Dagur - 03.07.1947, Qupperneq 5
Fimmtudagur 3. júlí 1947
DAGUR
5
Ólafur Metúsalemsson
SJÖTUGUR.
Sjötugur varð 17. f. m. Ólafui'
Methúsalemsson skrifstofustjóri.
Ólafur er af hinni fornfrægu
Bustafellsætt.SonurMethúsalems
Ijónda Einarssonar. Hefir Bust-
arfell verið óðal ættarinnar síðan
1532.
Ólafur hefir lengst af starfað
;við verzlun. Stundaði hann nám
við Flensborgarskóla veturinn
1897—98 og-réðst 1899 sem verzl-
unarmaður við verzlun Louis
Zöllners í Vopnafirði. Verzlunár-
stjór.i á ísafirði 1901 til 1906 og
síðan nokkur ár fyrir O. Wath-
nes Arvinger á Seyðisfirði. Flutt-
ist aftur í Bustarfell vorið 1911
og bjó þar um nokkur ár. En
jaegar Kaupfélag Vopnfirðinga
var stofnað 1918 var hann kjör-
inn formaður þess og forstjóri og
gegndi liann Joví starfi til 1937 að
hann tók ;við aðalbókarastarfi
hjá Klæðaverksmiðjunni 'Gefjun
hér á Akureyri. Hefir hann í
hvívetna notið trausts og virðing-
ar samborgara sinna sinna, en er
annars lítt gefinn fyrir að halda
sér fram. Hann er kvæntur Ás-
rúnu Jörgensdóttur frá Krossa-
vík í Vopnafirði og hefir heimili
þeirra ætíð verið ramíslenzkt í
bezta skilningi. Gestkvæmt var
hjá þeim á sjötugsafmæli Olafs
og skorti þar ekki á rausn og
fagnað. Þau hjón lengi lifi.
Sveitungi.
Brautarhólsmótið
Þótt eg sé ekki í neinu ráðandi
um hin kristilegu mót, er haidin
ltafa verið á Brautarhóli í Svarf-
aðardal undanfarin sumur, lang-
ar mig sem mótsgest að minna á
þau. Eg ;vil ráðleggja sem flest-
um að sækja næsta mót, sem
stendur ylir þann 5. og 6. júlí
n.k., en það er laugardagur og
sunnudagur, heppilegustu dagar
vikunnar til Jress að taka sér frí.
Það mun engan iðra þess að
dvelja þar, því að jrar er gott að
vera. Eg get ekki neitað því að
fyrst í stað varð eg dálítið undr-
andi, en undrunin snerist brátt í
hrifningu, sem svo endaði með
því, að eg er farin að hlakka til
þess að fá að vera þar með, og eitt
er víst að eg mun ekki sitja heima
ef ekkert sérstakt hindrar. Þar er
gott að dvelja við svellandi söng
og ómissandi hvatningarorð.
Mót þessi eru ekki bundin.við
neinn utankirkjusöfnuð. Þau til-
heyra þjóðkirkjunni einni; fyrst
og fremst „Kirkju Krists“ og
#vilja stuðla að Jtví, að hún eflist
og blómgist. íslenzka þjóðin
Jrarf á kraftmiklum kristindómi
að halda, þá fyrst verður hún
gæfusöm þjóð. Fram, fram, skal
vera kjörorð hennar, fram til sig'-
urs skal hún berjast unz allar hjá-
róma raddir Jjagna.
Þið, sent hugsið ykkur að verða
með á mótinu, talið við frú Jó-
hönnu Þór, Norðurgötu 3, Ak.
Mqtsgestur.
Mótorhjol,
Royal Enfield, til sölu.
A. v. á.
— Fokdreifar
(Framhald af 4. síðu).
mönnum eða á götunni. Og þótt ekki
þyki það sætt hlutskipti, þá er óvíst
hvort það er verra en ferðamannsins,
sem kemst á gistihús og fær reikning-
inn þar afhentan eftir vikudvöl. Verð-
lagið á gistingu í höfuðstaðnum, þá
sjaldan hún fæst, er nánast sagt
furðulegt. Og þó er starfandi verðlags-
eftirlit, sem útdeilir réttlæti og skiptir
gistihúsum og greiðasölum í flokka,
að því er sagt er. Það skyldi þó aldrei
vera svo, að þeir fyrstu verði síðastir
og þeir síðustu fyrstir í þeim dæma-
lausu útreikningum og flokkunum.
Og yíst er um það, að verðlagseftirlit-
ið má setjast niður og reikna betur, ef
það á að finna sanngjarnan og kristi-
legan verðlagsmáta handa gestum og
gangandi þar í höfuðborginni.
Hrjóstur og gróðurlönd.
