Dagur - 07.01.1948, Blaðsíða 7

Dagur - 07.01.1948, Blaðsíða 7
$L i i >» A \ c : /úóL? Mið\dkudaginn 7. janúar 1948 D AGUR - Um málefni bændanna (Framhald af 2. síðu). röðinni. Með stofnun sæðingarstöðvar- innar á Akureyri á vegum S. N. E., hefir stórt spor verið stigið á sviði búfjárræktarinnar í héraði. Sæðingarstöðin er og verður hin eiginlega kynbótastofnun héraðsins, en hvort starfsemi hennar muni ná til allra búfjár greina er fram líða stundir, skal ekkert fullyrt um nú. Telja má þó líklegt að svo muni reynast. Að hve miklu leyti starfsemi sæð- ingarstöðvarinnar getur sam- rýmst eiginlegri ráðunautastarf- semi í héraði, er auðvitað mjög háð því hvaða starfsmönnum verður á að skipa. En ráðunauta- starfsemi í búfjárrækt er að sjálf- sögðu að nokkru leyti leyst með starfrækslu sæðingastöðvarinnar, en þó aðeins að nokkru leyti. Hin hlið málsins, fóðrunin, sem einnig er mjög þýðingarmikið atriði, er allt annars eðlis en kynbótastarf- semin, en engu veigaminni þáttur í undirstöðu búskaparins eigi að síður. í sambandi við þetta er þá og þess að gta, að tegundir bú- fjár eru fleiri en sæðingarstöðin hefir með að gera og allar teg- undir búfjár er hægt að rækta, þær ber að ræka, og gera arð- meiri en þær eru Ráðunautaskrifstofa. i .. , /. '/r. . í sártibarid ivið þá ráðunauta- starfsemi, sem þörf éf á í héraði, • •!••• • >(jr 'f hlýtur að verða um talsverða skriffinsku að ræða, og eru þau störf þáttúr í hlutverki ráðunaut- anna. Þess þekki eg.dæmi annars staðar, að ráðunautarnir hafa meira en nóg að gera við leið beiningar, erindaflutning á nám- skeiðum og í kvöldskólum bænd- anna, hver á sínu starfssviði. Ef ráðunautastarfsemi kæmist í líkt horf hér, þá myndi og svo geta reynzt, að sérstökum aðilum yrðu falin skrifstofustörfin. Skrifstofan er þá miðstöð ráðu- nautastarfseminnar í héraði,.þar eru niðurstöður. fundnar og málin afgreidd vegna þeirra, sem búið er að vinna hjá, á meðan ráðu- nauturinn er að gera áætlanir og sjá um framkvæmdir hjá öðrum. Hér mun þó það fyrirkomulag ráðandi, að sökum vetrarríkis hljóti hin eiginlega ráðunauts- starfsemi að nokkru að liggja kyrr að vetrinum, að því er snertir jarðræktina. Myndi þá skýrsluhaldið eðlilega verða aðal- starf ráðunautsins eins og nú. En ekkert er því til fyrirstoðu að sameina mætti í eipa stófnun ráðunautaskrifstofu Eyjafjarðar, og þar gæti þá einn unnið með öðrum, svo að fljót afgreiðsla fengist í þeim efnum, sem mikið liggur á eða fremur öðrum þarf að hraða. Verkefnin eru bæði mörg og fjölþætt. Hvernig þau verða bezt leyst má um deila, en að gera ber það sem unnt er til þess að mega til langframa njóta góðra starfsmanna í þógu búnað- armálanna í héraði, um það verð- ur víst ekki deilt. Og eg hygg, að starfsskilyrði gætu orðið fjöl- breyttari en ella og viðunandi lífskjör mætti skapa starfsmönn- um með því að hafa eina allsherj- ar stofnun, þar sem einn gæti aðstoðað annan í verki eftir at- vikum. Sú miðstöðú ráðunauts- starfseminnar mundi verða sem næst miðsveitis, líklega þá á Ak- ureyri. Landfræðileg afstaða og mikl- ar vegalengdir meðfram Eyjafirði á báða vegu gera nokkurt strik í reikninginn, og ekki er ástæðu- laust þótt einhverjir kynnu að spyrja hvort ekki væri heppileg- ast, að í héraðinu væru tveir ráðunautar og hefði hver um sig allar greinar