi þessu agni ofan í Ólaf
Tors á vetrarþinginu 1942 ein-
göngu til þess að kljúfa samstarf
F’ramsóknarflokksins og Sjálf-
stæðisflokksins. Alþýðuflokks-
menn bjuggust reyndar við, að
Sjálfstæðisflokkurinn mundi
sýna þann manndóm að bíta ekki
á agnið. En Ólafur Thors stóðst
ekki freistinguna, þegar í boði
voru „steiktu gæsirnar sex“.
Hann rauf því heit sitt frá 20.
janúar 1942, kl. 12,20, um að
ekki skyldi hreyft við kjördæma-
málinu.
G. G. veit eflaust, hvað þeir
rnenn eru kallaðir, sem rjúfa há-
tíðlega gefin loforð.
Svo hælist G. G. yfir falli Ey-
steins Jónssonar og sigri 5. „gæs-
arinnar", þó að hún væri rúss-
nesk! En sá sigur kommúnista
var unninn á þann hátt að telja
1300 atkvæði í Suður-Múlasýslu
ekki meira virði en 700 atkvæði í
krafti hins heilaga réttlætis, er
felst í hlutfallskosningum í tví-
menningskjördæmum.
Það er vafasamur greiði, sem
G. G. gerir Sjálfstæðisflokknum
með því að gefa tilefni til, að
þetta mál sé rifjað upp. En hann
um það.
Að lokum fimbulfambar G. G.
allmikið um það, hvað Fram-
sóknarflokknum hafi farizt illa
við Jónas Jónsson.
Um það segir greinarhöf. m.
a.: að „það góða, sem frá þeim
flokki (Framsókn) hefir komið,
er í fyrstunni frá Jónasi".
Það er í meira lagi dularfullt,
að á þessum árum, þegar J. J. var
svona góður að dómi G. G„ þá
skyldi forystumönnunr Sjálfstæð-
isflokksins koma til hugar að
grafa hann lifandi og útiloka
hann þannig frá afskiptum op-
inberra mála. Þessi greftrunartil-
(Framhald á 5. síðu).
Ný stefna í vegamálum - Skýrsla um f ólks-
flutninga úr sveitum - Samkomulag stétta
um dýrtíðarráðstafanir - Almanntrygg-
ingarnar þungur baggi - Innflutningur
verkafólks - Bréfaskóli fyrir landbúnað
Nokkur mál írá BúnaSarþingi
Hér verður enn getið nokk-
urra mála, er síðasta Búnaðar-
þing afgreiddi:
Sýsluvegir.
Búnaðarþing leggur til, að Al-
þingi geri þá breytingu á vega-
dögum, að þeir vegir innan
hverrar sýslu, sem ekki eru þjóð-
jvegir, en nauðsynlegir teljast til
] þess að koma í vegasamband
! jæim jörðum, sem í ábúð eru og
jálítast hyggilegar að dómi Bún-
aðarfélags íslands, séu gerðir að
'sýsluvegum. Jafnframt falli nið-
jur ákvæði um hreppavegi, en
^ tekjur þær, sem ætlaðar eru
hrep'pavegum renni þá til sýslu-
vega og liafi áhrif til aukins fram-
lags úr ríkissjóði. Ennfremur tel-
ur Búnaðarþingið æskillegt, að
einstakir menn, sem vilja leggja
á sig auknar byrðar til þess að
hraða því, að býli þeirra komizt í
vegasamband, geti fengið styrk
til slíkra framkvæmda úr ríkis-
sjóði, ef verkið er unnið undir
eftirliti hlutaðeigandi vegamála-
stjórnar.
Skýi sla um fólksflutninga.
Ákveðið var, að stjórn Bf. ísl.
skylcli láta safna skýrslum um
brottflutning fólks úr sveitum til
kaupstaða á sl. 25 árum, svo og
um hversu mikið fjármagn þetta
fólk hefir flutt með sér úr sveit-
Aðalfundur
Kaupfélags Eyfirðinga
verður haldinn í Nýja-Bíó á Akureyri miðviku-
daginn 7. og fimmtudaginn 8. maí n. k.
