Dagur - 14.01.1948, Blaðsíða 5

Dagur - 14.01.1948, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 14. janúar 1948 DAGDR 5 Gamall draumur mannsins orðinn að veruleika: Meí hjálp flugvélarinnar getur maðurinn látið bæði rigna og snjóa Eftir LEVERETT G. RICHARDS I apríl í fyrra tók bandaríski blaðamaður- inn Richards þátt í tilraunum veðurfræðinga til þess að hafa áhrif á úrkomuna. I þessari grein segir hann frá niðurstöðunum. Undir vissum kringumstæðum, er hægt að „búa til“ snjókomu, jafnvel stórhríð, tneð aðstoð flug- vélarinnar og dálitlu af ísmolum. Regn, sem mælst hcfur heill þumlungur á jörðu niðri, hefur fengist með því að dreifa 100' kr. virði af ísmolum yfir ský. Þetta eru merkilegir og furðulegir hlut- ir, en ævagamall draumur manns ins um að hafa áhrif á veðurfar og úrkomu, hefur að nokkru leyti rætst á síðustu árum. Eg tók þátt í einfaldri en eftir- minnilegri tilraun, sem sannaði þetta. Eckely Ellison, yfirmaður veðurstofunnar í Portland í Ore- gon, dreifði hnefafylli af örsmá- um ísmolum yfir nokkur þung- búin ský, rétt eins og þegar kjúkl ingum er gefið korn úr hnefa. Þrjár mínútur liðu, og ekkert gerðist. En þá sáum við þá allt í einu hvar dökk misturslæða féll út úr skýjunum. Hún náði brátt til jarðar og regnið féll eins og súla yfir græna akra og skóga. Brátt fjölgaði þessum furðulegu regnsúlum. Þttta var sýn, sem ekki gleymdist auðveldlega. Mað- urinn stóð á þröskuli mikilla tíð- inda Fimmtán mínútum eftir að fyrsta regnið féll, dreifði Ellison 17 pundum af ísmolum yfir ann- að ský, í um það bil fimm mílna fjarlægð frá hinu fyrra. Flug- vélin stakk sér því næst með ör- skosthraða undir skýið og kom þangað nægilega snemma til þess að sjá snjókornin svífa hátíðlega til jarðar. Eftir það flugum við í 10 mínútur í gegnum dimma hríð svo að ekki sá út úr augunum og við og við buldi regn á gluggum flugvélarinnar. í skýrslu veður- fræðingsins um þessar tilraunir segii- svo: „Enginn úrkoma var í þessu nágrenni áður og ekki var búist við henni. Það virðist á- reiðanlegt, að úrkoma þessi var af völdum íssins, sem dreift var yfir skýin.“ Mörg hundruð smál. af regni og snjó, gerðum af mannahöndum — féllu þennan dag, hinn 4. apríl 1947. Tilraunir þessar náðu til landsvæðis, sem var 60 fermílur að stáerð, og til þeirra fóru 34 pund af ísmolum, sem kosta 35 aura pundið. i Gerfiregn í Ástralíu. Þassi tilraun í Oregon er bezt heppnaða tilraunin í þessa átt, sem ennþá hefur verið gerð í Bandaríkjunum og opinberar skýrslur eru um. En fleiri hafa freistað gæfunnar og veðurguð- anna. Ástralíumenn fengu úr- komu, sem mældist þumlungur, yfir 20 fermílna svæði í nánd við Sidney í febrúar 1947 og þeir not- uðu sömu aðferðina. Tilraun þeirra, eins og okkar byggist á rannsóknum, sem gerðar voru í rannsóknarstofum General Elec- tric félagsins og framkvæmdar voru af Vincent Schaefer, sem er samstarfsmaður Nobelsverðlauna hafans dr. Irving Langmuir. Schaefer reyndi bragð sitt í fyrsta sinn á náttúrunni í nóvem- ber árið 1946. Hann flaug í 14000 feta hæð yfir Greylockfjöll í Massachusetts fylki og dreifði 6 pundum af örsmáum ískornum yfir ský, sem var um fjögra mílna langt. Skýið byrjaði strax að ólga og bylta sér, eins og syðiípotti,og örsmá snjókorn tóku að falla til jarðar, en þurra loftið fyrir neð- an hafði leyst þau upp og innbyrt þau, er þau höfðu fallið um 3000 fet. Schaefer uppgötvaði við