Dagur - 01.10.1947, Blaðsíða 1

Dagur - 01.10.1947, Blaðsíða 1
„Til íslands vil eg halda“ Hið nýja bann brezku stjórnarinnar við ferða lögum Breta til út- landa nær ekki til ís- lands óg Færeyja ,seg- ir Manchester Guard- ian. Hið frjálslynda brezka blað, Manchester Guardian, skýrii- í'rá því, að svo virðist, sem hin nýja reglugerð brezku stjórn- arinnar um bann við ferðalög- um til úclanda (hvea- maður 5 pund til ferðar og dvalar) nái ekki til Islands og Færeyja. Menn megi fara þangað og eyða mun meh'u fé. Þar sem fimmpunda reglugerðin nær til Noregs og Sviss — en þang- að hafa Bietai- leitað í stórum stíl til þess að dðka vetrarspoi t — hefir blaðið látið rannsaka hvað ísland háfi upp á að bjóða í þeim efnum. Segir það athugúnina leiða í Ijós, að Ak- ureyri og Reykjavík bjóði upp á ágætai' skiðabrekkur, en það sé dýrt á Islandi, 5 steiilings- pund á dag kostar það. Engai járnbrautir em þar, en hægt að leigja sér bíl fyrir 10 sterl- ingspund á dag (265 kr.). — Ferðin til íslands er erfið og lleiðin stormasöm, tekur 4—5 sólarhringa. — Blaðinu virðast þær upplýsingar, sem fyrir hendi eru um hið stjórnleyfða túristaland, ekki alltof upp- örvandi, því að jafnvel þótt ís- land hafi girætt vel á stríðinu, er erfiðara að komast niður á jörðina aftur ofan af dýrtíðar- tindinum, og fyrir þremur vik- imi, segir blaðið, varð Sögueyj- an að taka upp skömmtun á matvörum og fatnaði. Lokið lagningu háspennu- línu frá Laxárvirkjun til Húsavíkur Nýlega er lokið við að leggja háspennulínu frá Laxárvirkjun- inni til Húsavíkur, en þó er þorpið ekki ikomið í rafmagns- samband við virkjunina, þar sem allmikið starf er óunnið við inn- anbæjarkerfið. Þá er ennfremur nnýlega lokið við að leggja há- spennulínu frá aðallínunni heim að 11 bæjum í Aðaldal. Flugvél hlekkist á Síðastl. sunnudag skemmdist tveggja hreyfla Beechraft-flugvél frá Flugfélagi íslands, er hún var að hefja sig til flugs á flugvellin- um í Vestmannaeyjum. Vélin var komin á loft, en sveigði síðan til jarðar aftur, og lenti utan við flugbrautarendann. Farþega og áhöfn sakaði ekki, en vélin er all- mikið skemmd, þó ekki meira en svo, að líklegt er talið að gera megi við hana. Sérfræðingar hafa farið til Eyja til þess að athuga vélina og orsök þessa atburðar. Skömmtun margra heðmilisnauðsynja og bensíns hefst í dag Fornleifafundurinu á Sílastöðum Þessa mynd tók Edvard Sigurgeirsson nf einni gröfinni á Silastöðum i sl. viku. Alls hafa nú fundizt þarna 5 grafir og voru voþn í fleslum grnjiinum. Myndin sýnir sverð 87 cm. langt, hauskúpu og bein, skjaldarbólu, axarblað og hnif. Auk þess voru í. gröfinni spjótsoddur og tiokkur vogarlóð^ Reiðskjóti forn- mannsins hafði verið grafinn við fótagafl grafarinnar ásamt með öllum reiðtygj- um. Grafír þessar eru síðan á 10. öld. Má m. a. merkja það af gerð vopnanna svo og þvi, að með hristnitökunni féll niður sá siður að heygja menn með voþnum. Stjórnarvöldin skora á almenning að taka hinum nýju sparnaðarráðstöfunum af þegnskap og velvilja í dag tekur gildi nýtt skömmtunarkerfi Um land allt. H,afin er skömmtun á kornvörum og brauði, vefnaðarvörum og búsáhöldum. hreinlætisvörum og benzíni. Skömmtunárskrifstofa ríkisins birtir í blöðunum um þessar mundir aug'lýsingai- um framkvæmd hinnar nýju skömmtunar, og er nauðsynlegt fyrir almenning að kynna sér efni þeina nákvæmlega. Nýjir skömmtunarseðlar hafa verið gefnir út og hófst afliending þeirra hér síðastliðinn mánudag. 