Fundurinn hefst kl. 10 árdegis miðvikudaginn
7. maí.
DAGSKRÁ:
1. Rannsókn kjörbréfa og kosning starfsmanna
fundarins.
2. Skýrsla stjórnarinnar.
3. Skýrsla framkvæmdastjóra. Reikningar félags-
ins. Umsögn endurskoðenda.
4. Ráðstöfun ársarðsins og innstæðna innlendra
vörureikninga.
5. Erindi deilda.
6. Framtíðarstarfsemi.
7. Samþykktabreytingar.
8. Önnur mál.
9. Kosningar.
Akureyri, 16. apríl 1947.
Félagsstjómin.
um landsins til hinna nýju heim-
kynna.
■ m
•. ju- y .ii' •
Dýrtíðarráðstafanir.
Búnaðarþingið skoraði á Al-
þingi og ríkisstjórn að vinna að
því eftir megni, að samkomulag
náist sem allra fyrst milli stétta
þjóðfélagsins um raunhæfar að-
gerðir til að eyða verðbólgunni
og Jrar með J)oka vísitölunni nið-
ur, svo að þjóðin verði sam-
keppnishæf um sölu á afurðum
sínuni á erlendum mörkuðum.
Almannatryggingarnar.
Búnaðarþingið lýsti yfir því
áliti, að það teldi almennar
uyggingar allra landsmanna
menningarmál, en taldi að með
setningu laganna um almanna-
tryggingar hafi Alþingi lagt þjóð-
inni of þungar byrðar á herðar
og að lieppilegra hefði verið að
stíga skrefið skemmra til að byrja
með, en auka tryggingarnar
smátt og smátt eftir því, sem
reynslan fengist. Búnaðarþingið
taldi tryggingalögin þurfa mik-
illa lagfæringa við og þyrfti að
leiðrétta margs konar misrétti, t,
d. þar sem réttur manna er gerð-
ur mjög misjafn eftir því hvort
þeir afla tekna sinna með vinnu
í annarra þjónustu eða með eigin
atvinnurekstri. Búnaðarþing
taldi frumvarp Skúla Guð-
mundssonar um breytingar á al-
mannatryggingalögunum, spor í
rétta átt og skoraði á Alþingi að
samþykkja það.
Erlent verkafólk.
Samþykkt var að fela stjóm
Búnaðarfélagsins, að ræða við
ríkisstjómina um innflutning
verkafólks frá Norðurlöndum og
jafnvel, ef þörf krefur, frá Norð-
ur-Þýzkalandi og Hollandi, til
landbúnaðarstarfa í sveitum
landsins. Jafnframt var stjórn-
inni falið að beita sér fyrir betra
skipulagi á }>essum fólksflutning-
um, en verið hefir undanfarið.
Þingið taldi nauðsynlegt að end-
urskoða lögin um atvinnurétt-
indi erlendra manna með hlið-
sjón af Jxirfum landbúnaðarins
ins og betra skipulagi J>essara
mála.
Bréfskólar og námskeið.
I>ingið taldi reynslu fengna
fyrir því, að bændanámskeið þau,
sem haldin hafa verið undanfar-
ið, megi fremur teljast fyrirlestra-
ferðir en námskeið og að kostn-
aður og tími við slík ferðalög sé
mikill en árangurinn takmarkað-
ur. Með tilliti til þessa var talið
beppilegra að halda uppi búnað-
arfræðslu í útvarpinu. Lagt var
til að haldin verði bænda- og hús-
mæðravika í útvarpinu á vetri
hverjum, eins og undanfarið, og
sl jórn B. I. falið að annast fram-
kvæmdir.
Þá var stjórninni falið að
koma á bréfskóla fyrir landbún-
aðinn og athuga um hvort ekki
muni vera hagfellt, að leita sam-
vinnu við bréfskóla SÍS fyrst um
sinn.