Dagur - 07.01.1948, Blaðsíða 5

Dagur - 07.01.1948, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 7. janúar 1948 DAGUR 5 Eimskipafélag Islands og samgönguvandamál verzlunarsfaðanna Guðmunder Yilhjálmsson, forstjóri Eimskipafélagsins, telur Dag hafa hallað réttu máli í skrifum sínum um siglingarnar - GREIN FORSTJÓRANS - Herra ritstjóri! í blaði yðar, „Dagur“, sem kom skip voru ekki fyrir hendi, þar eð e/s. „Brúarfoss11 var í ferð til út laugardaginn 22. f. m., stendur ; Englands með frystan fisk og „Lagarfoss" hefir verið í ferð til útlanda síðan snemma í nóvem- ber, og var þá ókominn til lands- svohljóðandi yfirskrift: „Selfoss" kom ekki til Akureyrar, þrátt fyrir dularfullar útvarþsauglýs- ingar.“ í sambandi við þann greinar- stúf, sem fylgir þessari yfirskrift, viljum vér biðja yður að birta í næsta blaði yðar eftirfarandi skýringu. Þegar e/s. „Selfoss" var á leið frá Immingham með sementsfarm til Akureyrar og Húsavíkur, sneri sjávarútvegsmálaráðherra sér til vor og óskaði þess að skipið kæmi beint til Reykjavíkur og affermdi farminn þar, en fermdi síðan síld til Siglufjarðar. Bent- um vér ráðherranum á, að þar sem vér hefðum samið við Sam- band ísl. samvinnufélaga um að skila sementsfarminum á fyrr- greindar norðlenzkar hafnir, þá gætum vér ekki orðið við tilmæl- um ráöherrans, nema því aðeins að hann fengi forstjóra Sam- bandsins til þess að ganga inn á að veita sementinu móttöku í Reykjavík. Sneri ráðherrann sér þá til herra forstjóra Vilhjálms Þór, sem gekk inn á að e/s. „Sel- foss“ affermdi sementið í Reykja- vík. Að framangreind frásögn er rétt, geta bæði sjávarútvegsmála- fáðherra og forstjóri Sambands- ins vottað. í blaðinu frá 26. nóvember birt- ist svo grein með ýfirskriftinni: „Leyndardómurinn um „Selfoss“ upplýstur. — Sementið mátti ekki koma hingað.“ Ef þér hefðuð hirt um að leita upplýsinga hjá oss eða forstjóra Sambandsins um þetta mál, áður en þér birtuð fyrri greinina, hefðuð þér hvorki skrifað þá grein né þessa í þeim tón, sem þér gerið. Munduð þér þá einnig hafa getað sparað yður þær órök- studdu getsakir að „forráða- menn“ Eimskipafélagsins hafi „af einhverjum ástæðum þótt minni ástæða til þess, að verka- menn hér og höfnin hefðu tekjur af þessum flutningum, en verka- menn syðra og Reykjavíkurhöfn.“ í sama blaði er önnur smágrein með yfirskriftinni: „Reykjafoss“ væntanlegur hingað um mánaða- mótin. Mánuður síðan skip frá Eimskip hefir komið hér.“ Eins og yður er kunnugt þá hafa tvö af fimm skipum félags- ins verið tekin í síldarflutninga, og var lagt fast að oss að láta e/s. „Reykjafoss“ einnig í þá flutn- inga. Vér töldum ekki fært að taka skipið úr hinum almennu flutningum með því að flytja þyrfti vörur til hafna út um land- ið m. a. til Akureyrar, og önnur Þetta er ástæðan til þess að eigi hefir fallið ferð norður frá 20. okt. og þar til nú að e/s. „Reykjafoss" fór norður, 29 nóv., en þegar þess er gætt að frá síð- ustu áramótum hafa fallið 23 ferðir frá Reykjavík til Akureyr- ar, eða því sem næst hálfsmánað- arlega, sjáum vér ekki hvernig hægt er að kvarta yfir