Dagur - 01.10.1947, Blaðsíða 2

Dagur - 01.10.1947, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 1. október 1947 HVER|U MUNAR? Frá bókamarkaðinum i. Árin 1935—1939 voru nrikil erfiðleikaár. Þá var saltfiskmark- aðurinn á Spáni hruninn að miklu leyti. Á árunum 1924— 1927 var verðmæti útflutts salt- fiskjar að meðaltali á ári tæpar 40 mill j. kr., en á árunum 1935— 1939 aðeins tæpar 17 millj. kr. að meðaltali áári. Á þessu árabili var útflutning- urinn til jafnaðar 53.5 millj. kr. á ári, en innflutningurinn 47.7 millj. kr. Verzlunarjöfnuðurinn varð því hagstæður um 5.8 millj. kr. til jafnaðar á ári. Árið 1934 tók Eysteinn Jóns- son við fjármálastjórninni og lét þegar * hefja undirbúning að skipulagi gjaldeyrismálanna. — Stefnan, sem þá var upptekin, var í aðalatriðum sú, að tak- marka innflutning óþarfavarn- ings og þeirrar vöru, sem helzt var hægt án að vera, en láta vörur til framleiðslunnar ásamt brýn- ustu neyzluvörum sitja fyrir öðr- um og tryggja á þann hátt, sem unnt var, innflutning véla og hráefni til nýrra atvinnugreina, sem bættu úr því atvinnuleysi, sem fylgdi minnkandi útflutn- ingsframleiðslu. Imxflutningshöftunum var ætl- aður tvenns konar tilgangur: Að Stöðva ^skuldasöfnun við útlönd og bæta aðstöðuna til aukinnar framleiðslu og atvinnu í landinu. Með takmörkun innflutnings á miður þörfum varningi tókst að koma á stórfelldum iðnaðar- framkvæmdum og draga á þann hátt verulega úr því gífurlega at- vinnuleysi, sem myndaðist við erfiðleika sjávarútvegsins, og vega nokkuð á móti hruni salt- fisksmarkaðanna. Jafnhliða því, sem útflutnings verðmæti saltfiskjarins minnk- aði, tók Framsóknarflokkurinn, sem á þessum áruni réð stjórnar- stefnunni, samhliða innflutn- ingi sjávarafurða og öflunar markaða fyrir þær. Ennfremur var síldariðnaðurinn stórlega aukinn. Á þessum árum voru byggð 25 hraðfrystihús, síldarverksmiðjur byggðar fyrir 6.5 millj. kr. og af- köst þeirra aukin um 15%. Sogs- virkjunin framkvæmd fyrir 6.5 millj. kr. Þá voru reistar fiski- mjölsverksmiðjur, niðursuðu- verksmiðjur, mjólkurbú og margvisleg iðnaðartæki. Skuldir þjóðarinnar út á við hækkuðu á þessu tímabili aðeins um 6.7 millj. kr., eða svipað og Sogs- virkjunin koriaði, en hennar vegna var lán tekið erlendis. Á sama tíma og aflaleysi og markaðsbrestur ríkti við sjávar- síðuna og sjúkdómar herjuðu á landbúnaðinn í mörgum héruð- um, hatnar hagug þjóðarinnar að verulegu leyti, og einmitt þá eru gerðar þær framkvæmdir, sem. eru undirstaða að fjölbreyttari útflutningsverðmætum, en dæmi em til .áður. Þannig tókst þjóð- inni undir foru'stu Framsóknar- flokksins að kljúfa erfiðleika j essara ára og búa sig jafnframt með mikilli fyrirhyggju, spar- semi og sjálfsafneitun undir framtíðina. Meirihluti þjóðarinnar var virkur þátttakandi í þessu merki- lega starfi, 'sýndi dugnað og fram- takssemi og lagði inn á nýjar brautir í framleiðslustörfum. Með fúsu geði féllst meirihluti þjóðarinnar á að mæta erfiðleik- um þessara ára með því að hafna lítt nauðsynlegum varningi og verja sínum takmarkaða gjald- eyri til byggingar atvinnufyrir- tækja og eflingar framleiðslunni. Þannig sýndi hún forustu Fram- sóknarflokksins fullan skilning. Þegar tímar líða, og saga jressa .