Dagur - 28.01.1948, Blaðsíða 4

Dagur - 28.01.1948, Blaðsíða 4
4 DAGUR Miðvikudaginn 28. janúar 1948 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgrciðsla. auglýsingar, innheimta: Marínó H. Pctursson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 166 Blaðið kcmur út á hverjum miðvikudegi Árgangitrinn kostar kr. 25.00 Gjaltldagi er 1. júlí Prentverk Odds Björnssonar h.f. Akureyri ]| Afkoma útvegsins og hlakk hræfuglanna DAVÍÐ ÓLAFSSON fiskimálastjóri hefir ný- lega getið þess í opinberri skýrslu, að árið sem leið, hafi orðið annað mesta aflaár í sögu lands- ins frá öndverðu. Aðeins árið 1944 komst heild- araflinn fram úr því, sem hann hefir reynzt árið 1947. Öfluðust þá 510 þús. smálestir alls, en í fyrra 475 þús. smálestir. Það eru vetrarsíldveið- arnar í byrjun ársins og þó einkum tvo síðustu mánuði þess, er hleypti heildaraflanum svo fram sem raun ber vitni um, en Faxaflóasíldin nam samtals um 90 þús. smál. sl. ár. Fór það því svo að lokum, að þrátt fyrir þá staðreynd, að sumar- síldveiðarnar brugðust að verulegu leyti, reynd- ist þó síldarmagnið í heild bróðurparturinn af öllum ársaflanum, eða 216 þús. smálestir, á móti 259 þús. smál. af þorski og fisktegundum öðrum en síld, eða 475 þús. smálesa afli alls, svo sem áður er getið. FRÁSÖGNIN um þessi miklu og giftusamlegu aflabrögð er þó ekki hið eina, er fulla athygli vekur í skýrslu fiskimálastjórans. Hitt er engu síður eftirtektarvert, að frásögn hans ber það Ijóslega méð sér, að þrátt fyrir þennan gífurlega afla og stóran og næsta óvæntan vinning í hinu stopula happdrætti náttúrunnar, hefir þó hagur útgerðarinnar engan veginn reynzt góður á þessu stórkostlega aflaári, heldur hefir útvegurinn bar- izt mjög í bökkum fjárhagslega og í mörgum til- fellum engum arði skilað, en aðeins skaða, og það eins fyrir því, þótt ríkissjóður hafi orðið að greiða 22 millj. kr. uppbætur á afla vegna ábyrgðar þeirrar, er ríkisvaldið tókst á hendur í byrjun ársins til þess að firra vandræðum vegna hinnar miklu óvissu, er ríkti í lok ársins 1946 um sölu afurða bátaútvegsins. Varð það þá að ráði, svo sem alkunnugt er, að ríkisstjórnin tók ábyrgð á söluverði saltfiskjar og freðfiskjar, sem veiddist á árinu 1947. ÞÁ VEKUR ÞAÐ atriði í skýrslu fiskimála- stjórans athygli manna, er fjallar um viðskipti íslendinga og Rússa í afurðasölumálum sl. ár. Eftir að gerðir samningar um allmikið magn freðfiskjar voru að verulegu leyti runnir út í sandinn ,tók ekki betra við, er til kasta saltfiskj- arins kom. Voru ítrekaðar tilraunir gerðar til þess að selja Rússum saltfisk, og létu þeir í byrj- un mjög líklega í því efni, en töldu sig þó að lok- um ekki hafa not fyrir neitt af þessari vöru. Olli þetta því, að saltfisksala til annarra landa var ekki reynd fyrr en seint, og varð saltfiskurinn að liggja hér í landi sumarmánuðina. Við þáð rýrn- aði fiskurinn mjög til stórtjóns fyrir saltfiskeig- endur. Er því viðbúið, að þeir útvegsmenn, er söltuðu afla sinn, hafi tapað mikið á því, og það enda þótt salan á saltfiskinum tækist að lokum