samgöngu- leysi, ekki sízt þar sem strand- ferðaskip ríkisins hafa einnig verið í stöðugum ferðum. Að því er snertir eftirfarandi ummæli yðar: „Erfiðlega ætlar það að ganga fyrir Eimskipafélagi íslands að efna það loforð, að breyta siglingafyrirkomulaginu eftir stríðslokin og taka upp við- unandi siglingar til helztu hafna úti á landi,“ þá viljum vér upp- lýsa það, að tilraunir hafa verið gerðar með það að taka vörur til flutnings frá Ameríku og flytja þær beint út á land. Sem dæmi viljum vér nefna að e/s. „Reykja- foss“, sem kom hingað í október, var sérstaklega ætlað þetta hlut- verk, og vörum þeim (matvörum og fóðurvörum) sem skipið tók í Halifax, komið fyrir í skipinu með það fyrir 'augum að afferma þær á nokkrum höfnum úti á landi. Þegar skipið kom hingað var svo ákveðið af móttakanda varanna, að um 4/5 hlutar farms- ins, eða 736 smál., færu í land í Reykjavík, en aðeinns 1/5 hluti, eðt 207 smál., á fjórar hafnir úti á landi. Um sannleiksgildi þessa munuð þér einnig geta fengið upplýsingar hjá hr. forstjóra Vil- hjálmi Þór, þar eð S. í. S. átti farminn. Samt var ákveðið að gera áðra tilraun með þetta, og átti „Fjall- foss“ að fara vestur um haf nú í nóvember, og ferma vörur m. a. til hafna úti á landi. Nokkuð af útflutningsvörum var þegar kom- ið í skipið, svo og kjölfesta, og skipið var alveg tilbúið að fara í þessa ferð um kvöldið hinn 10. nóvember síðastliðinn. Óskaði ríkisstjórnin þá að skip- ið færi í síldarflutninga til iiglufjarðar, en þá var Hvalfjarð- arsíldin farin að veiðast í svo stórum stíl að nota varð öll fá- anlég skip til flutninganna norð- ur, og að sjálfsögðu létum vér skipið af hendi í þessa flutninga. Var þegar í stað byrjað að taka í land aftur kjölfestuna og það af vörum sem komið var í skipið. Þá minnist þér á það, að engin Dagur telur forstjórann skorta skiln- ing á þeim miklu vandræðum, sem ófremdarástandið í siglingamálunum hefur skapað landsmönnum - SVAR DAGS - ætlun sé til um ferðir skipanna. Sjálfsagt er yður kunnugt um að áætlun var gefin út þegar í byrj- un ársins og svo framhald hennar í júlí þ. á. En það hefir því miður reynst ógerlegt að halda þessa áætlun nema að litlu leyti, og eru ástæður fyrir því einungis þær, að möguleikar þjóðarinnar um að koma útflutningsvörum sínum á markað, breytast svo að segja frá degi til dags, og virðist engin leið vera til þess að segja fyrir um hvert næsti farmur eigi að fara. En félagið lítur á það sem eina sína fyrstu skyldu, að sjá um það að útflutningsvörur landsmanna komizt til markaðslandanna og verður þá oft að senda skip sín til annarra hafna og á öðrum tím- um en áætlunin segir. Má þessu til sönnunar nefna það, að vegna þess hvernig síldveiðarnar fóru í sumar, gerbreyttust flutningarn- ir, ekki aðeins á síldarafurðunum sjálfum, sem urðu svo miklu minni en vonast hafði verið eftir, heldur og á frysta fiskinum, sem bundinn var við síldarlýsisfram- leiðsluna eins og öllum er kunn- ugt. Af þessum ástæðum minkaði þörfin fyrir skipsrúm, fyrst og fremst fyrir útflutningsvörurnar, og jafnframt fyrir innflutninginn, sem eins og