Dagur - 18.12.1947, Qupperneq 8
8
Bagum
Fimmtudaginn 18. desember 1947
Skipulagssfjóri ríkisins hefur lagf
fil að gerðar verði róffækar skipu-
lagsbreyfingar í miðbænum
Aðkallandi, að Velja fyrirhuguðu ráðhúsi
bæjarins stað
Horfinn heim
kapp á að fá í sínar bendur lóðir
þær, sem nauðsynlegar eru undir
ráðhús þar, og eru þær í eigu
Landsbankáns. Bankinn mun hins
vegar leggja kapp á að fá að byggja
bankahús á þessum stað, og hefur
sótt um það til bæjarstjórnarinnar.
Verður bærinn þá að ákveða, hvort
hann vill leyfa þá byggingu og falla
frá hugmyndinni um ráðhús þarna,
eða halda fast við hana og vera þá
jafnfrarrit reiðubúinn að leggja
fram fé til kaupa á lóðunum. Bent
er á í þessu sambandi, að'Lands-
bankinn muni eiga lóð við Hafnar-
stræti, sem ætla má, að sé nothæf
fyrir væntanlega bankabyggingu,
og sé ástæðúlaust fyrir bæinn, að
afsala sér Ráðhústorglóðinni þess
vegna. Þá er enn fremur bent á, að
vel gæti komið til mála að reisa
ráðhúsið é mótum Oddeyrargötu
og Brekkugötu og sameina þá í
eina byggingu bókasafnið fyrirhug-
aða og ráðhúsið. Þessi hugmynd
virðist vel athugandi. Sömuleiðis
munu hafa komið fram raddir, er
telja heppilegt, að velja því stað á
Eiðsvelli.
Þótt ýmislegt reki á eftir um á-
kvörðun þessara mála ,er þess að
vænta, að bæjarstjórnin taki ekki
ákvörðun, fyrr en hún hefir kynnt
sér þessar tillögur og fleiri, sem
fram kunna að koma, og kynnt
>ér álit bcrgaranna í bænum. Það
er vissulega mikilsvert atriði fyrir
ramtíð bæjarfélagsins, hvar í bæn-
um ráðhúsið stendur. — Yfirleitt
munu menn sammála um það, að
þvi beri að velja virðulegan og
rúmgóðan stað i aðalhverfi bæjar-
ins. A meðan samkomulag er ekki
orðið um þann stað, getur bærinn
tæpast afsalað sér byggingarrétt-
inum á hinni gömlu ráðhúslóð við
Ráðhústorg.
Molotoff, utanríkisráðherra So-
vét-RússIands, var fyrstur ráð-
herranna til þess að leggja af stað
heim, eftir að slitnaði upp úr
samningunum í London. Hann
kennir Vesturveldunum um ó-
samkomulagið, segir þau hafa
sameinast gegn Rússum.
Stefnuviti fyrir
flugvélar upp-
settur við Kálf s-
hamarsvík
Fyrir nokkru er lokið við að
setja upp stefnuvita fyrir flugvél-
ar við Kálfshamarsvík á Skaga.
Er það Flugráð, sem hefir staðið
fyrir þeim framkvæmdum. Flug-
menn hafa lengi haft mikinn
áhuga fyrir því að fá stefnuvita á
þessum stað og mun talið að hann
auki öryggið á flugleiðinni hingað
mikið. Þótt lokið sé við að setja
hinn nýja stefnuvita upp, er enn-
þá eftir að fullprófa hann og stilla
af. Sífelld óveður fyrir Norður-
landi nú að undanförnu hafa
var'nað því, að flugvélar hafi
komizt norður þessa leið, en
gengið mun verða frá vitanum að
fullu strax og mögulegt reynist.
Hið nýstofnaða Flugráð á þakkir
skildar fyrir að hafa hrundið
þessu máli í framkvæmd fljótt og
vel.
ÚR BÆ OG BYGGÐ
Samþykkf að hefja ýmsar fram
kvæmdir á Akureyri
Bæjarstjórnin afgreiðir erindi í sambandi við
atvinnuþörfina í bænum
Bæjarstjórnin hefir að undan-
förnu haft til meðferðar erindi frá
ýmsum aðilum í sambandi við at-
vinnuþörf bæjarmanna yfir vetr-
armánuðina. Á fundi bæjarráðs
4. þ. m. voru ákveðnar ýmsar
framkvæmdir í bænum í vetur og
er gert ráð fyrir, að 60 menn hafi
að staðaldri atvinnu við þær.
Bæjarstjórnin staðfesti þetta álit
á fundi sínum í gær. Þessar fram-
kvæmdir eru:
Samþykkt var að halda áfram
grjótnámi bæjarins á þeim stað,
sem nú er unnið.
Samþykkt var að fela bæjar-
verkfræðingi og bæjarverkstjóra
að athuga og gera tillögur og
áætlanir um grjótnám á nýjum
stað.
Samþykkt að árétta við Vita-
málaskrifstofuna og Skipulags-
nefnd að hraðað verði uppkasti
að skipulagi hafnarsvæðisins
sunnan Strandgötu.
