Dagur - 07.01.1948, Blaðsíða 3
Miðvikudaginn 7. janúar 1948
D AGUR
3
ÍÞRÓTTIR
Undirbúningsmót Ólympíufara.
Þann 20. des sl. sat hópur manna
yfir kaffiborði í Rotarysal KEA.
Skíðaráð Akureyrar og Olympíu-
nefnd stóðu á bak við þetta —
reyndar ósýnilegar stærðir í
heild — en Hermann Stefánsson
gerði grein fyrir tilefni og kynnti
hátíðlega alla viðstadda. En þama
voru mættir nokkrir þekktustu
skíðamenn þessa ágæta lands
ásamt fréttariturum blaða og
nokkrum forustum. íþróttamála á
Akureyri. — Klukkustundu síðar
fór stór vörubill upp Kaupfélags-
gilið, hlaðinn skíðaköppum í full-
um skrúða — þá vantaði bara
regnhlífar — ásamt pökkum og
kössum með pylsum, kökum,
kartöflum, mjólkurbrúsum, lýsi
og sígarettum — og öllu öðru,
sem nauðsynlegt er talið í útileg-
ur. Ekkert mátti vanta; skamm-
degismyrkrið grúfði yfir, allra
veðra von, væntanlegur dvalar-
staður, Útgarður, langt frá byggð
og þar átti að vera — að mestu
leyti — til áramóta. En uppi hjá
„Sjöfn“ stóð allt fast, — ja, nema
málbeinin og hláturvöðvarnir! —
Það var eins og bíllinn vissi, að
eitthvað hefði gleymst og neitaði
að fara lengra, unz það fengist.
Bílstjórinn tók í alla takka og
steig á allt sem fyrir fæti varð.
Farþegarnir brutu heilann og
gáfu góð ráð. Og loks kom lausn-
in: Það vantaði benzín! En fjár-
hagsráð, skömmtunarskrifstofur
og trúnaðarmenn hins opinbera,
eru nú ekki lengi að lækna svo-
leiðis smákvilla! Og nokkru
seinna er faríð að rjúka í fjalla-
selinu, Útgarði, og góðir félagar
hjálpast að við upphitun, matar-
gerð og sængurþjónustu.
Löngu fyrir dag er svo risið úr
rekkju. Nóg er að gera og bjarta
stundin er dýrmæt til æfinga í
svigi, bruni og stökki. Hermann
stjórnar liðinu og enginn lætur á
sér standa að hjálpa til við það,
sem gera þarf: troða, moka snjó,
leggja brautir, sjóða graut, skúra
gólf. Félagsskapurinn er ágætur.
Því miður varð einn úr hópn-
um, Ásgrímur Stefánsson frá
Siglufirði, fyrir því slysi að við-
beinsbrotna við byltu í skíða-
stökki. Það var löng og erfið leið
til læknis — en nokkru seinna
sést Ásgrímur með höndina í fatla
niðri á Hótel KEA — ekki glaður
reyndar, að verða að hætta — en
án þess að mögla — og við sæmi-
lega líðan.
Og svo koma jólin — og skíða-
mennirnir koma í bæinn — sumir
dúðaðir vangaskeggi, svo að rak-
arastofur fá bæði peninga og hrá-
efni!
En jólafríið er stutt — a. m. k.
fyrir þá, sem hugsa sér að keppa á
Ólympíumóti skíðamanna í Sviss
eftir 3—4 vikur, þar sem tæknin
og færnin er orðin svo mikil, að
svigmennirnir „snýta sér á skíða-
tánum“ — standandi þó — í erf-
iðustu sveiflunum!
Síðustu daga ársins er svo
stöðug keppni — í breytilegum
brautum — úrslit lögð við úrslit
og leitað þannig að þeim, sem
hæfastir eru og snjallastir. Einn
skarar fram úr — Magnús Bi’yn-
OG ÚTILÍF
jólfsson, Akureyri. En um næsta
sæti er hörð barátta — en mjög
drengileg — milli Guðm. Guð-
mundssonar, Akureyri og Har-
aldar Pálssonar frá Siglufirði. En
að loknum öllum svigraunum eru
úrslit Guðm. aðeins betri. Dóm-
nefnd leggur til að til keppni í
svigi og bruni verði sendir Magn-
us og Guðm. Stjórn Skíðasamb.
