Dagur - 28.01.1948, Blaðsíða 1

Dagur - 28.01.1948, Blaðsíða 1
Forustugreinin: Aflabrögðin að undanförnu, afkoma útgerðarinnar og ' afstaða kommúnista. AGU Fimmta síðan: Þriðja og síðasta grein Gísla Kristjánssonar, ritstjóra, um málefna bænda í Eyjafirði. XXXI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 28. janúar 1948 4. tbl. Fyrsta veiðiskipið með alúminíum-yfirbyggmgu Fyrir nokkrti var hleypt af stokkunum skipi í Lowestoft á Bretlandi, sem mikla.athygíi hefir vakið meðal fiskimanna. Þetta skin er 208 lesta togari og er öll yfirbyggingin gerð úr alúminíum. Eftir því, sem brezka blaðið Fishing News upplýsir, er yfirbygging þessi talín ákaf- legasterk og líkleg til þess að standa betur af sér veður ogslit en þau efni, sem áður hafa verið notuð í yfirbyggingar. Myndin hér að ofan er af hinu nýja skipi, er bað var fullbúið til framsetningar. KommúEiistar innieida ausfrænar ;osningavenjur Við stjórnarkosningu í „Þrótti" í Reykjavík komu fram fléiri kjörseðlár en fundár- menn voru! Aðalfundur félagsins leystist upp Ymislegt bendir nú til þess, að kommwústar hafi yfirleitt tekið upp austrænar kosningavenjur. í félögum þeim, er þeir hafa stjórn- að^ til þess að tryggja völd sín í framtíðinni. Máí þessu sambandi niinna á nýafstaðna stjórnar- kosningu í Dagsbrún, þar sem kommúnistar héldu kjörskránni leyndri og neituðu Alþýðuflokks- mönnum um aðgang að henni, og þó sérstaklega nýlegan aðal- fund í vörubílstjórafélaginu Þrótti í Reykjavík, sem allsögu- legur er talinn. Birtust starfsað- ferðir kommúnista greinilega á þessum fundi. Fleiri kjörseðlar en fundar- menn. Fundur þessi var haldinn í nýju mjólkurstöðinni í Reykjavík sl. sunnudag. Var hann allfjölmenn- ur og tókust þegar í upphafi ýf- ingar með kommúnistum og öðr- um fundarmönnum. Loksins þeg- ar fundur var settur, gerðist það, að einn fundarmanna þreif mikrofón þann, er fundarstjóri talaði í, af honum, og hélt með hann út í sal og tók að fly.tja ræðu í hann. Eftir nokkurt þóf ¦ komst friður á aftur og litlu síðar hófst stjórnarkosning. Var kosinn for- maður Einar Ögmundsson, úr liði kommúnista. Við talningu at- kvæðanna kom í ljós, að fleiri kjörseðlum hafði verið skilað en fundarmenn voru. Varð háreisti mikið af þessum sökum. Þegar lokið var við kosningu fjögurra manna með þessum hætti, varð einn fundarmanna til þess að þrífa hattinn með atkvæðaseðlun- um af fundarstjóranum og hlaupa með hann fram í sal. Varð þá hark mikið í salnum og handalög- mál. Var hringt til lögreglunnar og kom hún á vettvang, en áður en hún léti til sín taka, leystist fundurinn upp. Voru því aldrei kosnir nema 4 stjórnarnefndar- menn, með þeim hætti er fyrr er lýst, en fimmti maðurinn er ókos- inn ennþá. Allar þessar aðfarir minna mjög á „lýðræðiskosning- arnar" í Ungverjalandi í. haust, þar sem flokksmenn kommúnista fengu tækifæri til þess að kjósa mörgum sinnum og tryggja þann- ig „sigur" flokKsins og einræði kommúnista í landinu. Otío Tulinius látinn Otto Tulinius útgerðarmaður og fyrrv. konsúll, andaðist í Sjúkrahúsi Akureyrar sl. fimmtudag. Hann varð 78 ára gamall. Otto Tulinius var um langt skeið í hópi kunnustu at- hafnamanna hér í bænum, stund- aði verzlun og útgerð og ýmsan annan atvinnurekstur. Hann átti sæti í.bæjarstjórn Akureyrar um skeið og var eitt sinn fórseti bæj - arstjórnarinnar. [Samskot til fólksinsj : í Sigluvík Rauðikrossinn hér í bænum gengst fyrir fjársöfnun. ti fólksins, sem missti aleigu sína ',; í eldsvoðanum í Sigluvík í sL |; viku. Liggja samskotalistar; , frammi hjá öllum blöðunum í ;' bænum, á skrifstofum KEA, |! ¦; og hjá gjaldkera Rauðakross- j! ins, Páli Sigurgeirssyni, í '' Mun þegar hafa safnast ;; ; hér i samskotin ;; í bænum hóf með því að afhenda Degi 1000 ;j . kr. Allmargiraðrirhafaskrifað ;! sig fyrir peningum á lista, sem !! iliggur frammi á afgreiðslu!; blaðsins. f*-*^#-#-^-^*-r*^^jN**^*^^# Efnisskortur tefur tengingu Húsa- víkur við Laxár- veituna Fréttaritari blaðsins í Húsavík skýrir svo frá, að lítið hafi mið- að raforkuframkvæmdunum í Húsavík síðan í desember, er nokkur hluti þorpsins var tengd- ur við Laxárveituna. Hefir efnis- skortur hamlað og mun ekki vera von til þess að verkinu verði full- lokið fyrr en seint í vetur eða vor. — Bílfært er nú fyrir stóra bíla og jeppa um Aðaldal og Reykjadal og berst talsverð mjólk til