Dagur - 03.07.1947, Side 8

Dagur - 03.07.1947, Side 8
i Fimmtudagur 3. júlí 1947 DAGUR Arsháfíð Framsóknarmanna á Akureyri og í Eyjafjarðarsýslu verður haldin að Hrafnagili sunnudaginn 6. júlí n. k., og hefst kl. 3 e. m. Til skemmtunar verður: Ræður, söngur horna- blástur og dans. Veitingar fást á staðnum. Þar verða einnig seld rnerki hátíðarinnar. Sætaferðir verða frá B. S. A. og B. S. O. NEFNDIN Hestamannafélagið Léttir efnir til kappreiða sunnudaginn 20. júlí. 1‘átttakend- ur gefi sig fram við stjóm félagsins eða skeiðvallai- nefnd, ekki síðar en á lokaæfingu, er frant fer á skeið- velli félagsins miðvikudaginn 16. júlí, kl. 8.30 e. h. S t j ó r n i n. §krá Um útsvör í Akureyrarkaupstað árið 1947 Uggur frammi, almenningi til sýnia, á skrifstofu bæjargjald- kera frá 30. júní til 12. júlí næstk., að báðum dögum meðtöldum. — Kaerum út af skránni ber að skila á skiifstofu bæjarstjóra innan loka framlagningarfrest#- ins. Bæjarstjórinn á Akureyri, 26. júní 1947. Steinn Steinsen. Akureyringar: Það er enn þá skorað fastlega á alla bæjarbúa að fara sparlega með vatn frá Vatnsveitunni, og eru þeir, sem varir verða við hirðuleysi manna í því efni, beðnir að tilkynna það tafarlaust til vatnsveitustjóra. VATNSVEITA AKUREYRAR. Ullarmóttaka Ullarmóttaka hefst hjá oss 9. júlí n. k. Að þessu sinni tökum vér bæði þvegna og óþvegna ull. Athygdi ullar- framleiðenda skal sérstaklega vakin á reglugerð um Iflokkun og mat á ull. Kaupfélag Eyfirðinga /r~'".......~ Úr bæ og byqgð KIRKJAN. Messað á Akureyri n.k. sunnudag kl. 2 e. h. Akureyrarkirkja. Kirkjan er opin alla daga og öllum heimilt þar inn að ganga. Björgvin Guðmundsson tón- skáld leikur á kirkjuorgelið kl. 6—6V2 alla virka daga. Vegna fjarvista ritstj. úr bænum kemur þetta blað út einum degi seinna, en venja er. Myndasagan gat ekki orðið samferða þessu tbl. og fylgir framhald hennar næsta blaði. Hjúskapur. Nýlega voru gefin sam- an í hjónaband af aðstoðarprestinum, séra Pétri Sigurgeirssyni, ungfrú Guð- rún I. Jónsdóttir og Ari Steinberg Árnason, bifreiðastj., Aðalstræti 80, Akureyri. • j Hjúskapur. Gefin saman í hjóna- band af sóknarprestinum í Grundar- þingum: 21. júní. Ungfrú Rósa Hjalta- dóttir húsgagnasmiðs Sigurðssonar og Hugi Kristinsson frá Ytra-Dalsgerði. 22. júní. Ungfrú Guðrún Jónsdóttir frá Hrafnagili og Jón Davíðsson, bíl- stjóri, Akureyri. Til nýja sjúkrahússirts: Gjöf frá 85 ára gamalli konu kr. 200. Frá G. S. kr. 100. Frá Kvenfélaginu „Aldan“ í Öngulsstaðahreppi kr. 1000. Frá Kvenfélagi og íþróttafélagi Hríseyjar kr. 1255. Frá Kvenfélaginu Tilraun í Svarfaðardal kr. 2000. Með þökkum Móttekið. G. Karl Pétursson. Dávaldurinn Ernsto Waldoza er væntanlegur til bæjarins núna í vik- unni og mun hafa sýningar í Sam- komuhúsi bæjarins laugardags- og sunnudagskvöld kl. 9 e. h. Waldosa hefir að undanförnu sýnt listir sínar í Reykjavík, Hafnarfirði, Keflavík, á Akranesi og ísafirði. í Reykjavík hef- ir hann haft 25 sýningar. Jónsmessuhátíð Kvenfél. Framtíð- in fór fram um sl. helgi og var fjöl- breytt og skemmtileg að venju. Fjöldi fólks sótti hátíðina. Konurnar hafa enn sýnt mikinn dugnað og fórnfýsi fyrir málstað sjúkrahússins. 