Dagur - 30.04.1947, Blaðsíða 1

Dagur - 30.04.1947, Blaðsíða 1
Þegar kommúnistarnir fóru óx tiltrúin Kaupfél. Siglfirðinga jók verzlun sína um milljón og skilaði 180 þús. kr. tekjuafgangi s. 1. ár Fyrir skömmu er lokið ;; deildarfundum Kaupfélags Siglfirðinga og hefir ársskýrslu félagsins verið útbýtt. Sést af henni, að lél'agið er komið vel á veg með að ná sér fjárhags- lega eftir stjórnartímabil kommúnista, sem frægt er orð- ið. Tiltrú rnanna á fyrirtæk- inu hefir aukist stórkostlega, síðan stjórn þess komst í hend- ur ábyrgra manna. S'amkvæmt ýfirliti þessu jók félagið verzl- un sína á árinu um rösklega eina milljón króna. Tekjuaf- gangur varð 180 þúsund krón- ur og stingur þetta mjög í stúf við fyrri útkomu, því að í tíð kommúniista var sífelldui- tap- rekstur hjá félaginu. Þá vekur ; jtað athygli, að rýrnun varð að þessu sinni aðeins 1,3% og hefði það þótt lítið í tíð kommúnista. Félagið verður nú að láta mest af tekjum sín- um til þess 'að greiða skuldim- ar og hallann, sem eru arfur frá stjómartímabili kommún- ista. T. d. tekur hin fræga ! Sovét-Gilslaug 40 þúsund og þó er óvíst, að þar sé allt talið, !; að því er skýrslan ber með sér. ; Yíirleitt hefir tekist giftusam- lega að reisa félagið úr rústum hinnar kommúnistísku eyði- !: leggingarstailfsemi. Samanburður á starfrækslu félagsins nú og meðan það var undir handleiðslu kommún- istaforsprakkanna, er liollur lærdómur fyrir samvinnu- menn landsins. I I vl 91 n^l XXX. árg. Akureyri, miðvikudaginn 30. apríl 1947 17. tbl. Endurbófum Krossanesverksmiðjunnar miðar vel áfram Mcrkilegur tónlistarviðburður: Kanfötukór Akureyrar fiytur ,Sfreng- leika" Björgvins Guðmundssonar í Akureyrarkirkju Karlakór Akureyrar aðstoðar við flutninginn Þriðjudaginn 6. maí næstk. flytur Kantötukór Akureyrar óratór- íóverk Björgvins Guðmundssonar, „Strengleikar“, í Akureyrar- kirkju, með 'aðstoð Karlakórs Akureyrar, undir stjóm tónskáldsins. Þetta verður hinn merkasti tón- listarviðburður, því að verkið — fyrsta óratóríóverk tónskáldsins — verður þarna flutt í heild í fyrsta sinn. Björgvin samdi verk- ið árið 1929 vestur í Kanada, en endurritaði það hér heima árið 1932. Verkið er samið við texta Guðmundar Guðmundssonar skálds, og er ástarharmleikur í þremur þáttum. Hinn fyrsti seg- ir frá tilhugalífi ungra elskenda, annar þáttur er um ástir þeirra, en hinn þriðji um skilnað og dauða. Flutningur verksins mun taka um 2 klst. Auk kóranna koma fram fjölmagrir einsöngv- arar. Undirleik annast Lena Ott- erstedt. Síidarverksmiðjurnar nýju kosta þegar 43 milljónir Tveir sendimenn Áka Jakobssonar hafa kostað ríkið 100 þúsund krónur — sjálfur reiknaði hann sér 17 þúsund krónur í ferðakostnað s. 1. ár Við umræður um fjárlögin, sem fram fóm í útvarpinu í fyrra- kvöld gerði forsætisráðherrann, Stefán Jóh. Stöfánsson, viðskilnað kommúnistaráðherranna að umtalsefni og gaf m. a. eftirfarandi upplýsingar: Nýju síldarverksmiðjurnar á Stglufirði og Skagaströnd kosta ríkið nú 43 millj. kr., eða 23 mil- jónum kr. meira en upphaflega var áætlað og 5 milj. kr. meira en íáðgert var, þegar Áki Jakobsson sótti um síðustu ábyrgðarhækk- unina till Alþingis. Þá var talað um 38 millj. Forsætisráðherra ta-ldi að fá- dóma óstjórn kommúnistaráð- herrans á þessum málum mundi verða þungur baggi fyrir sjó- menn og útgerðarmenn er að því kemur, að ákveða síldarverðið. —■ Annað fyrirtæki, Landssmiðjan, er laut stjórn Áka Jakobssonar, er þó miklu verr á vegi statt. Sam kvæmt upplýsingum forsætisráð- herra var