Dagur - 18.12.1947, Blaðsíða 6

Dagur - 18.12.1947, Blaðsíða 6
DAGUR FimmUidagmn 18. desember 1947 MAGGIE LANE Saga eftir Frances Wees ____________________ 10. DAGUR ________________________________ (Framhald). „Einmitt núna í morgun,“ hélt hún áfram, „vorum við að tala um slæmar og afvegaleiddar stúlkur. Þú manst það, Anthony. Þú sagð- ir sjálfur að æði margar af þessum stúlkum væru ekki slæmar í eðli sínu, heldur veikgeðja. Þessi stúlka er ekki veikgeðja. Hún er vond, vissulega í þeim hópi, sem frú Davíðsson var að tala um. Og hún ei' búin að taka sér nafn okkar fjölskyldu. Oll borgin — já allt landið — hlýtur að fá að vita um þetta. Þegar eg hugsa um Jósefínu Davíðsson — ekki þar fyrir að hún sé svo mikilsmegandi beinlín- is — en þegar eg hugsa um hana nú, blátt áfram sundlar mig.“ „Það verður ekki gaman þessa næstu daga,“ sagði Anthony stillilega. „Og hugsið bara um Díönu og vinstúlkur hennar allar. Og Hel- enu!“ Hún fól andlitið í höndum sér og sagði kjökrandi: „Georg, hvernig gaztu fengið þetta af þér?“ „Eg vildi gjarnan gefa hægri hönd mína til þess að afturkalla það nú.“ Frú Carver þurrkaði sér um augun, sneri sér að syni sínum og hélt áfram: „Við verðum víst að reyna að gera okkur grein fyrir, hvað við eigum að aðhafast." „Hvað þekkir þú annars til þessa kvenmanns, Georg?“ spurði Anthony. „Ekkert. Ekki neitt.“ „Hvaðan er hún?“ „Eg veit það ekki.“ „Hvar eru ættingjar hennar, hverjir eru vinir hennar?“ Georg hristi höfuðið. „Úr hvaða umhverfi kemur hún?“ . „Eg' veit ekki nokkurn skapaðan hlut um hana, Toni, hún er bara 'einhver og einhver, sem heitir Maggie Lane og syngur í nætur- klúbb.“ „Eg veit víst meira um hana én þú,“ gréip móðir hans fram í. „Hún hefir augsýnilega hlotið lélegt uppeldi. Hún er slungin og slæg, göngulag hennar, látbragð, föt og tal, neglurnar á fingrun- um, varaliturinn, hárgreiðslan — allt þetta talar skýru máli. Hvað hún er, þarf enginn að efast um. Mér finnst óþarft að spyrja um slíkt, Anthony." » „Alls ekki,“ svaraði Anthony. „Hvernig þá?“ spurði hún, eins og vonarglampa brygði fyrir. „Þetta er alls ekki venjuleg stúlka, eins og þær gerast stallsystur hennar. Hún hefir ekki sína sérkennilegu háttu fyrir neina tilvilj - un. Engin stúlka í hennar stétt gæti verið svo ósveigjanleg, ákveðin og sjálfstæð fyrir neitt slys eða tilviljun. Hún hlýtur að eiga ein- kennilega fortíð að baki. Það er ekki óhugsandi, að ef við gætum grafið upp um fortíð hennar, gæti það orðið okkur að liði í þessum þrengingum.“ Frú Carver hristi höfuðið. „Eg get ekki séð hverju máli það skiptir héðan af. Hver sem hún kann að hafa verið og hvað sem hún hefir gert hingað til, getur það ekki breytt þeirri staðreynd, að hún er eiginkona Georgs. Nei, það var rangt af ykkur að koma með hana hingað, að viðurkenna hana þannig jafnvel eitt einasta andartak. Vitaskuld hefði verið skynsamlegast að sækja um ógild- ingu og hefja skilnaðarmálaferlin strax. Eg get ekki skilið hvers vegna þið létuð beygja ykkur.