Dagur - 17.12.1947, Blaðsíða 4
4
D A G U R
Miðvikudaginn 17. desember 1947
DAGUR
Ritstjóri: Haukur Snorrason.
Afgreiðsla, anglýsingar, innheimta:
Marinó H. Pétursson
Skrifstofa i Hafnarsir.xti 87 — Sími 166
Blaðið kemur út á hverjum miðviku'dégi
Árgangurinn kostar kr. 25.00
Gjalddagi er 1. júlí
Prentverk Odds Björnssonar h.f. Akureyri
Gömul saga rifjuð upp
TILVITNANIR þær í skýrslu brezka fiskveiði-
málaráðuneytisins, um fiskveiðar og fiskkaup
Breta á stríðsárunum, sem birtust hér í blaðinu
i sl. viku, gefa tilefni til þess að við íslendingar
rennum huganum aftur í tímann, til ársins 1940.
Eftir mitt sumar stóðu Bretar aleinir uppi gegn
herveldi nazismans. Hin fyrirhugaða innrás
þýzku herjanna var á hvers manns vörum. Kaf-
bátar Þjóðverja slógu hring um Bretlandseyjar
og skipatjónið varð ægilegt. Það átti að lama
brezku þjóðina með skorti, áður en vopnin væru
látin tala. Sprengjuhríðin dundi á brezkum borg-
um nótt eftir nótt. Þá var „dimmt í heimi“, Bret-
land var eini hlekkurinn, sem tengdi Vestur-
Evrópu við lýðræðið og frelsið og vonina um sig-
ur. Ef þessi hlekkur hefði brostið þá, hefði myrk-
ur kúgunarinnar lagst yfir gjör.valla álfuna. Þess
hefði þá verið skammt að bíða, að hrammur her-
veldisins hefði náð hingað út til íslands. Skýrsl-
ur, sem birtar hafa verið eftir stríðslokin, sýna,
að Þjóðverjar höfðu vissulega látið sér detta í
hug, að taka ísland herskildi árið 1940, og herða
þannig kafbátahernaðinn á Atlantshafinu. Það
var því ekki aðeins í þágu menningarinnar, lýð-
ræðisins og frelsisins í heiminum, að Bretar
héldu velli árin 1940 og 1941, og létu ekki bug-
ast, þrátt fyrir miklar hörmungar. Það var lífs-
nauðsyn fyrir frjálst og fullvalda ísland.
LANGSAMLEGA mestur hluti íslenzku þjóð-
arinnar skyldi þetta mæta vel og landsmenn
lögðu líka flestir fram þann skerf, er þeir máttu,
til þess að styðja Breta í baráttu þeirra. Þeir
tóku hernámi þeirra með skilningi. íslenzkir sjó-
menn lögðu líf sitt í hættu við að flytja matvæli
til brezku þjóðarinnar, sem umkringd var af kaf-
bátum Þjóðverja. Margir íslenzkir menn létu
lífið í þessari viðureign. En flutningunum var
haldið áfram, Bretar fengu geysiverðmætar fisk-
birgðir, og íslendingar dýrmætan, erlendan
gjaldeyri til síðari tíma uppbyggingar. Skýrsla
brezka fiskimálaráðuneytisins sýnir, að flutn-
ingarnir héðan voru mjög þýðingarmiklir fyrir
Breta. Árin 1940 og 1941 fluttu íslendingar allra
þjóða mest af fiski til Breta, en þeirra eigin fisk-
veiðar gengu mjög saman, bæði vegna þess, að
hin stærri veiðiskip voru tekin í flotann, og ná-
lægari fiskimið lokuðust vegna stríðshættunnar.
Allt árabilið 1940—1944 voru íslendingar hæstir
á blaði þeirra, sem fluttu fisk heim til Breta.
Með þessu starfi var lagt lóð á vogarskálina til
þess að létta Bretum sigurinn og tryggja fram-
tíð okkar eigin lands
EN ÞÓTT flestir íslendingar litu þannig á,
voru nokkrar sorglegar undantekningar. Það er
fróðlegt að minnast þess nú, þegar þýðing þess-
ara fiskflutninga til Bretlands er svo augljós,
hverjir það voru, sem kröfðust þess árið 1940, að
íslendingar hætíu að flytja fisk til Bretlands, og
stungu upp á því, að þeir flyttu hann í staðinn
til Norðuríshafshafna Rússa, sem síðan mundu
koma honum til bandamanna sinna þáverandi,
Þjóðverja. Þá var það, á þessumörlagaríkuárum,
að Þjóðviljinn benti íslendingum á þá staðreynd,
að Danir ættu inni hjá Þjóðverjum milljarð
króna fyrir verndina, og „Þjóðverjar borga, ef
jpeir sigra,“ sagði blaðið. Skilvísi og heiðarleiki
i
Sþarnaðuéinn — dyggð í haust —
en gleymdur á jólum.
