Dagur - 29.10.1947, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 22. október 1947
DAGUR
1947
Tómstundum til lesturs fer nú óðum að fjölga.
Eins og fyrr býður NORÐRI upp á skemmtileg-
ustu bækurnar, kjarnmestu og þjóðlegustu. Eftir
erfiði liðins dags hafa Norðra-bækurnar löngum
verið eftirsóttar til afþreyingar og hvíldar á löng-
um vetrarkvöldum, og svo mun enn verða. —
Það, sem af er þessu ári, hafa eftir taldar bækur
komið út:
Á Dælamýrum, eftir Helga Valtýsson. Bók þessi vekur
mikla athygli og óskipta ánægju allra, sem lesa, enda
er stíll höf. slunginn heillandi töfrum .... ib. kr.
35.00, ób. kr. 25.00.
Á Svörtuskerjum. Hrífandi ástarsága, eftir sænsku skáld-
konuna Emilie Carlén. Saga þessi hlaut verðlaun
sænska akademísins. — Mikil saga og margbrotin
..........ib. kr. 48.00, ób! kr. 36.00.
Benni i frumskógum Ameriku ib. kr. 20.00.
Ben?ii á perluveiðum.......ib. kr. 20.00.
(Benna-bækurnar njóta nú hylli lesenda á öllum
aldri, þó upphaflega hafi þær verið ætlaðar ungum
drengjum.*
Beverly Gray fréttaritari.....ib. kr. 20.00.
(Þetta er 5. bók hins vinsæla bókaflokks fyrir ungar
stúlkur.)
Feðgartiir á Breiðabóli 111 (Grænadalskóngurinn), eftir
Sven Moren. (Þetta er lokabindi hins merka og vin-
sæla sagnabálks, sem hófst með sögunum Stórviði og
Bœrinn og byggðin............ib. kr. 20.00, ób. kr. 14.00.
Fegurð dagsins. Kvæði eftir Kjartan Gíslason frá Mosfelli.
Það er bjart og hlýtt yfir þessari bók, sem veldur
því, að lesandinn leggur hana ánægður frá sér ......
ib. kr. 28.00, ób. kr. 18.00.
Fjöllin blá, eftir Ólaf Jónsson. Þessi ljóð eru óður fjall-
farans til hinna hiklu víðátta, hressandi og fersk eins
og háfjallaloftið.........ib. kr. 30.00, ób. kr. 20.00.
Dagshriðar spor. Smásögur eftir vestur-íslenzku skáldkon-
una Guðrúnu Finnsdóttur. Sögur þessar eru kana-
dískar að umhverfi en íslenzkar í anda, þar sem
minningin um ísland verður stundum Ijúf draum-
sýn...........ib. kr. 25.00, ób. kr. 17.00.
Gömul blöð. Smásögur, eftir Elínborgu Lárusdóttur.
Snjallar og hnitmiðaðar. Þeir, sem vilja skemmta sér
og auka skilning sinn á fortíð og samtíð, ættu að fá sér
þessa bók...........ib. kr. 30.00, ób. kr. 20.00.
/ andlegri nálcegð við ísland, eftir Einar Pál Jónsson, rit-
stjóra Lögbergs. Skemmtilega skrifaður þáttur um för
höf. á fund íorseta íslands, er hann var staddur í New
York 1944 í boði Roosevelts forseta.........ób. kr. 5.00.
Mary Lou i langferð, eftir Astrid Lind,- Afar spennandi og
ævintýrarík saga fyrir ungar stúlkur........ib. kr. 20.00.
Rússtieska hljómkviðán, eftir Guy Adams. Saga þessi er
óvenjulegt skáldverk um óvenjuleg örlög, og hlaut
glæsilegan sigur í bókmenntasamkepjmi Sameinuðu
þjóðanna, og lrefur síðan farið sigurför um flest lönd
heims, sem hrífandi ástarsaga ........ ib. kr. 36.00,
ób. kr. 25.00.
Væringjpr, eftir Helga Valtýsson. Þessar snjöllu smásögur
komu út 1935, og því verið ófáanleg bók um nokkra
ára skeið, en nú hafa komið í leitirnar örfá eintök,
sem seld verða méð „gamla verðinu“, ......... ib. kr.
10.00. ób. kr. 8.00.
Öræfaglettur, eftir Ólaf Jónsson. Saga þessi gerist uppi á
öræfum. Aðalpersónur sögunnar eru ungur piltur, sem
flýr á fjöll undan rangsleitni byggðarmanna, og ung
daladóttir, sem forlögin leiða á fund útlagans. —
Öræfaglettur hafa vakið mikla athygli, enda þjóðleg
og sérstæð skáldsaga, sem lieillar og seyðir lesand-
ann inn í töfraheim öræfanna ......... ib. kr. 35.00,
ób. kr. 25.00. '
Riki mannanna. Raunskyggn og nragnþrungin ástarsaga,
í þýðingu Konráðs Vilhjálmssonar.
Kata bjarnarbani . Saga þessi hlaut I. verðlaun í Norður-
landasamkeppni um beztu barnabókina 1945. Verður
hún priðja Óskabókm, en áður eru útkomnar í þeim
flokki: Hilda á Hóli og Börnin á Svörtutjörnum.
Á næstunni og fyrir jól eru þessar bækur væntan-
legar:
Konan i söðlinum. Þróttmikil sænsk skáldsaga í þýðingu
Konráðs Vilhjálmssonar.
Inga fer til íslatids. Fjörug og ævintýraleg telpusaga. Norsk
telpa dvelur um skeið á íslandi -- og landið birtir henni
marga þá töfra, sem heimafólki sést yfir.