aðr- ar tilraunir, að ef of mikið magn af ís var noiað, urðu áhrifin þau, að skýið breyttist í örsmáa ís- krystalla, of fíngerða og létta til þess að falla til jarðar sem snjó- korn. Með þessumhættivarfund- in aðferðin til þess að varna því, að úrkoma yrði úr skýi. Önnur tilraun Shaefers varð til þess að veruleg snjókoma varð á allstóru svæði. Gerfiveðrið mikilvægt í hernaði! Þeir Schaefer og Langmuir starfa nú m. a. fyrir bandaríska flugherinn, sem heldur tilraun- um þeirra áfram, en yfir öllum athöfnum hersins á þessu sviði hvílir hernaðarleynd. En augljóst er hverja þýðingu þekking á þess- um getur haft í hernaði, t. d. ef hægt væri að koma af stað stór- hríðum til trafala fyrir óvinaher, eða regni, til þess að torvelda um- ferð hans. Schaefer hóf tilraunir sínir á þessu sviði árið 1943 þegar Gene- ral Electric félagið tók að sér rannsóknir fyrir flugherinn á því fyrirbrigði, sem kallað er ísing á flugvélum og hefur valdið mörg- um flugslysum. ís getur sezt með svo snöggum hætti á flugvélar, að þær hrapi áður en við nokkuð verður ráðið. Schaefer sá brátt, að flugvélar gátu örugglega flog- ið í gegnum ský, sem voru sam- sett af örsmáum ískrystöllum. Korn, sem þegar voru frosin, gátu ekki orðið að ísingu á vængjun- um. Ef ekki var hægt að þýða skýin, hvers vegna þá ekki að frysta þau, var spurning, sem Schaefer velti fyrir sér? Til þess að fá tilraunaský til þess að vinna við, blés Schaefer inn í kældan klefa í rannsókna- stofu sinni. Því næst dreifði hann litlu af ísdufti yfir skýið, sem myndast hafði í klefanum við það að hann blés heitu lofti inn í hann. Frosnu-kornin skyldu eftir ofurlitla gufuslóð, eins og af flug- vél, sem flýgur í 20 þús. feta hæð. En næst gerðist furðulegur hlut- ur, í kjölfar þessarar slóðar mynd uðust míkróskópiskir ískrystall- ar, sem glitruðu í ljósinu. Ein- hverjir straumar mynduðust í skýinu, sem á skammri stundu breyttu því í örsmáa krystalla, sem stækkuðu á kostnað rakans í loftinu, unz þeir féllu til botns í klefanum, sem snjókorn. Þannig bar það að á sólheitum júlídegi árið 1946, að manninum tókst að láta snjókorn falla í fyrsta sinn. Lykillinn að þessari ískorna- aðférð er falinn í hinum yfir- kældu vatnsdropum í skýjunum. í fræðibókunum stendur að vatn frjósi við einnar gráðu frost, en yfirkældu skýin hafa aldrei séð þær bækur og þau eru fljótandi við talsvert meira frost, enda þótt allt og sumt, sem til þarf, til þess að breyta þeim í ís, sé hreýfing á kornunum. ískornin, sem dreift er yfir skýin, leysa þessa þraut, um þau safnast droparnir og falla síðan sem snjór til jarðar. Miklir möguleikar — framtíðar rannsóknarefiii Hverjir eru þá möguleikarnir til þess að hafa áhrif á veðurfarið með þessum hætti? Á miklum þurrkasvæðum, þar sem ský sjást sjaldan á himni, eru þeir næsta litlir. En víða annars staðar, t. d. víðsvegar í Bandaríkjunum er vonummikinn árangur. En ekki eru öll ský með sama markinu brennd. Einhver hluti skýsins þarf að vera um eða fyrir neðan frostmark. Ef 20 stiga hiti er við jörðu, er líklegt að frost markið 1 sé í 15000 feta hæð og æði oft er það, sem ekkert ský er að finna einmitt þar. En ef það er þar fyrir, og ískornum er dreift yfir það, er líklegt, að úrkoma verði, þótt ekki sé gefið að hún falli til jarðar, því að hið þurra loft fyrir neðan getur di'egið hana til sín. En þegar kólnar í veðri, og frost markið í loftinu *erður náð í