Dagur - 29.10.1947, Blaðsíða 2
2
DAÖUR
Miðvikudagur 22. október 1947
Um víða verðld
Andlegt ástand
kommúnista
leiðtoga
lega orðaðar staðhæfingar án
allra raka. Daglega bera þeir
fram frekjulegar fullyrðingar um
það, að núverandi ríkisstjórn eigi
alla sök á á öllum þeim vandræð-
um, sem nú' steðja að þjóðinni,
því að hún ,vinni markvíst að at-
vinnuleysi, hruni og eyðilegg-
ingu, núverandi stjórn hafi eytt
gjaldeyrinum gegndarlaust eða
látið heildsalana hafa fyrir því,
og allt þetta geri stjórnin í þeim
tilgangi að rýra lífskjör almenn-
ings. •
Þessi blygðunarlausu ósann-
indi láta leiðtogar kommúnista
sér sæma að bera á borð fyrir
þjóðina óaflátanlega, þó að allir
viti 'nú orðið, að Jtegar stjórnar-
skiptin fóru fram í febrúar sl.,
var ástandið þannig, að öllum
gjaldeyrinum var eytt og ráðstaf-
að, og gjaldeyrisskortur því óum-
liýjanlegur fram undan. Við
þessum arfi varð núverandi
stjórn að taka eftir ráðsmennsku
kommúnista í fyrrv. stjórn. Pen-
ingamál ríkisins voru þannig á
vegi stödd, að ríkissjóður og rík-
isstofnanir skulduðu 20 miljónir
kr. í yfirdregnum reikningum í
Landsbankanum, og ástandið í
fjárhagsmálum ríkisins að öðru
leyti þannig, að lán með ríkis-
ábyrgð voru ófáanleg svo nokkru
næmi.
Ástand sjávarútvegsins var
þann veg farið, að þess var eng-
inn að nokkur fleyta færi á sjó úr
síðustu áramótum án ríkis-
ábyrgðar á öllum fiskútflutningi
bátaflotans. Hér við bættist og,
að afurðasölusamningar voru
ógerðir um nær allar útflunings-
vörur við stjórnarskiptin. í |>essu
sambandi má ekki gleyma Jdví, að
stjórn sjávarútvegsmála var eitt
af sérsviðum kommúnista í ríkis-
stjórn. Þeir skildu við þessa sér
grein sína í því ástandi, sem hér
hefir verið drepið á.
Um nýsköpunina er J>að að
segja, að fjáröflun til hennar.var
stöðvuð, }>egar nýsköpunar-
stjórnin hrökklaðist-frá völdum.
Dreifing stríðsgróðans með dýr-
tíð og verðbólgu, sem nýsköpun-
arstjórnin með kommúnista inn-
anborðs gumaði svo mjög af,
gafst ekki betur en það, að aldrei
hafa verið eins margir miljóna-
færingar í landinu sem J>á, er
kommúnistar létu af völdum, að
því er J>eim sjálfum segist frá.
Á þessa leið var þá ástandið,
Jjegar kommúnistar yfirgáfu
stjórnarstörfin. Samt sem áður
blygðast þeir sín ekki fyrir að
halda því fram, að núverandi
stjórn hafi skapað það ástand eða
|óstand, er orðið hafði til undir
þeirra eigin stjórn.
Það er því engin furða, þó að
flestir líti svo á, að sálarlíf leið-
toga kommúnista sé meira en lít-
ið gengið úr réttum skorðum.
Frá bókamarkaðinum
Afleiðingar heimstyrjaldar-
innar leggjast nú þungt á þjóðir
víða um lönd. Við íslendingar
stóðtim betur að vígi en flestar
aðrar þjóðir, Jrví að við söfnuuð-
um miklum stríðsgróða í erlend-
um innstæðum, meðan þær voru
sífellt að tapa. En ,vegna fyrir-
hyggjuleysis og rangrar stjórnar-
stefnu fauk stríðsgróði okkar að
mestu leyti út í veður og vind.
Hér eftir verður íslenzka þjóð-
in J>ví eingöngu að byggja af-
komu sína á þeim gjaldeyri, sem
framleiðsla hennar getur veitt á
hverjum tíma. Verðbólgustefna
undanfarinna ára hefir leikið
okkur ærið grátt. Vegna hennar
erum við. ekki samkeppnisfærir
níeð útflutningsafurðir okkar á
erlendum markaði. Við verðum
því nauðugir viljugir að lækka
framleiðslukostnaðinn, ella að
sigla þjóðarbúskapnum í algert
strand og verða J>ar með fjárhags-
lega og síðan stjórnarfarslega ó-
sjálfstæð þjóð skömmu eftir lýð-
veldisstofnun og viðurkenningu
um fullkomið þjóðarsjálfstæði.