íslands er þar einróma á sama
máli. Og Ólymjpíunefnd fslands
— sem síðustu ákvörðun á að
taka í málinu — segir að svo skuli
vera. Til keppni í stökki fer Jón-
as Ásgeirsson frá Siglufirði.
Á sunnud. var efnt til skíða-
móts á Akureyri, þar sem þessir
og aðrir þátttakendur í náms-
skeiðinu voru aðalmenn.
Fyrir hádegi var boðganga. —
Tvær 5 manna sveitir kepptu.
Frá Akureyri:
1. Jón Kr. Vilhjálmss.
2. Hákon Oddgeirsson.
3. Fi-iðrik Guðmundsson.
4. Mikael Jóhannesson.
5. Guðm. Guðmundsson.
Frá Reykjavík og Siglufirði,
sameinað lið:
1. Hafsteinn Þorgeirss., Rvík.
2. Guðni Sigfússon, Rvík.
3. Ásgeir Eyjólfsson, Rvík.
4. Jónas Ásgeirsson, Siglufirði.
5. Haraldur Pálsson, Siglufirði.
Gengið var í hring um götur
bæjarins, upphaf og endir við
Ráðhústorg, nál. 1300 m. löng
leið, ójöfn og erfið fyrir troðninga
og hálku. Þeir 1. og 2. gengu einn
hring hvor, 3. og 4. tvo hringi og
5. gengu 3 hringi.
Akureyringar drógust þegar
ofurlítið aftur úr — og bilið smá
óx við hver skiíti, þar til hinir
síðustu tóku til fótanna. En þótt
Guðm. drægi nokkuð á Harald,
reyndist 700 m. forskot óvinn-
andi upp á ekki lengri vegalengd.
Utanbæjarmenn unnu því glæsi-
lega. Tími sveitarinnar var 58
mín. 45 sek., en tími Akureyringa
60 mín. 20 sek.
Stundvíslega kl. 1.30 e. h. hófst
svo stökkkeppni (þriggja manna
sveitir) við Miðhúsaklappir. —
Veður var stillt og frostlaust.
Færi þungt. Áhorfendur á þriðja
hundrað og áhugasamir. Þai’na
urðu úrslit þessi helzt:
1. sveit K. A. með 1288.8 stig.
Sigurður Þórðarson.
Guðmundur Guðmundss.
Hákon Oddgeirsson.
2. sveit: Reykvíkingar—Sigl-
firðingar 1116.3 stig.
Jónas Ásgeirsson.
Haraldur Pálsson.
Ásgeir Eyjólfsson.
3. sveit f. M. A.
4. sveit Þórs.
Af einstökum stökkmönnum
varð:
(Framh. á 6. síðu.)
^lllllllllll lll IIIII11111111111111111111111| II || 111111111111111111111111111HIIIHIHIIIIIIIIIIHIHIIIIIIII IIIIIIIIIIHIIIUIÍÍÍlllll, III 111,1«
| Iðnaðarmenn! •
í Iðnaðarmannafélag Akureyrar hefur ákveð- |
I ið að gangast fyrir stofnun innkaupasambands I
| fyrir iðnaðarmenn á Akureyri. j
Stofnfundur verður að Hótel KEA, Rotary- i
j sal, föstudaginn 9. janúar 1948, kl. 8.30 e. h. j
I Undirbúningsnefndin. I
..........................................
M*
.....Illllll.............................1111.....1.HHIIIHIH •
ITilkynning
um vaxtabreytingu. |
| Vextir af innlánum og útlánum í Búnaðarbanka ís- i
f lands í Reykjavík og útibúi hans reiknast frá og með |
| 1. janúar 1948 eins og hér segir: 1
! I. Innlánsvextir:
S =
a. Af almennu sparisjóðsfé 3i/,% p. a.
b. Af þriggja mánaða uppsagnarfé 4% p. a.