SKYLDI útgáfustarfsmi í alls
konar myndum -vei'a stunduð af
öðru eins kappi í nokkru landi
um þessar mundir og hér á ls-
landi? í auglýsingatímum út-
varpsins má sjá spegilmynd af
þessari starfsemi. Bókaútgefend-
ur og skrifstofur hins opinbera
fara langt með það að skipta aug-
lýsingatímanum í milli sín, og má
ekki í milli sjá, hvort er hvim-
leiðara fyrir hlustendur, að hlusta
á skrumið um bækurnar, sem
virðist verða hástemdara með
hverju árinu og færast í algleym-
ing er dr'egur 'að jólum, eða fylgj-
ast með öllu þvi moldviðri af op-
inberum tilkynningum, auglýs-
ingum og tilskipunum um skýrsl-
ur og form og eyðublöð, og síðan
útvarpskennslu skýrsluhöfund-
anna í því mikla stúdíum, að fylla
út eyðúblöðirf. Mikið rfiá Vei'a, ef
einhverjum finnst elíki að .eitt-
hvað af þessu öllu hefði mátt
spara og sparnaðurínn er dyggð
var okkur sagtað sunnan í haust.-
En nú er það tal hætt, enda synd
að segja, að sparnaðarandinn
gangi ljósum lögurrt 'um larfdið,
hvorki á opinberum skrifstofum
eða meðal almennings. Mér er
næst að haldá að sparnaðárand-
inn; sem greip um sig þegar
skömmtunin var að fæðast, sé
genginn fyrir björg og týndur.
Bogið skipulag.
BÆKURNAR renna út úr
prentsmiðjunum í stríðum
straumurti og' í' bókabúðirnar og
síðan nær viðstöðulaust. út til
nazistanna var ekki dreginn í efa
á þeim árum. En fiskflutningarn-
ir til Bfeta áttú ekki áð vefa' eins
fjárhagslega tryggir, þeir voru
auk þess aðstoð við hinn brezka
málstað, þess vegna var sjálfsagt
að taka upp flutninga til Norður-
Rússlands og stuðla þannig að
sigri nazismans.
ÞAÐ ER læi'dómsríkt að minn-
ast þessara atburða nú og gera sér
grein fyrir þýðingu þess, að
kommúnistum varð ekki að vilja
sínum 1940. Það er auðvelt að
sjá, hverja þýðingu það hefði haft
fyrir sjálfstæði og fullveldi lánds-
ins, ef íslendingar hefðu' á ör-
lagastundu Bretlands og lýð-
ræðisþjóðanna,. lagt lykkj.u á.
leið sína til þess að styðja naz-
ismann og þrælkunarstefnu hans.
Það hefði þá orðið annar svipur á
árinu 1944, en 'reyn'din várð. En'
kommúnistum tókst ekki að
eyðileggja sjálfstæðisbaráttu
þjóðarinnar með tillögum .sínum.
og ráðagerðum í stríðsbyrjun.
Vafalaust hafa ýmsir þeirra
ekki gert sér ljóst, hverjar afleið-
ingar þ'að gætl haft, ef farið ’væri'
að ráðum þeirra. Þeim var mest
í mun þá ,eins og æ fyrr og síðar,
að þjóna málstað Rússa og héldu.
sig gera það bezt þá með því að
spilla fyrir Bretum. Þessi reynsla
af kommúnistum í stríðsbyrjun,
ætti að vera lærdómsrík fyrir þá
landsmfenn, s'em taká alöa'rlega'
allt skraf þeirra nú um verndun-
sjálfstæðis og. fullveldis fyrir yf-.
ii'gangi Bandaríkjamanna. Engir
menn hafa eins berlega gengið
gegn hagsmunum sinnar eigiíi
þjóðar síðar á Sturlungaöld, og
kommúnistar 1940. Því eiga
landsmenn ekki að gleyma í
átökum yfirstandandi tíma.
fólksins. Mér er sagt að bóksalan
hafi aldrei vérið fjörUgri en ein-
mitt núna. Gott er það, að menn
hafi ráð á því að kaupa sér góðar
og gagnlegar bækur, en naumast
verður hægt að segja það um allt
það, sem út er gefið fyrir þessi jól.
