Dagur - 03.07.1947, Page 3

Dagur - 03.07.1947, Page 3
Fimmtudagur 3. júlí 1947 3 Héraðsmót Ungmennasamb. Eyjafjarðar var að Hrafnagili laugard. og sunnud. sl. Var lok- ið undanrásum fyrri daginn. — Veður var gott á sunnudaginn, en rigndi nokkuð er leið að kvöldi, svo að knattspyrnu ivar sleppt. — íþróttasvæðið var ekki gott — vægast sagt — og því engin von að góðum árangri yrði náð — auk þess, sem keppendur komu frá erfiðri vorvinnu og lít- ið undir keppni búnir — flestir. Eni þeir kornu vel fram og reynd- ust dugandi í margri raun, enda sumir í raun og veru góðir íþróttamenn. — Undirbúningur var góður hjá mótsstjórn og var framkvæmd röskleg. Leikstjóri var Har. Sigurðsson íþróttakenn- ari. Helztu árangrar voru þessir: 100 m. hlaup karla. Halldór Jóhannesson, U. M. F. ,,Atli“, 12,4 sek. Óskar Valdemarsson, U. M. F. „Atli“, 12.8 sek. Sigurgeir Halldórsson, U. M. F. „Ár- roSinn", 12,9 sek. 400 rri. hlaup karla. Óskar Valdemarsson, U. M. F. „Atli“, 59,1 sek. Baldvin Helgason, U. M. F. Möðru- v„ 60,1 sek. Friðbjörn Jóhannsson, U. M. F. „Skíði“, 60,5 sek. 3000 m. Iilaup ktula. Óskar Valdemarsson, U. M. F. ,,Atli“, 9 mín. 43,8 sek. Kristjá-n Jóhannsson, U. M. F. „Skíði“, 9 mín. 44,4 sek. Hörður Rögnvaldsson, U. M. F. „Skíðí“, 10 mín. 1,5 sek. 80 m. hlaup kvenna. Kristín Friðbjarnardóttir, U. M. F. „Æskan“, 11,8 sek. Helga Þórsdóttir, U- M. F. „Þ. Sv.“, 11.8 sek. Kristín Gestsdóttir, U. M. F. „Þ. Sv", 12,2 sek. Hástökk. Jón Árnason', U. M. F. „Árroðinn", 1,55 m. Jón Sævaldsson, U. M. F. „Æskan", 1,50 m. Hörður Rögnvaldsson, U. M. F. „Skiði", 1,50 m. Langstökk., Halldór Jóhannesson, U. M. F. „Atli“, 6,01 m. Jón Árnason, U. M. F. „Árroðinn", 5,58 m. Sigurjón Jóhannsson, U. M. F. „Skíði", 5,58 m. Þristökk. Jón Árnason, U. M. F. „Árroðinn", 12,42 m. Halldór Jóhannesson, U. M. F. „Atli", 12,31 m. Jóhann Helgason, U. M. F. „Árroð- inn“, 11,81 m. Kúluvarp. Halldór Jóhannesson, U. M. F. „Atli", 10,97 m. Júlíus Danielsson, U. M. F. „Þ. Sv.“, 10,93 m. DAGUR ÍÞRÓTTASÍÐAN RITSTJÓRI: JÓNAS JÓNSSON Jóhann Helgason, U. M. F. „Árroð- inn“, 10,79 m. Kringlukast. Halldór Jóhannesson, U. M. F. „Atli“, 30,06 m. Pálmi Pálmáson, U. M. F. Möðruv., 29,79 m. Jón Sævaldsson, U. M. F. „Æskan“, 29,63 m. 100 m. sund karla, frjáls aðferð. -Óttar Björnsson, U. M. F. „Árroð- inn", 1 mín. 31,8 sek. Gestur Guðmundsson, U. M. F. „Þ. Sv.“, 1 mín. 40,6 sék. Bragi Stefánsson, U. M. F. „Æskan“, I mín. 47,5 sek. 30 m. sund kvenna, frjáls aðferð. Ragna Björnsdóttir, U. M. F'. „Ár- roðinn", 49,0 sek. Guðný Magnúsdóttir, U. M. F. „Ár- roðinn", 51,0 sek. Guðrún Guðmundsdóttir, U. M. F. „Þ. Sv.“, 51,6 sek. Spjótkast. Pálmi Pálmason, U. M. F. Möðruv., 42,58 ra. Júlíus Daníelsson, U. M. F. „Þ. Sv.“, 42,25 m. % Jóhann Daníelsson, U. M. F. „Þ. Sv.“, 40,83 m. VFIRLIT UM STIG. Félög: U. M. F. „Atli 22 stig. U. M. F. „Árroðinn" 19 stig. U. M. F. „Þorsteinn Svörfuður" II stig. U. M. F. Möðruvallasóknar 7 stig. U. M. F. „Æskan" 7 stig. U. M. F. „Skíði" 6 stig. Einstaklingiir: Halldór Jóhannesson, U. M. F. „Atli“, 14 stig. Jón Árnason, U. M. F. „Árroðinn", 8 stig. Óskar Valdemarsson, U. M. F. „Atli“, 8 stig. Pálmi Pálmason, U. M. F. Möðruv., 5 stig. Júlíus Daníelsson, U. M. F. „Þ. Sv.