vonum framar, en þó langt undir ábyi-gðarverði, og verða því uppbætur úr ríkissjóði enn að koma hér til. SÚ STAÐREYND, að sjávarútvegurinn ís- lenzki er á fjárhagslegri heljarþröm staddur og lifir að verulegu leyti á framlögum úr rxkissjóði, á einu mesta aflaári, sem um getur í sögu hans Sei. öndvei'ðu, og þrátt fyrir tiltölulega hagstæð- ar, — og í mörgum tilfelum geysi- háar — sölur á öllum aflanum — varpar enn skýru ljósi á vinnu- brögð, ábyi'gðarkennd og mál- flutning forráðamanna kommún- ista hér á landi. Þeir gei’a nú þessa dagana harða hríð að sjó-, mannasamningunum nýju, þar sem niður er felld m. a. stríðs- áhættuþóknun til sjómanna á flutningaskipunum — þremur ár- um eftir ófriðarlokin, en breyt- ingin þó jöfnuð að nokkru með bættu kaupi og kjörum að öðru leyti. Ekki er erfitt að sjá, hvaða fiskur er hér falinn undir steini: Kommúnistar gei’ðu sér í lengstu lög vonir um, að allar sáttatil- raunir milli sjómanna og útvegs- manna færu út um þúfur, og siglingar ó flutningaskipum innan lands og utan féllu þar með nið- ur. Þetta hefði m. a. þýtt það í bráðina, að síldarflutningar noi’ð- ur hefðu stöðvazt, og síldveiði- flotinn, sem þessa dagana var að Sundunum við Reykjavík, hefði oi’ðið að hætta veiðum. Þá blæðir kommúnistum það og í augum, að hinir nýju samningar þýða aukna von fyrir smábátaútveginn — og raunar alla aðra útgerð í landinu — að hann geti staðizt fjárhags- lega og haldið eitthvað í horfinu, ef ný óhöpp og vandræði steðja ekki að. En allt það, er til fjár- hagslegrar viðreisnar og þróunar atvinnulífsins hoi’fir, er rammt eitur í beinum þessara óhappa- manna, er öllu vilja koma á kald- an klaka, til þess síðar að geta ginið einir yfir hræinu, að dæmi annarra skemmdarvarga og hræ- fugla. Heilbrigð sjálfsbjai-garhvöt og ábyrgðai’kennd íslenzkrar al- þýðu hefir enn á ný komið í veg fyi’ir, að þessi óskadraumur hræ- fuglanna í’ætist að sinni, og er því ekki nema vonlegt, að þeir æðrist og láti öllum illum látum í bili, enda mun enginn kippa sér upp við svo hversdagsleg tíðindi. 11 „Allt brann óvátryggt“. „SKYLDI eldurinn nú vera að gera enn eina fjölskylduna að ör- eigum“, flaug mér í hug á mið- vikud. var, er eldui’inn í Sigluvík varpaði bjarma hátt upp í hvítar hlíðar Vaðlaheiðarinnar. Auðséð var héðan úr bænum, að eldurinn breiddist út með ofsahraða og að allt mundi bi’enna, hús og heim- ilismunir, fólkið mundi starida allslaust uppi. Þetta kom líka á daginn. Menn sluppu ómeiddir að kalla úr eldinum, en gripirnir í fjósinu brunnu inni og er tjón bóndans í þessum bruna því alveg óvenjulega mikið. Og það kom líka á daginn, því miður, að eld- urinn hafði gej’t heila fjölskyldu eignalausa á þessari stuttu dag- stund. Ekki hafði verið hirt um að vátryggja innbú, gripi og hús og tryggja þannig efnalegt öryggi þótt eldsvoða bæi’i að höndum. — Það má kalla undantekningu, ef í ljós kemur eftir eldsvoða, að allt hafi vei’ið skynsamlega vá- ti-yggt .Hitt er reglan, að fréttun- um af hinum hörmulegu brunum fylgja þessar upplýsingar: Allt brann