Dagur - 26.05.1948, Blaðsíða 8

Dagur - 26.05.1948, Blaðsíða 8
8 Dagur Miðvikudaginn 26. maí 1948 jslendingur' flyfur rangar fregnir af sfarfsemi Hjófkursamlagsins Það er ósatt, að skyr og ostar sé ekki fáanlegt Blaðið Islendignur hefir öðru hverju verið að kvarta fyrir hönd Akureyrarbúa um smjörleysi og talið það hina mestu óhæfu þegar Mjólkursamlag KEA seldi rjórna til Reykjavíkur í stað þess að búa til úr honum smjör handa Akur- eyringum, þar sein fallið hafði niður innflutningur og skömmt- un ríkisvaldsins á erlendu smjöri. Málið var þá skýrt fyrir al- menningi hér í blaðinu. Bent var á, að hið fyrirskipaða söluverð rjómans væri það hátt, að sala hans gæfi bændum miklum mun hagstæðara verð heldur en á rjómanum, sem varið væii til smjörgerðar. Á meðan nægur markaður var fyrir rjómann á Akureyri, Reykjavík og öðrum kaupstöðum landsins í haust og langt fram eftir vetri, þá þótti það sjálfsagður hlutur, miðað við ríkjandi atvinnuhætti, að bændur seldu framleiðsluvöru sína fyrir það verð, sem þeirn var hag- kvæmast, alveg á sama hátt og aðrar stéttir og einstaklingar þjóðfélagsins selja ’ framleiðslu- vörur sínar og vinnu, þar sem þeir telja sér hagkvæmast. Og þessum rökum hefir ekki verið mótmælt og verður naumast mótmælt með sanngirni. En í síðasta tbl. íslendings er birt grein, sem nefnist: „Hvar er umhyggjan?" Er greinin undir- rituð af „bæjarbúa“, þar sem kvartað er undan þeirri verzlun- arstefnu Mjólkursamlagsins, sem er fyrirtæki bændanna sjálfra, að vilja selja þessar framleiðsluvör- ur bændanna þar sem verðið sé hagkvæmast. Er þar talað um að bændum beri, sem sönnum kaup- félagsmönnum, að sjá bæjarbúum og næsta nágrenni fyrir öllum mjólkurvörum, svo sem mjólk, rjóma, skyri, ostum og smjöri, þótt upplýst hafi verið fyrir löngu að bændur telji sér eigi fært, svo sem atvinnumálum þjóðarinnar er nú komið, að fullnægja öllum þessum þörfum kaupstaðafólks- ins. „Bæjarbúi11 endar svo grein sína með því að segja að ostur og skyr sé ófáanlegt á Akureyri á sama tíma sem Mjólkursamlagið sendi bíifarma af þessum vörum til Reykjavíkur. Ber hann síðan fram þó spurningu, hvernig muni fara fyrir Akureyringum ef Reykvíkingar yrðu mjólkui'lausir og byðu hærra verð fyrir mjólk- ina. Mundi hún þá ekki einnig verða flutt til Reykjavíkur? Þótt margt sé ranghermt og skakkt ályktað í grein „bæjar- búa“, þá er það ells ekki óviðfeig- andi fyrir bæjarbúana sjálfa og aðra að velta þessum spurningum fyrir sér. Verður ekki meiri og meiri vöntun á landbúnaðarvör- um fyrir kaupstaðarbúana, þar sem fólkinu fækkar stöðugt í sveitunum og fleira fólk fer það- an til Reykjavíkur og annafra kaupstaða af því að það telur sér og sínum hag betur borgið þar en annars staðar? Staðreyndirnar sanna að þótt fólkinu, sem í sveit- unurn býr, líði vel og hafi góðar tekjur, þá eru tekjur þessa fólks mun rýrari en í kaupstöðunum, þrátt fyrir hið háa verð á land- búnaðarvörum, sem nú er og þess vegna sogast vinnuaflið stöðugt frá sveitunum til kaup- staðánna, svo sem álmennt er viðurkennt og blaðið ísl. í sl. viku, og margir aðrir, tala um að sé þjóðfélagsvandamál. En þá er hollt fyrir „bæjarbúa" og aðra hans sálufélaga að hugleiða, hvort þetta þjóðfélagsvandamál yrði bezt leyst með því að banna bændum að selja framleiðsluvör- ur sínar fyrir það hæsta verð, sem þeim býðst, og þeim er nauðsyn á að fá til þess að geta launað starfsfólki sínu og haldið fram- leiðslunni áfram. Blaðið