allir vita hefir dregist svo mikið saman, að miklu minni þörf er fyrir skipakost a. m. k. frá Evrópulöndum. Sum af þeim leiguskipum, seni vér höfðum á fyrra helmingi ársins, höfðum vér leigt til lengri tíma og ætlað þeim að vera í áætlunarferðum, en af framangreindum ástæðum, þar sem ekki fékkst nema mjög takmarkaður gjaldeyrir til þess að greiða skipaleigurnar, urðum vér að losa oss við nokkur þeirra og að sjálfsögðu verkaði þetta þannig, að áætlunin raskaðist og ferðum hefir fækkað, ekki aðeins til hafna úti á landi heldur einn- ig til Reykjavíkur. Þetta hlýtur hver maður að skilja, hve mikla löngun sem hann annars hefir til þess að færa allt á versta veg fyrir félaginu, Af framanrituðu sést, og vilj- um vér enn einu sinni leggja á það ríka áherzlu, að það eru raunverulega viðskiptavinir fé- lagsins og viðskiptalífið sjálft sem ræður siglingum skipanna, en ekki félagið. Áætlun um siglingar skipanna er gerð með tilliti til að- stæðnanna á þeim tíma, sem hún er samin. Þegar breytingarnar á viðskiptasviðinu eru eins örar og nú á sér stað, þannig að beina þarf viðskiptunum ýmist til þessa lands eða hins, hvernig mundu þá viðskiptavinir félagsins taka því, ef félagið harðneitaði að hagga nokkuð við áætlun, sem samin hefir verið út frá allt öðr- um forsendum, og léti skip sín sigla eftir henni, hvað sem liði þörfum viðskiptavinanna og þjóðarinnar um að koma út- flutningsvörunum á markáð, og sækja nauðsynjavörurnar til þeirra landa, þar sem hægt er að fá þær? Vér eigum mjög erfitt með að skilja hina stöðugu áreitni yðar í garð Eimskipafélagsins, og þann Forstjóri Eimskipafélagsins hef- ir nokkrum sinnum á liðnum ár- um sent Degi athugasemdir vegna ábendinga blaðsins um fyrir- komulag siglingamálanna. Er það raunar þakkarvert, að félagið skuli telja sér skylt að reyna að gera almenningi grein fyrir at- höfnum sínum og er það þar fremra æði mörgum stofnunum í höfuðstaðnum, sem annars cru umsvifamiklar í málefnum lands- manna. En sá galli hefir jafnan verið á þessum skrifum forstjórans, að þau hafa verið næsta einhliða. — Ábendingar Dags hefir hann oft- ast talið sprottnar af fáfræði blaðsins, en fyrirkomulagi sigl- ingamálanna allt frá stríðsbyrjun stjórnað af nauðsyn fremur en misvitrum forráðamönnum. Hann hefir aldfei fundið neina sök hjá félaginu í þessum efnum, heldur jafnan haft afsakanir og skýring- ar á reiðum höndum. Hin síðasta ritsmíð forstjórans, sem birtist hér í blaðinu í dag, er að þessu leyti engan veginn frumleg. Allt sem félagið hefir gert gagnvart landsfjórðungunum er þar talið harla gott. En þó hefir ný tónteg- und læðst inn í ritsmíð forstjór- aps að þessu sinni. Ritstjóri Dags er ekki aðeins fáfróður, sem fyrr, heldur líka áreitinn og illkvittinn í garð félagsins. Þarna þykir for- stj., sem hann hafi fundið hina einu sönnu ástæðu til þess, að Degi hefir verið tíðrætt um sigl- ingamálin að undanförnu. Það er ekki samgönguleysið og allt hið margvíslega tjón, sem því hefir fylgt fyrir atvinnuvegi lands- manna, sem er undirrót skrifa blaðsins, heldur löngun ritstjór- óhróður sem þér sífellt