Dagur - 23.04.1947, Page 4

Dagur - 23.04.1947, Page 4
4 DAGUR Miðvikudagur 23. apríl 1947 DAGUR iíitatjórl: Haukur SuorreuKXi Aígroiðsla, auglýsingar, innheinita: Marínó H. Pétursson Skriístoía í Hatnarstrasti 87 — Síxni 166 Biaðið kemur út á hverjum miðvikudegi Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlí. — Prentverk Odds Bjömssonar , I -------------------------------------------< Leikféiag Aureyrar 30 ára JUÉR ÍSLENDIíNGAR viljum telja oss í röð góðra menningarþjóða, og — sem betur fer — er auðvelt að færa fyrir því allgild rök, að svo sé í ýmsum þeim efnum, sem talin eru miklu máli skipta. En fúslega skal þó játað, að listaheimur ís- lenzku þjóðarinnar — sem verður að teljast harla þýðingarmikið svið menningarinnar — hetir ávallt verið býsna fábreyttur og einhæfur, álíka og gróðrarríki landsins hefir ávallt verið í senn fagurt, en þó harla fáskrúðugt og óbrotið, ef bor- ið er saman við jurtamergð og litadýrð suðlægari landa. íslendingar hafa naumast frá upphafi lagt verulega stund á nema aðeins eina listgrein, í venjulegri merkingu þess orðs, en sú listgrein er ritlistin, eða þá raunar aðeins tveir þættir hennar, sagnaritun og ljóðagerð. En þessir þættir liafa og vissulega reynzt hinir vígðu þættir máls vors og menningar, er hin gráa loppa ófrelsis og niður- lægingar fékk aldrei að fullu sundur skorið. Á þessum sviðum liefir íslenzk list náð þeirri í'ull- komnun, að viðhlítandi er á heimsmælikvarða. ¥NN í HINN fábreytta listaheim þjóðar vorrar hafa svo á síðustu áratugum borizt nýir straum- ar, sem líklega eru til aukins þroska og vaxandi menningaráhrifa í landinu. Vér höfum eignazt hlutgenga málara, höggmyndasmiði og tónlistar- menn, svo að dæmi séu nefnd. Og íslenzk leiklist er sem óðast að rísa á legg og búast til að rækja merkilegt hlutverk í menningarviðleitni þjóðar- innar á komandi tímum. Frá fyrstu tímum Iiefir ieiklist í einhverri mynd verið talin í röð hinna allra göfugustu listgreina, enda náskyld öðrum höfuðþáttum hverrar þjóðtungu og þjóðmenn- ingar — skáldskapnum í bundnu máli og ó- bundnu og sönglistinni sjálfri. Leiklistin er í senn túlkandi og skapandi list. Hún er túlkandi að jrví ieyti, að það eru venjulega ekki leikararnir sjálfir, heldur skáldin, sem leggja henni orð á tungu, hugsun og boðskap að flytja áheyrendum. En hins vegar er hún skapandi í þeim skilningi, að jafnvel boðskapur og orð hinna mestu meistara falla vængstýfð og áhrifalaus til jarðar, ef'þau eru flutt af litlum skilningi og túlkuð af lélegri list — ef leikarinn nær ekki að ljá sál orðannaoghugsun- arinnar líkama, svo að hún verði sýnileg óskyggn- um mönnum, ef svo mætti að orði kveða. T EIKFÉLAG AKUREYRAR minntist 30 ára af- mælis síns með sérstakri og hátíðlegri afmælis- sýningu sl. laugardagskvöld. Er þess viðburðar nánar getið hér á öðrum stað í blaðinu nú í dag. 1 þrjá tugi ára hefir þetta félag og leikarar þess fært hinu góðu þokkagyðjum, þeim Thalíu og Melpómene, dýrar fórnir erfiðis og áhuga. Allan aldur sinn hefir félagið barizt góðri og þrautseigri baráttu við þröngan fjárhag og oft á tíðum við ó- milda dóma og Jítinn skilning almennings og gagnrýnenda. Þetta er raunar hvorki furðulegt né sérstakt fyrir þennan bæ og byggðarlag. Jafnvel í stórbæjum eiga leikhúsin oft mjög erfitt upp- dráttar sökum tómlætis almennings og skilnings- skorts á hinni göfugu list. Gegnir raunar mikilli furðu, hversu giftusamlega leikfélaginu hér hefir tekizt að ráða niðurlögum hinna mörgu erfiðleika og vandkvæða, sem á vegi þess hafa orðið frá fyrstu byrjun til þessa dags. Það er því rétt og sízt of fast að orði kveðið, sem segir í hugleiðingum forseta bæjarstjórnar í minningarriti félagsins á Klukkan er að koma! Kr. S. Sigurðsson ritar blaðinu: IALÞÝÐUMANNINUM, þann 15. apríl, er smágrein, með fyrirsögn- inni „Hvar er klukkan?" eftir einhvern „úrlausan". Eg vil nú reyna að svara þessari spumingu, því að sennilega vill þessi ,.