Si£ur8ur Vilhjálmsson á Háneísstöö-
um ritar bla&inu þessa hugleiðingu:
EG HORFI yfir alndið umhverfis
mig. Undanfarnar vikur hefir
jörðin verið að færast í sumarskrtS-
ann. En hrjóstrin eru víða mikil í
Austfjörðum og stinga þau einkenni-
lega af við gróðursælar hlíðar og víð-
áttumikil graslendin. Svona er þetta
víðast á íslandi. I dag er sérstaklega
ástæða til að líta x kringum sig og láta
sig dreyma dagdrauma um hvað verið
gæti ef öll íslenzka þjóðin legðist á
eitt um að hagnýta gróðurlendin, sem
eru svo hjálparþurfi í baráttunni við
hinn nálæga heimskautakulda og önn-
ur náttúruöfl, sem heyja þrotlaust
árásarstríð á lífið í þessu einmana og
unaðslega landi. ,
UNDANFARNA áratugi hefir fólkið
á íslandi verið að þyrpast saman
í bæi og borgir á sjávarströndinni.
Það leitar þar einhvers, sem það þó
aldrei finnur. Sífellt eirðarleysi ein-
kennir þessa staði. Ráp á rykugum
götum, einhvers konar vinna til þess
að innvinna sér peninga, til þess að
geta keypt nauðsynjar. Og til þess að
hafast eitthvað að í tómstundum æði-
mikið af sukki og svalli, jafnframt
ýmsum kapphlaupum um fánýt met
og metorð.
Þetta fólk hefir yfirgefið gróður-
lendin á Suðurlandsundirlendinu, í
vestfirzkum, í norðlenzkum og aust-
firzkum dölum og fjörðum, sem allt
of fáar hendur eru nú til þess að yrkja
og allt of fáa langar til að njóta unað-
ar af fagurri náttúru og vel unnu dags-
verki.
VERKFALL, þessi óskapnður í ís
lenzku þjóðlífi, er afleiðingin af
þessari misheppnuðu leit fólksins eft-
ir hamingju. Dagsbrúnarverkfall, tak-
ið eftir þessari himinhrópandi mót-
setningu. Dagsbrún — verkfall. Dagur
boðar vinnu og unað, sem vinnunni
fylgir, og margbreytileg fyrirbrigði,
sem vinnandi fólkið nýtur, en iðju-
leysinginn veit ekki af.
Við íslendingar höfum bundizt heit-
um um að vera sjálfstæð menningar-
þjóð. Hver, sem dregur af sér við að
hagnýta gæði landsins og berjast gegn
eyðingaröflunum, er heitrofi og lið-
hlaupi. Hver sá, sem gerir meiri kröf-
ur til annarra en sjálfs sín, gerir ekki
skyldu sína og stuðlar með því að ó-
sigri hins íslenzka kynstofns í baráttu
hans fyrir batnandi mönnum og síauk-
inni menningu, sem flytja á niðjunum
betri tima og meiri hamingju. Umfram
allt megum við ekki tapa sjónar á
innsta kjarna lífsins. Við megum ekki
láta aukaatriði blinda okkur sýn. Við
verðum að vera raunsæir sjáendur.
Því aðeins getum við vænzt þess, að
okkar unga lýðveldi eigi fyrir sér var-
anlega þroskabraut.
Vörubíll,
G. M. C. (10 hjóla truck'),
A-54^er til sölu. — Upplýs-
ingar hjá
Ingólfi Guðmundssyni,
Gránufélag’sgötu 53.
Tilkynnin
um greiðslu sjúkrabóta (dagpeninga)
Ákvæði ahnannatryggíngalaganna um sjúkrabætur,,39.-44. gr., taka gildi i. júlí n. k., og
liefjast greiðslur sjúkradagpeninga væntanlega í lok þessa mánaðar.
Réttur til sjúkrabóta er bundinn eftirlarandi skilyrðum:
1. nð umsækjandi sé orðinn fullra 16 ára, ekki yfir 67 ára og njóti ekki örorkubóta
samtímis.
2. að umsækjandi hafi greitt að fullu áfallin iðgjöld til> tryggingarsjóðs áður en veik-
indin hólust.
3. uð sannað sé með vottorði atvinnurekanda eða á annan fulinægjandi hátt, að utn-
sækjandi hafi hætt störfum á þeim tíma, er læknisvottorð greinir, og kaup hans
eða.atvinnutekjur fallið niður vegna sjúkleikans að öllu eða mestu leyti.
4. nð sannað sé með læknisvottorði, að umsækjandí liafi orðið að hætta störfum vegna
sjúkleika, verið fullkomlega óvinnufær a. m. k. 15 daga og, af hinn sjúki dvelur
utan kaupstaða og kauptúna, Jrar sem læknar starfa, að hann hafi legið rúmfastur
samkvæmt fyrirmæluim læknis a. m. k. 7 daga samfleytt af þeim tíma, Jregar um
legu utan sjúkrahúss er að ræða.
Læknar teljast starfandi, auk Jxess kaupstaðar eða kauptúns, þar sem Jreir eru b'úsettir,
í kauptúnum þar sem þeir liafa ákveðinn viðtals- og vitjunartíma a. m. k. tvisvar í mán-
uði. Vottorð tveggja óvilhallra manna nægir sem sönnun þess, að rúmlega utan sjúkrahúss
liafi verið óslitin frá* þeim tíma, er læknir vottaði upphaf og nauðsyn legunnar.