300 hestar af heyi breuna á Naustum Vilja Eyfirðingar hlaupa undir bagga með bóndanum? Síðastl. fimmtudag brunnu 300 hestar af töðu á Naustum hér ofan við bæinn, sömuleíðis brann þak af hlöðu og fjósi áður en Slökkviliði Akureytar, sent kom ávettvang, tókst að ráða niður- lögum eldsins. Heilan sólarhring logaði í rústunum. Ekki mun upplýst til fulls um upptök elds- ins og er mál þetta í rannsókn. Kunnugir telja, að um íkveikju hljóti að hafa verið að ræða. Eng- inn var heima á bænum, er elds- ins varð fyrst vart. Bóndinn, Jón Guðmundsson og fólk hans vann að kartöfluupptöku alllangt írá bænum og varð einskis vart um eldsupptökin. Naustabóndinn hefir orðið fyr- ir miklu tjóni, þar sem mestur hluti heyja hans helir brunnið og árangur sumarvinnunnar farið forgörðum. Margir hafa áhuga fyrir að hlaup aundir bagga með honum og eru samskot hafin. — DAGUR mun veita þeim mót- töku. Blaðið vill gera það að til- lögu sinni, að Eyfirðingar, sem flestir hafa aflað mikilla og géðra heyja í sumar, láti hey af hendi rakna til þessa nauðstadda bónda. Kaupfélag Eyfirðinga liefir þegar iofað að sjá um flutn- ing á því heyi, sem menn vildu láta. Þurfa þeir bændur, er þarna viíja verða að liði, að láta félagið vita hvar baggana er að taka og mtin það sjá um flutning þeirra héint að Naustum. Ef margir gér- ast til þess að hjálpa Naustaheim- ilinu verður tjónið bætt á skammri stund án mikilla fórna fyrir hvern einstakling. Þrír menn drukkna Hörmulegt slys varð í Ólafs- víkurhöfn sl. laugardagskvöld, er mótorbátur, er var að flytja kol í land úr flutningaskipi, sökk í vonzku veðri. Mennirnir, sem fórust hétu Lárus Sveinsson, Sig- urður Sveinsson, og voru þeir bræður, og Magnús Jónsson, allt ungir og röskirmenn frá Ólafsvík. GullbrúSkaup áttu hjónin ó Hesju- völlum í Glæsibæjarhreppi, Sigríður ísleifsdóttir og Vilhjálmur Jónasson, s!. föstudag, 26. sept. Þau hafa búið á Hesjuvöllum nær allan sinn búskap og hafa bætt jörðina og prýtt á marg- an hátt. Margir sveitungar þeirra hjóna heimsóttu þau á þessum merk- isdegi og færðu þeim árnaðaróskir og þakkir fyrir langt og ánægjuríkt sam- stárf og viðkynningu. Þau Hesjuvalla- hjón hafa eignast þrjú börn, tvær dæt- ur og einn son, sem öll eru búandi í héraðinu. Skömmtunarstjóri ríkisins flutti ávarp urn hina nýju skömmtun í útvarpið í gær og greindi frá helztu atriðum hennar. Jafn- framt skoraði hann á landsmenn að taka hinum nýju reglum með þegnskap og velvilja og stuðla að því, að framkvæmd skömmtunar- innar verði réttlát. Hér skal get- ið nokkurra helztu atriða skömmtunarkerfisins, en að öðru leyti er vísað til auglýsinga frá skömmtunarstjóranum annars staðar í blaðinu. Reitir nýja skömmtunarseðilsins. Á hinum nýja skömmtunar- seðlieru margir reitir, auðkennd- ir