svo komið, er stjórnin tók við völdum í febrúar, að hún var að taka 1 milljón kr. bráða- birgðalán í Landsba'nkanum, til þess að forða frá því, að gengið y rði að þessu ríkisfyrirtæki. Hall- inn á rekstri þess mun vera gífur- legur. Sumar framkvæmdir Áka Jakobssonar í sambandi við rekst- ur þess eru einsdæma hneyksli, eins og t. d. kaupin á eikinn, er nú liggur í haugum syðra og eng- inn vill nýta. Kostnaðurinn við þessa framkvæmd mun verða um 2 miilj. Forsætisráðherrann taldi, að naumast mundi Áki verða tal- in „hin græna eik“ kommúnist- anna eftir þessi eikarkaup. Þá upplýsti hann, að tveir sendi- menn Áka Jakobssonar hefðu kostað ríkið 100 þús. krónur, en árangurinn af störfum þeirra hefði orðið lítill sem enginn. Sjálfur hefði Áki reiknað ríkinu (Framhald á 8. síðu). í viðtali við blaðið skýrði for- maður kórsins, Jón Þorsteinsson, svo frá, að ekki hefði verið unnt að koma verkinu upp hér nema fyrir drengilega aðstoð Karlakórs Akureyrar, er hefir æft með Kan- tötukórnum og flytur verkið með honum. Æfingar hófust skömmu eftir nýjár og hafa staðið yfir allt tii þessa. Hafa allir félagar lagt mikið að sér, til þess að unnt reyndist að flytja verkið opinber- lega og tónskáldið sjálft þó mest, því að hann hefir stjórnað æfing- unum, en notið aðstoðar Áskels Jónssonar við raddkennslu. Þetta er fimmta stórverk Björg- vins Guðmundssonar, sem Kan- tótukórinn flytur hér. Hið fyrsta var Alþingishátíðarkantatan árið 1933, þá helgikantatan Tilkomi þitt ríki 1934, Kaflar úr Friður á jörðu 1936, og Örlagagátan 1946. Tvisvar sinnum hefir kórinn far- ið til Reykjavíkur og flutt verkin þar, hátíðarkantötuna 1937 og Örlagagátuna 1946. Kantötukór Akureyrar hefir unnið mikið menningarstarf hér í bænum á liðnum árum með því að flytja þessi tónverk —■ og mörg önnur — og kynna þau fyrir þjóð- inni. Á kórinn þakkir skildar fyr- ir það verk og maklega viður- kenningu. „Kaldbakur ’ gekk 13 mílur Reynsluförinni lokið Skipið leggur væntanlega af stað fyrir helgi Kaldbakur, hinn nýi togari Útgerðarfélags Akureyringa, fór í reynsluför sl. laugardag. Samkv. símskey ti til Ú tgerðarfélagsins reyndist skipið ágætlega og hrað- inn 13.1 míla. Skipið leggur væntanlega af stað heim á föstu- dag eða laugardag. Fer það fyrst til Reykjavíkur til jress að taka þar 'lifrarbræðslustöð, en kemur síðan hingað. Viðgerð Torfunefsbryggj- unnar hafin Fyrir nokkrum dögum hófust l.'æjaryfirvöldin loks handa um viðgerð á hafnarbryggjunni hér, og hefir verið unnið að viðgerð bryggunnar undanfarna daga undir verkstjórn Kr. Nóa Krist- jánssonar. Ætlazt er til þess, að bryggjan verði komin í samt lag aftur áður en langt um líður. Þá er kominn hingað einn af starfs- mönnum vitamálaskrifstofunnar, til þess að gera tillögur um alls- herjar endurbætur á bryggjunni, því að viðgerð sú, er nú fer fram, er aðeins til bráðabirgða. F ramsóknar vistin er í kvöld Framsóknarfélag Akureyrar hefir skemmtu'n í kvöld að Hótel KEA. Þar er síðasta tækifærið til þess að spila Framsóknarvist að sinni. Skemmtunin hefst klukk- an 9 og er áríðandi að þeir, sem æt!a að spila, mæti stundvíslega, því 'að erfitt er að bæta fólki inn í, eftir að byrjað er. Að lokinni vistinni leikur Lýður Sigtrysson á harmaniku og síðan verður stiginn dans. Iðnskóla Akureyrar slitið 21 iðnnemi lauk burtfararprófi Iðnskólanum á Akureyri var siitið sl. laugardag, 26. apríl. 144 nemendur stunduðu nám í skól- anum á þessu skólaári. 