búriaðarins að verk- efnum, bæði á sviði jarðyrkju og búfjárræktar. Hefði þá annar verksvið sitt í Eyjafjarðarsýslu utanverðri að Moldhaugahálsi t. d., en hinn innhluta sýslunnar og svo svæðið út með Eyjafirði að austan í Höfðahverfi, en þessi hluti Þingeyjarsýslu er eðlilegt starfssvæði ráðunauts vestan Vaðlaheiðar. Að óprófuðu skal eg ekkert fullyrða um hvað hentast þætti, en líklega mætti oftar ná til ráðunautsins, ef svo væri fyrir komið starfssvæðum. Poki með hangikjöti hefir verið skilinn eftir við Brekkugötu 13 A. — Eigandi. vitji hans til undirritaðs, gegn greiðslu á auglýsingakostn- aði. — Jakob Stefánsson. Tapazt hefir ljósbleikur foli, fjögra vetra, fremur smár, með stjörnu í enni og lauf á milli nasa. — Mark óvíst. — Ef einhver yrði var við hest þennan, er hann vinsamlega beðinn að gera mér aðvart. Sigurður Eiríksson, Vökuvöllum, Akureyri. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem aðstoðuðu og auðsýndu samúð við jarðarför mannsins míns, ÞORVALDAR FRIÐFINNSSONAR, Ólafsfirði, sem lézt þann 7. desember síðastliðinn. Elín Þorsteinsdóttir. Innilegt þakklæti til allra þeirra, fjær og nær, er auðsýndu samúð við andlát og jarðarför BRYNJÓLFS STEFANSSONAR, kaupmanns. Þökkum sérstaklega Oddfellowbræðrum og hr. forstjóra Jónasi Þór og frú fyrir þeirra miklu hjálp. Guðmunda Jónsdóttir. María Brynjólfsdóttir. Innilegt þakklæti til allra þeirra, sem auðsýndu samúð og að- stoð við jarðarför konunnar minnar, móður og tengdamóður, JÓNINU VILBORGAR PÁLSDÓTTUR, er lézt þann 21. desember síðastliðinn. — Guð blessi ykkur öll. Halldór Jóhanncsson, börn og tengdabörn. 'iiiiiiimiiiiiiiiiiiiimuMiiMiiiiiiiiii iMmMmmmmmimimim mmmmmimm Áuglýsing . Nr. 29/1947 frá skömmtunarstjóra Samkvæmt heimild í 3. gr. reglugerðar irá 23. sept. 1947, um sölu og afhendingu benzíns og takmörkun á akstri bifreiða, hefur viðskiptanefnd ákveðið eftirfar- andi: Á fyrsta skömmtunartímabili 1948, 1. janúar til 31. inarz, skal benzínskammtur bifreiða vera sem hér segir í 'þeim flokkum, er að neðan greinir: Auglýsing Tilboð óskast í efri hæð húseign- ar hér í bænum fyrir 20. janúar næstkomandi. — Áskilinn réttur til að taka hvaða tilboði sem er éða hafna öllum. — Afgr. vísar á. Á ÁSLÁKSSTOÐUM í Arnarneshreppi er í óskil- um rauður hestur, ljósari á fax og tagl. Mark: Stýft h. fjöður fr. v. — Réttur eigandi gefi sig fram sem fyrst. Axel Björnsson. ÐÖKKBLÁR VETRARFRAKKI var tekinn, sennilega í mis- gripum, á Hrafnagili um fyrri helgi. — Vinsamlegast skilist á afgreiðslu Dags. Lítið skrifborð, notað, til sölu. Aclam Magnússon, Bjarkarstíg 2. 1 Strætisvagnar . . . 5400 lítrar 9 Sérleyfisbifr. og mjólkurfl.bifr^iðar . . 2700 — 3 Leigubifreiðar til mannflutninga . . . . 1800 — 4 Einkabifreiðar 5 manna og stæiri . . 180 — 5 Einkabifreiðar 4 manna og minni . . 135 — G ] eep-bifreiðar bænda . 300 — 7 Bifhjól 45 — 1 Vörubifreiðar yfir 5 smál . 2700 — 9 Vörubifreiðar 4001 kg.—5000 kg. . . . . 2250 — 3 Vörubifreiðar 3001 kg,—4000 kg. . . . . 1800 — 4 Vörubifreiðar 2001 kg.—3000 kg. . . . . 1575 — 5 Vörubifreiðar 1001 kg.—2000 kg. . . . . 900 — 6 Vörubifreiðar 501 kg.—1000 kg. . . . . 450 — 7 Vörubifreiðar 500 kg og minni . . . . 