mjólkurbúsins í Húsavík. Heiðar allar eru ófærar. — Nokkrir bátar róa frá Húsavík og hefir afli verið sæmilegur, en gæftir hafa ve.rið mjög þtlar. Tíð- arfar er stirt og umhleypinga- samt. Mamislát í Þingeyjar- sýslu Frá fréttáritara blaðsins í Húsavík. Hinn 22. janúar lézt að Klömbr- um í Aðáldal húsfrú Hildur Baldvinsdóttir, kona Oskars Jónssonar bónda þar, mikilsvirt og velgefin kona. Þá er nýlega látin hér Regína Helgadóttir frá Múla. Síðastl. sunnudag lézt í Sjúkrahúsi Húsavíkur Skarphéð- inn Stefánsson skósmiður hér í bæ. Jeppahíl var stolið hér í bæn- um aðfaranótt sl. sunnudags og honum ekið út í Gefjunarlæk og skilinn þar eftir. — Einhverjar skemmdir urðu á bílnum. Ekki hefir tekizt að ná í sökudólgana, en málið er til meðferðar hjá lög- reglunni. andaiag Vesfur-Evrópuþjóðanna gegn yíirgangssteínu Rússa Ernest Bevin, utanríkisráðlierra Breta, boðar nýja stefnu í utanríkismálum Síðastliðinn fimmtudag flutti Ernest Bevin, utanríkisráðherra Breta, stórpólitíska ræðu í neðri málstofu brezka bingsins, er hann hóf umræður um utanríkismál í þinginu. Þessi ræða hefir vakið heimsathygli, því að í henni er lýst utanríkisstefnu Breta og þeim nýju viðhorfum, sem sköpuðust við bað, að utanríkisráðherrafundur stórveldanna í London fyrir jólin, fór út um þúfur. Bévin. Bandalag Vestur-Evrópu. Það, sem einna mesta athygli vakti í ræðu Bevins, var, að hann skýrði frá því, að Bretar myndu beita sér fyrir bandalagiþjóða í Vestur-Ev- rópu gegn yfir- gangs s t e f n u R ú s s a, e n | Rússar hefðu á prjónun um margvísl e g a n áróður. um að gera alla Ev- róp.u sér háða stjórna r f a rs- lega, og væri nú svo komið, að hin raunverulegu landamæri kommúnismans væru við Trieste, Stettin og Elbu. Unnið væri að því að koma á þessu sambandi vestrænna þjóða í Evrópu með samningum og væru samningar við Belgiu, Holland og Luxem- burg mjög æskilegir í þessu sam- bandi. Yfirgangur Rússa. Bevin sagði, að allt frá því, að styrjöldin hófst hefðu Rússar beitt ofbeldi í öllum þeim löndum, sem þeir hefðu haft ein- hver f lokksleg l ítök í. Það væri| kunnara en frá þyrfti að segja, hvernig aðfarir þeirra hefðu verið í löndun- um næst fyrir /estan sig. Enn virtsit langt frá því, að valdafýkn þeirra væri svalað. Það skipti í sjálfu sér ekki miklu máli, hvaða aðfei-ðir Bretar notuðu héðan af gegn þessari útþennslustefnu Rússa, en aðalatriðið væri, að ekki væri unnt að halda áfram á sömu braut og að undanförnu — að láta Rússa sölsa undir sig fleiri og fleiri lönd með hreinum ofbeldisaðgerðum. Starfsemi Rússa vel skipulögð. Ráðherrann sagði, að starfsemi Rússa í löndunum í Vestur-Ev- rópu virtist vera vel skipulögð og Sþaak. fullkomnu hlífðarleysi beitt a£ þeirra hálfu í því augnamiði að vinna ný lönd og nota kommún- istaflokkana í þessum löndum. sem tæki til þess. Bretar hefðu komizt yfir upplýsingar, er sýndu, hvernig kommúnistar hefðu hugsað sér að egna til hinna svæsnu verkfalla í Frakklandi. En þau 'áttu smátt og smátt að verða til þess að eyðileggja alla lýðræðislega stjórnarmöguleika i landinu, og þá var ætlunin að taka landið og gera það að öflug- asta vígi kommúnista í Vestur~ Evi-óp.u. Balkanmálin. Ráðherrann minntist á Balkan- málin. Giæðgi Rússa virtist vera óseðjandi, og stefndu þeir ein- dregið að yfirráðum í allri álf- unni. Hann kvað allt benda til þess, að Rússar hefðu gert sér vonir um að í Grikklandi færu leikar þannig, að stjórn uppreisn- armanna fengi viðurkenningu annarra ríkja^ — Hann kvað það hafa verið mjög hættulegan leik, er Júgóslavía, Búlgaría og Al- banía hefðu leikið fyrir Rússa, er bau höfðu að engu fyrirmæli Sameinuðu þjóðanna varðandi bann gegn aðstoð við gríska skæruliða. Undirtektir annarra þjóða. Ræða Bevins og stefnuyfirlýs-» ingu hefir hvarvetna verið vel tekið nemá í málgögnum komm- únista. Talsmenn lýðræðisþjóð- anna í Vestur-Evrópu hafa fagn- að henni og lýst sig fylgjandi. hinu vestur-evrópska bandalagi. Má þar einkum tilnefna Paul Henri Spaak, forsætisráðherra Belgíu, sem lýsti fylgi belgísku stjórnarinnar í ræðu um sl. helgi. n Íaldbakur" seldi. fyrír 11.000 sterlingspund Akui-eyrartogarinn „Kaldbak- ur" seldi afla sinn í Fleetwood sl. laugardagsmorgun. Var aflinn 3413 kit fiskjar og söluverðið 11.053 sterlingspund. Er þetta tal- in mjög góð sala.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.