Dagur - 30.04.1947, Blaðsíða 4

Dagur - 30.04.1947, Blaðsíða 4
4 DAGUR Miðvikudagur 30. apríl 1947 Komið í efsta þrep I ÚTVARPSUMRÆÐUNUM um íjárlögin, er fram fóru í fyrrakvöld komu fram nokkrar markverðar upplýsingar um fjárhag þjóðarinnar og afkomuhorfur atvinnuveganna: í febrúarlok skorti þrjár millj. króna til þess að ba'mkarnir gætu staðið við yfirfærsluskuldbindingar sam- kvæmt gjaldeyrisieyfum og vegna nýbyggingar- reiknings. Landsbankinn hefir orðið að taka gjaldeyrislán í bráðina og einnig það er til þurrð- ar gengið. Þannig eru endalok þess kapítula í sögu þjóðarinnar, er hófst með valdatöku Ólafs Thors og kommúnista haustið 1944, er gjaldeyris- eign þjóðarinnar nam um 580 millj. króna. Með gjaldeyristekjum áramna 1945 og 1946 hefir ver- ið eytt fast að 1300 millj. króna á rösklega tveimur árum og þar af hefir aðeins lítill hluti farið til hinna svokölluðu nýsköpunartækja. Hitt hefir grufað upp fyrir óstjórn og gegndarlausa eyðslu. Af þessu er augljóst, að er nýja stjórnin tók við völdum, í febrúar sl., átti þjóðin raunverulega engan erlendan gjaldeyri. /"''ERIR þjóðin sér ljóst, hverja þýðingu þessi tíð- ^ indi hafa? Þau merkja í fyrsta lagi það, að nú er ekki hægt að grípa til neinna gjaldeyrissjóða í erlendum bönkum, ef útflutningur landsins hrekkur ekki til greiðslu imnflutningsins. Nú verður ekki lengur komizt hjá því, að haga inn- flutningi í samræmi við útflutningsverðmæti á hverjum tíma. Hvað þetta merkir má sjá af því, að útflutningsverðmæti ársins 1946 munu hafa num- ið um 260 millj. króna og seldist þá framleiðslan fyrir hátt verð. Gjaldeyriseyðsla þjóðarinnar á þessu ári nam hins vegar hartnær 600 millj. kr. Augljóst er, að jafnvel þótt takazt mætti að auka verðmæti útflutningsins verulega ,skortir samt hundruð millj. króna á, að hann hrökkvi fyrir slíkum innflutningi. Um þessa hluti þýðir ekki að þrátta á pólitískum samkomum. Hér tala stað- reyndirnar og þjóðin verður að sníða sér stakk eft- ir vexti. ¥ ANNAN stað upplýstist það við þessar umræð- um ,að engar horfur eru á því, að allt það fisk- magn, sem til er í landinu, seljist fyrir nægilega hátt verð til þess að ríkið sleppi skaðlaust frá ábyrgðarlögunum. Iivarvetna, þar sem sendi- menn íslendinga leita fyrir sér um sölur, mæta þeir sömu erfiðleikunum: Aðrar þjóðir bjóða fiskafurðir fyrir lægra verð en við. Þær geta það vegna þess, að þær hafa haldið dýrtíðinni í skefj- um. Sala fyrir lægra verð en nægir okkur gefur þeim góðan hagnað. Það er niú einnig komið á daginn, að allt hjal kommúnista um geypiverð, er þjóðirnar handan járntjaldsins vildu greiða fyrir framleiðslu okkar, er fánýtt og engin björg í þeim erfiðleikum, sem nú steðja að. E'nnþá hefir ekki 'tekist að gera verzlunarsamninga við Rússa og munu horfur á því, að þeir vilji kaupa fram- leiðsluvörur héðan fyrir nægilega hátt verð, vera heldur daufar. Samningaumleitanir halda þó áfram. ¥~AÐ MÁ nú vera hverjum manni ljóst, að nú er *- komið í efsta þrep á himinastiga dýrtíðar og framleiðslukostnaðar. Nú er ekki nema um tvennt að vélja, að snúast af þegnskap og ábyrgð- artilfinningu gegn dýrtíðinni og gera aðalútflutn- ingsvörur okkar aftur samkeppnishæfar á erlend- Mér hefir borizt langt bréf frá „kirkjugesti“, þar sem hann mselist tii þess að hver syngi með sínu nefi í kirkjunni. Eg birti bréfið hér á eftir og ef fleiri óska að kveðja sér hljóös um þetta efni hér, þá er rúm heimilt í þessum dálkum, en menn mega ekki vera langorðir! Bréf kirkjugestsins er svona: Hvers vegna syngur fólkið ekki í kirkju? JÁ, HVERS VEGIS A? Mér verður bara að spurn. Til hvers fer fólk yfirleitt í kirkju? Er það til þess að horfa á einhverja sýningu og taka eftir hatti nágrannakonunnar, hlusta á raeðu prestsins til þess að geta eítir á rætt um það, hvernig honum hafi tek- ist að semja hana í dag. og hlusta á hvernig kómum ferst hið göfuga verk af hendi að syngja fyrir sitt „públik- um“? Eða fer fólk í kirkju til þess að