Dagur - 01.10.1947, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 1. október 1947
DAGUR
CTILÍF og
íþrúttir
KNATTSPYRNUMÓT.
NORÐURLANDS
hófst á I>órsvelli á Akureyri sl.
laugardag kl. 3. Þátttakendur:
Knattspyrnufélag Akureyrar,
Knattspyrnufélag Siglufjarðar,
íþróttafél. Völsungar og íþrótta-
fél. Þór.
1. leikur. Þór—Völsunsiar 3 : 0.
Leikur þessi var ekki merkilegur,
stór spörk, oft dugnaður, en lítið
um góðan samleik. Völsungar
höfðu ekki sinn aðal-markvörð,
og sá, er mætti, var sýnilega ekki
í þjálfun. En skallamark Dúlla
og vinstri fótar skot Tryggva
hefði fáum tekist að verja. Völs-
unga vantar samæfingu og lipur-
leik eftir þessari byrjun að dæma.
— Dómari var Sigm. Björnsson.
2. leikur. K. A.-K. S. 1 : 1. -
Miklu hraðari og ákafameiri
leikur. Þegar á 4. mínútu leiksins
skoraði K. A. mark — sennilega
áður en keppinautur hafði áttað
sig til fulls. K. S. lék undan norð-
an gusti framan af og átti góð
upphlaup og markskot sæmileg.
— Tókst á 3. mín. fyrri hálfleiks
að skora mark og kvitta.
Undir síðari liálfleik versnandi
veður og lék K. A. undan veðri.
Lá oft á K. S. og barist á vítateigi
þess, en tækifæri K. A. fóru út
um þúfur — fram hjá marki —
eða í öruggar hendur markvarðar
K. S., Jóns Sigurðssonar. Hann
virðist mjög góður á sínum stað.
Vörn beggja liða virðist sterk.
Lipurt samspil K. A. — eins og
fyrr — en markskotin fá og óviss.
Upphlaup K. S. færri, en fullt
svo hættuleg. En sem sagt, þrátt
fyrir mikil óp og hvatningu
áhorfenda gerðist ekkert mark-
vert í síðari hálfleik og lauk með
jafntefli. — Kári Sigurjónsson
dæmdi og urðu víst flestir fegnir,
er hann blés að síðustu og flýttu
sér heimleiðis undan norðan-
kalda og krapahríð.
Sunnudaginn kl. 2 hlaupa
drengir K. A. og Þórs út á völlinn
— reyndar í stilltu og ágætu veðri
— hvað sem spámenn og veður-
stofur sögðu í gærkvöld í norðan-
slyddunni. Piltarnir — bláir og
rauðir — og þá allt í góðu —
hlaupa furðanlega léttilega inn á
völlinn þrátt fyrir' ónotalega
strengi hér og þar — enda eru
mörg augu sem á horfa og hend-
ur sem klappa þeim til lofs og
dýrðar. Það er búizt við úrslita-
leik — af einhverju tagi — og
ýmsu spáð um úrslitin.
3. leikur. Þór—K. A. 4:0. í
upphafi virtust báðir aðilar vara-
samir og mjög á verði. En eftir 14
mín. þóf náði Þórsliðið upp-
hlaupi og Tryggvi negldi knött-
inn í netið frá vinstri ikanti. Lifn-
aði nú mjög yfir söfnuðinum,
bæði utan vallar og á velli — og
tveim mín. seinna lá knötturinn
í netinu á ný — eftir skarpt upp-
hlaup — og skot frá Hreini.
Samleikur K. A. var sem fyrri
oft mjög góður, en hann gengur
of langt; það er of lítið sótt að
sjálfu markinu .Margir leikmenn
eru fimir, t. d. Baldur og Gógó,
og hafa góða knattmeðferð sín á
milli, en skotin vanta. Sumum
hættir til að þvæla of mikið — og
missa. Framvarðalínan virtist
gera mest, t. d. Einar og Helgi —
sterkir bæði í vörn og sókn — og
þaðan var helzt að vænfS hættu-
legra skota. Knötturinn lá alltaf
rneira á vallarhelmingi Þórs, en
vörnin þar, staðsetning og sam-
starf sýndist óvenjugott lengst af.
Þótt samleikur í framlínu Þórs
væri ekki alltaf góður, sáust þar
þó mörg snörp og vel byggð upp-
hlaup. — Þriðja og fjórða niar.k
komu í síðari hálfleik — sérstak-
lega annað með prýðilegu skoti
frá Dúlla. — Dómari var Sigm.