25 iðn- nemar jrreyttu burtfararpróf og stóðst 21 þeirra prófið. Fara eink- unnir jreirra hér á eftir: Anton H. Bernharðsson, rafv. II. 6.20 Árni Árnason, ketil- & plötusm. I. 8.60 Ásgrímur Tryggvason, rafvirki I. 8.33 Bjarki Ásgrímsson, bifvélav. II. 6.45 Björg Finnbogadóttir, hárgr. II. 6.69 Björn Sigurðsson, húsgagnasm. II. 6.60 Einar Pétursson, rafvirki I. 8.27 Halldór Ólafsson, úrsmiður I. 7.53 Heiðar Austfjörð, pípul.m. III. 5.90 Jóhannes Júlíusson, bókb. I. 7.94 Jóhann G. Ólafsson, skipasm. III. 5.50 Jón Stefánsson, húsasm. III. 5.90 Jósteinn Konráðsson, vélsm. III. 5.25 Matthías Ólafsson, málari II. 6.07 Niels Kriiger, skipasm. I. 7.80 Reynir Ragnarsson, húsg.sm. I. ág. 9.22 Sigtryggur Þorbjörnsson, rafv. I. 7.38 Sigurður Hannesson, múrari II. 7.00 Sigurður Eyvald, skipasm. I. 7.68 Þorst. Williamsson, húsg.sm. II. 6.17 Þorvaldui Jónsson, bókb. I. 8.02 Halldór Ólafsson úrsmiður hlaut verðlaun fyTÍr beztu iðnteikningu, sem gerð var í skólanum á vetrinum, en Maltliias Ólafsson málari fékk verð- laun fyrir beztu fríhendisteikningu á sama tíma. Báðir voru þeir nemendur í IV. bekk skólans. Sýning á teikning- um nemenda var opin almenningi 1 skólahúsinu fyn-a sunnudag, og var fjölsótt. Nemendur iðnskólans buðu kennurum sínum og fleiri gestum til kveðjusamsætis að Hótel Norðurland sl. laugardagskvöld að skólaslitura loknum. Fór það hið bezta frara. Verksmiðjan býður út 600 þús. kr. skuldabréfalán með ágætum kjörum Framtíð fyrirtækisins háð því, að fé fáist til endur- bótanna Hér í blaðinu hefir áður verið látin í ljósi sú skoðun, að Krossa- nessverksmiðjan gæti, ef vel væri á haldið, orðið veruileg lyftistöng Ifvrir atvinnulíf og afkomu bæjar- ins í framtíðinni. Með kaupun- um á Krossanesi fékk bærinn í fyrsta sinn aðstöðu til j>ess að starfrækja stórt atvinnufyrirtæki, án J>ess að stofna til stórkostlegra skulda. Kaupin voru mjög hag- stæð að allra dómi, og með því að leggja nokkurt fé til endurbóta á fyrirtækinu, er talið, að rekstur þess geti orðið mjög arðvænlegur í sæmilegu síldarári. Það er oft um það rætt, að fjár- hagur bæjarins sé þröngur og aukin umsvif hans kosti sí og æ auknar álögur á borgarana. Með kaupunum á Krossa'nesi var gerð tilraun til þess að stofnsetja fyrir- tæki, sem í framtíðinni gæti orð- ið bæjarfélaginu styrkur. En til j>ess að svo megi verða, þurfa bæjarbúar að sýna fyrirtækinu velvild og skilning og sjá til þess, að framkvæmdir þar stöðvist ekki fyrir fjánskort. Lítill skilningur lánsstofnana. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að þessar framkvæmdir bæjarins hafa ekki átt sérlega rniklum skilningi að fagna hjá bönkum landsins. Að vísu veitti I.andsbankinn 1 millj. kr. lán til verksmiðjunnar, en batt bænum jafnframt þann bagga, að greiða upp á þessu ári víxil þann er tek- inn var til að greiða kaupverð verksmiðjunnar. Jafnframt til- kynnti bankinn, að eigi mundi veitt frekari lán til ifyrirtækisins að sinni. Þessi framkoma bank- ans ber ekki vott um mikinn skilning á nauðsyn J>ess að auka og efla athafnalíf dreifbýlisins, einkum ef miðað er við }>á stór- kostlegu fjárfestingu, sem átt hefir sét stað í Reykjavík :i und- anförnum árum, bæði til arð- hærra og óarðbærra fyrirtækja, frá }>jóðfélagslegu sjónarmiði seð. En eins og lánastarfsemi í landinu er nú háttað, verður þessum ákvörðunum ekki um- }>okað og er því Ijóst, að framtíð þessa fyrirtækis bæjarins er undir því komin, Iivert. fjármagn bær- inn og bæjarbúar sjálfir eru megnugir og viljugir að leggja því til. (Framhald á 8. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.