Dagur - 13.08.1947, Page 5

Dagur - 13.08.1947, Page 5
5 I Miðvikudagur 13. ágúst 1947 DAGUR ODD NANSEN: SVO AÐ VIÐ GLEYMUM ÞVÍ EKKI IjEGAR EG ætlaði að hringja heim til konu minnar frá' Ramlösa í Svíþjóð í byrjun maí- mánaðar 1945, til þess að segja henni að mér liði vel og liefði verið leystur úr fangabúðum Þjóðverja, þá komst eg að raun um það, að eg var búinn að gleyma símanúmerinu mínu heima — númerinu, sent við höfðum haft svo árum skipti! Símamærin á miðstöðinni varð að lijálpa mér að finna þetta númer, svo að eg gæti hringt heim. Eg fæ enn sting í hjartað, þeg- ar eg minnist þessa smávægilega harmleiks — þessa óvænta ósam- ræmis í öllum þeim straumi ósegjanlegs feginleiks og lagnað- ar, sem um okkur lék. Þessi litlí atburður orkaði á mig eins og yfir mig hefði borið á ný hvarfl- andi skugga hins þunga böls, er nú hafði þó verið rekið á flótta fyrir al'lri þeirri birtu og lífs- magni, sem tekið var að leika urn mig í nýrri og betri veröld. Ef til vill lftfir slíkt óvænt og furðulegt minnisleysi einhvern tíma gert þér glennu líka, kæri lesari. Látum okkur þá hugga hvorn annan með því, að stund- um getur gleymskan verið góð og miskunnsöm dís, er leyfir okkur að gleyma því, sem okkur er ekki hollt að muna. Og margt er vissulega til af því tagi. Sjálfur er eg t. d. búinn að gleyma ýmsu því, sem þessi dagbókarblöð frá liðnum árunt minna mig nú á, þegar eg les þau aftur í fyrsta sinn. Og þó mari eg viðburðina nægilega glöggt til þess að gera mér sjálfum ljóst, að ýmsir þeirra voru verri en svo, að þeim verði með orðum lýst, eða hægt sé að gera sér fulla grein fyrir þeim í endurminningunni, þegar frá líður. Og þó eru þjáningar mín- ar og félaga minna aðeins smá- munir í samanburði við það, sem svo margir aðrir hafa séð og reynt í þeim fangabúðum, þar sent ástandið vaf verst. Ven julegt mannlegt ímyndunarafl getur aðeins skilið þau ósköp, er þav gerðust, að vissu marki. Það er sízt íurðulegt, þótt minnið bregðist, þegar svo stendur á, og ennþá minna undrunarefni er það, að jreir, sem aldrei hafa reynt neitt slíkt, geti ekki gert sér í hugarlund, hvað raun- vernlega fór þar fram. Hinir, sem reyndu þetta sjálfir, geta jafnvel ekki áttað sig á því framar eða trúað sínum eigin minningum. Þeim hefir beinlínis verið það lífsnauðsyn að losna við jressar minningar, svo að þeir gætu-veitt viðtöku nýjum og bjartari áhrif- ’um. Slík gleymska er miskunn- söm, en hún má þó alldrei, aldrei breytast í tómlæti né ábyrgðar- laust skeytingarleysi. En til er önnur tegund gleymsku — og annars konar langminni. Auðvitað gleymum við því aldrei, að við höfuð háð stríð Oddur Nansen, sonur hins heimsfræga landkönnuðar og mannvinar Friðþjófs Nansen, er sjálfur stórgáfaður rithöfund- ur, sem virðist hala erft ýmsa beztu eiginleika hins mikla föð- ur síns. Oddur Nansen hefir nýlega gefið út dagbók sína, er hann skráði árin, sem hann dvaldi í fángabúðum Þjóðverja nú í síðustu heimsstyrjöld. Eftirmáli þessarar bókar, er hér verð- ur jrýddur eftir brezka tímaritinu THE NORSEMAN, er snjöll og álirifamikil lnigvekja og varnaðarorð, sem eiga er- indi til allra niitímamanna, svo jrrungin sem þ'au eru af sið- ferðilegri alvöru og sannfæringarkrafti: Við megum ekki gleyma reynslu og llærdómum undanlfarinna styrjaldarára, J>ví að hinn sami harmileikur ófrelsis og andlegrar áþjánar, sem J>á var leikinn svo víða í heiminum, er enn að gerast í návígi við okkur að kalla: Á Spáni, í baltisku löndunum, í Suð-austur Evrópu, í Síberíu og llangtum víðar er dýrsleg grimmd og nauðung alls ráðandi, engu síður en í fangabúðunum þýzku. Ef við lokum 'augunum fyrir jieirri hiy'ggilegu staðreynd, er- um við að leika sama