Dagur


Dagur - 17.12.1947, Qupperneq 8

Dagur - 17.12.1947, Qupperneq 8
8 Miðvikudaginn 17. desember 1947 Baguk Frækileg björgun brezkrar skips- hafnar við Látrabjarg Síðastliðinn föstudagsmorgun strandaði brezki togarinn Dhoon frá Fleetwood við Látrabjörg. Er þetta einhver allra hættulegasti stað- ur við ströndina hér sökum þess hve aðstaða til björgunar er þar erfið, bjargið um 200 metra hátt og fjara undir bví aðeins á köflum. Þarna strandaði brezki togarinn Jeria árið 1936 og drukknuðu þá allir mennirnir, án þess að að væri gert. Nú er starfandi slysavarnadeild á Rauðasandi, og bændurnir í þess- ari fámennu sveit sýndu í þetta sinn mikinn fræknleik og dugnað við björgunina. Mun vart ofsagt, að þarna hafi verið unnið frækilegasta björgunarafrek, sem um getur hér við land á síðari árum. A föstudaginn var mönnum í landi gert aðvart um strandið, og varðbáturinn Finnbjörn fór á vett- vang. Kom fljótt í ljós, að ógerlegt var að komast að skipinu af sjó, sökum brims og grynninga. Á föstudagskvöld bjuggu menn sig á Hvallátrum og í Breiðuvik til björgunarstarfsins, með línubyssur og annan björgunarútbúnað, sig- reipi og aðhlynningartæki fyrir skipsmenn. Komu þeir að bjarg- brúninni snemma á laugardags- morgun og hófust þegar handa. Björgunarsveitin varð að fara nið- ur 30—40 metra bergflár, yfir svellbunka og gjár og síðan að síga um 150 metra hátt bjargið. Þetta tókst giftusamlega, og kom- ust björgunarmennirnir niður í fjöru og gátu skotið línu út til skipsins, og voru skipsmenn dregn- ir í land. Voru 12 þeirra á lífi, en 3 höfðu drukknað fyrsta daginn. Þótt mennirnir væru komnir í land, var eigi að síður mikið og Samkvæmt reglugerð, er fjár- málaráðherra hefir gefið út, verða allir íslenzkir peningaseðlar ógildir frá og með gamlársdegi, en Landsbankinn byrjar þann dag að skipta þeim fyrir nýja seðla. Þó er sú undantekning, að leyfi- legt verður að nota 5 og 10 krónu seðlana gömlu til þess að greiða farmiða, flutningsgjöld, lyf og nauðsynleg matvæli í smásölu- verzlunum framtalsdag og tvo næstu daga. Leggið fé í bankann. í sambandi við innköllunina er brýnt fyrir fólki að leggja sem mest af fé sínu í bankann fyrir framtalsdag, þar sem það auðveld- ar mjög skiptin. Landsbankinn sér um öll peningaskipti, og verða menn að sýna nafnskírteini, er skiptin fara fram. Framtölum skilað fyrir 1. febrúar Framtölum eigna og tekna skal skila til skattayfirvaldanna fyrir 1. febrúar, en öll innlend handahafa- verðbréf skal tilkynna til sérstakr- ar skráningar á sama tíma. Nýju seðlamir. Nýju seðlarnir eru prentaðir í Bretlandi og eru þeir komnir til erfitt starf eftir, að koma þeim heilu og höldnu upp bjargið aftur. Á laugardaginn var komizt með þá á miðja vegu á snös, sem var er, og þar látið fyrirberast um nóttina. Einn skipbrotsmaður var þó kom- inn alla leið upp á bjargið. Á sunnudaginn komust allir upp á bjargbrúnina og 7 menn til byggða, en það er 3—4 stunda ferð fyrir fullfríska menn. Hinir létu fyrir- berast á bjargbrúninni um nóttina, en um hádegisbil á ménudag voru allir komnir til bæja, sæmilega hressir, nema matsveinninn, maður við aldur, er hafði fengið snert af lungnabólgu. Björgun þessi hefir vakið athygli alþjóðar, og raunar langt út fyrir landsteinana. Fyrirliði björgunarmanna var Eggert Daníelsson, bóndi á Hval- látrum. Aðrir björgunarmenn voru bændur á Hvallátrum og í Breiðu- vík. Þessir atburðir sýna, hverja þýð- ingu það hefir, að byggð haldist í þessum afskekktu en blómlegu Er þess að vænta, að þeir menn, er þarna voru að verki, fái maklega viðurkenningu fyrir dúg sinn og áræði. landsins. Er Landsbankinn byrj- aður að senda þá út um land til umboðsmanna sinna. Verða hinir nýju seðlar svipaðir hinum gömlu, nema hvað litirnir verða öðruvísi. 