300 — T ilgreind þyngd við bifreiðar í B-flokki er miðuð við Sendisveina vantar Landsímastöðina. lllllllttlllllllllllttlllllltlMlltllllllllltlllMMMIIIMIIIIMMtlll •llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll* IÚr bæ og byggð 1 ■ II IIIIMIIIIIIIIIIMI1 llllllllllllllllll* | mestu leyl’ilega hlassaþyngd samkv. skoðunarvottorði. Framangreindir skammtar bilreiða eru skammtar alls tímabilsins, þriggja mánaða, og skal þeim úthlutað í einu lagi. Engin bifreið getur fengið úthlutað skammti A 3 (leigubifreiðar til mannflutninga), án séi'staks leyfis frá skömmtunarstjóra ríkisins. Reykjavík, 30. desember 1947. Skömmtunarstjóri. I. O. O. F. — 129198V2 — KIRKJAN. Messað á Akureyri kl. 2 e. h. næstk. sunnudag. — Sunnudagaskóli kl. 11 f. h. (5—6 ára börn í kapellunni, 7—13 ára börn í kirkjunni). Æskulýðsfé- lagsfundur kl. 8.30 e. h. í kapell- unni. Áheit á Akureyrarkirkju. Kr. 100.00 frá H. — Kr. 20.00 frá ^ ónefndum. — Afhent af séra Pétri ; Sigurgeirssyni: Kr. 50.00 frá Unni. — Kr 20.00 frá S. H. Þakkir. | Á. R. Iljúskapur. Hinn 20. des. voru gefin saman í Akureyrarkirkju : af séra Pétri Sigurgeirssyni: ■ Ungfrú Aðalheiður Elísabet Þor- leifsdóttir og Magnús Snæbjörns- i son, bifreiðarstjóri. Heimili þeirra er í Eiðsvallagötu 13. — 26. des. gefin saman í Akureyrar- kirkju ungfrú Heiðdís Eysteins- dóttir og Guðjón Njálsson, bif- reiðarstjóri. Heimili þeirra er í Norðurgötu 34. — Hinn 27. des. gefin saman í Akureyrarkirkju ungfrú Margrét Ólafsdóttir og Vilhelm Hákonsson, málara- meistari, Reykjavík. Frá Heimilisiðnaðarfél. Norð- urlands, Akureyri. Námskeið fé- lagsins byrja um miðjan janúar (auglýst síðar). Sauma-, bók- bands- og sníðanámskeið. Um- sóknum svarað frá 10. janúar, kvölds og moi-gna, í síma 488. Knattspyrnufélag Akuréyrar minnst 20 ára afmælis síns' með skemmtun að Hótel Norðurlandi næstk. laugardagskvöld, 10, þ, m. Áskriftarlisti liggur frammj hjá Gunn. Tr. Jónssýni. Barnastúkan Samúð heldur fund næstk. sunnudag kl. 1.15 s.d. Fundarefni: Inntaka nýn-a félaga. Skemmtiatriði o. fl. — Félagar, fjölmennið! Austfirðingar! Vegna fyrirhug- aðs Austfirðingamóts, laugardag- inn 17. jan. næstk. að Hótél Norð- urlandi, vill mótsnefndin mælast til þess, að Austfirðingar og venzlamenn þeirra, sem ætla að taka þátt í því, skrifi nöfn sín á áski-iftarlista, er liggja mun frammi í Bókaverzl. Gunnl. Tr. Jónssonar og Hattaverzlun Lillu Gunnars. — Þetta er nauðsynlegt til þess að mótsnefndin geti ein- hvei'ja grein gert sér fyrir þátt- töku í sambandi við hana og samið við hótelið. — Vinsamleg- ast, athugið þetta og hafið lokið áskriftum 12. jan. næstk. — Að- göngumiðar verða seldir dagana 13., 14. og 15. þ. m. að Hótel Norð- urlandi. — Léttið mótsnefndinni starfið. Takmarkið er: Minnst 150 þátttakendur áritaðir þann 12. janúar næstk. — Mótsnefndin. Dánardægur. Á aðfangadag jóla varð bráðkvaddur að heimili sínu Skáldalæk í Svarfaðardal, Guð- jón Baldvinsson, bóndi þar, hinn mesti dugaðar- og sæmdarmaður. Hann verður jarðsettur að Tjörn á morgun. Zíon. Sunnudaginn 11. þ. m. Sunnudagaskólirin kl. 10.30 f. h. Almenn samkonia kl. 8.30 e. h. — Allir velkomnir. Stúkurnar Brynja nr. 99 og ísa- fold-Fjallkonan nr. 1 halda sam- eiginlegt skemmtikvöld laugar- daginn 10. jan. n.k., kl. 8.30 e. h. áuqIýsíS s , SRjaldborgar-Bíó.. fTÖFRABOGINN I Siðustu sýningar i þessari I vkiu. Engin sýning laugardag.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.