Dagur - 23.04.1947, Page 8

Dagur - 23.04.1947, Page 8
8 DAGUR Miðvikudagur 23. apríl 1947 Þakka hjartanlega auðsýnda samúð og Mýhug vegna and- láts og jarðarfarar konunnar minnar, GUÐRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR. Sérstaklega þakka eg þeim frúnum, Ingibjörgu Austfjörð og Báru Sigurjónsdóttir, fyrir þeirtú miklu hjálp. Fyrir mína hönd, barna minna, tengdabarnaogbarnabama. Hjörtur Lárusson. Jarðarför SIGURJÓNS JÓNSSONAR fer fram laugar- daginn 26. þ. m., og hefst með húskveðju að Byrgi, Glerár- þorpi, kl. 1.30 e. h. — Jarðsett verður að Lögmannshlíð. Börn, tengdaböm og barnaböm. Þökkuxn innilega þeim mörgu, sem á eánn eða annan hátt auðsýndu hjálp og samúð við andlát og jarðarför JÓ- HANNS sonar okkar. Benedikta Sigvaldadóttir. Stefán Guðjónsson. Glæsilegasta og bezta fermingargjöfin er tvirruelalaust íslendingasögumar nýju Síðari hiutinn kemur út 15. maí. Foreldrar, gefið börnunum yðar aðeins það bezta i fermingargjöf, þegar það er fáanlegt. Bókaverzlunin EDDA h/f, Akureyri «—...■■ ■ .......—— ■ _ ...........jj ....... ............. /"' ....—*------------- Úr bæ o$ byggð ....—— = □ Huld 5947423 — Fundi frestað I. O. O. F. - 1284266. - KIRKJAN. Messað á Akureyri á sumardaginn fyrsta klukkan 10.30 f. h. Skátamessa. Allir hjartanlega vel- komnir. — Messað næstk. sunnudag kl. 11 f. h. Barnaguðsþjónusta. Frá stariinu í ,£íon“. Föstud. 25. apríl og sunnud. 27. apríl verða al- mennar samkomur. Þar tala Gunnar Sigurjónsson, cand. theol. og, að öllu forfallalausu, Bjami Eyjólfsson, ritstj. — Allir hjartanlega velkomnir! — Sunnudagaskólinn kl. 10.30 f. h. á sunnudaginn. Öll böm velkomin! Akureyringar! Verið velkomnir á kristilegu samkomumar, sem haldnar eru í Verzlunarmannafélagshúsinu, Gránufélagsgötu 9 (niðri), hvem íunnudag kl. 8.30 e. h. og hvem fimmtudag kl. 8.3 Oe. h. Fílafeldía. Hjálpræðisherirm, Akureyri. Föstu- daginn 25. apríi kl. 6 e ,h. kl. 6: Barna- samkoma. Kl. 8.30: Opinber samkoma. — Sunnudaginn 27. apríl kl. 11 f. h.: Helgunarsamkoma. Kl. 2: Sunnudaga- skóli. Kl. 5.30: Bamasamkoma. Kl. 8.30: Hátíðasamkoma. Ein- og tví- söngur, upplestur o. fl. — Mánudag 28. apríl kl. 4: Heimilissambandið. Kl. 8.30: Æskulýðsfélag. — Allir vel- komnir. Aðalíundur Karlakórsins Geysis var haldinn í Geysishúsinu í fyrradag. — Formaður kórsins var endurkjörínn Tómas Steingrímsson. Skjaldborgarbíó sýnir kvikmyndina Glötuð helgi þessa viku. Síðustu for- vöð að sjá þessa merkilegu kvikmynd eru um næstu helgi. Starndarkirkja. Áheit frá ónefndri konu kr. 50.00. Kvertiél. Hlíi hefir fjársöfnun til icóða fyrir dagheimili bama á morg- un. Merki verða seid á götunum, bazar C£ kaffi L Hótel Norðurlandi kl. 2.30. Kvöldskemmtun í Samkomuhúsi bæj- rrins og dansleikur. Einnig danr.leikur -t Hóte! Norðuriandi í kvöld, til ágóða fyiir sama málefni. Bamastúkan Samúð heldur fund næstkomandi sunnudag kl. 10 árd. — Kosnir fulltrúar á Stórstúkuþing og unglingaregluþing. — Skemmtiatriði. Félagar fjölmennið! Stúkan Brynja nr. 99 heldur fund í Skjaldborg mánudaginn 28. þ. m. kl. l. 30 e. h. — Dagskrá: Venjuleg fund- arstörf. Inntaka nýrra félaga. Kosning embættismanna. Hagnefnd skemmtir á fundinum. Bamastúkan Bemskan heldur fund í Skjaldborg næstk. sunnudag, 26. þ. m. , kl. 1 e. h. — Kosning embættis- manna. Upplestur. Sjónleikur o. fl. Akureyringar! Eyíitðingar! Dregið verður í happdrætti Bifreiðastjórafé- lagsins „Hreyfils" fimmtudaginn 1. maí næstk. Tveir glæsilegir vinningar: 1. Nýr 6 manna Chevroletbifreið. 