óvtái’yggt. Óafskanlegt hirðuleysi. Hvernig stendur á því, að menn eru svona hirðulausir um sinn eigin hag? Búast þeir við því, að það bi-enni fi-ekar hjá náungan- um en hjá þeim sjálfum? Þeir, sem þannig hugsa, reka sig oft óþrymilega á. Það er beinlínis siðfei’ðileg skylda hvers manns, að ti’yggja eigur sínar og af- komu eftir því sem í hans valdi stendur, svo að hann komizt ekkí á vonarvöl með fjölskyldu sína’, þótt óvænt tíðindi beri að hönd- um. Það er enginn svo fátækur að hann hafi ekki efni á að standa undir tryggingu eigna sinna, og það er heldur enginn svo ríkur hér um slóðir, að hann hafi efni á því að láta slíkt undir höfuð leggjast. Það er venja manna hér um slóðir, að hlaupa undir bagga með fjölskyldum, sem hart' hafa orðið úti af völdum elds, og það er vissulega fallegur siður, en hver slíkur samskotalisti ætti að vei-a óminning til manna, beina þeirri spurningu til þeirra, hvort þeir sjálfir hafi gengið sómasam- lega frá brunati’yggingu eigna sinna, svo að það þurfi ekki að henda þá, að verða öreigar á stutti’i stund. Fimm krónur komu að liði. ÞESS verður stundum vart, að menn halda að sómasamleg brunatrygging kosti of fjár. Menn láta undir höfuð leggjast að kynna sér hver er iðgjaldaski’á vátryggingarfélaganna. Ef ein- hverjir, sem þannig hugsa, skyldu lesa þessar línur, þá gæti eftirfar- andi atvik orðið þeim til leiðbein- ingar: Einn heimilismanna í Sigluvík hafði nýlega vátryggt innanstokksmuni sína fyrir 2000 krónur. Það var að vísu alltof lág upphæð, en þó betra en ekki. Fyrir þessa ti-yggingu greiddi hann kr. 4.00 sem iðgjald og kr. 1.00 í stimpilgjald. Samtals fimm krónur. Þessar fimm krónur björguðu því 2000 króna verð- mæti fyrir hann og það kemur sér vel nú, þótt ekki séu það fullar bætur. Þannig mætti raunar rekja mörg dæmi til lærdóms og viðvörunar. Það er vissulega ástæða til þess að hvetja bændur sérstaklega til þess að athuga þessi mál. Hafa þeir efni á því, að hafa allt óvátryggt, gripi, hey, innbú og útihús, og íbúðarhúsin e. t. v. váti’yggð fyi’ir allt of lága upphæð og þau þó tryggð aðeins vegna þess, að sú trygging er lög- boðin? Eg held að enginn hafi efni á slíku og það sé stoi’kun við máttarvöldin, að treysta því, að ekki brenni „hjá mér.“ Það getur gei’zt strax í dag. Dragið því ekki til kvölds að gera ráðstafanir. Á morgun er það e. t. v. of seint! > ----------- ---------------- Kaupfél. Eyfirðinga býður félagskonum og öðr- um konum, er áhuga hafa á samvinnumalum, að hlusta á fræðsluerindi: „Starf sam- vinnukvenna i Svíþjóð,“ sem ungfrú Anna S. Snorra- dóttir flytur að Gildaskála K. E. A. 7i. k. manudag 2. febrúar, kl. SV2 e. h. j MÓÐIR- S I KONA-MEYJA J Nýja útsaumsbókin, II. Nýja útsaumsbókin, annað hefti, kom á mai’kað- inn rétt fyi’ir jólin. — Þettu eru útsaumsteikningar eftir frk. Arndísi Björnsdóttur, sem prentaðar hafa verið hér í Prenutverki Odds Björnssonar, en Finn- bogi Jónsson hi-einteiknaði fyrir myndamótin. í heftinu eru nokkur mynstur í púða, veggteppi og refla, sum mjög stór og virðast hreinleg og falleg, en því