Björnsson.
4. leikur. K. S.—Völsungar 3:1.
Þarna mættust stálin stinn og var
leikurinn oft allharður, einkenni
hans meira dugnaður en leikni.
Völsungar sýndu nú meiri
snerpu og voru ákveðnari en í
gær og skoruðu líka fyrsta mark-
ið, strax á 4. mín. leiksins. En
þrem mín. fyrir leikhlé tókst K.
S. að kvitta. Miðframherjar
beggja eru góðir leikmenn, Sig-
urjón eldfljótur og liðugur, en
treysti ekki nóg á samherja og
hætti til að þvæla. Gunnar, á v.
kanti V. er líka fljótur og átti
mikið í mörgum hættulegum
upphlaupum liðsins. En aftari
vörn K. S. er sterk.
Samleikur var af skornum
skammti hjá báðum. Völsungar
áttu meira í leiknum og með
sæmilega sterkan markvörð
'hefðu þeir a. m. k. gert jafntefli.
Kristján hefir ekki æft í marki í
10 ár, en var gripinn, þegar aðal-
markvörður brást. Sýndu Völs-
ungar í því bæði dirfsku og dugn-
að, sem aðrir hefðu e. t. v. látið
vera. — Þennan leik dæmdi Jak-
ob Gíslason.
5. leikur. Þór-K. S. 2:1.
Þetta var aðalúrslitaleikur móts-
ins — og hófst hann í glaða sól-
skini kl. 3 á mánudag. Þór hafði
þá 4 stig og K. S. 3 stig. Þór nægði
því jafntefli, en K. S. varð að
sigra í þessum leik til þess að
vinna mótið. Bæði keppendur og
áhorfendur biðu því átakanna
með miklum áhuga. — Eftir nál.
20 mín. skarpan leik gerði K. S.
mark. Sigurður, snar leikmaður
á v. kanti gaf fyrir og Sigurgeir
skaut — óverjandi. — Harðnaði
nú enn sókn K. S. við þetta, og lá
talsvert á Þór. Var skotið hart og
oft á mark, — t. d. Sveinbjörn h.
innherji — hvað eftir annað. Og
svo fékk Þór á sig vítaspyrnu. —
Þá gáfu sumir upp alla von — er
Jónas hljóp að og skaut, en — ein-
um of hátt! Knötturinn flaug yf -
ir slána, og hjörtun fóru aftur að
slá, — þau sem snöggvast höfðti
stanzað.
Upphlaup Þórs voru fá, en
' sum vel heppnuð og skömmu fyr-
ir leikhlé tókst Dúlla með liprum
skalla að kvitta fyrir það, sem
komið var. í hálfleik stóð því
1:1. — í síðari hálfleik voru
upphlaup á víxl — lá þó meira á
Þór — harður leikur, en færri
markskot. — Þegar 5 mín. voru
eftir af leiktíma, er dæmd auka-
spyrna á Þór fyrir hendi — rétt
við vítateig. — Hlaut ekki að
verða mark? Alfreð sparkaði —
en knötturinn flaug langt yfir
slána. En tveim mín. seinna er
fríspark á K. S. — hendi rétt við
vítateig. — Gutti skaut — fast —
markv. sló eða missti knöttinn
fram og Aggi á v. kanti skallaði
til baka og knötturinn lá inni.
Þá var hrópað svo og klappað, að
sumir töldu heyrast mundi allttil
Siglufjarðar! Fleira gerðist ekki.
Leikurinn hafði verið harður
nokkuð, margir oltið og fengið
ónotahnjask, en enginn leik-
manna hvarf þó af velli .— Dóm-
ari var Jakob Gíslason.
6. 'leikur — og síðasti hófst svo
kl. 5. K. A.—Völsungar 4:3.—
Völsungar höfðu orðið fyrir
nokkrum skakkaföllum, Gunnar
og Einar fallið úr fatinu og Arn-
viður draghaltur — allt mjög
duglegir leikmenn. En samt
héldu þeir Völsungar f jöri og
krafti leikinn á enda, sterkir í
vörn, t. d. Jón Ármann mið-
framv., — og markvörður í fram-
för efti rtvær góðar æfingar! Sig-
urjón undra sprettharður og þol-
inn í sókninni, en vantaði menn
með sér. K. A. lék nú með bezta
móti sýndi oft góðan samleik og
tíðari markskot en áður. Fyrsta
markið gerði K. A. mjög fljót-
lega. En Völsungar létu aldrei
lengi standa á ser — stóð oftast
jafnt — og í hálfleik 2 : 2. En
dómarinn — Hermann Stefáns-
sori — blés þó, sem vera bar tím-
ans vegna — áður en Völs. tókst
að kvitta fyrir 4 markið. Leikur-
inn var fjörugur og skemmti-
legur.