ímabils verður skráð, en deilur um tninni háttar atriði verða hjaðnaðar, mun ekki hjá Jjví fara, að fjármálastjórn Jressara ára verði talin rnikið afrek. Á þessunt erfiðleikaárum tókst Framsóknarflokknum að koma til vegar mikilvægum og merki- legum framkvæmdum, sem á síð- ustu át um ’hefir verið gefið nafn- ið nýsköpun. Það skyldi nú koma upp úr kafinu, að á umræddu erfiðleika árabili hefði raun- verulega átt sér stað hlutfallslega meiri nýsköpun en á sjálfu ný- sköpunartímabilinu, er hófst haustið 1944 undir stjórn Ólafs Thors og kommúnista. II. Þegar fyrrverandi stjórnar- flokkar tóku við völdum 1944, var þjóðarauðurinn og geta þjóð- arinnar til þess að búa sér örugga og glæsta framtíð með stórfelld- um umbótum og framförum margfalt meiri en nokkurn'tíma áður hafa verið dæmi til í sögu hennar. Stjórnin hafði því betri aðstöðu, en nokkur önnur ríkis- stjórn hefir áður haft. En [setta mikla tækifæri notaði stjórnin þannig, að í fjárhags- og atvinnu- málum Jrjóðaiinnar ríkti sjúkt ástand, er hún hrökklaðist úr valdastólunum. Hin mikla gjaldeyriseign þjóð- arinnar er uppurin. Sparifé al- mennings, sem forsjált og spar- samt.fólk <Iró saman fyrir styrj- öldina sér til öryggis, er næstum að engu gert. Uþplausnin og ör- yggisleysið hafa valdið óheyri- legu fjárbralli, en hins vegar hafa menn verið mjög hikandi að leggja fjármuni sína í fram- leiðslu'starfsemi. Nú er svo kom- ið, að ríkið hefir neyðst til að taka ábyrgð á verði fisksins, sem er aðalútflutningsvaraþjóðarinn- ar. Sífellt var efnt til aukinnar verðbólgu. Fjánnálastefna ríkis- stjórnar Ólafs Thors og komm- úni'sta var á því byggð, að stríðs- gróðamenn hefðu frjálsar hend- ur til taumlausrar gróðabralls- starfsemi í skjóli valdhafanna og verðjrennslunnar, en kommúnist- ar hefðu frjálsar hendur í kaup- gjaldsmálum. Landsmönnum var talin trú um ,að þessi pólitík mið- aði að nýsköpun og skiptingu þjóðarteknanna. Verðbólgan og ofhleðslan á vinnuaflið í landinu til óarðbærra framkvæmda olli síihækkandi framleiðslukostnaði til lands og sjávar. Verðþennslu- stefna fyrrv. stjómar sogaði fjár- magn og vinnuafl frá landbúnaði DAGUR og sjávarútvegi. Ríkisstjómin reyndi að fela ástaridið með blekkingum og stóryrðum, með- an hægt var, og þó einkum með nýsköpunarháreysi .Togarakaup- in áttu að vera allra meina bót. Gylfi Þ. Gíslason hagfræðing- ur hefir nýlega reiknað út, hve miklu af heildar-gjaldeyristekj- um erfiðu áranna 1937—1939 hefði verið varið til innflutnings framleiðslutækja eða „nýsköpun- ar“, eins og Jrað er nú kallað, og reyndist það hafa verið 14%. Síð- an reiknaði hann út hið sama fyr- ir árin 1940—1946, og eru þá taldar með þær „nýsköpunarvör- ur“, sem enn eru ókomnar, og reyndist Jrað vera 20% af heild- ar-gjaldeyristekjum þessara ára, eða aðeins 1/5 hluti. Þegar borið e sraman hinn mjög svo takmark- aði gjaldeyrir fyrirstríðsáranna og hinar vellandi gjaldeyristekj- ur stríðsáranna, þá rekur marga í> rogastanz, að munurinn skuli ekki vera meiri e nraun er-á, eða aðeins 6%. Þessar niðurstöður sýna það, að ekki verður um deilt, að á fyrra tímabilinu, þegar Framsóknar- menn réðu fjármálunum, var þeini miklu betur stjórnað en á síðara tímabilinu/ er Sjálfstæðis- menn höfðu yfirstjórn gjaldeyris- málanna með höndum. ' Talsmenn fyrrv. stjómar vitna æ ofan í æ til skipakaupa hennar sem allsherjarúrræðis. Það