“, 4 stig. íslandsmót í knattspyrnu I. £1. Samkvæmí eindregnum til- mælum Iþróttasambands íslands var ákveðið að láta landsmót L fl. knattspyrnumanna fara fram á Akureyri að þessu sinni, á veg- um í. B. A., enda hafði ekkert annað landsmót í íþróttum :verið ákveðið á Akureyri á þessu ári, og neitað hafði verið tilmælum í. S. í. um að hafa sams konar mót hér síðastliðið sumar. Eins og áður hefir verið frá skýrt var Knattspyrnuráði í. B. A. falið að annast undirbúning mótsins og framkvæmdir. Búizt var við þátttöku í mótinu frá Reykjavík og jafnvel víðar að, en þegar frestur ivar útmnninn höfðu engir utan Akureyrar til- kynnt þátttöku sína. Nú hefir Knattspyrnuráðið tekið jiá ákvörðun að láta mótið fara fram með þáttöku íþróttafé- laganna á Akureyri, K. A. og bórs. Áður hafði verið valið sam- einað lið frá þeim til keppni gegn væntanlegum þátttakend- um frá öðrum íþróttabandalög- um. Seint í kvöld, eftir að búið var að festa iupjo auglýsingar um mót- ið, berst frétt um. að rnistök liefðu á orðið með þátttökutil- kynningu Hafnfirðinga, sem höfðu búið sig undir að sækja mótið. Mun þeim verða gefinn -kostur á að koma til Akureyrar að mótinu loknu og kejrpa einn leik við sigurvegarana og annan við sameinað lið úr K. A. og Þór. 30. júní 1947. Á. D. • Stúdentar -- nýbakaðir — frá Menntaskóla Reykjavíkur vom hér á ferð um þann 20. júní. — Hópur þeirra kom hér út á íþróttavöll til form. Íþróttafél. Þór og óskuðu eftir liði á móti sér í handiknattleik næsta dag. — Tækifærinu var tekið með fögn- uði, þar sem vitað var, að í Menntaskóla Reykjavíkur er úr- valslið í lrandknattleik, sem margt mætti af læra. Kvöldið eftir — laugardag — hafði því verið smalað liði í Þór og mætt til leiks, en því miður vannst ekki tími til annars und- irbúnings, auglýsinga e. þ. h. — Fátt var því áhorfenda héðan. En leikurinn var skemmtilegur, jafnvel fyrir ,,Þórsara“, þegar stúdentar höfðu gert 5 mörk, áð- ur en þeir í rauðu buxunum lröfðu haft nokkur veruleg áhrif á leikinn! Hraði, óbrigðull sam- leikur og knattmeðferð í bezta lagi, sem enti með leifturskoti — oft ,,bakhandarskoti“ — á mark, kom Þórsliðinu nokkuð á óvart. Nokkuð ihafði það þó rétt hlut sinn við liálfleik. I síðari hálfleik tókst því nokkru betur en fyrr og sýndi talsverðan dug. Úrslitin urðu sigur stúdenta með 14 : 10. Leikur stúdentanna var prýð- isgóður, enda landsliðsmenn tveir og hinir meistarar í grein- inni. Akureyringar skyldu at- huga hraðann .staðsetninguna og knattmeðferð frá einum til ann- ars. Það eina, senr mér fannst mega teljast miður gott var það, hve leikmenn kölluðust rnjkið á. Ráðgert var að leika aftur er stúdentar væru á bakaleið, en töf þeirra var þá svo stutt hér, að af þessu gat ekki orðið. Gaman lrefði verið að sjá leik með stú- dentunum og úrvalsliði M. A. — En Þórsmenn klöguðu ekki yfir því, að hinir væru flognir burt, svo að þeir komust að og þakkar Þór stúdentunum skemmtilegan leik. Þýðing knattspyrnunnar Eftir E. MIKSON, knatLspyrnuþjálfara. (Framhald). Faa leiki er eins auðvelt að læra og knattspyrnu. Einn hópur reynir að koma knettinum í mark, en annar leitast við að hindra það. Það liðið, sem gerir fleiri mörk, er sigurvegari. Eng- inn má taka knöttinn með liönd- um nema markvörðurinn, sem þó iverður þar að fara eftir ná- kvæmurn reglum. Það er rangt þegar sagt er, að leikendurnir verði þegar'í byrj- un að hafa tæknilega þekkingu á knattspyrnunini. En leikurinn gefur ágæt tækifæri til þess að slík þekking njóti sín og þróist. Og þegar einliver fær löngun til að verða góður knattspyrnumað- ur, verður hann að æfa árum saman og vera undir ströngtwn íþróttaaga. Knattspyrnan er leikur fyrir alla, unga og gamla, verkamenn og embættismenn, skóladrengi og vísindamenn, milljónamær- iinga og fátæka. Vegna þess, að á leikvellinum er hver og einn að- eins leikandi en stéttaskipting er engin til. Lega eða ástand knattspyrnu- vallarins er ekki aðalatriðið. Leikurinn er iðkaður alls staðar þar, sem inægilegt svæði er tH að hlaupa á eftir knettinum. Til dæmis er það lítill hluti af knatt- ■ spyrnumönnum heimsins, sem hafa grasvelli til að leika á. Sama er að segja um klæðnað, sem er ekkert aðalatriði. Meiri hluti mannanna liafa engan sérstakan búning og jafnvel ekki knatt- ipyrnuskó. Allir sterkir og