reynið að breiða út um það og „forráða- menn“ þess. Vér vitum ekki bet- ur en að milli samvinnumanna, sem gefa út blaðið „Dag“ og Eim- skipafélagsins sé hin bezta sam- vinna í hvívetna, enda er fyrir- tæki þeirra, Samband ísl. sam- vinnufélaga og Eimskipafélagið, hvorttveggja stofnað og starfrækt með hagsmuni þjóðarinnar fyrir augum. Samvinnufélögin eru einn stærsti viðskiptavinur Eimskipa- félagsins, og mun það áreiðanlega ekki vera með vilja forráða- manna þeirra, að „Dagur“ birtir hinar tíðu árásir á félagið, sem alltaf hafa reynst tilefnislausar og hefðu aldrei verið birtar, ef þér hefðuð kært yðm' um að leita upplýsinga hjá réttum aðiljum. Reykjavík, 10. des. 1947. F. h. Eimskipafélags íslands. G. Vilhjálmsson. !ans til þess að breiða út „óhróð- ur“ um Eimskipafélagið! Það fer naumast hjá því, að þeim landsmönnum, sem fylgst hafa með þessum umræðum og erfiðleikum samgönguleysisins, þyki þetta heldur dapurleg mála- færzla. Ef það er raunverulega sannfæring forstjórans, að óá- nægja sú um siglingamálin, sem fram hefir. komið í Degi, sé sprottin af löngun blaðsins til þess að breiða út „óhróður11 um Eimskipafélagið, en ekki af ríkri nauðsyn allra landsmanna utan Reykjavíkur fyrir breytt sigl- ingafyrirkomulag, þá sjá það allir menn, að naumast muni mikilla endurbóta að vænta fyrir tilstilli manna eins og Guðmundar Vil- hjálmssonar, sem ekki leggjast dýpra í málflutningnum en þetta. Það er þá líka rétt að minna á, að ekki er Dagur einn um það, að breiða út þann „óhi-óður“, að fyr- irkomulag siglinga Eimskipafé- lagsins sé í fyllsta máta óréttlátt og raunar algjörlega óviðunandi. * Forstjórinn hefir nú um nokk- urra ára skeið deilt við Dag um þessi mál. Hann hefir haldið því fram, að ekki væri hægt að gagn- rýna stjórn félagsins með sann- girni og bendingar Dags hafi ver- ið sprottnar af fáfræði. Dagur hefir hins vegar haldið því fram, að stjórnendur Eimskipafélagsins hafi mjög skort skilning á þörfum landsmanna fyrir sæmilegar sigl- ingar og að félagið hafi verið rek- ið með hagsmuni höfuðstaðarins og innflytjenda þar fyrst og fremst fyrir augum. Dagur verð- ur að minna forstjórann á, að helzt eru horfur á því, að lands- menn utan Reykjavíkur, hafi lagt heldur lítið upp úr skýringum hans og leiðréttingum á undan- förnum árum, því að það mun nú sannast mála, að þeir munu fáir hér nyrðra a. m. k., sem ekki telja framkvæmd siglingamál- anna í hinu hörmulegasta ásig- komnlagi og brýna þörf fyrir gagngerðar endurbætur, ef nokk- ur von á að vera um áframhald- andi atvinnu- og menningarstarf- semi í helztu bæjum og sveitum hringinn í kringum landið. — í þessu sambandi vill blaðið minna forstjórann á endurteknar sam- ykktir Fjórðungsþinga Austfirð- inga og Norðlendinga, nýlega samþykkt bæjarstjórnar Nes- kaupstaðar og samþykkt bæjar- stjórnar Akureyrar nú skömmu fyrir jólin, þar sem fulltrúar allra stjórnmálaflokkanna lögðu þenn- an skerf til málanna: „.... Þá átelur bæjarstjórn Akureyrar það ástand, sem nú ríkir í siglingamálunum og (Framhald á 6. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.