Dagur - 18.12.1947, Blaðsíða 7

Dagur - 18.12.1947, Blaðsíða 7
Fíinmtudagiiui Í8. desember 1947 DAGUR 7 Víðlesinn og þekktur ritdómari, Steindór Steindórsson, menntaskólakennari, segir urn bókina: „Þetta er skemmtileqasta þýdda bókin, sem eg hefi lesið í seinni tíð/# KVEÐJA. Þín bros voru hugljúf blíð og góð, svo bjart var í návist þinni. Þau endurskin voru af innri glóð, sem yljúðu fyrstu kynni. Því vakir þín minning helg og hljóð í hjartnanna dulda inni. Sá gæzkunnar máttur, er gaf þér önd og gæddi þig eilífðarvonum, þig leiddi frá þjáning að ljóssins strönd, þú lifir og glöðst í honum. Og aldrei þau'^týnast né bresta bönd, <sem bundu þig ástvin og sonum. Nú rætist það.aUt, seni v^r áður f ‘ dreymt' um endurfund vina þinna. Ásthugur móðvfiær engu gleymt ,og elskúðu börnin mun finna. Hvert ástúðarbros er um eilífð geymt i alveldi sælukýÐUa. 7 Kristín Sigfúsdóttir. 80 ára Bókaútgáfan Ein af þeim.*'Vandalausu kon um, er eg man einna fyrst eftir, og þá var fulltíða orðin, og enn er á lífi, er 80 ára á morgun. Það er Þórey G. Jónasdóttir, fyrr hús- freyja að Þorljótsstöðum í Skaga- firði og síðar nú til heimilis á Elliheimilinu í Skjaldarvík. Eg sá hana fyrst sem gest á heimili for- eldra minna Þéttvaxin var hún, gáfuleg, enda greind kona og bókhneigð, einarðleg og hrein- skilin. Hafa þeir eiginleikar ein- kennt hafa alla stund síðan. Srðar vissi eg að hún var vel hagmælt, þó að lítt hafi hún notað þá' gáfú né til haga haldið vísum sínum. Þórey var fædd 18. desember 1867 að Litlabæ, sem var kotkríli í túnjaðrinum á höfuðbólinu Flugumýri í Skagafirði, og hefir nú verið í eyði um langa stund, og líldega horfið. Foreldrar henn- ar hétu Jónas Jónsson og Ragn- heiður Oddsdóttir, bæð'i af skag- firzkum bændaættum. Þau bjuggu eftir það á ýmsum bæjum í austanverðr^n Skagafirði, síðast að Egilsá í Norðurdal. Ólst Þórey upp hjá þeim til fermingaraldurs, en fór þá í vinnumennsku. Árið 1890 giftist Þórey manni þeim er Jónas hét, Jónasson, Ey- firðingur í föðurætt, þrifamaður og góður búþegn. Voru j>au í vinnumennsku eða húsmennsku fyrstu árin að mestu, því að þá var skortur á jarðnæði í Skaga- fjarðardölúm, en þar vildu þau helzt vera. En þá datt þeim í hug að leita þangað sem þau vissu að landrýmið var nóg, í áttina til af- réttav. „ Nýibær í Austurdal, bú- staður Bólu-Hjálmars um skeið, hafði þá verið í eyði um 20 ár, og er hann langt sunnar en önnur byggð býli í dalnum. Það gátu þau fengið til afnota. En þá var nokkur hluti túnsins orðinn að örfokaauðn sakir sandfoks, svo að eigi þótti fýsilegt að nema þar land að nýju. En beitarhús, sem Híldarsel heitir, hafði tilheyrt Nýjabæ, og’liggja þau enn langan veg sunnan í dalnum. Þar hafði sandurinn eigi unnið á, og álit- legar grundir voru þar í kring, sem ef til vill mætti gera að túni með tímanum. Og landgæði voru þar viðurkennd. Og þarna var hafin bæjarsmíði eitt vor ’rétt um aldamótin ,og lét eigandi Nýja- bæjar vinna það verk. En áður en því varð lokið, losnaði um jarð- næði, sem