5 krónu seðlar munu vera bláleit- ir, 10 krónu seðlar rauðir, 100 kr. seðlar grænir og 500 kr. seðlar brúnleitir. Hið hörmulega ástand í raf- magnsmálum bæjarins í vetur, og umræður þær, sem orðið hafa í blöðum um seinagang nývirkjun- aráætlananna í höndum Raf- magnscftirlits ríkisins, hefir nú orðið til þess að ofurlítill skriður virðist vera að koma á þau mál. Raforkumálastjóri ríkisins hef- ir með bréfi nú nýlega tilkynnt að síðustu áætlanir um fullnaðar- virkjun Laxár séu að verða til- búnar og undirbúningi svo langt komið, að hægt verði að bjóða út vélar til virkjunarinnar snemma Níu þjóðir Þannig hugsar teiknarinn Russell (Los Angeles Times) hina nýju kommúnistafylkingu í hinu end- urreista kommúnistabandalagi. — Níu þjóðir hafa skráð sig til bar- áttu fyrir rauða fánann og ham- arinn og sigðina, gegn Iýðræðis- legri endurreisn Evrópuþjóðanna. UmræSiifiiiiditr í Framsóknar- félagi Akureyrar Á fundi í Framsóknarfélagi Akureyrar sl. föstudagskvöld var rætt um dýrtíðar- og skattamál, og hafði dr. Kristinn Guðmunds- son framsögu, og um bæjarmál, og hafði Jakob Frímannsson framsögu. í fundarbyrjun minnt- ist fox-maður félagsins, Marteinn Sigurðsson bæjarfulltrúi, Einars Ái-nasonar á Eyrai-landi með nokki-um oi-ðum og vottaði fund- urinn. minningu hans virðingu j sína með því að fundai-menn risu I úr sætum. Dr. Kristinn Guð- mundsson flutti fróðlegt og skemmtilegt erindi um dýrtíðar- og skattamálin og þær ráðstaf- anir, sem ofarlega hafa verið á baugi hjá þingi og stjórn að und- anföi-nu. Jakob Frímannsson ræddi aðallega um skipulagsmál baejarins og um nauðsyn þess að hefjast handa um smíði nýrrar dráttarbrautar. Nokkrar umræð- ur urðu á fundinum, sem var all- fjölsóttur. Bæjarstjórnin hyggst taka 300 þús. kr. lán í Landsbankanum til aukningar á vatnsveitu bæjarins. á næsta ári. Rafveitustjórnin samþykkti af þessu tilefni, að skora á rafoi-ku- málastjóra að reyna að flýta sem unt er útboði og öðrum undir- búningi vix-kjunarinnar, svo að verkið gefi hafizt á næsta ári og orðið lokið sem fyrst. Varastöð. Þá hefir rafveitustjórnin óskað eftir, að raforkumálastjóri leiti upplýsinga um hvað 6000 kw. dieselmótorstöð, eða eimtúrbínu- stöð, muni kosta uppsett, sem varastöð fyrir bæinn. Peningaseðisr ógildir frá gamlársdegí Nýju seðlarnir eru svipaðir þeim gömlu, en litunum er þó breytt Áæiiunin um fullnaðarvirkjun Laxár senn filbúin Rætt um 6000 kw. varastöð fyrir bæinn Niðar hægt að stækkun Torfu- nefsbryggjunnar Óvissa nm lánsfé og áætlanir Vita- málaskrifstofunnar - Æskilegt að ráða sérstakan framkvæmdastjóra fyrir höfnina Áætlanir um stækkun Torfunefsbryggjunnar hér og endurbætur á hafnarmannvirkjum bæjarins hafa verið alllengi á döfinni, en því miður horfir enn heldur dauflega um framkvæmdir. Óvissa ríkir um lánsf járöflun og áætlanir um stækkunina virðast ganga heldur hægt í höndum Vitamálaskrifstofunnar. Virðist kominn tími til að taka upp önnur vinnubrögð í þessum málum og ráða sérstakan fram- kvæmdastjóra til þess að sinna þeim og öðrumaðkallandimálefn- um hafnarinnar. Væri t. d. heppi- legt að slíkur framkvæmdastjóri hefði einnig með höndum fram- kvæmdir fyrir hönd bæjarins norðan á Oddeyri, er hafizt vei’ð- ur handa um smíði dráttarbrauta þar. Nauðsyn endurbóta á Torfunefi. Þegar hluti Torfunefsbi-yggj- unnar hrundi í fyrrasumar, varð flestum