Launþegar, þ. e. J>eir, sem starfa í annarra Jrjónustu, eiga rétt til sjúkrabóta, e£ þeir eru
fullkomlega óvinnufærir a.'m. k. 15 daga, og greiðast J>á dagpeningar frá og með ellefta
degi. Þéir, sem stunda eða reka sjálfstæða atvinnu, fá rétt til sjúkrabóta frá og með sjöttu
sjúkraviku. Einyrkjar geta J>ó átt rétt til dagpeninga eftir sanra biðtíma og launþegar, et
ákveðin skilyrði eru fyrir hendi, sbr. lög um aknannatryggingar, 42. gr. b.
Hámark sjúkrabóta er: Fyrir kvænta karla, þegar ,konan vinnur eigi utan heimilis eða
er atvinnulaus, kr. 6.00 á dag á I. verðlagssvæði og kr. 5.00 á II. verðlagssvæði, og fyrir
aðra kr. 5.00 á.I. vprðlagssvæði, en kr. 4.00 á II. verðlagssvæði, auk verðlagsuppbótar. Auk
þess greiðast fjölskyldubætur með þremur fyrstu börnurn bótaþega undir 16 ára aldri, sem
hann hefur á framfæri, enda njóti þau ekki lífeyris. Sjúkrabætur mega þó aldrei fara fram
úr yA þess, sem hinn sjúki hefir misst í af tekjum vegna sjúkdómsins. GLftar konur fá -því
aðeins greiddar sjúkrabætur, þótt þær hafi unnið utan heimilisins, að ntaður þeirra geti
eigi séð heimilinu farborða.
Sjúkrabætur falla niður þann clag, sem hinn tryggði telst vinnufær, enda þótt hann taki
ekki til starfa eða vanræki að segja ifrá bata sín.um, og greiðast ekki lengur en 26 vikur á
12 mánuðum. Haldi hinn sjúki þrátt fyrir sjúkleikann kaupi eða atvinnutekjum, sem er
lægra en sjúkrabótum nemur, greiðast sjúkradagpeningar þó aldrei hærri en svo, að þeir,
að viðbættum tekjum, nemi einum fjórða meiru en sjúkrábætur. Sé kaupið eða tekjurnar
Itærra, greiðast ekki sjiikrabætur.
Ef hinn sjúki dvelur á sjúkrahúsi og á rétt á að Tryggingastofnunin (sjtikrasamlag eða
ríkisframfærsla) greiði dvalarkostnaðinn, lækka dagpeningagreiðslur til hans um jafn mikið
og ellilífeyrir til einstaklinga fyrir sama tímabil nemur, ef um kvæntan mann er að ræða,
ella um 4/£ hluta.
Réttur til sjúkrabóta íellur- niður, ef sjúkdómurinn stafar af áfengisneyzlu eða öðrum
orsökum, sem hinn sjúki sjálfur á sök á. Sjúkrabætur greiðast ekki'ivegna farsótta, þegar slíkir
sjúkdómar ganga.
Fastir starfsmenn, þ. e. þeir, sem ráðnir eru eða skipaðir til a. m. k. eins árs eða með
þriggja mánaða uppsagnarfresti, skulu aldrei missa.neins í af launum sínum fyrstu fjórtán
dagana eftir að þeir forfallast frá vinnu, og eiga því ekki rétt til dagpeninga fyrir þann tíma.
Sama gildir ef þeir njóta kaupgreiðslu fyrir lengri tíma samkvæmt samningi, sérstökum lög-
um eða venju i starfsgrein þeirra.
Þeir, sem ætla að sækja um sjúkrabætur, skulu tilkynna Tryggingastofnun eða (utan
Reykjavíkur) umboðsmanni hennar (eða fulltrúa lians í hreppnnm) veikindin ineð læknis-
vottorði áður en 10 dagar eru liðnir frá því að sjúkdómurinn olli óvinnuhæfni. Umsóknir
um sjúkrabætur skulu, ef óvinnuhæfnin varir fullan biðtíma, sendar aðilum ásamt tilskild-
um vottorðum og upplýsingum. Eyðublöð fyrir umsóknir og læknisvottorð fást hjá Trygg-
ingastofnuninni ((slysatrýggingadeild) og utan Reykjavíkur eftir 10. júlí hjá umboðsmönn-
uim, sem gefa nánari upplýsingar.
Tryggingaráð getur ákiveðið að greiða þeim, sem veikst hafa fyrir 1. júlí, þá eru veikir
og óvinnufærir, og ekki njóta örorkustyrks, sjúkrabætur frá 1. júlí, ef sjúkleiki þeirra hefur
hafizt og valdið tekjumissi á síðustu sex mánuðum, enda greiðist dagpeningar Jxi eigi leng-
ur en þar til liðnar eru 26 vikur auk biðtíma frá því veikindin hófust.
Reykjavík, 28. júlí 1947.
Tryggingastofnun ríkisins.