úrlausi“ maður eitthvað leggja fram til þess að almenningsklukka komi í bæinn. ÞAÐ ER satt, að þegar kirkjan var byggð, skapaðist þar tilvalið pláss fyrir bæjarklukku. En sóknarnefnd hefir aldrei dottið í hug að leggja fram fé fyrir klukkana. En gert var ráð fyrir því, að bæjarbúar mundu kannske einhvem tíma safna samskot- um til þess að bærinn eignaðist klukku. Og þá var gott að til væri beppilegt pláss fyrir hana. Töluvert hefir nú verið gert til þess, á síðustu árum, að reyna að fá klukku. En varla var um að tala að fá klukku annars staðar en í Svíþjóð. En eins og allir vita var öllum viðskiptum við Svíþjóð lokað öll stríðsárin. En síðan viðskipti þar urðu frjáls, hefir Kristján Halldórsson, úrsmiður, stað- ið í samningum við klukkuverksmiðju þar, og er nú svo langt komið, að klukkan er formjega pöntuð, og smíði á henni er hafið. En það er mikið verk, enda ætlar verksmiðjan sér langan tíma til verksins. Fyrstu vonir um að hún komi hingað er í júní 1948. Klukkan á að vera af fullkomnustu gerð, með slagverki og músík. í raun of veru eru þetta tvær vélar. Klukkan verður lóðaverk, en rafmagnsmótor dregur hana upp, með vissu millibili. Verður gangur hennar með því móti vissari, þar sem rafmagn er jafn ótryggt, sem það er hér. Þá er önnur vél, sem einnig gengur fyrir rafmagni, sem stjórnar músík- inni. Lagið, sem hún á að spila hefir Björgvin Guðmundsson samið, og hef- :r húsameistari ríkisins, ásamt raf- músíkfróðum mönnum, valið lagið úr mörgum, sem hann samdi í því skyni. T VISVAR SINNUM hefir verið sótt gjaldeyrisleyfi fyrir verði 1 klukkunnar, en í bæði skiptin var því 1 neitað. Var þó klukkan formlega pönt- : uð í vetur, í því trausti að þegar þyrfti Í.S greiða hana, væri farið að rætast svo ■ úr gjaldeyrismálunum, að yfir- færsla fengist. Eg vona nú að „úrlaus" geri sig ánægðan með þetta svar. En ef hann gerir það ekki, getur hann fengið frek- ari upplýsingar hjá Kristjáni Halldórs- syni úrsmið. Og þar getur hann lagt inn tillag sitt upp í klukkuverðið. Eg geri ráð fyrir, að fyrst hann hefir áhuga fyrir þessu klukkumáli, vilji hann leggja sinn skerf til þess að klukkan verði keypt. En að hann sé ekki einn af þeim, sem heimtar allt af cðrum, nn vill ekkert leggja fram sjálf- u' Klukkan mun kosta allt að 30 þús. íslenzkar krónur. Væri því gott að sem allra flestir vildu leggja eitthvað . þann sjóð. Enn um öskuna. EILBRIGÐISFULLTRÚI hefir skýrt blaðinu frá því, að bærinn muni láta,-jafna og hylja öskuhaugana framan við bæinn nú á næstunni. Má því vænta þess, að þessum kapítula í 1 sögu bæjarframkvæmdanna sé senn 1 lokið og er gott til jþess að vita. En úr 1 því að öskuna ber á góma hér einu ! sinni ennþá, vil eg nota tækifærið og koma á framfæri umkvörtun sem blaðinu hefir borizt um sorphreinsun- | ina frá húsmóður í bænum. Hún segir, þessum tímamótum, að „félag þetta hefir sýnt marga ágæta leiki og fært sér oft ótrúlega mikið í fang, en jafnframt verið fundvíst 'x furðulega mikla leikkrafta. . . . Það hefir leitazt við að auka lista- smekk og skilning bæjarbúa. Bærinn sténdur því í þakkar- skuld við það og við marga þá leikara, sem vel hafa túlkað vandasöm hlutverk." Það er því \el til fundið, að bæjarfélagið hefir sýnt lit á því að heiðra fé- lagið með allvirðulegri gjöf á þessum tímamótum ævi þess. Og væntanlega á Leikfélag Akureyr- ar eftir að auðga menningarlíf bæjarins enn um langt skeið með því að halda fána góðrar leiklist- ar hátt á loft. að stundum séu það sorphreinsunar- 1 mennirnir sjálfir, sem eru valdir að | sóðaskap við hús, með því að fleygja öskudöllum og öðrum ílátum á hlið eða hvolf er þeir hafa losið þau í bíl- inn og stundum komi fyrir að sorp- j hrúgur liggi eftir við dallana, eftir los- ! un. Þessi umkvörtun húsmóðurinnar virðist vera réttmæt og er henni hér með beint til hlutaðeigenda. Virðist ekki mikill vandi að ráða bót á þessu, ef viljinn er með. Merkileg kvikmynd. |7G LOFAÐI í síðasta