fávíslega strútsleikinn eins og við lékum fyrir styrjöldina og í upphafi hennar, meðan við þóttumst ekki vita, hvað Nazisminn er í eðli sínu og töldum okkur óvið- komandi, hvað áhangendur hans höfðust að. Og þá getur áþjánin og hörmungarnar hremmt okkur óviðbúna í annað sinn, eins og Jiegar J>ýzki innrásarherinn brauzt inn í griðland norsku J>jóðarinnar eins og þjófur á nóttu. gegn Nazismanum, við gleymum ekki hinni andlegu álmyrkvun, gleymum því ekki, hversu misk- unnarlaust var j>á traðkað á öllu því, er við áttum helgast og bezt, frelsinu og sjálfsákvörðunarrétti Jrjóðanna. Við sórurn þess dýra eiða að unna okkur engrar hvíldar, fyrr en þessari djöful- legu martröð væri aflétt og morðingjunum stökkt á flótta. Við munum þetta vel. Með ótrúlegum fórnum unn- um við sigur í þessari styrjöld. Unnum sigur? Ef til vill má um það deila, en hitt er víst, að enn er of snemmt að lvalda að sér hönduin. Á Spáni situr harð- stjóri enn að völdum, þúsundir inanna þjást ennþá í helvíti fangabúðanna J>ar, og enn fleiri þúsundir lifa í útlegð og frið- leysi. Okkur er vel kunnugt um Ungfrú Sigríður Ármann •krafti réttlátrar reiði — í krafti og nafni lýðræðisins, sem við höfum barizt fyrir. Og vafalaust eru mótmæli okkar ekki þýðing- arlaus með öllu. En hvað þá um F.istlánd, Lett- land og Lithaugaland? Hvernig eru sex miljónir frelsisiunnandi fólks leiknar þar? Er okkur alls- endis ókunnugt um örlög þeirra? Og hver gengur fram til varn- ar hinum ógæfusamasta af ölfum ógæfusömum þjóðflokkum? — Þjóðflokknum, sem tvímælalaust hefir þjáðst rnest og fórnað flestu á liðnum árum; — þjóðflokikn- um, sem enn er þó alls staðar of- sóttur og landrækur; — þjóð- flokknum, hvers nafn er blóði skráð á síður mannkvnssögunn- ar. Hver gengur fram fyrir skjöldu til varnar Gyðingum? Mundu ekki á þessari stundu vera að gerast ýmis þau tíðindi í Ungverjalandi, Rúmeníu, Búlg- aríu, Júgóslavíu — já, jafnvél í Grikklandi og víða annars staðar í heimnium, sem ekki eru alger- lega samrýmanleg lýðræðishug- sjón okkar? Er okkur það full- ljóst, eða leggjum við nokkuð á okkur ti‘l þess að vita það til hlít- ar? Hvað er nú orðið af hinni glaðvakandi lýðræðislegu sam- vizkusemi okkar, náungakærleik- anum og árvekni okkar í félags- málum, sem er svo hávær og brennandi í andanum, hvenær Jretta. Og við andmælum þessu í sem Spánarmálin ber á góma? Kannske rétdætiskennd okkar sé aðeins ætluð Spánverjum, en ekki þessum nágrönnum okkar í anistri? Sú gleymska, sem véldur því, að við munum ekki eftir þessum þjóðum og örlögum þeirra, er af hinu illa, því að hið rétta nafn hennar er tómlæti og hlut- drægni. F.ða stafar þessi gleymská okkar ef til vill af ótta? Ef svo er, höfum við vissúlega ekki borið sigur af hólmi í þessari styrjöld. Því að varla hafa það verið slík hræðslugæði — gleymska og J>ögn til þess að halda friðinn við ofbeldið — sem Roosevelt forseti átti við, þegar hann talaði um „frelsi frá ótta“. (Framhaldj. | x — Fokdreifar (Framhald af 4. síðu). að stinga þessum kvörtunum algerlega undir stól, fyrst það hefir verið beðið að koma þeim á framfæri við rétta hlutaðeigendur, en ekki virtist á hinn bóginn svo mikil brögð að þessu, að ástæða sé til að gera mikið veður út af því. En allra hluta vegna virðist eðlilegt, að flugmenn fljúgi ekki oftar yfir þéttbýli en brýn nauðsyn krefur, og sízt svo lágt að óþægindi eða jafn- vel hætta geti stafað af. Og æfinga- flug nemenda og óæfðra flugmanna ætti að vera algerlega bannað yfir byggðu bóli, ekki sízt hér ó landi, þar sem óbyggð víðlendi eru alls staðar á næstu grösum. Lesandi skrifar: OLLU FER AFTUR, sagði kerling- in, þegar karlinn hennar veiktist af heimabrugginu