Dagur


Dagur - 01.04.1948, Qupperneq 8

Dagur - 01.04.1948, Qupperneq 8
8 Fimmtudaginn 1. apríl 1948. Kaupdeila varnar 20 togbátum að fara á veiðar Krafist hærra kaups hér en saniið var um í Reykjavík og Hafnarfirði „Bláskeggur býður upp í dans“ Þannig hugsar skopteiknari við Chicago Tribune sér „boð“ það, er Stalin sendi Finnum fyrir nokkru um „bandalag“. Fregnir frá Hels- inki herma, að Finnum lirjósi hugur við' beim skilmálum, sem Rússar reyna nú að þrönvga upp á bá í sambandi við þessa samninga. Talið er, að ætlunin sé að gera Finnland að ósjálfstæðu leppríki á borð við Austur-Evrópuríkin, sem þegar liafa verið kúguð til und- irgefni við vilja einræðisherranna í Kreml. Sjálfvirka símstöðin vænfanleg á þessu ári Alþingi heimilaði fjárveitingu - fjárfestingar- leyfi mun þó ennþá ófengið Nokkrar undanfarnar vikur hafa farið fram viðræður uin nýja kjarasamninga á togveiði- bátum í milli útgerðarmanna hér og Sjómannafélags Akureyrar og hefur samkomulag ekki náðst. S.l. viku hefur sáttasemjarinn, Þorsteinn M. Jónsson, haft málið til meðferðar. Honum til aðstoðar eru tveir menn, skipaðir af félagsmála- ráðuneytinu, þeir dr. Kristinn Guðmundsson og Olafur Thor- arensen. í gær var ekki orðið samkomulag og óvíst hvernig deilu þessari reiðir af. Vilja hærra kaup en samið var um syðra. Sjómannafélag Akureyrar, sem kommúnistar stjórna, krefst hækkunar úr 35%% af afla í 39% til skipshafnar, en 35%% kjörin hafa gilt hér undanfafin ár, svo og í Reykjavík. Nýlega sömdu sjómenn í Reykjavík og Hafnarfirði um sömu prósentu- kjör en fengu hækkaða kaup- tryggingu úr 325 kr. á mánuði í 578 kr. Hér er krafizt 580 kr. kauptryggingar allt árið, en í Reykjavík gildir 578 kr. trygging 8 mánuði ársins en 325 kr. trygg- ing 4 mánuði. Af þessu má sjá, að hér er farið frain á mun hærra kaup yfirleitt en gildir fyrir sunnan. 20 togbátar bíða þess að komast á veiðar. Allgóður afli mun nú vera á togbáta hér fyrir Norðurlandi. Einn bátur úr Olafsfirði stundar þegar veiðarnar og mun afla vel. Hér á Akureyri og í verstöðv- unum við fjörðinn bíða um 20 bátar þess að komazt á veiðar, en útgerðarmenn munu ekki telja fært að greiða hærra kaup- gjald en greitt er annars staðar á Skagfieltl heldur hljóm- leika um helgina Sigurður Skagfield, óperu- söngvari, er fyrir nokkru kominn til landsins eftir margra ára dvöl erlendis. Hefur hann haldið hljóm leika í Reykjavík við ágæta dóma og aðsókn. Skagfield er væntan- legur til bæjarins nú í vikulokin og mun halda hér hljómleika um helgina, með aðstoð Fritz Weiss- happel, á vegum Tónlistarfélags Akureyrar. „KALDBAKUR“ AÐ VEIÐUM A ELDEYJARBANKA Akux-eyrartogarinn Kaldbak- ur stundar nú veiðar fyrir sunn- an land, einkum á Eldeyjarbanka. Hefur afli togaranna verið treg- ur þar að undanförnu, enda stormasamt á miðunum. landinu, einkum þar sem afla- sala er ótrygg. Frystihúsin hér munu alls ekki anna móttöku afla allra bátanna. Munu utgerðar- menn hafa hug á að fá skip til ísfisksflutninga, eða láta skipin sjálf sigla með fiskinn á erlend- an markað. Sú leið mun þó ófær sem stendur, ef sjómenn hér halda kröfum um hlutdeild af brúttosölu til streitu. Er krafa þeirra, að aflaskipti skips og skips hafnar séu