Dagur - 28.01.1948, Side 6

Dagur - 28.01.1948, Side 6
DAGUR Miðvikudaginn 28. janúar 1848 *★*★*★*★**★*★*★*★*★*★*★*★*★*★*★*★*★* MAGGIE LANE Saga eftir Frances Wees 15. DAGUR (Framhald). ,,Hver vill aka mér í hjólastól?" „Láttu ekki svona, þú ert að verða góður. Hvað segirðu um að byrja aftur?“ „Nei — “ svaraði Anthony. „Maður á að vinna þegar maður vinn- ur og leika sér þegar maður er að því. Eg er að skrifa bók. Endur- minningar mínar. Eg skrifa þær með rauðu bleki og bind kaflana saman með hárrauðri slaufu. Þetta á að vera fyrir barnabörnin mín.“ „Einmitt,11 sagði Mac harla vantrúaður. „Ertu að segja satt? Ertu að skrifa bók?“ „Vitanlega er eg að því. Allir stríðsfréttamenn þurfa að skrifa bók. Það er tízkan. Við verðum að skrifa niður það, sem við sjáum, og draga okkar ályktanir af því. Þú þekkir efnið, — stríðið sann- kallað víti, og gallinn á öllu okkar kerfi er sá, að í hverju stríði fórna þjóðirnar dugmestu mönnunum — hinum verðandi leiðtogum þjóðfélaganna.“ „Efnismikil bók? Hefurðu gaman af þessu?“ „Gaman? Hvað heldurðu, maður?“ Anthony greip blað á borðinu hjá Mac og leit flausturslega yfir það. — „Heyrðu, Mac,“ sagði hann allt í einu. „Það er þetta með stúlkuna, sem Georg tók upp af götu sinni.“ „Já, eg hefi heyrt um það.“ „Hvernig er það með hana? Hvað vitið þið um hana?“ Mac horfði undrandi á hann. Því næst greip hann símann. „Eg þarf að finna Alice,“ sagði hann. Hann sneri sér að Anthony. „Hvað ætlið þið að gera við hana. Hafa hana heima, eða senda hana á gaddinn?“ _ „Hvað heldur þú?“ ISÍfZÍZZ . „Það hljóta að vera margs konar vandkvæði á því, að íiafa hana heima, en------“ Mac komst ekki lengra, því að dyrnar voru opnaðar og Alice Hooper kom inn. Hún var talin vera einhver bezti fréttamaður blaðsins, kona af léttasta skeiði, beinastór og stórskorin. „Halló, Toni,“ sagði Alice. „Hvernig er heilsan?“ . ... /f „Gæti verið betri.“ „Já, mér sýnist það. Vildir þú mér eitthvað, Mac?“ „Já, Toni vill fá einhverjar upplýsingar um Maggie Lane.“ Alice stundi þungan, og hlammaði sér niður á stól. „Lestu ekki blöðin, Toni?“ spurði hún. • ; iUf- „Jú, en þú veizt bezt hvað á þeim hefir verið að græðá. Eg hélt kannske þið vissuð meira en þið látið, eða er það ekki?“ „Nei, langt í frá. Hefurðu talað við Joe Loretto?" „Eg hefi heimsótt hina og þessa, lagt mig í líma, notað öll mín gömlu brögð, en allt hefir komið fyrir ekki,‘ ‘svaraði Anthony. „Og nú er eg kominn hingað í von um einhverja úrbót.“ „Veiztu ekkert sjálfur? Hún er búin að búa undir sama þaki og þú í heila viku,“ spurði Alice. „Jú, það má kalla svo. En svona í trúnaði sagt, þá er sambúðin ekki beinlínis innileg eða náin. Eg get ekki sagt, að fjölskyldan hafi rætt um fyrra lífemi hennar við hana í bróðerni, eins og ætla mætti.“ „Þú hefir fundið snöggan blett á Alice. Hún fór héðan í bezta skapi í þeim tilgangi að afla okkur allra upplýsinga um 'Maggie Lane. Við vorum að vísu ekki búnir að ákveða, hvað við ættum að birta, eða hvernig við ættum að taka málinu, en ætlunin var að hafa allar upplýsingar við hendiná,“ sagði Mac. „Nú, og hvað skeði? Hafðirðu ekkert upp úr krafsinu?“ „Nei, ekki nokkurn skapaðan hlut. Hún 'virðist vera hreinasti leyndardómur, þessi Maggie Lane, enginn veit neitt, það er einhver dularslæða um alla hennar fortíð,“ svaraði Alice. „Eyddirðu miklum tíma í þetta?“ „Já, allt of miklum, þremur heilum dögum. Hún er tuttugu og þriggja ára, segja yfirvöldin. Hún saumar fötin sín sjálf. Eg skoð- aði fataskápinn hennar í Bláa salnum. Fallegt handbragð. Þetta er allt um sumt.