Þessu knattspymumóti Norð-
urlands lauk svo með samsæti
fyrir keppendur og starfsmenn
að Hótel Norðurland á mánu-
dagskvöldið. Form. í., B. A., Ár-
mann Dalmannsson, flutti þar
ræðu og afhenti verðlaun — Þór-
isbikarinn, sem keppt var um nú
í annað sinn, — K. S. vann hann
í fyrra — og svo verðlaunapening
hverjum leikmanni í liði sigur-
vegaranna. Skýrði hann og nokk-
uð frá úrslitum. Þór hafði hlotið
6 stig, gert 9 mörk, fengið á sig 1
mark, K. S. hlaut 3 stig, gerði 5
mörk, fókk á sig 4 mörk, K. A.
hlaut 3 stig, gerði 5 mörk, fékk á
sig 8 mörk, Völs. hlaut 0 stig,
gerði 4 mörk, fékk á sig 10 mörk.
Þakkaði ræðumaður K. S. og
Völs. komuna og öllum drengi-
lega leiki og góða skemmtun.
Nokkrir tóku þarna til máls —
og í sama strenginn, flestir tóku
undir sönginn og allir supu kaff-
ið eða mjólkinal Lauk hófinu
með því að sungið var, stand-
andi: Eg vil elska rnitt land — og
hrópað ferfelt húrra fyrir íslandi.
Sigurður Guðmundsson skólameistari
lætur af embætti
Siglfirðingar fóru svo heimleið-
is með Esju frá Akureyri kl. 12
um kvöldið, en Völsungar í bíl
sínum á þriðjudagsmorgun.
íþróttafélagið Þór sá um mót-
ið og má segja, að það færi vel
fram. Leikar byrjuðu stundvís-
lega, völlur var vel merktur og
allgóður (nokkuð laus ennþá) og
starfsmenn til staðar eins og vera
bar.
Blöð og útvarp hefir flutt þá
fregn fyrir fáum dögum, að Sig-
urður skólameistari hafi látið af
embætti. Eg gæti trúað því að
ýmsa hafi sett hljóða við þá fregn
og mun hún þó fáum hafa komið
á óvart, því að bæði hefir verið
uppi orðrómur um það, að slíkt
stæði til, og aldur skólameistar-
ans réttlætt fyllilega þá ákvörðun
hans, að gefa hið annríka em-
bætti frá sér.
Sigurður Guðmundsson hefir
stýrt þessari merkilegu mennta-
stofnun Norðurlands um fjórð-
ung aldar. Möðruvallaskólinn
var eins konar arftaki Hólaskóla
hins forna, en Menntaskólinn á
Akureyri beint framhald hans.
Það var því Norðlendingum mik-
ið og viðkvæmt metnaðarmál á
sinni tíð, að þessi endurreisti
skóli norðanlands gæti útskrifað
menn til háskólanáms, svo sem
hinn forni Hólaskóli gerði.
Lögðu þar margir hönd að verki
og mun norðlenzk saga minnug
þess, en varla mun það ofmælt,
að enginn hafi þar ötulli verið,
engðinn fórnað meira af tíma og
kröftum og sótt fastar róðurinn
en Sigurður Guðmundsson, enda
má segja að það háfi orðið lífs-
starf hans, að berjast fyrir þessum
rétti til handa Gagnfræðaskólan-
um á Akureyri og að móta starf
hins unga og endurreista
Menntaskóla þar. Það var vanda-
verk, eins og allt var í pottinn
búið, en Sigurði skólameistara
hefir tekist það með þeim ágæt-
um, sem alþjóð er nú þegar
kunnugt og lengi mun uppi.
Hann hefir heldur ekki kastað til
þess höndum, ekki látið sér á
sama standa hvernig gengi, held-
ur fórnað skólanum öllum kröft-
um sínum í djúpri þegnhollustu
og skyldurækni hins ágæta em-
bættismanns, svo að til fyrir-
myndar er og mun lengi verða.