Dagur er liðinn. Ævisaga Guðlaugs frá Rauðbarðaholti,
prýðilega skráð af Indriða Indriðasyni. Saga þessa
óbreytta Islendings kemst nær því að vera saga lands-
ins undanfarin 70 ár eða svo, heldur en ævisögur margra
þeirra, er hátt hefur borið í mannfélaginu.
Bessastaðir. Þættir úr sögu þessa höfuðbóls. Skráð hefur Vil-
hjálmur Þ. Gíslason. Bók þessi verður mikið og merki-
legt rit með fjölda glæsilegra mynda.#
Faxi. Ein hugstæðasta og snjallasta bók, sem skráð liefur
verið á íslenzka tungu. Segir hún sögu hestsins um
aldaraðir. Hvað hann hefur verið þjóð sinni og fyrir
hana liðið. Bókin er rituð af dr. Brodda Jóhannessyni.
Myndskreytt af Halldóri Péturssyni.
Norðra-bækurnar fást hjá öllum bóksölum landsins.
Einnig má panta þær gegn póstkröfu beint frá forlaginu.
BOKAUTGAFAN NORÐRI
Reykjavík
Pósthólf 101
Akureyri
Pósthólf 45
Tilboð óskast
um byggingu á 130 tonna .skipi til landhelgisgæzlu
og björgunarstarfsemi. — Uppdrættir og smíðalýsing
fæst á skrifstofu vorri gegn 300 kr. skilatryggingu.
Skipaútgerð ríkisins
Reykjavík
HÚFUR
SKINNHUFUR
SKÍÐAHÚFUR
ENSKAR HÚFUR
KAUPFÉIAG EYFIRÐINGA
V efnaðai-vörudeild
Húsavíkurbréf
Laugurdaginn 11. þ. m. lauk
haustslátrun hjá Kaupfél. Þing-
eyinga. Alls var slátrað á fjór-
tánda þúsund. Meðalvigt dilks-
skrokka, sem inn ,voru lagðir í
haust, var 16,04 kg.
Hæsta meðalvigt hjá einstakl-
ingi var hjá Jóni Sigurðssyni,
bónda á Hofstöðum í Mývatns-
sveit, 22,5 kg. Hafði hann rúma
tuttugu dilka. Gunnlaugur
Gunnarsson, bóndi, í Kast-
hvamrni í Laxárdal lagði inn 85
dilka og var meðalvigt þeirra
20,8 kg. Þyngsta mylkærskrokk
átti Þórður Markússon, verka-
maður, Húsavík, 37 kg.
1 haust var öllu fé slátrað i
Reykdælalrreppi og fóru þar
fram fjárskipti í annað sinn. Vart
hafði orðið þar við mæðiveiki á
nokkrum bæjum. En þar sem
fjárskipti hafa nú farið fram í
öllum hreppum sýslunnar, þótti
öllum hugsandi mönnum það
háskalegt að láta slíkan vágest,
sem mæðiveikin er, vera óáreitt-
an inn í miðju héraði. Hvernig
mæðiveikin hefir borizt inn í
girðingarhólf Reykdæla er senni-
lega ósannað mál, en þar mun
vera um marga möguleika að
ræða og rnargar leiðir. Ein er sú,
að hún hafi komið með líflömb-
um þeirn, senr flutt voru í hrepp-
in úr Fnjóskadal og innan frá
Eyjafirði haustið 1941.
í haust keyptu Reykdælir líf-
lömb í hreppunum umhverfis
Reykjadal og auk þess nokkuð
norður á Melrakkasléttu.
Hátt á fjórða þúsund lömb
voru keypt inn í hreppinn. í
fyrra haust fór fratn niðurskurð-
ur í Ljósavatnshreppi og keypt-
ur nýr fjárstofn frá Vestfjörðum.
Um 200 gimbrarlömb komu úr
þessum hreppi til slátrunar í
haust. Lömb þessi reyndust hafa
mikinn skrokkþunga, en ekki að
sama skapi eins vel byggð. Þarf
mikil breyting að verða á þessu
vestfjarðafé ef kjötið af því á að
fullnægja þeim kröfum sem nú
eru gerðar til kjöts á enskum
markaði.
Hið nýja mjólkursamlag Kaup
félags Þingeyinga hefur nú starf-
að í hálfan mánuð og rekstur*
þess gengið að óskum og þykir
mjólkin og skyrið, sem þaðan
kemur fyrsta flokks vara. Síðan
það tók til starfa hefir mjólkur
sala hér í bænum farið langt fram
úr því, sem áætlað var.
*
Nýlega hafa látizt hér í Húsa-
vík: Stefán E. Bjarnason, Nýja-
bæ, roskinn maður og heilsu-
veill. Magnús Friðgeirsson, sjó-
maður, 37 ára, búinn að vera
heilsulaus í sjö ár. Guðlaug Vig-
fúsdóttir, kona Hjálmars Gísla-
sonar hér í bæ gömul kona og
farin að heilsu.
Nýlega lézt á Mýlaugsstöðum
í Aðaldal, Kristján Jónsson, fyrr-
um bóndi þar, kominn á níræð-
isaldttr. Kristján ól allan sinn
aldur á Mýlaugsstöðum og bjó
þar góðu búi í marga áratugi.
Giftur var hann Guðbjörgu
Jónsdóttur frá Vaði og lifir hún
mann sinn, og dvelur nú hjá son-
um sínum á Mýlaugsstöðum.