er rétt að berida þeirn á hin viturlegu ummæli Péturs Ottesen í bréfi til Sjálfstæðismanna í Borgarfirði, dags. 1. nóv. 1944, þarsegirhann meðal annars: „Hvað gagnar að kaupa mikið af nýjum skipum, eif kostriaður- inn við að afla fisksins á jjessum nýju skipum vegna dýrtiíðar, kaupgjalds o. fl. er svo mikill miðað við markaðsverð erlendis, að útgerðin er rekin með stór- tapi? Að hvaða gagni kæmi það bændurn, þótt þeir fengju ný- tízku vélar, ef búrekstur Jjeina bæri sig ekki vegna dýrtíðarinn- ar, þ. e. framleiðslukostnaðurinn reyndist of mikill miðað við markaðsverð, þrátt fyrir nýjustu tæki? Eg tel, að það sé grundvallar- atriði að vinna smám saman bug á dýrtíðinni, en ný skip og véfar aðeins hjálpartæki til þess að ekki þurfi að þoka dýrtíð og verð- Hagi eins langt niður og var fyrir stríð. Því er á þetta drepið, að stjórnin virðist í boðskap sínum ganga fram hjá því meginatriði, að framleiðslan beri sig.“ Allt er þetta í fullu samræmi við skoðun Framsóknarmanna á stjórnarstefnu Ólafs Thors og kommúnista.' Þeir gengu þess ekki duldir, að vaxandi dýrtíð, sem kommúnistar unnu ötullega að, mundi verða til eyðilegging- ar allri viðleitni til nýsköpunar í landinu. Þess vegna urðu þeir í st j órnarandstöðu. III. Blöð fyrrv. stjórnar reyna að telja lesendum sínum trú um, að Framsóknarmenn hafi verið á móti nýsköpun hennar, og þess vegna hafi þeir orðið í stjórnar- andstöðu. Þetta er nú bara blekk- ing, enda hefir verið sýnt fram á, að Framsóknarmenn eru meiri nýsköpunarmenn í verki en þeir, Helgi Valtýsson: Á Dæla- mýrum og fleiri sögur. — Bókaútgáfan Norðri. — Prentverk Odds Björnson- ar. Akureyri 1947. Langt er nú síðan — nærri fjörutíu ár, — að Helgi Valtýsson gaf út fyrsta skáldrit sitt, ljóða- safnið Blýantsmyndir. Svo liðu nærri því þrjátíu ár, unz smá- sagnasafnið Væringjar leit ljós dagsins, — eða myrkur prent- svertunnar, — eftir því, sem á Jjað er litið. Og nú fyrst er þriðja skáldrit Helga komið á inarkað- inn. Það er því naumast hægt að segja, að Helgi Valtýsson hafi ve'rið sérlega mikilvirkur við skáldskaparstörf, en Jjó hefir hann vissulega ekki setið auðum höndum öll Jjessi ár. Penni hans hefir verið ÓLrauður í þjónustu bókmenntanna. Hann hefir skráð mikið rit um sögu og ævi landpóstanna gömlu, dálítið kver um vikivaka og söngleiki, að ógleymdri fallegu bókinni um hreindýrin. Og rnargar eru þær orðnar bækurnar, sem hann hefir snarað á íslenzku, og greinarnar, sem birzt 'hafa á víð og dreif í blöðurn og tímaritum, og f jallað hafa um hin ólíkustu og óskyld- ustu efni, en þó langoftast um einhvern gróður, sem sprottið hefir á akri íslenzkrar orðlistar og skáldskapar. Sögurnar í nýju bókinni, sem Norðri hefir nú sent á bókamark- aðinn, eru raunar enriþá flestar aðeins blýantsmyndir, sem dregn- ar eru á skotspónum af einhverju atviki daglega lífsins, eða ein- hverjum geðhril'um og hugblæ, er borið hefir fyrir sálarsjónir hins skyggna og hrifnæma ferða- manns á óraleiðum lífs og dauða. Aðeins blýantsmyndir, segi eg, en blýantsmyndirnar — rissmynd- irnar — geta þó vissulega einnig verið mikil og sérstæð list á sína vísu. Og því er heldur ekki að sem alltaf hafa „nýsköpun" á vörunum. En Framsóknarmenn voru á móti dýtríðarstefnu Ólafs Thois og kommúnista, og er það allt annað en vera á móti