Kennir þar margra og e. t. v. mis-
jafnari grasa en áðui'. En útgef-
ertdurnir hafa verið forsjálir. Þeir
hafa séð fyrir, að sparnaðarand-
inn mundi ekki eiga langa lífdaga
fyrir höndum og mesta þróttinn
mundin vera farið að draga úr
honum þegar fór að hilla urtdir
eignakönnunina. Og þeir voru
viðbúnir að setja undii" lekann.
Það var ekki pappirsskorturinn
hjá þeim. Þar hafa þeir vissulega
skákað hinni opinberu skipu-
lagningu, því að nú er sagt, að
stóru skrifstofurnar fyrir sunnan
séu að komast í pappírsþrot og
ekki verði út yfir það séð ennþá,
hvernig koma eigi öllum eyðu
blöðunum og skýrsluformunum
til landsmanna í táeka tíð. Manni
virðist- eitthvað bogið við alla
skipulagninguna, þegar þeir, sem
hana eiga að framkvæma og hafa
öll gjaldeyrisráðin í hendi sinni,
eru að .komast á vonarvöl í miðj -
um klíðum, á sama tíma og bóka-
útgefendurnir, sem eiga pappír-
inn og- gjaldeyririnn undir högg
að sækja, lifa sínar fjörugustu
stundir.
Fimm börn hámark!
ANNARS er rétt að geta þess,
■ ð hinar opinberu skrifstofur hafa
vissulega verið misjafnlega frekar
til fjárins, eða öllu heldur papp-
írsins. Til dæmis verður það ekki
sagt með npkkrum sanni, að sú
skrifstofan sem samdi og útbjó
formín fyrir nafnskírteinin, sem
nú er- verið að úthluta um landið,
hafi sólundað verðmætunum. í
hennar augum hefir það þótt
óhæfilegt bruðl, að eiga fleiri en
fimm. hörn og. er kpr.tið rniðað við
þetta sjónarmið. Þeir, sem fleiri
börn eiga, verða að láta sér lynda
að þau verði sett utan og ofan við
lög og rétt bæði í skömmtun og
eignakönnun. Frágangurinn á
þessmn nafnskírsteinisbleðlum er
annars þannig, að hann vekur
ekki hrifningu fyrir hugkvæmni
óg 'skipulágningargáfu þeirfá
sem skrifstof uskipulagninguna
hafa að aðalatvinnu sinni um
þessar mundir. Auðséð er, að þau
verða ekki langlíf í þjóðfélaginu
en það er mpira en sagt verður
um skriffinnskuna yfirleitt. Virð
ist því að öllu samanlögðú hafa
verið- miklu- skynsamlegra að
gefa út almenn vegabréf til handa
hverjum manni, er framvísa
mætti • til skömmtunaryfirvalda,
skattheimtumanna og annarra
embættismanna, sem senda þarf
út af örkinni á næstu árum. Þá
væri þetta nafnskírteinamál leyst
í eitt skipti fyrir öll og hvei' skrif-
stofa um sig þyrfti ekki að gefa út
opinberar tHkynnmgar um fram-
vísup, .eins.og sköpimtrinaryfir-
völdin og eignakönnunarstjór-
árnir’hafa gért nú.‘Og váfalaust
þurfa fléiri yfirvöld að vitna til
þeirra síðar, eftir því sem skipu-
lagningin kemst á hærra stig,
ríkisvaldið ■ vei’ðui' ágengara og
umsvifameif'a og embættismönp-
um þess og eftirlitsmönnum
fjölgar. í þá áttina siglir þjóðar-
skútan hraðbyri um þessar
mundir.
')skilahross -
Rauð hryssa, ung, lítil, mark: biti
aftan hægra, biti fr. vinstra, er í
óskilum á Knararbergi. Réttur
eigandi gefi sig fram strax.
Guðm. Guðmundsson,
Knararbergi.