1 happdrætti Kvenfélagsins Fram- ■tíðin komu upp þessi númer: Púða- borð 359 — kaffidúkur 73 — Púða- borð með baki 118 — mynd 399. — Vitjið munanna til Laufeyjar Páls- dóttur í Hamborg. I happdrætti Verkakvennafélagsins „Eining“ komu eftirtalin númer upp: Nr. 48 — rafofn, 50 — stoppaður stóll, 51 — stofuborð, 152 — 100 kr., 1329 — gasvél, 1498 — málverk, 1698 — 100 kr. Hjálpræðisherirm. Utisamkoma nk. sunnudag kl. 4. Hjálpræðissamkoma kl. 8.30. Foringjar og hermenn taka patt! Allir velkomnir. Samkoma verður í Zíon nk. mánu- dag og þriðjudag kl. 8.30, í framhaldi af Brautarhólsmótinu. Margir ræðu- menn. Allir velkomnir. Vörubifreið 21/2 tons, með vélsturtum, til sölu. Hagkvæmt verð, ef samið er strax. Upplýsingar gæfur Guðmundur Jónsson, N. B. S., Sími 218 og 529. Kris tjd n Valdemarsso n. Taglhár kaupum við fyrst um sinn á kr. 10 pr. kg. KOLAAFGREIÐSLA KEA. LAN DBÚN AÐARSÝNIN GIN (Framhald af 1. síðu). fram af kliettastalli, sýning mjólk- urbúanna, er hafa þar fullkomn- ar, nýtízku mjólkurvinnsluvélar og bjóða gestum upp á bragðsýn- ishorn af ostum og annarri fram- leiðslu, sýning kjötverzlana, er gera samanburð á nýtízku kjöt- búð, með kæliskápum og „disk- um“ og' gömlu kjötbúðunum, sýning sandgræðslunrtar og skóg- ræktarinnar, þar sem höfuð- áherzla er lögð á nauðsyn þess að hefta örfok landsins og gert er grein fyr.ir nytsemi melgrasins. Svo mætti lengi telja. Verður sýningunni ekki lýst í stuttu máli. Þar má dvelja lengi og læra mikið. Sýrting samvinnumanna. Ein stærsta og eftirtektarverð- asta deild sýningarinnar er sýn- ing Sambands ísl. samvinnu- félaga, er reisti stóran og rúm- góðan skála á sýningarsvæðinu og hefir þar fjölbreytta sýningu á framleiðslu sinni og verzlunar- vörurtl. í fremri hluta þessa skála eru sýningar verksmiðjanna hér á Akureyri, Gefjunar og Iðunn- ar. Er þar á smekklegan hátt sýnd framleiðsla verksmiðjanna. Þar gengur ivefstóll úr Gefjun lið- langan dagimn og vefur klæði, en skóvél úr Iðunni randsaumar skó. Vinna fagmenn úr verk- smiðjunum þessi störf og er jafn- an fjöldi áhorfenda í kringum þá. í þessum forskála eru einnig sýndar alils konar' heimilisvélar, er Sambandið hefir flutt inn, svo sém skilvindur, saumavélar o. fl., og loks er þar gerður skemmti- legur .. samanburður á nýtízku éldhúsi, með ölulm fáanlegum rafmagnstækjum, og gömlu eld- hiisi, þar sem eldur ldgar undir potti á hlóðum en hangikjötslæri hanga í rjáfrinu. Næst þessum forskála er mikill salur, þar sem SÍS sýnir allls kon- ar 1 andbúrtaðarvélar er það hefir útvegað á liðn.um árum. Er þar að sjá öll þau nýtízku tæki, sem nú eru að ryðja sér til rúms í landbúnaðinum, svosem dráttai'- :vélar af ýmsum gerðum, og alls konar vinnsluverkfæri, er þeim