nreð bókstöfum og tölum. Hefir gildi þeirra verið ákveðið í aðalatriðum þannig til áramóta. Reitirnir A—1 til A—15 gilda aðeins fyrir kornvörum og brauðum. Hver reitur gildir fyrir 1 kg. af kornvörum eða brauð- um, en litlu reitirnir, All— A15 eru skiptiseðlar til hagræðis fyrir verzlanir og viðskiptamenn og gildir hver þeirra 200 gr. Reitirnir Bl—B50 gilda aðeins fyrir vefnaðarvöru (annarri en tilbúnum fatnaði) og búsáhöld- um. Hver reitur gildir 2 krónur miðað við smásöluverð varanna. Heimilt er að kaupa fyrir þessa reiti hvort heldur er vefnaðarvör- ur eða búsáhöld í hverjum þeim hlutföllum, sem kaupandi óskar. Reitirnir Kl—K9 gilda aðeins fyrir sykri og hver reitur fyrir þó kg• Reitirnir Ml—M4 gilda aðeins fyrir hreinlætisvörur. Heimilt er að kaupa gegn hverjum M-reit eitthvað af þessu fernu: 1/2 kg. blautsápa, eða 2 pk. þvottaefni, eða 1 stk. handsápa, eða 1 ‘stk. stangasápa. Hver miði dugar að- eins til að kaupa EITT af þessu fernu, til þess að kaupa það allt þarf alla 4 M-reitina. Reitirnir J1 —-J8 gilda aðeins fyrir kaffi og hver reitur fyrir 125 gr. af br. og möluðu kaffi eða 150 gr. af óbrenndu kaffi. Stofnauki númer 13 gildir fyr- ir tilbúnum ytri fatnaði, þannig, að gegn þessum stofnauka má kaupa: 1 alklæðnað karla eða 1 yfirhöfn karla eða kvenna, eða 2 ytri kjóla kvenna, eða 1 alklæðn- að og 1 yfirhöfn á börn undir 10 ára aldri. Aðeins eitt af því, sem nú var talið, fæst gegn stofnauka nr. 13. Þessi skömmtun gildir til ársloka 1948, en allir aðrir reitir til ársloka 1947. Stofnauki númer 14 gifdir fyr- ir 1 kg. af erlendu smjöri. Stofn- auki númer 11 af matvælaseðli þeim, sem úr gildi féll nú um mánaðamótin síðustu, er enn í gildi, fyrir 1 pari af skóm. Takmarkanitr á afgreiðslu vara til verzlana. Litlar birgðir skömmtunar- vara munu vera til í verzlunum landsins. Hins vegar er óheimilt að afgreiða skömmtunarvörur til smásöluverzlana nema gegn skil- uðum reitum skömmtunarvara. Til þess að búa verzlanir nægum byrjunarbirgðum, fá þær, er um það sækja, fyrirfram skömmtun- arleyfi. Innflytjendur skömmt- tmarvöru fá hana ekki tollaf- greidda framvegis, nema gegn leyfi frá skömmtunarskrifstofu ríkisins. Sérstakar reglur verða settar um afgreiðslu skömmtun- arvara til veitingaihúsa, iðnaðar- fyrirtækja o. s. fnr. Benzínskömmtunin. Skömmtun á benzíni til allra vélknúinna farartækja hefst einnig í dag. Fáskrásett farartæki bénzínskömmtunarmiða, semhér segir á mánu%i, til áramóta: Strætisvagnar 1800 lítra, aðrar sérleyfisbifreiðir og mjólkur- flutningabifreiðir 900 lítra, 'leigubifreiðir 5—7 manna 400 lítra, einkabifreiðir 5—7 manna 60 lítra, einkabifreiðir 2—4 nianna 45 lítra, bifhjól 15 lítra. Vörubifreiðir yfir 5 tonn 600 ltr., 4—5 tonna 500 ltr., 3—4 tonna 400 ltr., 2—3 tonna 350 ltr., 1—2 tonna 200 ltr., V2—1 tonns 100 ltr. og minni en l/fctonn 45 ltr. Takmörkun akstuirs. Leigubifreiðum er bannað að aka frá kl. 11 á kvöldi til kl. 7 að morgni, nema um nauðsynlegan akstur sé að ræða, svo sem með lækni, sjúkling eða komið sé úr (Fram’hald á 8. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.