Samþykkt að láta gera við
Glerárgarðinn og lerigja hann.
Ákveðið var að láta .rífa aust-
urhluta Caroline Rest og hefja
vinnu við það næstu daga sam-
kvæmt samþykktum bæjar-
stjórnar hér um.
Samþykkt að leggja til við bæj-
arstjórn að segja upp bráða-
birgðaleigu á lóðum við Skipa-
götu, er þeir hafa haft á leigu
Tómas Björnss. og KEA, þannig,
að lóðirnar verði lausar ekki síðar
en 1. maí næstk., með það fyrir
augum að gerð verði þar bif-
reiðastæði, a. m. k. til bráða-
birgða.
Bæjarráð ályktar að óska um-
sagnar hafnarnefndar um stækk-
un og framlenging Leirugarðsins.
Bæjarráð vísar til hafnarnefnd-
ar tillögu um framhald á bygg-
ingu hafnargarðsins á Oddeyri.
Samþykkt að leggja holræsi í
götur utan við barnaleikvöllinn á
Oddeyri, þégar rör fást til þess.
Ennfremur að púkka Glerárgötu
frá Eiðsvallagötu út fyrir Fjólu-
götu.
Upplýst var að unnið verði í
allan vetur við steypu á kant-
steinum og gangstéttarhellum.
Bæjarráð ætlast til, að til þess-
ara verka verði teknir eins
margir verkamenn og unnt er og
áætlar bæjarverkstjóri að um 60
manns þurfi til þess fyrir utan
nauðsynlegan snjómokstur.
Felld var tillaga um að taka nú
þegar 70 menn í bæjarvinnu, með
2 atkv. gegn einu.
Gplin væntanleg
fyrir jól
Hvassafell er væntanlegt til
Reykjavíkur í dag og mun það
því væntanlega ná hingað fyrir
jol, sennilega 22. éða 23. des.
Eru því horfur á að jólaeplin
nái hingað til bæjarins og næsta
nágrennis hans fyrir jólin, en
auðséð er, að flest héruð á land-
inu verða af jólaávöxtunum að
þessu sinni eins og svo oft áður.
Það virðist því vera orðin föst
regla hjá gjaldeyrisyfirvöldum
landsins að draga að ákveða jóla-
ávaxtakaup þangað til útilokað
er orðið að allir landsmenn geti
setið þar við sania borð.
Ef eplin berast í tæka tíð, verða
þau til sölu í verzlunum hér rétt
fyrir jólin. Kaupfélag Eyfirðinga
mun selja þau í öllum deildum
1 sínum.
Rússar gera upp við „stríðsgróða-
menn" hjá sér
Gefa út eina nýja rúblu fyrir hverjar tíu,
sem þeir kalla inn
Bæjarráð hefir að undanförnu
haft til meðferðar tillögur til
nýrrar skipulagningar í miðbæn-
um, sem skipulagsstjóri rikisins,
Ilörður Bjarnason, hefir gert. —
Samkvæmt þessum bráðabirgða-
uppdrætti eru gerðar róttækar
breytingar á miðbænum og ná-
grenni hans.
Kaupvangstorg er mjög stækk-
að, með því að gert er ráð fyrir, að
húsin við Hafnarstræti, sunnan
Kaupvangsstrætis, hverfi allt að
Gudmannsgarði. Sömuléiðis er gert
ráð fyrir mikiili breikkúh Kaup-
vangsstrætis í gilinu og plássi fyrir
bíla, þar sem nú eru geýmsluhús
og verksmiðjur, í milli verzlunar-
húss KEA og Mjólkursamlagsins.
Þá er og ætlunin, að skúrarnir á
hafnarbakkanum hverfi og Skipa-
gata breikki verulega, og loks, að
gerð verði stórkostleg uppfylling
sunnan Strandgötu, og komi vöru-
skemmur sunnan við götuna.
Ráðhústorg á, samkvæmt þess-
um tillögum, að stækka geysimik-
ið, en Ráðhúsi bæjarins er ætlaður
staður ofarlega við Strandgötu.
Fleiri breytingar eru taldar í
skipulagsuppdrætti þessum, sem of
langt mál yrði að rekja ýtarlega.
Mundi verða of dýrt.
Bæjarráð mun yfirleitt ekki
telja sér fært, að fallast á þessar
breytingar, einkum vegna hins gíf-
urlega kostnaðar, sem af þeim
mundi hljótast. Er augljóst, að ef
slíkur uppdráttur yrði samþykktur,
yrði bærinn jafnframt að vera við
því búinn að kaupa upp lóðir og
lendur fyrir stórfé, jafnvel svo að
milljónum skipti, og mun bæjarráð
ekki telja fært að leggja til að í
slíkt verði ráðizt, jafnvel þótt fall-
izt yrði á uppdráttinn að öðru
leyti. Jafnframt telja margir, að
ekki lcomi til mála að samþykkja
þetta skipulag óbreytt, hvað sem
kostnaðarhliðinni líður.
Fleiri tillögur.