fylgja og margt fleira. Þá eru og þar sýndir bílar þeir, er SÍS hefir umboð fyrir. Inn af þessum vélasal er hag- lega komið fyrir félagsmállasýn- ingu samvinnumanna. Þar er rakin í líhuritum og myndum þróunarsaga samvinnunnar, fjár- hagslega og félagslega. í þessum sal er kvikmyndasalur og eru þar jafnan sýndar fræðaúdi kvik- myndir frá starfi samvinnufélaga í ýmsum löndum. Þessi sýning Sambandsins er hin glæsilegasta og hefir mjög verið til hennar vandað. Hin myndarlega þátttaka Sambands- ins í landbúnaðarsýningunni gefur heildarsýningun’ni glæsi- legan svip. Aðrar deildir. Auk þess, sem hér hefir verið talið eru fjölmargar aðrar deildir á sýningunni og margar þeirra mjög eftirtektarverðar. Fjölmörg einkafyrirtæki eiga þar sýningar- ’ deildir ,sumar mjög smekklega FRÁ AÐALFUNDI SÍS. (Framhald af 1. síðu). Hin nýja ullarþvottastöð, sem hér verður byggð, mun afkasta Jrvotti á allri ull landsmanna. hafa þessar auknu framkvæmdir í ullariðnaðinum geysilega þýð- ingu fyrir þjóðarbúskapinn, og atvinnulíf hér á Akureyri og ná- grenni sérstaklega. & UMHLEÐSLAN. Upplýst var einnig, að Sam- bandið hefði unnið að því, að fá sem mest af vörum beint á hafnir landisins og minnka umhleðsluna í Reykjavík. Nú hefir fengist loforð fyrir því, að Eimskip muni taka upp beinar siglingar á fjórar helztu hafnir landsins frá Ameríiku, og er þetta rnikil úrbót. Þá mun Sambandið og vinna að áfram- haldandi, beinum siglingum með Hvassafelli og leiguskipum sínum. —= SK|aidborgar-B(d ==n Aðalmynd vikunnar: Litli lávarðurinn Eftir hinni viðfrtegu skáld- sögu Burnetts, sem komið hef- ir út í þýðingu séra Friðriks Friðrikssonar. A ð a 1 h 1 u t v e r k: Freddie Bartholomew Mickey Rooney Dolores C- Barrymore C. Aubrey Smith Guy Kibbee Henry Stephenson ........ - Nokkrar ungar kýr og kvígur, af góðu kyni, til sölu. — Upplýsingar gefur Eirikur Bryujólfsson. Kristnesliæli. Fyrir börn: * Hjólskautar Barna-boltar 4 tegundir Barna-bílar stórir og stnáir ^ Brynjólfur Sveinsson h.f. Sími 580. úr garði gerðar. Þá eru og gripa- sýningar í sambandi við heildar- sýni'nguna. Hefir sýningarstjórn- in átt við ýmsa erfiðleika að stríða í sambandi við þær, vegna verkfallsins og voru þær ekiki komnar í horf, er aðalsýningin var opnuð. Þegar er ljóst, að sýningin verður mjög fjölsótt. Mikill földi fólks hvaðanæfa af landinu fer nú suður til Reykjavíkur til þess að koma sýninguna. Er óhætt að hvetja menn til þeirrar farar. Sýningin er mjög lærdóms- rík og glæsileg að ölhim búningi. Hefir sýningarstjómin og fram- kvæmdastjóri hennar unnið geysimikið starf og farizt það*á allan hátt vel úr hendi. Stálgrá tík tapaðist frá Björgum í Hörgár- dal, nú í vor. Gegnir nafninu Polly. Bið vinsamlegast þá, er kynnu að hafa orðið hennar varir, að gera mér aðvart. Björn Gestsson, Björgum. Trilla til sölu. — Afgi'. vísar á. ós sumarkápa til sölu. — Upplýsingar í Brekkugötu 21.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.