Dagur - 13.08.1947, Síða 2

Dagur - 13.08.1947, Síða 2
2 DAGUR Miðvikudagur 13. ágúst 1947 Samvinnumenn krefjast rétt- lætis en ekki sérréttinda lega séð meira verður í augum Rósant Sigurðsson Fæddur 18. janúar 1865 — £Dáinn 15. júní 1947 Hvers vegna er ég að skrifa um' Innflutningsreglur á undan- förnum árum hafa verið á þann veg, að kaupfélögin liafa búið.við skarðan hlut samanborið við aðra innflytjendur. I’að sannast bezt á því, sem nú ef upplýst, að á síðastliðnu ári urðu kaupfélög landsins að kaupa allt að þriðj- ungi þeirra vara, sem hömlur eru lagðar á, af heildsölum hér inn- ■anlands. Þetta ástand er óheil- brigt og eykur dýrtíðina í land- inu, sent allir eru þó orðnir sam- mála unt að vinna Jxirfi bug á. Eftir því sem næst verður kom- izt eða frá því að skýrslum var safnað af viðskiptaráði 1942, mun Samband ísl. samvinnufé- laga hafa fengið innflutning í helztu vöruflokkum sem hér seg- ir miðað við heildarinnflutning til verzlana: Byggingavörur ......... 27.97% Vefnaðarvörur ........ 14.46% Skófatnaður ........... 16.24% Búsáhöld og verkfæri . . 29:55% Rafmagnsvörur ........ 15.00% Pappírsvörur ......... 10.99% Hreinlætisvörur...... 9.81% F.n ef sambandsfélögin fengju þessar vörur samkvæmt hlutfalls- tölu þeirra í söln á skömmtunar- vörum, ættu þau að fá að rneðal- tali yfir 40% af heildarinnflutn- ingi ofangreindra vara til lands- ins. En eins og ofangreindar hundraðstölur sýna, fer því víðs fjarri, að þessu sé þannig farið. Þess vegna verða kaujrfélögin að leita til heildsalanrfa um vöru- kaup í stórum stil. Því var það, að fundur kaupfélagsstjóra, er haldinn var í Reykjavík nálægt miðjum marz sl., samþykkti eftir- larandi ályktun: „Fundurinn telur núverandi gmndval'Iarreglur Viðskiptaráðs fyrir leyfisveitingum með öllu ó- viðunandi, og að þær, að því er til kaupfélaganna tekur, miðist alls ekki við raunverulegar þarfir félagsmanna þeirra. Virðist mjög aðkállandi að bót verði ráðin á núverandi ástandi við leyfisveit- ingar á yfirstandandi ári. Það er því eindregið álit fund- arins, að sanngjarn innflutning- ur l’yrir kaupfélögin í: vefnaðaf- vörum, skófatnaði, búsáhöldúm, raf k n ú n u m heimilistækjum, byggingavörum, allskonar ávöxt- um og nýlenduvörum, hrein'læt- isvörum og hráefnum til iðnaðar fáist ekki, nema því aðeinS, að leyfisveitingar til kaupfélaganna á þfessum vörum verði nú miðað- ar við sölu þeirra á skömmtunar- vörum árin 1944 og 1945 og síð- an áframhaldandi í sömu hlut- föl'lum og félögin selja þessar vörutegundir (þ. e. skömmtunar- vörurnar) árlega.“ Síðasti aðalfundur S. í. S. tók síðan eindregið undir þessa kröfu kaupfélagsstjórafundarins. Innflutningsleyfi til kaupfé- laga og annarra innflytjenda hafa á stríðsárunum og állt til þessa dags verið miðuð við inn- flutning þeirra, eins og hann var fyrir stríð. A þessum árum hefir félagsmannatala kaupfélaganna hækkað að miklum mun og þarf- irnar fyrir aukinn innflutning þeirra því stórvaxið með hverju ári. Fyrrnefndar innflutnings- reglur hafa því beinlínis vetið þrándur í götu fyrir þessari þró- un. Fjö'lgun kaupfélagsmanna er talandi vottur og. óvéfengjanleg sönnun þess, að þeim fer sífjölg- andi, sent gerast vilja þátttakend- ur í starfsemi ka'upfélaganna og óska þess að hafa