af brúttosölu á- torgi erlendis, en ekki af því fé, sem skipið raunverulega fær fyrir fiskinn, en það er um 20% lægra en brúttosala þegar búið er að greiða toll í Bretlandi og lönd- unarkostnað. Óbilgjarnar kröfur. Það erfitt að koma auga á rétt- mæti þess að krefjast hærra kaups á togbátum hér nyrðra en samið hefur verið um í Reykja- vík og Hafnarfirði. Stöðvun báta- flotans hér á vorvertíðinni er mikið tjón fyrir atvinnulífið hér og þjóðarbúskapinn í heild. Það segir sína sögu um tregðuna á samningum hér, að það eru kommúnistar sem eru annarsamn ingsaðilinn hér, en sunnanlands hafa þeir aldrei náð að brjótast til valda í samtökum sjómanna. Það er augljóslega ekki til hagsbóta fyrir sjómenn, frekar en aðrar stéttir, að bátarnir liggi aðgerð- arlausir í höfnum, þótt góð kjör séu í boði. Hitt má vel vera, að kommúnistaflokkurinn telji sér pólitískan ávinning að því, að efna hér til ófriðar og lama fram- leiðslukerfið. Verður því vart trúað, að sjómenn •almennt gerist verkfæri kommúnistiskra for- sprakka til þess að auðvelda þeim þann leik. Fyrir helgina birti utanríkis- málaráðuneytið tilkynningu, þar sem bornar eru til baka blaða- fregnir um að ráðuneytinu hafi borizt skýrsla frá Banda- ríkjastjórn um milljónainn- stæður íslenzkra þegna í Bandaríkjunum. Segist ráðuneyt- ið engin slík gögn hafa móttekið. Þótt þesi yfirlýsing hafi verið birt, gengur orðrómurinn áfram staflaust um landið. Munu komm únistar einkum vinna að því að breiða hann út. Þótt vel megi vera að einhverjir íslendingar hafi svikið fé úr landi og eigi mikið fé í Bandaríkjunum, er ó- Áður en Alþingi var slitið var samþykkt heimild fyrir ríkis- stjórnina að verja rösklega 3 milljónum króna til símafram- kvæmda víðs vegar um landið, og er sérstaklega áætlað til sjálf- virku símstöðvarinnar hér og endurbóta á bæjarkerfinu í sam- bandi við hana 1,4 milj. króna. Kunnugt er að sjálfvirka stöð- in, sem Akureyri er ætluð, mun tilbúin til afgreiðslu frá sænsku verksmiðjunum Eirikson snemma á þessu sumri, og má því ein- dregið vænta þess, að stöðin kom- izt upp á þessu ári. Fjárfestingarleyfi og gjaldeyr- sennilegt að þær háu upphæðir, sem Þjóðviljinn hefur nefnt — yfir 40 milljónir dollara — geti verið réttar. Rétt er að benda á, að ef fé hefur verið svikið úr landi, hefur það gerzt á þeim tíma, er kommúnistar áttu sæti í ríkisstjórn. Allir gjaldeyris- sjóðir voru til þurrðar gengnir, er núverandi stjórn kom til valda. Almenningur væntir þess, að íslenzk stjórnarvöld láti rann- saka þessi mál, eftir því, sem kostur er, og vinni að því að ná tangarhaldi á fé því, sem ólög- lega hefur verið flutt úr landinu. isleyfi munu þó ennþá óafgreidd hjá stjórnarvöldunum syðra, en með tilliti til heimildar Alþingis um fjárveitingu til þessara fram- kvæmda, mun mega gera ráð fyr- ir að framkvæmdirnar verði ekki látnar stranda á slíkum leyfum. Munu bæjarbúar mjög fagna því, að mál þetta virðist nú vera að komazt á rekspöl. . Fyrirlestrar um börn og uppeldi Fræðsludeild KEA gengst fyri- ir fyrirlestra-námskeiði fyrir foreldra nú næstu daga. Heitir flokkur þessi „Heilbrigð börn — hamingjusamir menn“. Alls verða fluttir 8 fyrirlestrar um börn og uppeldismál. Ymsir