þau hjón gátu fengið, og kusu þau það heldur. En hús- veggirnir á Híldarseli standa enn í dag, og bera vitni um áræði þessara ungu hjóna, og að vísu um þá stefnu, sem þá varð vart í athafnalífi þjóðarinnar, en nú mun horfin, að færa byggðina út, og upp til heiða. Eftir þetta bjuggu þau hjón full 20 ár á ýmsum jörðum í Vestur- dal, lengst að Þorljótsstöðum, erfiðri og afskekktri dalajörð, en síðast að Giljum, og lézt Jónas þar árið 1923. Þau söfnuðu aldrei auði en bjuggu jafnan snotru búi og farsælu. Þau eignuðust 2 börn, son sem Hálfdan hét, og giftist hann Guðrúnu Jónatansdóttur frá Ölduhrygg, góðri konu, og bjuggu þau um stund í Vesturdal, en. fluttust til Siglufjarðar árið 1925, og lézt Hálfdan litlu síðar eftir langa og þunga legu, vel gefinn.. og góður drengur. Hitt barn þeirra hjóna var stúlka, Helga að nafni, og lézt hún á unga aldri. Þórey varð eftir í Skagafirði er Hálfdan sonur hennar flutti til Siglufjarðar. Vann hún mörg ár hjá Kristni Briem kaupmanni á Sauðárkróki, en fluttist svo til Akureyrar, og var þar á vegum sonardóttur sinnar, Helgu, og manns hennar, Kristjáns Geir- mundssonar fuglafræðings. Svo mátti heita að við Þórey værum nágrannar um alllangt árabil. Kom eg oft á heimili þeirra hjóna. Vakti það einkum athygli mína hversu allt var þar í snyrti- legri röð og reglu, bæði úti og inni, enda voru þau hjón samhent á því sviði. Um langt skeið gegndi Þórey hinu óeigingjarna, og oft erfiða hlutverki hinnar íslenzku sveita- konu. Það starf hefir ekki, eða var ekki til skamms tíma a. m. k., líklegt til að skapa víðkunnan orðstír né eftirtekt. En hlutur þeirra og áhrif á uppeldi þjóðar- innar hefir verið efalaus, þótt stundum kunni að hafa verið minna metinn og þakkað en skyldi. Þórey ber aldurinn vel. Hún hefir ekki enn lagt serk úr hendi sér með öllu, og er því vinnudag- urinn orðinn langur. Vinir henn- ar, nær og fjær, munu senda henni hughlýjar kveðjur á morgun. Þormóður Sveinsson. i Hótel Akureyri \ HAFNARSTRÆTI 98 — SÍMI 271 { • •IHH»mi»»»»l»lll»»H»imHHni»fMHn»HIIIHH»,l»llim»IHMH»im,MHM«»ll»»HII»»****,,»,»*»»»IMn»»MMHH»l»»»l»»HHHI»»«V jólagjafir: Fvrir dömur: Náttkjólar Undirföt Nærföt Undirkjólar Slæður Treflar Han/kar Kjólabelti Sokkar Vasaklútamöppur Vasaklútar Töskur Lúffur Frímerki Allar tegundir af notuðum, íslenzkuin frímerkjum kaupi ég hærra verði en áður hefur þekkst. William F. Pálsson, Halldórsstöðum, Laxárdal, S. Þing. Fyrir herra: Hattar Húfur, m. teg. Bindi Slaufur, svartar Manchetthnappar Axlabönd Sokkabönd Ermabönd Sokkar Vasaklútar' Treflar Hanzkar $ Nærföt, m. teg. Kaupfélag Eyfirðinga Vefnaðaivörudeild. „ r » . HttHWHttHWHWHttHMHttHttHWHKeWHKB«HeHKH«HttHttlíettettettettettHttHttettettHttBttHttettettHttHttettettettettettett-!ttettHttBttttettBttBtt<i JENNY EYLAND g -• f Fædd 25. ágúst 1896. Dáin 22. nóvember 1947. Minningar Culbertsons í þýðingu Brynjólfs Sveinssonar <BttHttHttHttHttHttHttHttHttHKHtt«Htt!<H><HttBttí-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.