MÓÐIR-
KONA-MEYJA
Gert upp á milli benzín- og B-miða
ÞÁ VEIT maður það ,að B-miðai’nir verða ónýtir,
ef ekki er keypt fyrir þá fyrir áramótin. Skömmt-
unaryfii-völdin birtu tilkynningu um þetta í út-
varpinu nú fyrir helgina. Ekki svo að skilja, að þau
hafi lagst svo lágt, að svara fyrirspurn þeirri, sem
birtist í þessum dálki og var síðan send þeim bréf-
lega með ósk um svar. Það er gamall siður opin-
berra stofnana á þessu landi, að svara ekki bréfum,
og skömmtunarskrifstofan virðist elcki ætla að verða
nein undantekning að því leyti, og er það miðúr
farið og ber ekki vott um vilja þeirrar stofnunar til
þess að ástunda þá samvinnu við almenning, sem
hún fór fram á í upphafi. Eg held að ýmsar þær op-
inberu stofnanir, sem komið hefir verið á fót að
undanförnú hér — og þær eru æði margar — mis-
skilji hlutverk sitt að verulegu leyti. Forráðamenn
þeirra eru ekki til þess settir í embættin, að gefa í
sífellu út misjafnlega gáfulegar tilskipanir eða
skýrslúform og eyðublöð og heimta skilyrðislausa
hlýðni af almenningi í krafti vald síns og metorða.
Þeir eru langflestir settir til þess að þjóna hagsmun-
um ríkis og þjóðar, framkvæma nauðsynlegar að-
gerðir af réttlæti og sanngirni og ástunda samvinnu
við fólkið í landinu. Með þeim hætti næst líka bezt-
ur árangur af starfi þeirra. í lýðræðisþjóðfélagi er
almenningur ekki réttlaus leiksoppur fyrir tilraun-
ir misjafnra embættismanna í skipulagningu og
skrifstofumennsku. Slík vinnubrögð tilheyra þeim
þjóðfélögum, sem hafa falið einvöldum foringja alla
sína forsjá, eða tillitslausri og harðúgri i-íkisrekstr-
arstefnu. Sem betur fer er hvorugu til að dreifa hér
og verður vonandi aldrei. En þjóðin má vissulega gá
að sér, að allar nefndirnar og ráðin og skrifstofu-
báknin, taki ekki alveg af henni vöJdin og hlaði upp
ógengum fjallgörðum skýrsluforma, tilskipana og
auglýsinga.
EN SVO að maður snúi sér aftur að B-miðunum,
sem nú eiga að falla úr gildi, þá er það sannast mála,
að mjög orkar sú tilskipun tvímælis. Síðan skömmt-
unin var sett, hafa ýmsar hinar allra nauðsynleg-
ustu vefnaðarvörur alls ekki sést í verzlunum úti
um land. Margar konur hafa geymt þessa B-miða, í
von um að geta fengið léreft, damask eða önnur
nauðsynleg efni út á þá síðar. Nú getur sú bið ekki
orðið lengri, og hætt er við að menn freistist til þess
að eyða þessum miðum í óþarfari hluti, af því að
ekki er annarra kosta völ. Með tilskipun þessari er
eklcert tillit tekið til vöruþurrðarinnar úti á landi,
'og þeim raunverulega hegnt, sem hafa haldið í B-
miða sína til þess að verja þeim fyrir gagnlega vöru.
Eg get ekki séð, að það sé meiri þörf á því, að end-
urnýja benzínmiða þeirra bílstjóra, sem hafa af-
skráð bíla sína og eiga miða þessa skömmtunar-
tímabils ónotaða að einhvérju leyti, en að endur-
nýja B-miða húsmóðurinnar, sem hefir árangurs-
laust reynt að fá fiðurhelt lérft eða annan nauð-
synlegan varning í allan vetur. En skömmtunaryfir-
völdin hafa gert þarna upp á milli og talið benzín-
miða bíleigendanna rétthærri en B-miða húsmóð-
urinnar. Eg sé ekki skynsemina eða réttlætið í
þessu, og ævinlegaskortirþað,aðembættismennirnir
rökstyðji tilskipanir sínar. Á meðan ríkisvaldið ger-
ir ekkert til þess að láta skömmtunina koma rétt-
látt niður, lætur það afskiptalaust þótt ýmsar
skömmtunarvöi'ur séu aðeins fáanlegar á einum
stað á landinu, er síðasta tilskipunin um B-miðana
óréttlát og ósanngjörn og ekki til þess Jallin að
auka vinsældir skömmtunarinnar eða þá skoðun,
að reynt sé að framkvæma hana af sanngirni gagh-
vart öllum landsmönnum.
P.