Flestar þjóðir hafa myndað
öflug samtök um viðreisnarstarf.
Þeim, sem verst eru staddar, hefir
boðizt fjárhagsleg aðstoð frá
Bandaríkjunum. En þá bregður
svo við, að einn stjórnmálaflokk-
ur í hverju landi hefur ofsafeng-
inn áróður gegn því, að hinir
ýmsu þjóðir sameinist um við-
reisnarstarfið. Þessi flokkur er
kommúnistar. Málflutningur
þeirra og bardagaaðferðir víða
um lönd sanna það, að áróður
þeirra á sér sameiginlegan upp-
runa, og hann er að finna í Rúss-
landi. Eins og kunnugt. er, fjand-
sköpuðust rvaldháfar Rússa við
Parísarráðstefnuna og lögðu
blátt bann við því, að Jjjóðir á
áhrifasvæði þeirra sendu fulltrúa
á ráðstefnu þessa, sem þær höfðu
þó ætlað að gera, en Rússar
brutu þann vilja þeirra á bak
aftur með harðri hendi.
íslenzku kommúnistarnir eru
ekki eftirbátar flokksbræðra
sinna í öðrum löndum með
þjónslundina gagnvart valdhöf-
um Rússa. Enginn efast lengur
um, að þeir dansa ávallt eftir
pípublæstri Rússa. Kommúnist-
um hér \'ar J>að nóg að vita, að
Rússar voru á móti Parísarráð-
stefnunni og á móti öllu við-
reisnarstarfi í vesturhluta Ev-
rópu. Þá var svo sem sjálfsagt að
leiðtogar kommúnista hér á ís-
landi tækju upp öflugan áróður
gegn því, að íslenzka þjóðin sam-
einaðist um viðreisnarstarfið og
fjandsköpuðust jafnframt við
Parísarráðstefnuna. Fyrsta verk
þeirra á Alþingi var því að krefj-
ast skýrslu um ráðstefnuna af rík-
isstjórninni og.þó eirikum um
einhverja lántöku frá Bandaríkj-
unum til handa íslandi, sem
rædd mundi hafa verið í París.
En þegar til átti að taka og ræða
átti þetta mál í áþeyrn þjóðar-
innar, þóttust kommúnistar vera
að mestu mállausir! Bendir þetta
á, að kommúnistar hafi verið sér
þess meðvitandi, að þeir væru að
fara með fals og ósannindi, enda
vék Einar Olgeirsson ekkert að
því máli, er fyrir lá, á þeim stutta
ræðutíma, sem hann notaði.
I-íimi ofsafengni áróður
kommúnista gegn viðreisnar-
starfinu á sér engin takmörk. Um
þær mundir, er leiðtogar komm-
únista voru að þjóta um landið
|>vert og endilangt með boðskap
sinn, sagði Þjóðviljinn:
.Ríkisstjórnin hefir unnið
kaj>psamlega og markvíst að því
að stöðva atvinnuframkvæmdir í
landinu og koma á atvinnuleysi
þegar á þessu hausti:
Og enn segir þar:
„Heildsalarnir hafa verið
látnir eyða gjaldeyri þjóðarinn-
ar gegndarlaust, ríkisstjórnin
hefir vegna pólitísks ofstækis selt
afurðir landsins fyrir minna verð
en hægt hefði .verið að fá, og í
skjóli }>ess gjaldeyrisskorts, sem
ríkisstjórnin þannig hefir skap-
að, á að liefja árásir á afkomu
launj>ega og almennings í land-
inu, rýfra lífskjörin, lækka laun-
in — allt í J>einr tilgangi að
heildsalar og annar stórgróðalýð-
ur geti haldið áfram að græða."
*
í samræmi við framangreinda
kenningu Þjóðviljans var svo
boðskapur sendimanna komm-
únista til þjóðarinnar. Sá boð-
skapur var á }>essa leið: Ríkis-
stjórnin á aðeins eitt áhugamál:
að rýra lífskjör almennings,
skapa sem mest atvinnuleysi og
fá heildsalana til að eyða upj> til
agna gjaldeyri þjóðarinnar. Til
þess að ná sem mestum árangri
við þetta skemmdarstarf, leggur
ríkisstjómin áherzla á að selja
framleiðslu landsmanna lægra
verði en hægt er að fá fyrir hana.