garnl- r skór verða að nægja og sumir spila skólausir. Þá er ástanc knattarins ekki svo þýðingarmik- ið. Víða verður að notast við ann- að en leðurknetti. Þá koma í staðinn alls konar hnöttóttir hlutir. Það er ekki alveg nauðsynlegt að í hvoru liði séu 11 manns. Ef leikið er eingöngu vegna íþrótt- arinnar, er tala leikmanna auka- atriði. Tími knattsjryrnunnar er ekki aðeins sumarið heldur og ivetur- irm. í Englandi og Mið-Evrópu er t. d. meira leikið á veturna, og telja læknar, að kalda loftið sé mjög heilsusamlegt fyrir leikend- urna. Þar sem knattspyrnan er vel skipulögð er tala áhorfenda mjög há, enda margir, sem eru við- staddir alla leiki, sem fram faiH í nágrenni sínu. Þetta á t. d. við um Svíþjóð. í litlum sænskum bæ, sem hefir 2500 íbúa, eru oft 5000 áhorfendur að sama leikn- um. Fólkið kemur þannig langt að til að sjá leikina og styðja íþróttina. Og þess vegna er sænska knattspyrnustarfsemin mjög öflug, knattspyrnuflokk- arnir ferðast mikið innanlands og utan og sérstaklega góðum. mönnum er útvegað starf, sem veitir aðstöðu til h'iikilla æfinga. Enda er þjálfun þeirra líka á háu stigi og Svíþjóð á auðvelt með að velja gott Iið til að mæta sem fulltrúar landsins utan þess. Og retta er orsök þess að sænska knattspyrnan stendur nú á rnjög háu stigi. Knattspyrnan getur einnig haft mjög mikla þýðingu fyrir þróun og styrkleika lyndiseink- unna. Leikurinn sem hóp- og baráttuleikur krefst jress, að hver og eimn leikandi telji sig skuld- bundinn til að vinna sem hann getur fyrir sameiginlega hags- muni liðsins við hlið samleikara sinna. Metorðagirnd einstakl ingsims verður að leggja niður Qg taka í staðinn heiður alls liðsins. T. d. verður alltaf að senda knöttinn til samherja þegar það er heppi- legast fyrir liðið í heild. Kapp- leikurinn er mjög mikilvægur til að gera leikmönnum Ijósa til- fimningu fyrir sóma flokksins. Það eru ekki góðir leikmenn, sem vinna aðeins fyrir sjálfa sig, heldur hinir, sem vinna fyrir hagsmuni liðsins pg eru góðir fé- lagar. K na ttspy rn u 1 ögu nurn iverður að fylgja nákvæmlega og það kenmiir ungum mönnum að virða alrnenn lög. Það eru ekki leifðar allar bardagaaðferðir. Þegar leik- andi tekur knöttinn af mótherja, verður hann að gera það eftir settum reglum og án þess að beita valdi eða ruddaskap. Og góður leikandi télur betra að tapa ileik en vera sigurvegari án heiðurs. Knattspyrnulögiin eru ekki margbrotin heldur venju- legar reglur svipaðar þeim, sem við hlýðum í daglegu lífi. En ein- mitt þess vegna iverður lieikand- inn að gæta þess að leika ætíð heiðarlega og á svo að sjálfsögðu að krefjast þess sama af mótherja sínum. A þann hátt er knatt- spyrnam ágæt til að skapa góða lyndiseinkunn og segja mætti, að iknattspyrna sé skóli lífsins. Góður leifcmaður verður að læra að sigra án þess að ofmetn- ast, berjast án ruddamennsku og tapa an beizkju. Englendingar, sem hafa meira gert fyrir knatt- spyrnuíþróttina en nokkrir aðr- ir, hafa einmitt í heiðr.i að geta tekið ósigri vel eða eins og Jaeir segja ,,to be a good looser“. Ef til vill er knattspyrnan bezt allra íþrótta til líkamsmenntar. Hún þjálfar ekki aðeims fæturna heldur allan líkamann. Það reyn- ir á alla vöðva. Vöðvarnir í hand- leggjunum fá hreyfingu þegar hlaupið er, og á hálsi og baki þegar „skallað“ er. Einnig önd- unarfærin og samstarf lungn- anna og hjartans eru sérstaklega vel þjálfað og verður þannig eðlilegt og sterkt. Sjón og hæfi- leikinn til að taka ivel eftir og taka snögga ákvörðun er þjálfað til að taka hverju sem er, svara því þegar. Að síðustu er óhætt að segja, að knattspyrnain hefir geysilega mikla þýðingu í borgaralegu lífi nú með því að veita æskumni aðr- (Framhald á 6. síðu).

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.