“ Anthony svaraði þessu ekki strax. „Eg held að bezt sé, að við tölum hreint út, og gerum okkur ljósa grein fyrir raunveruleikan- um. Þú fyrirgefur þótt eg verði að tala undanbragðalaust. Ef hún á von á bami — hvort sem það er nú barn Georgs eða ekki — verður aðstaða okkar ekki öfundsverð, ef við förum að eins og þú vilt. Þangað til við vitum vissu ukkar um þetta, erum við í gildrunni, hvort sem okkur þykir það ljúft eða leitt. — Og þangað til, Ge- org —“ Hann þagnaði skyndilega, en Georg hrökk við og sagði reiðilega: „Eg veit hvað þú ert að hugsa um, en þú getur sparað þér það. Eg hugsa mér ekki þennan kvenmann sem konu mína hvorki í orðum né gjörðum." Hann hikaði andartak og leit til Díönu. „Hún verður ekki eiginkona mín í neinni merkingu þess orðs, hvað sem lögin segja.“ Frú Carver andvarpaði. „Hún getur ekki orðið eitt né neitt fyrir nokkurt okkar. Hún er ekkert nema aðskotadýr hér, á ekkert sam- eiginlegt með okkur. Ekkert það gæti skeð, sem breytti þessu.“ Díana hrökk við. Hún hafði ekki ætlað sér að segja neitt. En áð- lir en hún vissi af, heyrði hún sjálfa sig segja með mikilli ákefð: (Framhald). SILKISOKKAR JÓLASOKKARNIR * . '' »u./ í fjölbFeyttu úrvali Kaupfélag Eyfirðinga Vefnaðarvörudeíld. (Vegna vörukönnunar verða sölubúðir vorar lokaðarj ; sem hér segir: l Kjötbúðin: 1.—3. janúar, að báðum dögum' j % meðtöldum. r ct I %Blómabúðin: 1.—3. janúar, að báðum dögum j | meðtöldum. • Í * NýlenduvörudéiJdin: 1.—5. janúar, að báðum j I" dögum meðtöldum. | ^Vefnaðarvöru-, Skó-, Járn- og glervöru-, Véla- j og varahluta- og Byggingarvörudeildir: frá 1. i —7. janúar, að báðum dögum meðtöld- I f , um' GÚtibúin á Oddeyri, Brekkugötu, innbænum og við Hamarstíg frá 1 —l um dögum meðtöldum. Í £ og við Hamarstíg frá 1 .—3. janúar, að báð- II' . , ... i ^Lyfjabúð og brauð- og mjólkurbúðir verða I f ekki lokaðar. Í ^Full reikningsskil á þessa árs viðskiptum verða að vera gerð fyrir 20. desember. NÝJA BIO 'nnrrMiMimmiimihm m Nœsta rnynd: Abbott og Costello [ í Hollywood (Bud Abbott and Lou | Costello in Hollywood) f Amerísk gamanmynd eftir | Nat Perni og Martin A. | Gosch, tekin af Metro | Goldwyn Mayer. Leikstjóri: f S. Sylvan Simon. Aðalhlutverk: BUD ABBOTT og \ LOU COSTELLÖ. I "MIIMHIHHII IIIIIMMIIMMIMIMMItMMIMIIMMMlú Skj aldbor gar-Bíó"- Mfl llllf IMI ■ • Kaupfélag Eyfirðinga. „Eg hef ætíð elskað þig“ Sýnd í kvöld. Síðustu sýningar á þessari dásamlegu mynd verða í vikulokin. .IUIIIIMIIMIIIIMIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIMIMMIIIIMMIIIIMIIMIIIIMIIMIIIIIIIMIMIIIMMIIIIIIIIIIIIIMMÚ miIIIIMIIIIIIMIIIIIIIIIIIUIIIIIIíIIIIIIIMIIMIIIIIIIMIMMMMiT

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.