gefa sig guðsþjónustunni á vald, sökkva sér inn í anda hennar, biðja með prestinum og syngja sálmana? Eg hefði gaman af að vita, hvað mörgum tekst þetta síðarnefnda, hve mörgum tekst m. ö. o. að gleyma sjálfum sér og hatti nágrannakonunnar og helga sig allan tilbeiðslu til Guðs á slíkri stund. Og hvernig getum við orðið gripnir af anda góðrar guðsþjónustu, ef við á engan hátt tökum þátt í henni sjálf, en erum bara sem „kritiskur specta- tor“ á einhverri alvanalegri sýningu? E'G FÓR í kirkju á sumardaginn : fyrsta með þeim einlæga ásetn- ingi, eins og alltaf þegar eg fer í kirkju, að biðja Guð minn og reyna að komast í sátt við allt og alla. Þetta var messa, sem sérstaklega var tileinkuð skátunum og voru þeir mættir fjölda- margir og ánægjulegt til þess að vita. Þessi guðsþjónusta fór prýðilega fram í alla staði, alveg ágætlega. Presturinn leysti sitt starf af hendi með ágætum, að vanda. Það var ekk- ert, sem hægt var að lasta. En hvers vegna söng fólkið ekki sálmana? Er það af feimni eða þykist það of fínt? Þarna voru sungnir sálmar eins og Faðir andanna og þjóðsöngurinn sjálf- ur. Hvað þýðir annars þetta orö þjóð- söngur? Mér þætti gaman að vita, hvort fólk hugsar almennt um slíkt um markaði, eða missa fótanna og hrapa áð stöðvun í atvinnuiíf- inu, kreppu og atvinnuieysi. Nýja stjórnin hefir sett sér það mark, að stöðva uppstigninguna, þar sem :nú er komið og svipast um eftir leiðum til bjargar. Til þess að ráðrúm gæfist til þess þurfti að auka tekjur ríkisins með bráðabirgðafjáröflunarað- ferðum. Þetta tilefni hafa komm- únistar notað til þess að þyrla upp blekkingum og vinna gegn því, að stöðvun dýrtíðarinnar verði að veruleika. Með þessu sýna þeir takmarkalaust ábyrgð- arleysi. Það er hörmulegt, ef þeim tekst að fá fylgi verklýðs- samtakanna almennt til þess að hefja nú verkföll, sem einungis verða pólitísk verkföll, og stefnt er gegn ríkisstjórninni, en ekki að bættum hag verkalýðsins. Með slíkum aðgerðum er komið út á hála braut fyrir verkalýðssamtök- in sjálf. Pólitísk verkföll hafa hvarvetna verið hinln, mesti vá- gestur í samtökum verkamanna og launþega. Það ættu þeir góðu menn hér í bænum og víðar, sem hafa látið kommúnista ginna sig til vanhugsaðra samþykkta, að at- huga, áður en lengra er haldið. Er hann ekki ætlaöur iólkinu eða bara útvöldum hópi söngvara? Því hefir oft verið haldið fram, að hann sé of erfiður til þess að syngja undirbún- ingslaust og af misjöfnum röddum. Eg fyrir mitt leyti finn þetta sem alls enga afsökun. Það syngur enginn svo illa að hann geti ekki sungið þjóðsöng- l inn. Þessi söngur er ætlaður þjóðinni, | öllu íólkinu, hvort sem þaö syngur vel eða illa. IKIRKJUNNI á sumardaginn fyrsta söng kirkjukórinn þjóðsönginn einn. Eg sá að presturinn söng og siíkt hið sama gerði eg, þó að sú ánægja, sem hver og einn á að' geta fengið af því aö syngja þjóðsöng ættjarðar sinnar, væri alveg tekin frá mér með öllum þeim spyrjandi augnaráðum og jafn- vel álasandi, sem mér voru send meö- ai' á söngnum stóð. Eg efa ekki, eftir þessum augnaráðum að dæma, að mörgum hafi fundist eg næsta ófor- skammaður að voga mér siíkt. Þetta vai líkast einsöng hjá mér, því aö enginn á næstu bekkjum, já alls eng- inn í allri kirkjunni, auk prestsins og kórsins, opnaði sinn munn, eftir því sem eg komst næst, ekki einu sinni skátamir. Allur andi tilbeiðslu og ein- lægni rýkur út í veður og vind, þar sem andrúmsloftiö er megnað slíku. Þrátt fyrir „ólastanlega" messu fannst mér eg hafa verið viðstaddur ein- hverja sýningu, en alls ekki guðsþjón- ustu. Hugir íólksins voru þarna ekki, og þrátt fyrir viðleitni prestsins er vart mögulegt að nokkur „stemning“ 'skapaðist eöa samstilling huganna, þar stm fólk er augsýnilega komið til þess ac þiggja einungis en gefa ekkert. I-restiUinn leggur sinn skerf frain, kór um leggur sinn skerf fram, en hvað gtrir soínuðurinn? O'VERJIR eru það, sem mynda þennan söfnuð? Eru það ekki eg cg þú, eða er það