Eitthvað hlýtur að vera bogið
við sálarástarid þeirra manna,
sem bjóða íslenzku þjóðinni upp
á svona lagaðan málfltuning. Því
trúir enginn maður með heil-
brigðri skynsemi, að í núverandi
ríkisstjórn hafi valizt menn, sem
af eintómri mannvonzku hafi
komið sér saman um að spilla
lífskjörum almennings. Sjálfsagt
er ráðherrum J>eim, er skipa nú-
verandi ríkisstjórn, í ýmsu áfátt
eins og öðrum dauðlegum mönn-
um, en að þeir sóu ótíndir glæpa-
menn og mannhatarar, eins og
kommúnistar lýsa þeim, sú mál-
færsla gengur ekki í aðra en þá,
sem smitaðir eru af pestnæmi
mannhaturs og brjálæðiskenndr-
ar ofsatrúar, er J>róast svo vel inn-
an vébanda kommúnismans.
Aldrei áður hefir stjórnarand-
staðan í landi hér verið eins ofsa-
fengin og vitfirringsleg sem nú. í
Jringplaggi frá kommúnistum ný-
lega framkomnu er svo til orða
tekið, að ráðherrar núverandi
ríkisstjórnar séu reyndir að því
að vjnna að því að eyðileggja af-
komumöguleika þjóðarinnar og
rýra lífskjör almennings í hví-
vetna. Málflutningur kommún-
ista er aliur á þessa lund, rudda-
Sven Edvin Sallje: Ríki
mannanria. Konráð Vil-
hjálmsson íslenzkaði. —
Bókaútgáfan Norðri. Ak.
Prentverk Odds Björns-
sonar. 1947.
íslenzkum lesendum er höf-
undur þessarar bókar ekki alls
ókunnur. Bókaútgáfan Norðri
gaf í fyrra út eftir hann stóra
skáldsögu, Ketil í Engihlíð, og
hlaut hún góðar viðtökur og
vinsældir hér á landi, enda
skemmtileg saga og góðrar ættar
að efni og anda. Ríki mannanna
er beint framhald þessarar sögu,
þótt hin nýja saga sé einnig sjálf-
stæð heild, sem lesa má sér til
fulls gagns og skemmtunar án
þess að þekkja hina fyrri sögu.
En Ketill frá Engihlíð birtist hér
enn á sjónarsviðinu, tápmikill,
sterkur og heilbrigður, }>ótt ætt
hans sé gölluð nokkuð og úr-
kynjuð. Mannleg og algeng eig-
ingirni bræðra lians hefir hrakið
hann á brott frá ættaróðalinu
Engihlíð, en liann tekur barátt-
una ótrauður uj>j> að nýju í út-
legð sinni á kotbýlinu Bótólfs-
garði þar í sveitinni og vinnur
að lokum fullan sigur við hlið
hinnar tápmiklu unnustu — og
síðar eiginkonu sinnar — Bir-
gittu Larsson. Og Aron, bróðir
Ketils, heyr einnig sína baráttu
við meðfætt þunglyndi og áskap-
að samvizkubit við hlið Soriju í
Vonarvík, sem elskar ættarmót
bróðursins í &vip og viðbrögðum
unnustans og eiginmannsins.
Hún þráir Ketil, en faðmar Ar-
on. Á einhvem kynlegan hátt
verður þessi unga og glæsilega
stúlka, svo rík og stórlát sem hún
er, ein hugstæðasta og eftir-
minnilegasta persóna sögunnar,
þótt ekki sé sérlega mikið frá
henni sagt. Fjöldi annarra
ma'nna og kvenria blandast inn í
frásögnina, og eru flestar mynd-
irnar skýrt ög eftirminnilega
dregnar á tjald hins þrönga leik-
sviðs þarna í Móahverfinu. Og
sögunni lýkur með því, að þau
Ketill og Birgitta flytjast heim
aftur á ættaróðalið Engihlíð og
sættir takast með þeim bræðrUm,
Katli og Aron. Og 1-itli sonur
þeirra Ketils og Birgittu verður
nýr Arnviður í Engihlíð — nýr
þroskavænlegur kvistur á göml-
um stofni. Og þrátt fyrir allt og
allt er „lífið þó geysidásamleg
gjöf“-
Það er óþarfi að fara mörgum
orðum um þýðingu Konráðs Vil-
hjálmssonar, svo kunnur og mik-
ilvirkur þýðandi sem hann er nú
orðihn. Mál og stíll á þessari bók
ber ósvikin einkenni hans og fer
sérlega vel efni sögunnar og
anda. Þróttmikill og djarflegur
— og dálítið sérkennilegur —
andi svffur þar yfir vötnum. Og
fleirum mun fara á sama veg og
mér, að þeir fá þeim mun meiri
mætur á Konráð, stíltækni hans
og orðbragði, sem þeir kynnast
honum og sérkennum hans bet-
ur, enda verður málblær hans og
stíll æ skapfelldara með vaxandi
leikni og æfingu við þýðingarn-
ar, þótt svo undárlega bregði við,
að mér þyki hann næstum því of
nýtízkulegur og viðhafnarmikill
á nútímavísu á stöku stað. J. Fr.