2. Tíu daga ferð í sumarfríinu í 5 farþega bifreið. — Freystið gæfunnar! Kaupið dappdrættismiða á bifreiðastöðvum bæjarins, í Bókaverzlun Gunnl. Tr. Jónssonar og hjá Svavari Jóhannssyni, c/o. Bifreiðaeftirlitinu. Hver verður sá heppni? Einhver hér? Ný íélagsbók irá Máli og mennittgu er komin út Heitir hún Kjamorka á komandi tímum, eftir David Dietz. — Þýðinguna hefir gert Ágúst H. Bjama- son. Félagsmenn í Akureyrarumdæmi vitji bókarinnar í Bókaverzlun Pálma H. Jónssonar. Heilsuvemd, timarit Náttúmlækn- ingafélags íslands, 4. hefti 1. árgangs (1946), er nýkomið út Efni þess ar sem hér segir: Þrjár greinar eftír rit- stjórann, Jónas lækni Krístjánsson: Lausnin á gátu sjúkdómanna, á fyrir- ifcstri hjá Are Waerland, og munurinn á almennum lækningum og náttúm- lækningum. Líf er eldur, eftir Are Waerland. Hvemig eg læknaðist af eksemi, eftir Ingólf Sveinsson, lög- rtgluþjón. Reynslan er sannleikur, eft- ir Pétur Jakobsson. Danskur kven- læknir kemur til íslands. Upskriftir. Tannskemmdir og styrjaldir. Jónas Kristjánsson heiðraður. Nokkrar myndir prýða ritið. | Olíusamtök kaupfélagana (Framhald af 1. síðu). samvinnufélögin beittu sér fyrir alinnlendum olíusamtökum á sl. ári. Þeir samningar, sem þegar liafa verið gerðir, munu vera til mikilla hagsbóta fyrir útgerðina yfirleitt og innan skamms mun félagið hefjast handa um smíði olíugeyma við helztu verstöðvar landsins og skapa sér þannig að- stöðu til þess að geta skipt við sem flesta aðila í landinu, er þurfa að nota olíu og benzín til aivinnureksturs. Landráðabrigzl kommúnista. Það mundi ekki hafa komið á óvart þótt þeir erlendu olíu- hringar, er hér starfa, hefðu reynt að gera þessi innlendu samtök tortryggileg. Hitt þykir gegna furðu, að kommúnistar hafa í blaðakosti sínum — og á Alþingi — þyrlað upp miklu moldviðri í sambandi við kaup Olíufélagsins á Hvalfjarðarstöð- inni, hafa jafnvel brigzlað rík- isstjórninni og olíusamtökunum um landráðl Samkvæmt frásögn kommúnistablaðanna af þessum merku framkvæmdum, hefir bandaríska félagið Standard Oil náð Hvalfjarðarstöðinni undir sig og er hún dulbúin herstöð Bandaríkjamanna. Þessi skrif eru hin furðulegustu. Kommúnistar vita vel að kaupfélögin og olíu- samlög útvegsmanna eiga Olíufé- lagið h.f. og hafa þar öll ráð. Fé- lagið er byggt upp af innlendu fjármagni og er eina olíufélagið hérlendis, sem ekki er í beinum tengslum við erlent fjármagn. Allt tal um „leppa“ í þessu sam- bandi er því ósvífin blekking. Einu tengsl Olíufélagsins við Standard Oil eru þau, að það hef- ir söluumboð á olíum frá hinu bandaríska félagi, hér á landi. Er sannast að segja ekki auðvelt að sjá hvernig kommúnistar ætlast til þess, að Olíufélagið gegni því hlutverki, að útvega útgerðinni og öðrum atvinnurekstri ódýra olíu, ef það má ekki kaupa hana frá erlendum framleiðendum. — Kommúnistar hafa lýst því yfir, að þeir vilji láta jafna olíustöðina í Hvalfirði við jörðu, vegna hern- aðarhættu. Samkvæmt þessari fáranlegu kenningu, ætti þá að eyðileggja öll þau mannvirki hér, er gætu haft þýðingu í hernaði. Verður ekki séð, að meiri ástæða sé þá til að spara olíugeymana við Reykjavík og víðar á landinu, flugvellina, hafnarmannvirkin o. s. frv. Kommúnistar leppár ealends auðhrings. Ef ráðum kommúnista hefði verið fylgt í Hvalfjarðarmálinu, mundu milljónaverðmæti hafa farið forgörðum, endurbætur þær á olíuverzluninni, sem nú eru að verða að veruleika, hafa tafist um mörg ár og kostað at- vinnuvegi landsmanna mikil, ónauðsynleg útgjöld. Allt þetta bendir til þess, að uppþot komm- únista út af Hvalfjarðarkaupun- um, sé sprottið af annarri rót en umhyggju fyrir sjálfstæði og at- vinnulífi landsmanna. Má í því sambandi minna á, að sumir helztu forkólfar kommúnista- flokksins eru aðaleigendur olíu- . og benzinsölufélagsins Nafta h.f., sem er leppfélag erlends auð- lirings. Renna því fleiri en ein stoð undir hina