bara kórinn þama uppi á svölunum? Og hér vil eg leyfa í. ér að koma með uppástungu, sem e. t v. hefir komið fram áður, en skaðar þó ekki þó henni sé fleygt fram að nýju: Kirkjukórinn á ekki að leggjast nið- tt. Hann ætti að syngja við einstöku tækifæri, svo sem jarðarfarir o. s. frv. Einnig ætti hann að syngja við hverja messu extt stutt verk, eða svo, sem þá á að vera til þess að hæft að flytja fyr- ir þögla áheyrendur. Hins vegar á kirkjukórinn ekki að taka völdin af öllum söfnuðinum. Uppástunga mín er 1-ví sú, að kórinn dreifi sér um kirkj- una, eiiii og hverjii aörir kirkjugestii, n uðan verið er að koma fólkinu til þess að syngja. Að' allur söfnuðurinn Sj ngi þvi sálmana, hver með sínu nefi og óæft, en að kórinn haldi sér bara við sitt verk, fallegt og smekklegt kirkjuverk, og flytji eitt slíkt við hverja messu. Ekki fyrr en þessu er þannig fyrir komið, hefi eg nokkra von um að njóta guðsþjónustunnar. Fólk verður að læra að gleyma sjálfu sér og um leið að gleyma allri feimni og gefa sig á vald því, sem er æðra og betra. "NYJA BIO' Nœsta mynd: KLUKKAN (The Clock) Metro Goldwyn Mayer kvikmynd Aðalhlutverk: Judy Garland Robert Walker Keenan Wynn James Gleason ts M e s t a p r ý S i n Það er sagt að mesta prýði kon- unnar sé hárið. — Þetta er satt, svo langt sem það nær en líklega var nær lagi að segja: Fall- egt og vel hirt hár er mikil prýði. Engin stúlka get- ur verið ánægð með hár sitt, þeg- ar þaðeroi „feitt“ sem kallað er, því að það lítur þá alltai út, eins og það sé óhreint. — Hárliðirnir iara út um þúfur, lokkarnir iianga og hárgreiðslan verður öllum iremur ólagleg, og hárið er aiveg líí- laust og klesst. Hvað er hægt að gera? Það er alitai sá mögu- ieiki, að hárið hafi ekki verið nógu vandlega þvegið. Rétt er að sápa hárið oft og skola vandlega á eftir. Ef þetta dugir ekki, er gott að setja hálfa te- skeið af borax saman við sápuvatnið. Bezt er að laga sápulöginn nokkrum dögum áður en hann er notaður. Sjóðandi vatni er hellt yfir sápuna og borax sett þar sarnan við, síðan er þetta látið standa. Áður en hárþvotturinn hefst, er gott að bursta hárið rækilega. — Sumum reynist vei að setja edik í skolvatnið, og er hæfilegt að setja þrjár teskeiðar í stóra þvottaskál. Fegrunarsérfræðingar halda því fram, að mat- aræði hafi mikið að segja, þegar um er að ræða út- lit hárs, iingurnagla og hörunds. Þeir ráðleggja því stúlkum með of „feitt“ hár, að draga úr feit- meti í fæðu sinni. * í VORHREINGERNINGUNUM. Salmiak-spiritus er nauðsynlegt aö eiga, þegar vorhreingerningin fer fram. Með honum er afar gott að ná óhrexnindum úr gólfteppum o. ii. Núa þarf blettina vel upp úr blöindu af Salnnaki og vatni. Stoppuð húsgögn er einnig gott að hreinsa upp úr þessari blöndu. Þunnur klútur er undinn upp úr blöndunni og lagður yfir stól, eða hvað það nú er, sem hreinsa á. Síðan er barið oian á klútinn með bankaia. Klúturinn mun fljótt dökkna, og er hann þá undinn upp aftur og settur á næsta blett. — Þannig er got<t að hreinsa öil stoppuð húsgögn, en séu biettir á þeim þarf að núa þá sérstaklega, og er Salminiak-biandan ágæt til þess, eins og fyrr segir. * ÓDÝRT - SKEM MTILEGT. Fleygðu aldrei tómum tvinnarúllum, því að úr þeim getur þú gei't allra skemmtilegustu leikföng handa barni þínu. Meira að segja er hægt að geia úr þeim brúðu, sem sú yngsta getur haft gaman af, én þar þurfa rúllurnar helzt að vera misstórar. Ein stór fer í skrokkinn, ein miðlungs í höfuð- ið, tvær grannar í hvoin fót og hvorn handlegg. Rúllurnar eru þi'æddar saman með sveru garni, eða snúru og geysistórir hnútar settir á endana, svo að brúðan fær topphúfu, vettlinga og skó. Andlit er teiknað á efstu rúlluna, hnappar og belti á þá í miðið og brúðan er til. — Reynið fleiri gerðir. * Börn þarf að venja á hreinlæti frá blautu barnsbeini. Þá vei'ður það, þaðan í frá, samgróið eðli þeirra og skapgerð. ......... ’ * jL 'ýsL ®!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.