bæjarmönnum það ljóst, að ekki mundi hollt að draga það lengux-, að hefja gagngei’ðar end- urbætur á bryggjunni. Viðgerð á skemmdunum dróst nokkuð, en var þó framkvæmd í sumar, en getur ekki talist nema bráða- birgðaviðgerð og mun öðrum hlutum bryggjunnar hætt að fara sömu leið. Einnighefirveriðunnið að því að endurnýja skjólranann fyrir fi-aman skipakvína og er því | verki langt komið og til þess ætl- azt, að þessi rani geti fallið inn í allsherjarstækkun á bi-yggjunni. Hins vegar mun engin áætlun ennþá tilbúin fx-á Vitamálaskrif- stofunni um þessa allsherjar- stækkun og viðgerð Hefir málið þó verið alllengi í höndum henn- ar og vissulega tími til þess kom- inn' að ákveða, hvernig hinum væntanlegu endui-bótum skuli hagað og hvernig framkvæmd- iinni. Um nauðsyn þessai-a fi-am- kvæmda þarf ekki að deila. Má í því sambandi benda á samþykkt fjórðungsþings fiskideildanna hér í haust, um nauðsyn endurbóta á hafnai-mannvirkjum hér. Fjárþörf hafnarinnar. Augljóst er, að stækkun Toi-fu- nefsbryggjunnar kostar allmikið fé. í fyrra voru veittar tæpar 300 þús. kr. til hafnarendurbóta á fjárlögum, en ekki mun sú upp- hæð hrökkva og verður höfnin að fá lánsfé. Leitað mun hafa verið til bankanna um lán, en ekkert endanlegt svar er fengið þaðan. Fjái-festingarleyfi fyrir áfram- haldandi viðgerð á bryggjunni á næsta ári, er enn ófengið, en um- sókn um það hjá Fjárhagsráði. Sérstakur framkvæmdastjóri. Til þess að hrinda endurbótum hafnarinnar af stað þarf þrennt: Áætlun um það, hvei-nig nýbygg- ingunni skuli hagað, frá Vita- málaskrifstofunni, talsvert láns- fé frá bönkunum, og leyfi Fjár- hagsráðs til fjáx-festingar. Allt þetta þarf að sækja í hendur valdsmanna og skrifstofa í Reykjavík. Reynslan er sú, að það kostar mikinn tíma og stapp að fá slík mál afgreidd og færi bezt á því, að fela sérstökum manni það og síðan umsjón með framkvæmdunum hér. Er senni- legt, að slíkt fyrirkomulag mundi spai-a bæði fé og tíma. ,Dagur4 aftur á morgun og laugardaginn Dagur kemur aftur út á morg- un og á laugard. og verður það blað jafnframt jólablað í ár. — Auglýsingar í blaðið þurfa að berast afgreiðslunni á morgun. - Dýrtíðarfrumvarpið (Fi-amhald af 1. síðu). Lán til úígerðarinnar. Þá er ríkisstjórninni heimilað að taka 3 millj. kr. lán til þess að geta veitt útvegsmönnum, er gerðu út á síld í sumar, lán með góðum kjör- um, í allt að 5 ár. Þetta munu helztu atriði frum- varpsins, og eru ekki tök á að gera því fyllri skil að sinni, þar sem það hefir ekki borizt hingað ennþá. Með þessum aðgerðum hyggst rikisstjórnin geta komið framleiðsl- unni af stað, og gera loksins alvöru úr því, að láta „breiðu bökin“ greiða verulegar fjárhæðir af gróða stríðsáranna til ríkisins. Hins vegar mun mörgum þykja þessar ráðstafanir, sem svo ’lengi hafa verið í undirbúningi og miklar vonir voru tengdar við, ganga full skammt og ná ekki þeim tilgangi, að færa dýrtíðina niður að því marki, að framleiðsla landsmanna jverði samkeppnisfær á erlendum markaði. Vera má, að frumvarpið breytist eitthvað í meðferð Alþingis, en ætlunin mun verá að lögfesta það fyrir jól. Líklegt er, að mikill samblástur verði hafinn gegn frumvarpinu af kommúnistum. En mikið er í húfi, að þær ráð- stafanir verði gerðar, sem megna að halda framleiðslunni og gjald- eyrisöfluninni gangandi, og að þvi stefnir frumvarpið, þótt því kunni að vera ábótavant. Er því nauð- synlegt, að landsmenn standi sam- an um þes^r ráðstafanir, unz rót- tækari lækning dýrtíðarmeinsins er fundin.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.