Síðast þegar ameríska fjármálaráðu-
neytið gerði upp hversu mikið fé
Bandaríkin eiga hjá Evrópuþjóðjm
frá fyrra heimsstríðinu, reyndist upp-
hæðin vera 14,7 milljarðar doítara
skuld við ameríska ríkið og 6,3 mill-
jarða dollara skuld við ýms íyrirtæki.
Þótt þetta séu gífurfegar fjárhæðir,
eru þær smávaxnar, er þær eru born-
ar saman við skuldasöfnun Evrópu-
þjóðanna við Bandaríkin frá síðasta
stríði. Á árunum 1939—1945 létu
Bandarikjamerm af hendi vörur og
tæki fyrir samtals 61,6 milljarða doll-
ara og er mest allt þetta fé ógreitt
ennþá.
*
Norsk blöð vekja athygli á togara-
smíðum Þjóðverja um þessar mundir
og segja, að ætlunin sé að þýzki tog-
araflotinn stundi veiðar á íslandsmið-
um og í Bjeringshafi. AIIs er ráðgert
að smíða 100 ný skip, af þeim mega
34 ekki vera yfir 400 smálestir og 66
ekki yfir 450 smálestir. Fyrstu 10 tog-
ararpir eiga að verða tilbúnir frá
skipasmíðastöðvunum irtnan 18 mán-
aða. Þýzki togaraflotinn er nú 74 skip.
*
Kanadamerui hafa nýlega handtek-
ið ennþá einn kommúnistanjósnara.
Var hann starfsmaður í birgðadeitd
kanadíska hergagnamálaráðuneytis
ins. Sarmaðist á marm þennan,að harm
hefði látið. Sovét-Rússland fá ýmsar
upplýsingar, sem voru hernaðarleynd-
armál. Maður þessi fékk fjögurra árm
fangelsisdóm.
*
Norðmenn hafa nýlega selt Rúss-
um 30,000 tunnur af Íslandssíld, er
floti þeirra veiddi hér við lartd sl.
sumar. Vetðið telja norsk blöð sæmi-
legt og verður hægt að greiða sjó-
mönnum sama verð fyrir síldina og sl.
áu. Með þessarí sölu hafa Norðmenn
lokið við að selja alla þá Íslandssíld,
er þeir ætla að flytja úr landi.
*
Brezkir bílaframleiðendur hafa byrj-
ag samstarf til þess að fækka bíla-
gerðum í framleiðslu í Bretlandi. Fyr-
ir stríðið voru framleiddar 136 mis-
munandi bílategxmdir í Bretlandi, en
eftir stríðið framleiða 30 bilafyrirtæki
62 mismtmandi tegundir. Samkvæmt
hinu nýja samkomulagi á að fækka
tegundunum í 42 þegar á næsta ári.
Brezki bílaiðnaðurinn framleiðir nú
um 300,000 bíla á ári, en ætluninerað
koma framleiðslunni upp í 475,000
bíla árlega. Af þessarí tölu verða
300,000 flutt úr landi. Bílaútflutning-
urinn er þegar orðinn helmingi meiri
en árin næstu fyrír stríðið.
*
Norðmenn efla til sérstakra nám-
skeiða um þessar mundir fyrir verzl-
unarmenn, bahkamenn o. s. frv., í
norskri útflutningsverzlun og mark-
aðsleit. Þessum námskeiðum verður
haldið áfram sem einum lið þeirrar
starfsemi, að vinna nýja markaði fyrir
norskar framleiðsluvörur og tryggja
gamla markaöi.
sem ný, á meðalmann, grann-
an, til sölu, miðalaust.
Saumastofa Gefjunar.
i