verzlunarvið- skipti sín þar. F.kki getur það orkað tvímælis, að aðstreynrið í kaupfélögin byggist á því, að al- menningur télur sér hagkvæmast að verzla við þau, enda mun reynslan sanna það. Með því að skera svo við negl- ur innflutningsleyfi til sam- vinnufélaga eins og gert hefir verið að þessu, er verið að meina fólkinu að verzla þar, sem það vi'Il verzla, en neyða það til að hafa viðskipti sín þar, sem það vill síður verzla. Á meðan svo hagar til, á meðan almenningur er ekki frjáls að því að verzla þar, sem hoúum sýnist, er ekki um frjálsa verzlun að ræða í 'land- inu. Kaupfélögunum er meinað með ranglátu fyrirkomulagi að færa út kvíarnar að eðlilegum hætti. í stað þess að ntiða inn- flutningsleyfin við ástand, er ríkjandi var fyrir stríð, á að sníða þau eftir þörfunt þegna þjóðfé- lagsins. Morgiunb'l hefir fyrir skömmu rætt um þetta mál og andar þar heldur köldu til kaupfélaganna. Blaðið lætur í það skína, að sam- vinnumenn séu að heimta sér- réttindi séiv til handa á kostnað heildsalanna. Byggir blaðið þetta á ályktun kaupfélagsstjórafund- arins, sem fyrr er nefndur, og undirtektum aðalfundar S. í. S. við þeirri ályktun. Ekkert er fjar- stæðara en að þar sé verið að kref jast sérréttinda handa nokkr- um. Þar er aðeins krafa um að horfið sé frá ranglæti til réttlætis. Samvinnumenn krefjast ekki sér- réttinda heldur aðeins réttlætis. Þeir krefjast jafnréttis við aðra, þegar um innflutningsleyfi er að æða. Meira ekki. Hlutur kaup- félaganna hefir verið fyrir borð borinn að undanförnu, þar sem þau hafa orðið að kaupa nær þriðjunginn af miklu af vörum iínum að heildsölum. Þessu una samvinnumenn ekki lengur. Gera má ráð fyrir að innflutn- ingshömlur færist í aukana vegna gjaldeyrisskorts og óhagstæðs verzlunarjafnaðar. KaupfélagSr rnenn múhu ekki skorast undan að sitja í þeim efnum við sama borð og aðrir, en þeir sætta sig ekki við að vera þar settir skör lægra en aðrir þegnar þjóðfélags- ins. Hver sá, sem setur sig á móti þeim sjálfsögðu og sanngjörnu kröfum, sýnir það eitt, að hann ber hagsmuni neytenda minna fyrir brjósti en hag nokkurra heildsala. Þó að gróði heildsalanna af viðskiptum sínum við kaupfélög- in kunni að vera nokkurs virði fyrir þá sjálfa, þá er samt almenn- ur gróði neytendanna hagfræði- allra sanngjarnra Og rétt hugs- andi manna. Eri hagur neytend- anna hiýtur m. a. að vera undir- því kominn, að þeir geti verið sem frjálsastir um verzlun sína og beint henni þangað, sem þeir telja sér hagkvæmast. Færð hafa verið rök að því, að viðskipta- frelsi neytent^a hefir á undan- förnum árum, verið að nokkru bundið á klafa. Þetta ástand verð- ur að færast til betri vegar. Allir samvinnumenn í landinu verða fyrst og fremst að sameinast um þá kröfu, og að óreyndu verður að treysta því, að þeir aðilar, er hér hafa mest um að segja, sem eru fjárhagsráð, viðskiptanefnd Og ríkisstjórnin, breyti innflutn- ingsreglunum á þá leið, að verzl- unarfrelsi neytendanna sé sem bezt tryggt. í lögunum um fjárhagsráð er lögð áherzla á, að þau verzlunar- fyrirtæki, sem flutt hal’a inn ó- dýrast og hagkvæmast á undan- förnum árum og líkleg eru til að gera það í framtíðinni, sitji fyrir um innflutningsleyfi. Þetta er viturlegt og réttmætt lagaákvæði, en því aðeins kemur