kunnir bæj- armenn flytja fyrirlestrana. Að loknum hverjum fyrirlestri verða frjálsar umræður og fyrirspurn- um svarað. Mikið úrval fræðslu- kvikmynda verður sýnt. Námskeið þetta fer fram í Gildaskála KEA og er öllum heimill aðgangur. Aðgöngukort fást í Fræðsludeild KEA, í Hótel KEA.. Fyrsti fyrirlesturinn verð- ur fluttur mánudaginn 5. apríl. Sbr. auglýsingu í blaðinu í dag. Fræðsludeildin efnir um þessar mundir til sænskunámskeiðs fyr- ir félagskonur og liófst það í gær. 20 konur komast að á þessu nám- skeiði, sem er 20 kennslustundir. Fyrirhugað er námskeið í blóma- rækt og blóinameðferð, og verður það auglýst nánar síðar. Glæsilegir hljóm- leikar Ruth Hermanns Þýzki fiðluleikarinn Ruth Her- manns, sem ráðin er til kennslu við Tónlistarskólann hér, hélt fyrstu hljómleika sína í Nýja- Bíó á páskadagskvöld við hús- fylli og mikla hrifningu áheyr- enda. Árni Kristjánsson lék und- ir. Tónleikar þessir, sem haldnir vorú á vegum Tónlistarfélags Akureyrar, voru í alla staði hin- ir veglegustu. Efnisskráin öll hin ágætustu tónverk og flutningur fiðluleikara og undirleikara með snilldarbrag. Frk. Hermanns er sannkallaður snillingur, fiðlu- tónninn mjúkur og fagur og leikn in með afbrigðum. Túlkaði hún hvert verkið öður betur, sérstak- lega Sónötu í A-dúr eftir César Franck og hinn undurfagra fiðlu- konsert Mendelsohns. Onnur verk á efnisskránni voru són- ata í D-dúr eftir Hándel og Chaconne eftir Bach. Kom hin mikla og fágaða leikni, sem ung- frúin hefur yfir að ráða, e.t.v. bezt í ljós í því verki. Það var ánægjulegt að sjá Árna Kristjánsson hér aftur, eftir lang- ar fjarvistir. Undirleikur hans var með miklum ágætum, smekk vís og fágaður, sérstaklega í A- dúr sónötu Césái' Francks. Var samleikur þeirra frk. Hermanns í því verki éftirminnilegur. Á- gætur listainaður hefur bætzt í hóp bæjarbúa með komu frk. Hermanns. Mun músiklíf bæjar- ins njóta góðs af og ber að þakka Tónlistarfélaginu það framtak, að ráða svo ipenntaða listakonu til starfa hingað. íllt viðhald girð- ingarinnar um Það bar við nú á dögunum, að duggönd úr andapolli bæjarins fannst á Kaupvangstorgi innan um bílaþvöguna. Hafði hún slopp ið út um gat á girðingunni, sem er í hinu hörmulegasta ásig- komulagi. Girðing þessi er bæn- um til vansæmdar. Hún var aldrei fögur né merkileg, en virðist alls ekki hafa verið haldið við. Yfir- leitt má segja, að áhuginn fyrir því að gera umhverfi andapolls- ins skemmtilega bæjarprýði, hafi rokið burtu eftir fyrsta á- hlaup bæjaryfirvaldanna. Bæjar- búar almennt hafa gaman af poll inum. í vetur voru þar um 150 andir þegar mest var, þar af um 120 villiandir, sem leituðu grið- lands þar, þegar veður voru hörð. Fuglar þesir hafa nú flestir leit- að burt aftur. Nokkuð hefur bor- ið .á því, að menn færu yfir girð- inguna til þess að taka myndir af álftunum. Reyna þeir þá að gera þær reiðar svo þær baði vængj- unum. Börn hafa tekið þennan sið upp nú síðustu dagana, en ættu að leggja hann niður. Álft- irnai: verða grimmar af þessum söfeum og girðingin sligast að lokum alveg. Utaíiríkisráðuneytið neitar sögneum um milliónainnstæðurnar En orðrómurinn gengur enn staflaust

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.