í c. Af árs uppsagnarfé 414% p. a, 1
1 d. Af fé í tíu ára áætlunarbók 414% p. a.
| e. Af ávísunarbókafé 2% p. a., enda fari útborg- i
Í unarfjöldi ekki fram úr 150 á ári.
Í II. Útlánsvextir:
Forvextir af víxlum og vextir af lánum hækka um 1
1% frá því sem verið liefur.
Reykjavík, 27. desember 1947.
Búnaðarbanki Islands. í
HIIIHIIHIMIHHHIHIHIIIHUMIUIIHIHIHHIIHtHHHItlllfHlHltllllHIHHIIIIIimilHIIIHmiTmmillltnillllllllllllllllllllá
Jarðarför mannsins míns,
GUÐJÓNS BALDVINSSONAR,
Skáldalæk í Svarfaðardal, sem andaðist 24. desember sl., fer
fram fimmutdaginn 8 þ. m. og hefst að heimili hans kl. 11
f. h. — Jarðsett verður að Tjörn.
Fyrir hönd vandamanna.
Snjólaug Jóhannesdóttir.
| Happdrœttið
Sala miða er hafin, og réttur til sömu númera |
og síðastliðið ár gilda til 8. þ. m. Eftir þann I
Í tíma verða undantekningarlaust allir óseldir {
miðar boðnir til kaups. — Endurnýið strax!
I Þorst. Thorlacius.
rHHHIIIIIIIHHmHmHIHHIHIMIIIIIHIIIIHHlimHIHHHIIIHHmillllllHIIHIIIIIIIIIllHIIHIIIIlllllllllllllllllimilllllllH*
jimiiimmiimimmiiiiimmiiiiiiiiiiimimmmiiiiiimmiiiiniM»**M»»iii*»iti iMi!HiitHii«miiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiii»
I Tilkynning
um vaxtabreytingu.
Í Vextir af innlánum og útlánum í Lanbsbanka ís- i
i lands og Útvegsbanka íslands h.f. í Reykjavík og úti- f
Í búum þeirra reiknast frá og með 1. janúar 1948 eins og l
Í hér segir: f
i I. Innlánsvextir:
Í a. Af almennu sparisjóðsfé 3l/2% p. a.
b. Af þriggja mánaða uppsagnarfé 4% p. a.
c. Af árs uppsagnáffé 414% p. a.
d. Af féí tíu árá áætlunarbók 4^4 % p. a.
e. Af ávísunarbókafé 2% p. a., enda fari útborg- f
| unarfjöldi ekki frarn úr 150 á ári. i
| II. Útlánsvextir:
Forvextir af víxlum og vextir- af lánum 6%, að \
undanskildum þeim lánum, sem um ræðir í 27, gr. |
laga 1947, um dýrtíðarráðstafanir.
Reykjavík, 27. desember 1947.
jj r E
Landsbanki Islands.
: r r :
j Utvegsbanki Islands h.f. j
«iimmmmmmmmmimiimmiHimiiiminHimimmmnimimiimimiimmmmimiimmmmimiimmmm>
MHIHHIHHHHHHHHHHHHHHHHIHHHHHHHHHHIHHHIIHHIHHHHHHHHHHHHHHHHIHHHHHHHHHHHHHHHIIM
Sldðaskór
á börn og unglinga
SkóbúðKEA
Tiiiiiiihiihiiihiihhiiiiihiiiiihiiiiiiiiihiiiiiihiiiiiiiiiiiiiiiiiiihiiiiiiiiiiiiiiiiiihiiiiiiihiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiih'S
HiHiimiiiiiiiimiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHimiiiiiii>
1 Brauð-arðmiðum
frá síðastliðnu ári sé skilað á verk- f
smiðjuskrifstofuna fyrir 31. janúar j
næstkomandi. i
Kaupfélag Eyfirðinga.
\||IIIIIIIIIIHIIIIIIIII|HIIIIIIIIIIIIIIII|IHIHUÍlHliniHHMHMIHIIIIUIHIHHlllHHIIIHimilllHIHIIHIHIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIHÍi