Dagur - 09.07.1947, Side 4

Dagur - 09.07.1947, Side 4
DAGUR Miðvikudagur 9. júlí 1947 DAGUR Ritstjórl: Haukiu Saorrason Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Marínó H. Pétursson Skrifstofa í Hafnarstraeti 87 — Sími 166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er lvjúlí. (i- Prentverk Odds Björnssonar Að leikslokum IjÁ ER ófriðnum í þjóðfélaginu lokið í bráðina. Uppskipun úr skipaflotanum, sem safnaðist saman á ytri höfninni í Reykjavík, eins og var á hátindi heimsófriðarins, er hatin. Síldarskipin eru lögð úr höfn og fyrstu reykjarmekkina úr síld- arverksmiðjunum ,hér norðanlands leggur til himins. Það sannast á þessum síðasta innanlands- ófriði, að ekki verða allir sigurvegarar, sem leggja til styrjaldar, og margar ráðagerðir þeirra, er brugga launráð og beita ofbeldi, fara öðruvísi en ætlað er. þAÐ ER nú augljóst öllurn landslýð, að alveg eins og landvinningastríð stimra yfirgangs- samra þjóðhöfðingja hafa fyrst og fremst bitnað á , hamingju þeirra eigin þjóða, eins hefir hin póli- tíska herferð, er kommúnistar efndu til gegn rík- isstjórninni og átti að leggja ný lönd undir veldi þeirra Áka og Brynjólfs, fyrst og fremst bitnað á verkafólkinu, sem var svo skammsýnt,- að láta þessa ábyrgðarlausu ævintýramenn glepja sig til fylgis við sig. Eftir nær þriggja vikna verkfall hér norðanlands er samið um þau k jör, sem sam- komulag var orðið um þegar hinn 2. maí í vor. Verkamenn hefðu getað sparað sér fjárhagslegt tap og þjóðfélaginu 'stórtjón, ef þeir hefðu fram- fylgt samkomulagi því, er Þróttur í Siglufirði var búinn að gera við síldarverksmiðjurnar í maíbyrj- un, í stað þess að leggja eyrun við fáráðshjali kommúnista um mikla landvinninga og auðugt herfang, ef gengið væri á gerða samninga og lagt til atlögu við ríkisstjórnina. Dagsbrúnarmenn stæðu nú betur að vígi, ef þeir liefðu tekið hönd- um saman við ríkisstjórnina um raunverulegar kjarabætur til handa öllum verkalýð, með sam- vinnu um lækkun hinnar geigvænlegu dýrtíðar, í stað þess að efna til sundrungar til þess að auka hana og gera afkomu atvinnuveganna þar með ennþá óvissari en áður var. Fyrir augum þeirra liggur þar að auki hartnær tveggja ára þrotlaust starf, að vinna upp það fjárhagstjón, sem fylgi- spektin við kommúnista hefir ieitt yfir þá. Frá sjónarhóli verkamannsins hefir hin pólitíska her- för kommúnista því verið hin mesta ógæfa, og þessir atburðir hafa enn þá einu sinni sýnt og sannað, að það er litil forsjá af íslenzkum verka- lýð, að velja kommúnistíska ofstækismenn til for- ustu í stéttarmálefnum. Verkfallið síðasta er himinhrópandi vitnisburður um það, að hags- munir verkalýðsins megi sín lítils samanborið við flokkshagsmuni og austurlenzka þjónkun þessa fólks. Þetta eru .engin ný sannindi, en ennþá einu sinni hefir íslenzka þjóðin keypt kennslustund um innræti og tilgang kommúnista dýru veriji. PYRIR KOMMÚNISTANA sjálfa hlýtur gang- an að samningaborðinu á sunnudagsmorgun- inn að hafa verið sannkölluð hörmúngarganga, jrví að ósigur þeirra er á öllum vígstöðvum. Höf- uðtilgangur verkfallsins, að koma ríkisstjórninni frá völdum og liðsmönnum kommúnista aftur til æðstu valda, hefir gjörsamlega mistekist. Ríkis- stjórnin kemur sterkari út úr þessari raun, og það er víst, að aldrei hefir verið minni vilji til þess hjá þjóðinni að fela kommúnistum æðstu völd í ríkinu, en einmitt nú. Valdadraumar þeirra hafa hlotið sína Waterloo með þessari síðustu aðför að löguYn og rétti í landinu. Niðurlag þeirra í síldar- verksmiðjudeilunni er algert. Eftir að hafa svikið Náttúran duttlungafulll eins og mannlífið. KÚNNINGI MINN hitti mig á förn- um vegi nú um helgina og tók mig tali um mannlífið og náttúruna. Honum líkaði raunar hvorugt sérlega vel, en einkum þótti honum náttúran bregðast ver við en skyldi, þegar loks taeki að rofa til í samskiptum okkar borgaranna. „Það lítur út fyrir það, að nú aetli náttúran að gera verkfall, þeg- ar mennirnir láta af vitleysunni," varð honum að orði. „Húnaflói sagður svartur af síld, en skipin komast ekki út til veiðanna. Og þau, sem úti hafa verið, koma inn með brotna nótabát- ana, en hin mega heppin kallast, ef þau brjóta þá ekki af sér í höfnum inni. Heyin ónýtast hjá þeim, sem byrjaðir eru eitthvað að losa, en hinir bíða átekta, hvort ekki muni að því reka, að til sólar sjái á þessu svokall- aða sumri.“ — Eitthvað á þessa leið söng í tálknunum i honum þessum, og fleiri en hann munu nú orðnir alllang- eygðir eftir sumri og sól. Við eigum ekki svo langan sumar- og birtutíma fyrir höndum hér á norðurhjaranum — jafnvel þegar bezt lætur — að okk- ur er nokkur vorkunn, þótt við tökum því ekki með sérstökum fögnuði og langlundargegði, þegar stormar, rign- ingar og hrakveður stytta hann langt úr hófi fram, að okkur finnst i aillri hinni mannlegu skammsýni okkar og heimtufrekju. „Ósættir í veiðistöð spilla a;flanum“. DR. HELGI PÉTURSS mun telja sig hafa skýringar á reiðum hönd- um á þessum síðustu duttlunugum veðráttunnar, eins og raunar svo mörgu öðru á himni og jörðu: — Ósamkomulag og illska okkar mann- anna orkar einnig á veðráttuna og veldur óáran og hamförum náttúrunn- ai. Hann segir svo í grein, er hann rit- ar í eitt sunnanblaðanna nú um síð- ustu helgi: „íslenzkir fornmenn — að gerða samninga þegar í maíbyrj- nn og haft í frammi fáheyrt orð- bragð unr störf sáttasemjarans, Þorsteins M. Jónssonar, neyðasi þeir til þess aðgera það að höfuð- skilyrði í samningunum á sunnu- daeinn, að dómur réttvísinnar um framferði þeirra, verði ekki látinn ganga, og gegn því samþykkja þeir kjörin óbreytt eftir þriggja vikna verkfall og auglýsa þar með eftirminnilega tilgangsleysi verkfalísins, eigin lögleysur og ofbeldistilhneig- ingu. Aldrei í sögu alþýðusam- takanna á íslandi hafa forustu- menn í félagsmálum beðið ann- að eins niðurlag og aðra eins nið- urlægingu og kommúnistar í þessu máli. Þjóðin má nú gjörla sjá, af hvaða jótunr var sprottin rógsherferðin gegn sáttasemjar- anum, Þorsteini M. Jónssyni, er fyllt hefir dá'ka kommúnista- blaðanna að undanförnu. Þar stendur nú ekki steinn yfir steini. YERKFALLINU er lokið og ’ með því valdadraumum kommúnista. Þeir hafa nú svo greinilega opinberað innræti sitt, að enginn þarf lengur að þreifa frekar þar á. Öll þjóðholl öfl Verða nú að sameinast og fyr- irbyggja það, að þessi landlausi lýður nái í annað sinh að leiða hörmungar yfir íslenzkan verka- lýð og þjóðina í heild. ógleymdum þeirra forfeðrum — voru furðu glöggskyggnir um margt, eins og jafnvel sjálft málið ber með sér, svo að stórfróðlegt er. En eitt af því, sem fornmenn vorir höfðu mikla ótrú á, var, að menn væru ósáttir í veiðistöð. Töldu þá aflavon minni, og að vísu fram yfir það, sem af verkatöfinni einni gæti hlotizt." — Ja, því ekki það. Vissulega er margt til milli him- ins og jarðar, sem jafnvel hin viður- kenndu vísindi órar ekki fyrir, og hví skyldu þá ekki geta dulizt þar ókönn- uð náttúrulögmál, sem valdið geti því, að úlfúðin, sundurlyndið og hatrið í mannheimum orki margfalt víðtæk- ara og örlagaríkara böli og vandræð- um en þeim einum, sem fyrst og auð- veldast verða greind á yfir borði hlut- anna, og virðast þau þó yfrið nóg. Og vissulega er doktor Helgi spámaður, á sína vísu, og — eins og og segir í nefndri grein hans: — „Mætti þess ýmis dæmi nefna, að það hefir oft ekki vel gefizt að hafa að engu orð þeirra, sem spámenn hafa verið.“ Trúin á hatrið. RAUNAR ÞARF engan spámann heldur aðeins venjulegan, nokk- urn veginn heilskyggnan borgara til þess að sjá þá staðreynd, að ekki kann það góðri lukku að stýra, að til skuli vera heill hópur manna — skipulagð- ir flokkar — sem róa að því öllum ár- um og af ráðnum hug að spilla sam- búð þegnanna, ala á sundrungu, öfund, íortryggni og hefndarhug í þjóðfélag- inu. Slíkur leikur er auðvitað hættu- legastur og örlagaríkastur, þegar hann er leikinn á hinu mikla leiksviði al- heimsstjórnmálanna — í samskiptum stórveldanna sjálfra og heimsálfanna, þar sem hvorki meira né minna en heimsfriðurinn er í húfi, og þar með framtíð allrar menningar og mannlífs. En einnig héi úti í fásinninu getur öessi