miður voru engir munir komnir í verzl. frk. Ragnheiðar O. Björnsson þegar eg fékk bókina til umsagnar, svo að ekki er gott að segja um litasam- setningu, en hún hefir eins og gefur að skilja mjög mikið að segja. En eklci þykir mér ósennilegt, að hér hafi smekk- lega tekizt til eins og oft áður, því að fi’öken Ai’ndís er mikil smekk- og listakona. — Það er gaman að fá ný mynstur á markaðinn og mynstur, sem eru ís- lenzk. — Nú geta konur spreytt sig á einhvei’jum nýjum mun til þess að prýði heimili sín og er gott til þess að vita, að íslenzki ullarjavinn skuli vei’a óskammtaður og ullai’garnið sömuleiðis. Nýja útsaumsbókin er ágæt tækifærisgjöf. P. MæcJur! Hvers vegna á að hafa barn á brjósti? Vegna þess: 1. Brjóstamjólk er einasta fæðutegund, sem nátt- úran hefir útbúið og ætlað barninu sérstaklega. 2. Aðferðin er hin öruggasta og hreinlegasta. 3. Móðirin getur gefið barnjnu að drekka á 30. mín., og sparar tíma sem fer í undirbúning og uppþvott þegar um pela er að í-æða. 4. Það er einfaldasta aðferðin Enginn mikill und- irbúningur er nauðsynlegur, aðeins einfaldar þrifnaðarráðstafanir. 5. Brjóstamjólkin fullnægir þörfum hins vaxandi barns og gefur því heilbrigða næringu. 6 Brjóstamjólk er laus við alla' hættulega sýkla og er hin eina teg. mjólkur, þar sem öll nær- ingarefnin eru í réttum hlutföllum fyrir ung- barnið. 7. Brjóstabami er miklu minni hætta búin af sýk- ingu smitandi sjúkdóma. Fái það smitandi sjúkdóm, hefir það meiri mótstöðu og mögu- leika til bata en ella. 8. Það er engin hætta á sýklaflutningi með flug- um, í’yki eða óhreinum áhöldum eða meðferð. 9. Brjóstabarn fær stórum betri heilbrigðismögu- leika, vegna hinnar heilbi’igðu næi’ingu í upp- hafi lífs þess. 10. Mörg börn, sem svipt eru brjóstamjólk skyndi- lega og er gefin önnur fæða, fá oft slæma melt- ingu og þrífast miður vel. 11. Það er hið fyi’sta, sem móðir getur gert fyrir barn sitt og fyrst framan af er það hinn sérstaki og sjálfsagði máti hennar að vei-nda það. 12. ’ Með því að hafa bai’n á brjósti verður meðfei’ð þess öll eðlilegri og öruggari og milli móður og barns skapast samúðar- og skilningstengsl, sem pelabörn fara á mis við. LEIÐRÉTTING. Samkvæmt upþlýsingum frá pósthúsinu mun mega endursenda pakka til útlanda án sérstaks leyfis. Þetta er hér tekið fram vegna skrifa og mis- sagnar í síðasta dálki. Einnig skal það leiðrétt, að upphæð sú, sem greiða átti í toll af fyrr umrædd- um pakka, var ekki kr. 10.00 heldur AF kr. 10.00, sem sé 50% af þeirri upphæð, sem mun láta nærri sem sé 50% af þeiri’i upphæð, eða kr. 5.00. GÓÐ RÁÐ. Þegar ullai’sokkar eru þvegnir, er gott að láta svolítið af salmiakspiritus í þvottavatnið. — Óhreinindin renna úr, það þarf minni sápu og minna nudd. — Einnig er gott ráð að leggja sokkana í saltvatn áður en þeir eru þvegnir. Saltvatnið losar um óhreinindin og það gengur betur ogfyrrúrþeim. — Þegar klemint er upp, á að klemma í tærnar. — Framleisturinn þornar þá fyrst og hleypur sízt. — Klemmið aldrei í fitina.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.