Bæjarráð mun einnig hafa at-
hugað aðra tillögu um skipulag
miðbæjarins, er að vísu krefst ail-
mikilla breytinga, en hvergi nærri
eins míkilla og hin fyrrnefnda. Er
ráðhúsi bæjarins þar valinn staður
út undir Hótel Norðurlandi, eftir
að miklar breytingar hafa verið
gerðar á Geislagötu og umhverfi.
Ekki mun þessi tillaga heldur hafa
mikinn byr.
Hvar á að byggja ráðhúsið?
Þótt frestað verði eitthvað að
taka endanlega ákvörðun um
skipulag miðbæjarins í æðimörg-
um atriðum ,er nú orðið aðkallandi
að ákveða, hvar eigi að byggja ráð-
hús bæjarins, er að því kemur.
Upphaflega var talað um að byggja
það á lóðinni nr. 1 við Strandgötu,
og mun Ráðhústorgsnafnið hafa
orðið til í sambandi við þær fyrir-
ætlanir. En bærinn hefir ekki lagt
Póststofan vill vekja athygli
bæjarbúa á því, að að til þess að
jólapóstur í bæinn verði borinn
út fyrir jól, þarf að skila honum
í póstkassana á Þorláksdag. —
Póstur, sem kemur eftir það,
verður borinn út á þriðja í jólum.
Innanbæjarburðargjald er nú:
Fyrir bréf 35 aurar, fyrir bréf-
spjöld 25 aurar.
Skólaskýrsla Menntaskólans á
Akureyri, fyrir árin 1944-45 og
1945-46 er nýlega komin út og
hefur borizt blaðiriu. Auk venju-
legs fróðleiks um námsgreinar,
próf, verkefni o. s. frv., flytur
skýrslan greinargerð Sigurðar
Guðmundssonar um byggingu
heimavistarhúss skólans.
Heiðbjört heitir snotur telpu-
bók, er blaðinu hefir borizt. Höf-
undur er Frances Duncombe,
Þórunn Rafnar þýddi, en bóka-
útgáfa Jónasar og Halldórs Rafn-
ar gaf út. Þetta er hugþekk saga
um börn og dýr, prýdd mörgum
myndum og virðist vera hollt og
gott lesefni fyrir litlar stúlkur.
Leiðrétting. f trúlofunarfrétt í
síðasta blaði misritaðist Svein-
björg Pétursdóttir frá Siglufirði.
Átti að vera frá Súgandafirði.
Barnabækur. Blaðinu hafa
borizt nokkrar barnabækur, er
bókaforlag Æskunnar gefur út.
Dóra og Kári nefnist hugþekk
unglingasaga eftir Ragnheiði
Jónsdóttur, sennilega skemmti-
legasta íslenzka unglingabókin,
sem lengi hefir komið hér út.
Maggi varð að manni er skemmti-
leg drengjasaga eftir kunnan
danskan barnasöguhöfund. Litla
kvenhetjan er saga fyrir litlar
stúlkur, þýdd úr ensku. Adda og
litli bróðir er framhald hinnar
ágætu telpusögu um Öddu, eftir
Jenny og Hreiðar á Akureyri,
sem út kom í fyrra og hlaut
miklar og verðskuldaðai- vin-
sældir yngstu lesendanna.
Hjálpræðisherinn, Akureyri. —
Sunnudaginn 21. des. kl. 2 sunnu-
dagaskóli, kl. 8.30 hjálpræðissam-
koma. Allir velkomnir.
Fregnir frá Moskvu lierma, að
ákveðið hefði verið af hálfu ráð-
stjórnarinnar að kalla inn gjald-
miðil landsins, rúbluna, nú innan
skamms.
Samkvæmt frekari fréttum um
þetta efni, mun aðeins ein ný
rúbla verða gefin út fyrir hverjar
tíú, sem kallaðar eru inn. Jafn-
framt verður nokkur verðlækk-
un ákveðin á ýmsum vöruteg-
undum, en mismunandi mikil. —
Mun verðlækkunin alls ekki vega
upp á móti þeirri rýriiUn spari-
fjár almennings, sem verður við
það, að gefa ekki út nema eina
nýja rúblu fyrir hverjar tíu.
í Moskvaútvarpinu hefir kom-
ið fram nýstárleg skýring á þess-
ari ráðstöfun stjórnarinnar. Er
hún sú, að gjaldmiðill landsins sé
kallaður inn til að ná til auðsafn-
ara og stríðsgróðamanna, sem
hafi eflzt mjög þar í landi styrj-
aldarárin. Skýtur sú skýring
riokkúð skökku við það, sem áður
hefir verið haldið fram um
stjórnarfar Rússlands, að þar
gætu engir stríðsgróðamenn þrif-
izt.
En þessi ráðstöfun .hlýtur að
bitna mjög á öllum landslýð og
rýja hann algerléga öllu því, er
hann kann að hafa aurað saman
styrjaldarárin, því að lækkun
verðlagsins er svo hverfandi lítil
samanborið við þá miklu rýrnun,
sem með þessum ráðstöfunum er
á sparifé landsmanna.