“ „Leikkonur eru ekki vanar að sauma Utan á sig sjálfar', er það?“ „Eg hefi aldrei kynnzt neinni, sem hefir gerf það. En ef tilgang- urinn var að spara, þá var það vissulega ekki illa til fundið af henni. Og eg ætla að nota tækifærið til þess að benda þér á eitt. Það er ekki hægt að segja neitt illt um Maggie Lane að svo stöddu. Ef þið þarna heima, gerið henni lífið heitt, og hitt dagblaðið — þú veizt hvað eg á við — kemst á snoðir um það, — finnur lyktina af stéttastríði — þá getið þið verið vissir um, að það verður heróp þar, og öll fjölskyldan verður dregin inn í umræðurnar með ferlegum hætti. Það er væntanlegða ekki að ykkar skapi?“ „Móður minni mundi ekki geðjast að því.“ (Framhald). Nýkomið: Heftivélar Heftivélavír Bréfakörfur Stimpilpúðablek Pennablek margir litir Kaupfél. Eyfirðinga Járn- og glervörudeildin Gúmmílím enskt, mjög gðð tegund, nýkomið. Kaupfél. Eyfirðinga Járn- og glervörudeildin Kókosmoftur og Gúmmímoftur Kaupfél. Eyfirðinga Járn- og glervörudeildin Höfum fengið Bollabakka Olíuvélar 'd 15.65 og 38.00 Teppahreinsara Rafmagnsklukkur Kaupfélag Eyfirðinga Járn- og glervörudeildm HURÐARSKRAR og HANDFÖNG nýkomið. Kaupfélag Eyfirðinga Járn- og glervörudeild og Byggnigavörudeild. Bl. hænsnafóður Kn. maís Maísmjöl. Verzl. Eyjafjörður h.f. KAUPUM inn í reikning eða gegn peningagreiðslu Kýrhúðir Hrosshúðir Kálfskinn fyrir hœkkað verð. VerzL Eyjafjörður hi. I Maðurinn minn, OTTO TULINIUS, útgeiðarmaður, andaðist 22. þ. m. — Jarðarförin er ákveðin frá Akureyrar- kirkju, föstudaginn 30. þ. m. kl. 1.30 e. h. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Gerða Tulinius. Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför konunnar minnar, GUÐNÝJAR ÞORLÁKSDÓTTUR. Guð blessi ykkur öll. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Sigtryggur Gissurarson. Okkar alúðarfyllstu þakkir til allra, nær og fjær, fyrir auð- sýnda samúð við andlát og jarðarför RÖGNU SIGURÓLADÓTTUR. Þökkum sérstaklega yfirhjúkrunarkonunni á Kristneshæli, frk. Margrétu Árnadóttur, og öllum þar, er reyndust henni vel í veikindum hennar, fyrr og nú, vinstúlkum hennar og Kvennadeild Slysavarnafélags Akureyrar fyrir sérstakalega auðsýndan hlýhug og hjálp. Björg Sigurjónsdóttir. Siguróli Tryggvason. Marteinn Sigurólason. Jarðarför elsku litla drengsins okkar, ARNARS ÞÓRS, sem andaðist 23. janúar, fer fram frá heimili okk,ar, Ilríseyjar- götu 16, laugardaginn 31. janúar, kl. 1 e. h. Ragnhildur Ólafsdóttir, Magnús Jóhannsson og systkini. gf Hattar fjölbreytt úrval. Vefnaðarvörudeild 'iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiimiiiiiiiMiiiiiiimiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii ||B Litaði lopiiin | er nú að byrja að koma aftur á lager. § Ýmsir fallegir litir þegar komnir, svo { sem hárautt, ryðrautt, og fleiri litir | { eru á leiðinni. | Ullarverksmiðjan GEFJUN I Sími 85. ”ll illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllMIMIIIIIIIMIIIIIIIIIMIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIli ‘IIIIIIIIIIMIMIIMIIIIIIIMMI.Illlllll.Illll.IIIIIMMM.Illlllllllll.Mlllllllllllllllllllllllllllllllhllllllll.., Rafstöð i 5 kw, til sölu. Z 3 { Prentsmiðja Björns Jónssonar li.f. I Gránuféíagsgötu 4. — Sími 24. 1 E § z 5 7iiniiiiiifiiiiiiiiiiiiiiniitiiitiiiiiiiiiiiiiiiiirifiiiiÍMÍiiMiiiiiuiiiíiÍmirtIiiriÍHiiiiimiiiiiiiiiaiuiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiHÍiiii?’

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.