blaði, að geta nánar um kvikmyndina „Glötuð helgi“, sem nú er sýnd i Skjaldborgar- bíó. Þetta er ein af frægustu kvik- myndum ársins 1946, gerð eftir kunnri skáldsögu. Fyrir leik sinn í henni hlaut Ray Milland „Oscar“ ársins 1946 ,en svo kalla þeir í Hollywood verðlaun þau, er veitt eru fyrir bezta kvikmyndaleik þar á ári hverju. Óhætt mun að fullyrða, að leikarinn hafi verið vel að verðlaununum kom- inn. Leikur hans er stórbrotinn og heldur myndinni uppi allt til enda. — Efnið verður ekki rakið hér, en mynd- in þræðir allvel sögu Jacksons, gerir atburðina þó e. t. v. ennþá litríkari — og áhrifaríkari — en hið prentaða mál. Þetta er tvímælalaust einhver merkilegasta kvikmynd, sem hér hefir lengi sést. Hún opnar fyrir augum manna ógnum þrunginn heim — sýnir áfengisbölið í sinni ægilegustu mynd. Myndin er umhugsunarefni fyrir hvern þjóðfélagsborgara. Er gott til þess að vita, að hún skuli vera fjölsótt. Tiíkynning til verkamanna Stjóm Vinnumiðlunarskrifstofu Akureyrar vill hér með vekja athygli verkamanna bæjarins á því, að vænta megi úr þessu vaxandi vinnu, en til þess að verða aðnjótandi þeirrar vinnu, sem skrifstofan hefur til ráðstöfunar, verða menn að láta skrá sig á skrifstofunni. VINNUMIÐLUNARSKRIFSTOFUSTJÓRNIN. Gleðilegt sumar! Á morgun er hinn langþráði dagur, sumardag- urinn fyrsti. Þegar þessar línur eru ritaðar, er i'átt sem bendir til þess að hann sé eins skammt und- an og raun ber vitni um, og ef við hefðum ekki dagatalið hangandi í stofu okkar, myndi okkur ekki koma til hugar, að sumarið væri á næstu grösum. — Ekki veit eg, hve gamail sumardagur- inn fyrsti er í íslenzku þjóðlífi, né heldur, hver gaf okkur hann, eða livaðan hann kom, en hann er dagur, sem okkur þykir orðið vænt um og vild- um ekki með nokkru móti glata. Eins og jólin færa okkur birtu og gleði í dimm- asta mánuði ársins og oft kaldasta, eins flytur sumradágurinn fyrsti okkur gleði og fyllir hjörtu okkar hamingju, því að hann boðar komu hins langþráða sumars og minnir okkur á, að þótt. kuldalegt sé um að litast, muni brátt hlýna í veðri, grundirnar grænka og lóan syngja í brekku og mó. Við skulum því fagna sumardeginum fyrsta, og gera okkur dagamun, þar sem því verður við kom- ið — þakka veturinn, — því að sannai lega er mikið og margt að þakka, og bjóða hverju öðru gleðilegt sumar. í dálki þessurn hefir oft áður verið rætt um sumardaginn fyrsta og þá einkum í sambandi við sumargjafirnar, sem lengi tíðkuðust og enn eru við líði í sumum landshlutum. — Mér finnst hinn gamli siður skemmtilegur og vildi að liann mætti lengi lifa. — En það er hægt að gleðja vini sína margvíslega á slíkum degi ,Iítil gjöf getur verið indæl, blóm eiga sjaldan betur við, en þó mun hlýtt handtak og hugheil ósk bezt þegna sumar- gjöfin. - GLEÐILEGT SUMAR! Puella. ★ VORDRAGT. Þegar vora tek- ur er gaman að eignast nýja dragt. — Þessi vordragt er úr röndóttu ullar- efni (grátt— grænt) og kom hún á markað- inn þ. 17. marz sl., svo að þið sjá- ið, að ekki er um neitt úrelt snið að ræða. Jakkinn er þröngur í mitti, en beltislaus. Vasarnir eru stórirog ná aftur í hliðarsaum. Kragi er enginn, aðeins lítil horn að framan, en í axlastykkinu snúa rendurnar þvert, eins og myndin sýnir. — Nú þegar snjóa leysir, og bílaumferðin eykst, er nauðsynlegt að minna börnin vel og rækilega á umferðarreglur og annað í því sambandi. — Brýn- ið fyrir þeim varkárni. Ökumenn kvarta yfir því, að börnin séu að leikjum á götunum og skjótist oft úr hliðargötum og húsagörðum út á fjölfarnar aðalgötur, án þess að líta til hægri né vinstri. — Þau hverfi, sem eru svo illa sett, að eiga engin leik- svæði handa börnunum, verða að nota götuna. — Undir slíkum kringumstæðum er enn meiri ástæða til að brýna varkárni fyrir börnunum og rifja upp með þeim helztu umferðarreglur. Slíkt er aldrei of oft né of vel gert. P. Pilsið er beint og þröngt. ★ MÆÐUR'

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.