mun minni hæð, er tiltölulega auð- velt að láta rigna eða snjóa beint ofan á tiltekið landsvæði. Schaefer hefur látið í ljósi þá skoðun, að í framtíðinni muni þykja hagkvæmt að koma fyrir vélasamstæðum á fjallatindum víðsvegar og senda hríð af ískorn- um með þeim út í loftið hvenær sem yfirkæld ský komi í ná- munda við þá. Með þessum hætti væri hægt að fá nægilega mikla snjókomu á hálendum til þess að tryggja vatnsrennsli frá hálend- inu til láglendisins í þurrkatíð. Svisslendingar hafa þegar leitað ráða hjá dr. Schaefer til þess að breyta rakanum við hlíðar Alpa- fjallanna, sem fellur sem regn niðri í dölunum, i snjókomu of- arlega í fjöllunum, og forða því jannig í tíma að vatnsskortur verði við rafmagnsver, svo sem varð síðastliðið sumar. Það er ósennilegt, að mannin- um takist nokkru sinni að stjórna veðrinu eins og honum bezt líkar, en fullvíst má telja, að héðan af verði þessum tilraunum og rann- sóknum haldið áfram og að mik- ið gagn geti orðið að þessari þekkingu, er fram líða stundir. Norskur bátur til hákarlaveiða við Suður-Ame- ríku Nýlega er norskur fiskibátur lagður af stað til Uruguay til há- karlaveiða. Áhöfnin, 15 menn, er allt Norðmenn. Skipsmenn hafa fengið leyfi Uruguay-stjórnar til þess að stunda hákarlaveiðar í 6 mánuði frá Montevideo. Hákarla- lifur er nú í háu verði. (Lausl. þýtt). iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii 111111111111111111111111111 iiiiiiiii*** Nú eru síðustu forvöð að ná í amerísku HICKORY-skíðin. Aðeins tvær tegundir með stálköntum eftir. j Verzlunin Eyjafjörður h.f. iiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiii iiiiiiiiiiiiiiuiiiii 111 ■ 11 ■ i ii ■ i ■ ■ ■ ii i ■ ■ ■ ■ ■ ■ i ii 11 ■ 11 ii i ii 1111111 ■ 111 ■ ■ ■ i ■ i ■ i ■ 111111111111111111111111111111111111111 n» Heimilisiðnaðarfélag Norðurlands Námskeið félagsins hefjast sem hér segir: Sníðanámskeið byrjar fimmtudaginn 15. janúar. Saumanómskeið (dag- og kvöldnámskeið) byrjar fimmtudaginn 22. janúar. — Bók- bandsnámskeið auglýst síðar. — Umsóknum svarað í síma 488 kvölds og morgna. 11111111111111111 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiii 111 ■ i ■ t ■ i • ■ 11 iii iii ii ii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiini iii u. Illl■lll•llllllllll■ll■ll■lll••l•■tlllll•lll•lllllll■ll■llll■llll•llll■llll■■l•■llllll••l!■ll•l•llll••l•••••■•ll••ll•lll•l■l.1 Skór á 2ja—5 ára. Mikið úrval. Skóbúð KEA úl 11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111HlllllllllllllllllllllllllII „l.ll..lll.l.lllllll>ll..llll.m.m.l.llll.ll.limilt.......m..l.l.llimiimil..m..ll.ll.l.lllMllll.l.l..l<l„m.l lllllllllll.l.. • Þeir Saurbæjarhreppsbúar, er óska að fá unnið með skurðgröfu o£> jarðýtu ú þessu ári, eru beðnir að senda undirrituðum pantanir sínar fyrir 10. febrúar næstk. Taka þarf fram, hvað vinna á með ýtunni, og áætla vinnustundaf jölda. Fyrir sama tíma þnrfa einnig þeir, er nú ætla að sækja nm styrk úr Verkfærakaupasjóði, að hafa sentmér frum- reikninga eða nótur, sem fýlgja þurfa umsókninni. Ártúni, 12. janúar 1948. Finnur Kristjánsson. "iiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiimiiiimimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiliii' m„i...ii....iim.iii.m..mimiimimii.i..i.i.ii..m.iiiiiiiim.imimm.iimiiii..; *"iiiliiiiii.i.iiiiiiiiiiiii.lliilli..iii.i.illlli.iii..i.>

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.