það að not- um, að því sé trúlega og sam- vizkusamlega framfylgt. Til þess verður, svo fljótt sem unnt er, að fara fram gagn- gerð athugun á starfshátt- um, verðlagi og álagningu inn- flutningsfyrirtækjanna að und- anförnu, svo að örugg vitneskja fáist um það, hvers vænta megi af þeim- í framtíðinni. Á þenna hátt þarf að láta innflutpingsfyr- irtækin ganga undir prófraun og þaujieiiTa, sem bezt reynast, sitja fyrir um leyfi til innflutnings, hvort sem það verða kaupfélögin eða einstaklingsfyrirtæki, því að eins og fyrr er sagt, kref jast kaup- félögin jafnréttis en ekki sérrétt- inda. Hins vegar bíða kaupfélög- in róleg eftir því, að rannsókn fari fram um það, hvaða verzlun- árfyrirtæki séu hagkvæmust fyrir almenning, og þau munu þess hvetjandi, að slík rannsókn fari fram. Komi á hinn bóginn fram andstaða gegn því, að athugun sé gerð í þessu efni, Jiá er það bending um, að þar muni ekki allt vera hreint fyrir. Samkvæmt frásögn norskra blaða er nú að verða lokið málaferlum í Nore&i gegn föðurlandssvikurum. Alls nema eignir og verðmæti, er ríkið hef- ir gert upptækar eða tekið í sektir um 74 millj. kr. * Formaður amerískrar þingnefndar, er fjallar um ýmis verkalýðsmáí, hef- ir lagt það til við Marshall utanrikis- ráðherra, að öllum Rússum verði vís- að úr landi í Bandaríkjunum, nema þeim einum, sem eru þar saxinanfega í áríðandi erindagerðum. Skuli fram- vegis eigi fleiri Rússar fá landvistar- leyfi þar i fandi en Bandaríkjamenn í Rússlandi. . ■----Bognar aldrei — brotnar i bylnum stóra seinast. Þessar hendingar komu mér jafnan í hug, er eg sá Rósant frá Hamri nú á undanförnum árum. Maður lítill vexti, nær því hvítur á hár og skegg, teinbeinn á baki, hvikur í spori, málreifur, liress og glaður. Þannig var liann liann ætíð, livar sem ég hitti liann. Elli glímdi við Þór og kom honum á kné. Hún réðst einnig að Rósant og átti við liann langa og liarða glímu, en liann féll ekki né bognaði í Jieim fangbrögðum. En fleira er Jiað en ellin ein, sem leitast við að beygja bak manna og herðar á lífsleiðinni. Þar til má nefna sjúkdóma, sorgir, fá- tækt og hvers konar örðug Hfs- kjör. Rósant komst einnig í kynni við þetta. Hann var að vísu jafn- an’ heilsuhraustur sjálfur, .en sjúkdómarnir herjuðu Jió á heimili hans. Sorgin heimsótti hann. Hann missti efnilega dótt- ur, uppkomna, árið 1927, og konu sína fáum árum síðar. Þá var fátæktin honum ekki ókunn, og vafalaust hafa margvíslegir örgugleikar aðrir látið liann verða varan við sig. En allt Jietta fór að einu leyti erindisleysu til hans. Hann stóð jafnbeinn eftir sem áður. Það eru 30 ár síðan ég sá Rós- ant fyrst. Þá var hann nýfluttur að Hamri á Þelamörk, en hafði áður búið á Efsta-Landi í Öxna- dal. Mér varð starsýjnt á þennan litla, hvatlega mann. Hann hafði alskegg, og var það nokkuð hæruskotið. Mun það hafa valdið því, að það komst inn í meðvit- und mína, að Rósant væri gamall karl, því að þá fannst mér ál- skeggið öruggt merki um háan aldur, Þetta sumar hefur Rósant verið 5 2ára. En svo gerði Jiessi karl mér þann grikk að eldast ekkert meir. Eg óx, Jiroskaðist og eltist, varð tvítugurT þrítugur og komst yfir fertugt, en Rósant var ennþá sami karlinn og ég liafði séð sum- arið 1917. En svo kom bylurinn stóri — dauðinn — og gamli maðurinn féll — brotnaði án Jiess að hafa nokkru sinni bognað. Ástæðan fyrir þessari tillögu þing- mannsins er sú, að verkalýðsmála- nefnd þeirri, er hann veitir forstöðu, hefði verið synjað um landvistarleyfi í Rússlandi og tararleyfi um landið, en nefndin hafði ráðgert að fara þang- að i september næstk. og kynna sér ástand og horfur í fræðslu- og verka- týðsmáíum þar í landi. * 300 Jiús. m'anns sagt upp. Franska stjórnin hefir ákveðið að fækka starfsmönnum rikisins um 300,000. Fjöldi þeirra manna, sem nú eru í þjónustu ríkisins, munu vera ná- lægt 1 Vi milljón. Rósant? Einungis af því að liann gekk beinn allt að hinzta spori? Nei. En það er Jió merkilegt. Hvað er það Jiá? Ekki virðist hann hafa unnið nein stórvirki. Enga jörð liefir hann gert að stórbýli. Fáar eða engar trúnað- arstöður hafði hann fyrir sveit sína. Hvert var þá ælistarf lians? Mér vitanlega ekki annað en Jiað að koma upp fjórum mannvæn- legum börnum. Ekki annað, segi eg. Er það Jiá lítið? Nei. Ekkert ævistarf er betra en að skila framtíðinni efnilegum, upp- komnum börnum. Það gerði Rósant með aðstoð sinnar ágætu konu, Guðrúnar Bjarnadóttur. Ef éinhver hyggur að Jietta sé mærðarhjal eitt, þar sem gefið er í skyn, að börn þeirra lijóna séu vel gefin, Jiá ætti sá hinn sami að kynnast systkinunum á Hamri, Hállfríði og Þorleifi, og eiga við þau tal, en minnast þess um leið, að Jiau hafa ekki í skóla dvalið. Hann mætti Jiá einnig kynnast yngsta barninu, Bjarna múrara- meistara á Akureyri, og vita það, að liann er í fremstu röð starfs- bræðra sinna og hefir traust allra. Ragnheiðtir heitin, er dó 1927, var einnig vel gefin stúlka, en hana þekkti eg lítið. Rósant dvaldi síðustu árin hjá Bjarna og konu hans. Þau eiga tvær ungar dætur, og eru þær einu barnabörn Rósants og Guð- rúnar. Rósant lagði mikla ást á þessar sonardætur sínar, og voru þær oft í fylgd með honum. Eg get ekki stillt mig um að gefa þess hér, að eldri stúlkan kom í barnaskólann í vor og reyndist þá svo vel að sér, að það vakti eftirtekt og mátti víst met ka 11- ast. Ekki veit eg, hvort afinn hef- ur vitað það, hann var fárveikur orðinn og lá á sjúkrahúsinu, en fátt mundi hafa glatt liann rneir. Hér læt eg staðar numið. Þetta er hvorki æviágrip né eftirmæli, enda er eg óvanur að skrifa slíkt. En það var sem því væri hvíslað að mér, að eg skykli minnast Rósants, og eg hlýddi því. Bið eg ættingja vel að virða þá fram- hleypni mína. En Jiað vona eg, að Rósant láti sér vel Hka þétta litja skrif, sé hann óbreyttur, og hafi eg þekkt liann rétt. Bretar misstu 1503 skip. Endanlegt uppgjör um skipatjón Breta á stríðsárunum var nýtega gert kunnugt. Bretar misstu 1503 skip, sem voru samtals 959,757 lestir. * Ungverjar fá ekki gjaldfrest. Viðskipabankinn i Bandaríkjunum hefir afturkállað gjaldfrest, sem Ung- verjar áttu að fá á 7 milljón doltara bómullarsendingu. Marshall utanríkisráðherra til- kynnti þetta fyrir nokkrum dögum og gaf þá skýringu, að þeir menn, sem samið hefðu um þessi kaup og treyst hefði verið í Bandaríkjunum, væru nú í útlegð. Við hefðu tekið menn, sem viðskiptabankinn treysti ekki, og því hefði þessi ákvörðun verið tekin. Eiríkur Stefánsson. UM VÍÐA VERÖLD

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.