sínu. Jó, það má með sanni segja, að ýmsu fet aftur nú fr áReykjavík er komin til bæjarins og ætlar að sýna bæjarbúum list sína í Samkomuhúsi bæjafins næstkomandi fimmtudagskvöld. — Ungfrúin er einn bezti listdansari landsins. Hún dvaldi í Ameríku i 2þ2 ár við nám við Chalif-dansskólann í New York, sem er frægasti dansskóli Bandaríkjanna. Fylgdu henni hingað heim hin beztu meðmæli kennara hennar fyrir elju og hæfileika við námið. Ungfrú Ármann hefir haft listdanssýningar í Reykjavík og víðar sunnanlands og hlotið blóm og heiður fyrir hvarvetna. Þarf ekki að efa, að bæjarbúar munu fjölmenna á sýningar hennar hér. JN. Um víða veröld Herkostnaður Norðmanna 375 millj. HerkostnaSur Norðmarina nemur samtals 375 millj. kr. Herinn íær 100 millj., flotinn 110, flugherinn 38, strandvarnarliðið 10, Ioftvarnarliðið 10 og heilbrigðisþjónustan 2. 5 millj. verða notaðar til raketturannsókna. * Borg fyrstu kjarnorkusprenging- arinnar heldur friðarhátíð. íbúar Hirosima, japönsku borgar- innar, er fyrst allra borga var lostin kjarnorkusprengju, gerðu hlé á við- reisnarstarfi sínu 5. þ. mán. til þess að hefja friðarhátíð til mirmingar þess að 6. áfjúst sl. voru tvö ár liðin, síðan kjarnorkusprengjan lagði borgina í rústir. Hátíð þessi á að standa i þrjá daga, og verður þar fyrst og fremst beðið til æðstu máttarvalda tilverunn- ar, að þau hlífi mannkyninu við fleiri styrjöldum og ógnum þeirra. 78150 lík fundust i rústum borgarinnar, en 13983 manna var auk þess saknað ett- ir þessa EINU sprengingu. Öll borgin að kalla hrundi í rústir, og aðeins fá hús hafa enn verið endurbyggð. Enginn þeirra, er særðust við sprenginguna, dvelur enn í sjúkrahús- um borgarinnar. Þrátt íyrir allar spár og orðróm um hið gagnstæða, bendir ekkert til þess, að vansköpuð börn muni fæðast af völdum geislaverkana eftir sprenginguna, eða nein sérstök afbrigði né vanskapningar verða til af þeim sökum, hvorki í dýra- né jurta- ríkinu. * Brúðgumínn 60 árum eldri. / júlímánuði voru gefin saman í hjónaband í Kansas City í Missouri 18 ára stúlka og 78 ára gamall maður. Robert Lee Bucher, en svo heitir brúðguminn, og Lilian kona hans hitt- ust fyrst, er hann kom að heimsækja foreldra hennar, er voru Ieiguliðar hans. Bucher á fjögur börn og fjögur barnabörn og segist hafa verið mjög einmana síðan kona hans lézt fyrir 18 árum. * 101 árs sauðaþjófur. Elzti fanginn í fagnelsum Suður-Af- ríku heitir Bayman James og er hvorki meira né minna en 101 árs. Hann var dæmdur fyrir skömmu í sex mánaða fangelsi fyrir sauðaþjófnað. í seinni tíð, og er mér þá efst í huga skóhlífnaleysið. Hvergi fást karl- mannsskóhlífar. Hvemig stendur á því? Er hætt að framleiða þennan lúxus, eða eru verzlanir hættar að panta hann — eða hvað? Þetta er há- bölvað ástand. Það verður þokkalegt þegar blotnar um í haust og vetur, við karlmennirnir sífellt blautir í fæturná, ýmist með kvef eða lungnabólgu eða hvort tveggja — og ætli margri hús- móðurinni muni ekki þykja nokkurvá fyrir dyrum, er húsbóndinn og gestir hans vaða forugir inn um allar stofur — ja, eða þó þeir koma — á sokka- leistunum og hálsbrjóta sig á bónuð- um gólfunum. Nú er liðinn sá tími, að maður gat farið á gömlu skóhlífunum sínum inn á kaffihús og komið út á nýjum — óvart auðvitað — nei, nú sjást varla nokkurn tíma skóhlífar í forstofum, þeir sem enn eiga þessi djásn skiljá' þau aldrei við sig. Osköp er leiðinlegt, hvað menn eru varir um sig og hrædd- ir. — Jseja, eg skora á skóverzlanir bæjarins að reyna að útvega okkur karlmönnunum skóhlífar hið allra fyrsta, annars hættum við að kaupa af i 'þeim skó, en göngum bara á bússun- 1 um okkar.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.