skuggalegi ieikur oröið stórlega hættulegur og hvimleiður, enda er stórfurðulegt, hve margir sæmilegir menn geta látið sef jast til slíks athæf- is undir áhrifum sér verri, heimskari og hættulegri manna. En í fásinninu bætist hið persónulega, smáborgara- lega nagg og skítkast ofan á, og skefur síðustu dreggjar alls virðuleika og mannsbrag af þessum ömurlega og óhrjálega sjónleik. Árni prófessor Pálsson lýsir þessari hlið samborgara- bragsins vel í einni rftgerðinni í nýút- komnu ritgerðasafni sínu „Á víð og dreif“. Þar segir svo á einum stað: T|/|ENNIRNIR MINNKA og auð- virðast hver í annars augum í hinum litlu þjóðfélögum, þó að hvergi kasti tólfunum eins og þar, sem fá- sinnið er svo mikið, að menn verða að hafa það sér til dægrastyttingar að telja vörturnar og freknurnar hverir á öðrum, þar sem menn þukla og káfa hverir á öðrum, þangað til allir eru orðnir þreyttir og leiðir — og vantrú- aðir bæði á sjálfa sig og alla hina.“ Hjartaásinn nefnist nýtt skemmtirit, sem byrjað er að koma út á vegum Hjartaásútgáf- unnar hér i bæ, er gefið hefir út ýms- ar skemmtisögur að undanförnu. Rit- stjóri hins nýja heimilisrits er Guð- mundur Frímann skáld, en útsalan er bjá Bókaverzlun Pálma H. Jónssonar. Þetta fyrsta hefti flytur m. a. þýddar smgsögur, þ. á. m. eftir þekkta höf- unda, svo sem Sherwood Anderson, McDermott, Andre Maurois og Dan Andersson. Þá er framhaldssaga eftir Th. Duke, grein um bækur og bóka- 'lestur, eftir Steindór Sigurðsson, rit- höfund, kvikmyndaþáttur, sönglaga- textar, skrítlur og smælki af ýmsu tæi. Ritið er fyrst og fremst ætlað til tóm- stunda- og skemmtilesturs, enda er létt yfir því. Auk þess hefir það það fram yfir ýmis slík rit, að það er skreytt allmörgum góðum teikningum, auk annarra mynda, og er útgáfan hin snotrasta. Timi hárkrullanna er liðinn! Nú .fá hárgreiðsludömurnar frí, sem verður lengra en sumarifníið, segja tízkusérfræðingarnir, sem ráða tízkunni í hárgreiðslunni í London, París og Netv York. Burt með krullur og vafn- inga, segja þeir, burt með allt prjál og pírumpár í hárgreiðslunni. Hætt er við, að einhvers staðar verði sorg við þessi tíðindi, a. m. k. þar, sem dönt- urnar hafa keypt sér dýrar og fallegar fléttur, til iþess að dubba upp á hnakkahnútinn. En huggast iná við það, að barnabörnin geti kannske haft not af stássinu, þegar þau fara að breyta eftir tízk- tinni, því að hún er völt á kostunum, drósin súl Hin nýja greiðslutízka er svona, segja þeir vísu menn þar úti í heimsborgumun: Setjið hárið upp í hnút í hnakkanum, en greiðið slétt niður með vörigunum. Þar inega alls engar krullur vera. Því að nú á hárið að vera slétt og eðlilegt. Eins og Garbo Unga stúlkan, —s ú, sem í rauninni er ennþá kornung, — á bara að þvo hárið og láta það falla laust og sfétt, alveg eins og Gréta Garbo gerði, meðari hún var og hét. Breitt silkibandi um hárið þykir vera til skrauts, og þar að auki heldur það lokkunum nokkurn veginn í skefj- um. Þær, sem eldri eru, geta notað lítilsháttar innvafðar krullur. Það er sjálfsagt léttir fyrir ýmsa, að losna við allt krullustandið, því að það kostar ærið fé og ifyriyhöfn, en þá er þess að gæta, að slétit hár klæð- ir ékki alla eins vel. Þetta viðurkenna líka tízku- sénfræðingarnir, og sumir þeirra hafa leyst þá þraut með því, að haifa krullur í öðrum vangan- um, en slétt hár t hinurir! Og svo er þetta ráð bezt, á þessum umrótatímum hártízkunnar: Að bíða og sjá, lvvað setur, áður en hlaupið er eítir nýjustu duttlungum tízkunnar. Kannske verður þín gantla og góða hárgreiðsla aftur komin í tízku, áður en varir. P. Hefur nokkru sinni komið fyrir þig, að finnast ástin vera það mesta i heimi? Frances Dee. Giftur maður ,er sjö árum eldri i hugs- unarhœtti fyrsta daginn eftir brúðkauþið. Ástin er það eina i. heimi hér, sem vert er að lifa fyrir. Þess vegna er það, að svo marg- ir karlmenn kjósa helzt að gifta sig áldrei. — Aholphe Menjott. Síðdegiskjóll Dökkur siðdegiskjóll Tízkuteikning frá New York eftir Vera Winston

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.