nýsköp- un. Hitt er og annað mál, þó að deilt hafi verið á ýmsar fram- kvæmdir nýsköpunar fyrrv. stjórnar, svo sem það, að togar- arnir, sem hún keypti í Bretlandi urðu um helmingi dýrari, en ef einstaklingar hefðu samið um kaup á þeim á frjálsum markaði,' eða þegar skipuð var fyrst þriggja manna nefnd, til að semja um smíði 30 togara í Bretlandi, og síðan 5 mapna nefnd til að at- huga, hvað þriggja manna nefnd- in hefði samið um, og loks enn þriggja manna nefnd til að fá samnirigunum um 30 togara breytt. Síðasti „íslendingur" leggur það að jöfnu, að Framsóknar- menn hófu stjórnarandstöðu 1944 og að kommúnistar eru nú í stjórnarandstöðu. Munurinn í þessum efnum er þó sú, að 1944 fóru kommúnistar í stjórn með Ólafi Thors, en um kommúnista segir ísl., að þeir séu „ábyrgðar- lausir ofstækismenri', sem vilji leyna, að stundum géfur Helgi sér tóm til að nostra dálítið við frumdrætti sína, lita þá með skærum og sterkum litum fljúg- andi orðlistar sinnar og fjörugrar stílgáfu. Og sums staðar bregður fyrir mildum og blönduðum lit- um, sem skera ekki í augun, en dýpka og styrkja áhrif og geðblæ myndanna. Þá er rissmyndin ekki aðeins orðin að málverki, heldur einnig að góðu og sönnty lista- verki, sem lofar höfund sinn og skapara. Nafn bókarinnar gefur í skyn, að hér sé aðeins umsögurað ræða, skáldsögur. Þetta er vill- andi og gefur ranga hugmynd um innih’aldið, því að margir kaflar bókarinnar eru miklu fremur bókmenntalegar ritgerðir (essay) en smásögur. Sunrs staðar bregður jafnvel fyrir áróðri um dægurmál -ogástöku stað eins konar prédikunartón í annan endann, en blaðamannastíl í hinn, og öllum mögulegum tón- tegundum þar á milli. Menn verða að gera það upp við sjálfa sig, liver og einn, hvort heldur þeir telja þessa óvenjulegu fjöl- breytni efnis og. efnismeðferðar kost eða galla, og mjög misjafn- lega er hér auðvitað á haldið, þótt ekki verði lengra farið út í þá sálma að sinni. En þrátt fyrir nokkra hnökra og brigður, sem kunna að verða á vefnum, er stíll Helga Valtýssonar ávallt fjörug- ur og lifandi og hefir á sér skýr einkenni hins góðfúsa, áhuga- sama og orðglaða manns. J.Fr. Létt vist * Stúlko óskast frá 15. október eða«l. nóvemiber, hálfan eða heilan daginn. Aðeins tvennt fullorðið í heimili. „traðka" á „frelsi og efnahags- legu sjálfstæði“ þjóðarinnar, að þeir séu „bezt geymdir utangarðs í stjórnmálalífinu", og að „þjóð- in verði að sameinast í barátt- unni gegn kommúnismanum." • Allt þetta var Framsóknar- mönnum ljóst 1944; þeir vissu, að kommúnistar eru skemmdar- vargar í stjómmálalífinu, ekki sízt í samvinnu við Ólaf Thors, en augu Sjálfstæðismanna voru þá svo haldin, að þeir sáu þetta ekki eða vildu ekki sjá það. En nú hafa augu þeirra opnast. Stjórnarandstaða Framsóknar- manna byggðist fyrst og fremst á Jjví, að í stjórnina vom komnir „ábyrgðarlausir ofstækismenn“ með Ólafi Thors. Stjórnarandstaða kommúnista stafar hins vegar af því, að núver- andi ríkisstjórn er að leitast við að bæta fyrir illa stjórn kommún- ista og Ólafs Thars.á undanföm- um velgengnisárum. I uppbyggingarstarfinu verður þjóðin að sýna festu og ráðdeild, sparsemi og viljaþrek, eins og hún gerði á fyrirstríðsárunum. — Þá mun aílt betur fara en nú áhorfist, R. v. á.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.