furðulegu og óþjóðlegu afstöðu kommúnista í þessu stórmáli. Níu togbátar kærðir (Framhald af 1. síðu). angur. Báturinn lenti á sjónum við hlið landhelgisbrjótanna. — Áttu þeir ekki undankomu auð- ið. Þetta er ábending um það, að hentugt muni að nota Catalina- flugbáta til landhelgisgæzlu að verulegu leyti í framtíðinni. — Fiugvélar þessar eru framúrskar- andi öruggar og flestum flugvél- um hæfari til flugs í misjöfnum veðrum. Þá geta þær verið mjög ltngi á flugi í einu. Catalinaflug- bátur, sem notaður væri til síld- arleitar fyrir Norðurlandi á sumrum, mundi jafnframt geta varið landhelgina frá Homi til Langaness, að áliti ýmsra, sem sérþekkingu hafa á þessum mál- um. Landhelgisgæzlan hefir ver- ið í molum síðustu mánuðina. — Sjálfsagt virðist að haldið verði áfram tilraunum með gæzlu land- helginnar úr lofti. Bendir margt til þess, að Catalinabátar muni koma að miklum notum við slík störf í framtíðinni. Vegleg gjöf til sum- ardagheimilis barna Kvenfélagið Hlíf hefir fjár söfnun til þessa nauðsynja- máls á morgun Nýlega hefir Kvenfélaginu Hlíf borizt vegleg gjöf í sumar- dagheimilissjóð sinn frá einu af iðnaðarfyrirtækjum bæjarins, Amaro hi. Forráðamenn þess sendu kvenfélaginu 10.000 krón- ur til þessa nauðsynjamáls, en eins og kunnugt er hefir Hlíf fjársöfnun með höndum til þess að koma á fót dagheimili fyrir börn úr bænum, og hefir þegar iengið land undir bygginguna hér sunnan og ofan við bæinn. — Á morgun — sumardaginn fyrsta — hefir Hlíf almenna fjársöfnun fyrir þennan sjóð. Verður bazar og kaffisaila á Hótel Norðurlandd, en kvöldskemmtun og dans í Samkomuhúsi bæjarins. Á kvöld- skemmtuninni verður leikinn gamanleikur og fara félagskonur með öll hlutverkin. Þá verður merkjasala á götum bæjarins. — \’ænta félagskonur sér góðs stuðnings almennings í bænum. F rístundamálarar stofna félag Síðastliðinn sunnudag var stofnað Félag frístundamálara á Akureyri. Stofnendur voru 20. Tilgangur félagsins er, „að koma á samvinnu meðal þeirra, er kggja stund á myndlíst í tóm- stundum sínum. Fyrst og fremst sé lögð áherzla á, að félagarnir geti unnið sjálfstætt að þeim verkefnum, er þeir velja sér.“ — Stjórn félagsins skipa: Haukur Stefánsson, form., Brynja Hlíð- ar, Baldur Eiríksson, Emil Sig- urðsson og Garðar Loftsson. íbúð Hef verið beðinn að útvega 2—3 herbergja íbúð, til eins árs. Fyrirframgreiðsla. Gunnar Steingrimsson. Sími 302. Brezka fyrirtækið tekur að sér rottueyðingu hér Brezka fyrirtækið, The British Ratin Co„ Ltd., hefir tekið til- boði bæjarstjórnar um rottueyð- ingu hér fyrir 105.000 kr. Eru starfsmenn væntanlegir hingað u.m 20. maí næstk., og mun þá starfið hefjast strax. Þingi í. B. A. lokið Þing ÍBA lauk 20. þ. m. Á þinginu áttu sæti 28 fulltrúar íþróttafélaganna og sérráðanna í bænum. Þingið ræddi íþrótta- vallamál bæjarins, yfirbyggða sundlaug, skíðahótel og gerði áætlun um íþróttamót sumarsins. Nánar verður greint frá störfum þingsins síðar. Formaður var end- urkjörinn Ármann Dalmanns- son. Til sjúkrahússins. Gjöf frá ónefnd- um kr. 400.00. Gjöf frá Helgu Jónsd. ki'. 50.00. Áheit frá Jóni Laxdal kr. 100.00. Áheit frá Ö. S..kr. 20.00. Með þökkum meðtekið. G. KarL Péturason. Cheviot í fermingarföt Gudmanns Verzlun Otto Schiöth. Ágætt herbergi til leigu í miðbænm, frá 1. eða 14. maí, gegn lítilsháttar hús- hjálp. Uppl. í síma 3. f== Shiaiðiiorgar-Bfð Sýningar vikunnar: Glötuð helgi Lundúnaborg í lampaljósi Seldur á leigu (ný mynd). Síðxistu sýningar þessara mynda um helgina. ^NÝJA BÍÓ=1 Næsta mynd: Bak við tjöldin (George White’s Scandals) Leikstjóri: Felix E. Feist. Áðalhlutverk: Joan Davids — Jack Haley Martha Holliday.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.