Hinn endurreisti, norðlenzki
skóli hefir orðið hamingjunnar
barn. Hann hefir á 67 ára aldri
aðeins loftið forystu þriggja
manna, sem allir hafa verið skóla-
menn af lífi og sál og unnað
stofnuninni af alhug. Svo fátíð
mannaskipti geta í senn verið
bæði veikleiki og styrkur hverri
stofnun, ekki sízt er skólar eiga í
hlut. En það ætla eg að fullyrða
megi, að hér hafi það orðið styrk-
ur, skapað festu og virðuleik í
stjórn og störf og orðið stofnun-
inni vegs- og gengisauki.
Sigurður Guðmundsson mun
ekki hafa sótzt eftir þessu starfi,
Þó tókst ekki að fá lækni, þrátt
fyrir ítrekaðar tilraunir, að vera
til staðar, — en því betur kom
það ekki að sök.
Um dómara má það segja í
einu lagi, að þeir reyndust vel og
sluppu með bezta móti við óvæga
— og ósvífna — dóma áhorfenda,
sem allt þykjast sjá og hættir oft
til að segja fileira en séð er og vit-
að. Keppendur komu yfirleitt vel
fram og drengilega og sé þeim
þökk fyrir það og alla góða
skemmtun á knattspymumóti
Norðurlands 1947.
J. J-
heldur var hann til þess fenginn
eftir ábendingu og fyrir atbeina
norðlenzkra þingmanna og ann-
arra áhrifamanna á sinni tíð.
Hann hefði vafalaust fyrir löngu
annars orðið kennari við Háskól-
ann, og haft á þann hátt betra
tækifæri og tóm til að sinna
fræðimennsku og ritstörfum. Og
til þess vita allir nú að hann er
ágætlega fallinn, því að fáir rita
íslenzkara mál en hann eða
skyggnast dýpra í fræðin. En
hann kom, sá og sigraði á þeim
vettvangi, sem að vísu var lág-
reistari en hof Háskólans, en
virðulegur, og sem hann hefir
hafið til vegs og sæmdar með
þrotlausu starfi og gifturíkri for-
ystu. Fyrir það eiga Norðlending-
ar, fyrst og fremst, honum þökk
að gjalda. Og það er einnig al-
þjóð kunnugt hvílíkur afburða
kennari hann hefir reynst og sál-
skyggn uppalandi, og að mikill
fjöldi nemenda hans dáir hann
og virðir og telur sig eiga hon-
um rnikla skuld að gjalda. Enda
hefir því verið spáð um giftu Sig-
urðar skólameistara, að á aldaraf-
mæli 'hans, muni margir hinna
þjóðhollustu og beztu manna
þjóðarinnar, er þá fara með völd
og mannaforráð í landinu, vera
gamlir nemendur hans. í þeirri
spá felst mikið og verðskuldað
lof um skólamanninn Sigurð
Guðmundsson.
Það verður mikið skarð fyrir
skildi er skólameistarinn og hús-
freyjan í menntaskólanum hverfa
þaðan. Pleimili þeirra hefir jafn-
an verið til sæmdar skóla og bæ
fyrir gestrisni og höfðingsbrag.
Og trúað gæti eg því, að blómin
og trén í garði skójans söknuðu
vinar í stað er frú Halldóra hætt-
ir að annast þau af sínum al-
kunna dugnaði og óþreytandi
umönnun og smekkvísi. Á hinn
norðlenzki menntaskóli einnis:
henni mikið að þakka, og skvldi
það sízt gleymast.
Þá er þessi merkishjón hverfa
héðan af Norðurlandi, eftir mik-
ið og farsælt starf, munum vér
kveðja þau með þakkarhug og
blessunaróskum.
Snorri Sigfússon.
Elísabet Tómasdóttir
Proppé
Hún er nýlega látin á sjúkra-
liúsi í Reykjavík, sextug að aldri,
en flutt til Þingeyrar og gr'eftruð
þar.
Elísabet var fædd á Völlum í
Svarfaðardal, og voru foreldrar
hennar sr. Tómas Hallgrímsson
og Valgerður Jónsdóttir frá
Steinnesi.
Frú Elísabet var glæsileg kona
og hjartahlý, gáfuð og söngvin,
svo sem hú nátti kyn til. Hún var
gift Anton Proppé kaupmanni
og framkvæmdastjóra á Þingevri,
og þar hefir heimili þeirra verið
sl. 35 ár, mannmargt, gestrisið og
glaðvært, og munu margir eiga
hugljúfar endunninningar það-
an.