ísl. og aðstandendur þess hafa talið sig vera fylgjendur hinnar frjálsu verzlunar og það eru samvinnumenn landsins einnig. En samkvæmt skoðununi þeim, sem blaðið túlkar fyrir hönd „bæjarbúa", er sem frelsi þetta eigi ekki að ná til annarra en þeirra aðila, sem verzla með erlendar innflutningsvörui'. Hin- ir innlendu landbúnaðarframleið- endur — bændurnir — virðast ekki mega vera aðnjótandi þessa í'éttar. Hver ómælir verkamönn- um ó Akureyri og annars staðar á landinu, þótt beir yfir sumarið fari til Siglufjarðar, Skagastrand- ar eða Reykjavíkur til þess að sæta hinum háu launum, sem þar hafa verið greidd, jafnvel þótt nægileg atvinna, en lægra launuð, hafi staðið þeim til boða heima fyrir? Það gerir enginn. En þó eiga bændur eða framleiðslu- og verzlunarfyrirtæki þeirra, aðvera ámælisverð fyrir það að notfæra sér hagkvæmustu sölu á fram- leiðslu sinni á þessum stöðum. — Slíkt sjónarmið er byggt á full- komnum misskilningi. Að lokum skal „bæjarbúa“ bent á, að ásakanir hans og nudd, um það, að skyr og ostur fáist ekki hjá Mjólkursamlaginu hér. á sama tíma sem þessar vörur séu sendar til Rvíkur, eru rangar. Svo að segja daglega síðan Mjólkursamlagið tók til starfa, fyrir 20 árum, hafa Akui-eyringar getað keypt eftir vild mjólk, í’jóma, skyr og osta, og ennþá er þetta svo og hefir verið, þrátt fyr- ir það þótt Mjólkursamlagið hafi einnig' notfært sér aðra markaði fyrir framleiðsluvörur sínar. Ak- ureyrarbúar hafa yfir engu að kvarta í þeim efnum og munu hafa verið bezt settir allra kaup- staðabúa landsins hvað mjólk og mjólkurvörur áhrærir, erþaðvið- urkennt af mörgum þótt líkami og sál „bæjarbúa“ virðist nú líða óbærilegar þjáningar út af skorti á mjólkurvörum. — Ennþá er engin óstæða til þess að þjást út af þessu. En tímarnir geta Leppríki gefiir út frímerki Þetía cru ekki rússnesk frímerki, nei, ónei, heldur ungversk. Þessa frímerkjaseríu gaf ungverska stjórnin út í vetur. Þekkja menn andlitin á merkjunum? Frá vorþingi Umdæmisstíikimnar ijóðliálíðardags Norð- manna minnst með óvenjiilegum hætti Frá fréttaritara biaðsins. Undanfarna daga hefir leigu- skip SÍS, m.s. Vigör frá Osló los- að um 2000 smálestir af kolum hér til Kaupfélags Þingeyinga. — Hinn 17. maí, þjóðhátíðardag Norðmanna, fór karlakórinn Þrymur niður að skipinu, ásamt fjölda manns, og söng' þar nokkur lög, m. a. þjóðsöng Norðmanna. Júlíus Havsteen sýslumaður ávarpaði skipsmenn með snjallri ræðu, en skipstjórinn þakkaði. — Einn skipsmanna lét svo ummælt, að hann hefði verið staddur í ýmsum löndum hinn 17. maí áð- ur, en hvergi hefði Norðmönnum verið sýndur slíkur sómi sem í Húsavík þennan dag. Laugardaginn 22. þ .m. hafði Þrymur samsöng í samkomuhús- inu í Húsavík við góða aðsókn og ág'ætar undirtektir áheyrenda Á söngskrá voru 12 lög og varð kórinn að endui'taka mörg þeirra og' syngja aukalög. Einsöngvarar voru Stefán Sigurjónsson og Sig- urður Haraldsson. Sönstjórar séra Friðrik A. Friðrikssón og Birgir Steingrímsson. Starfsmannaskipti fyrirhuguð milii kaupfélaganna Fyrirhuguð eru starfsmanna- skipti milli starfsmanna kaup- félaga í landinu fyrir milligöngu Fræðslu- og félagsmáladeildar S. í. S. Þeir starfsmenn KEA, sem á- huga hafa á þessu máli, geta feng'ið nánari upplýsingar hjá Fræðsludeild KEA, og eru vin- samlega beðnir að láta frá sér heyra við fyrsta tækifæri. Kappreiðar hestamannafélags- ins Léttis fóru fram ó skeiðvelli félagsins í Stekkjarhólma í Eyja- fjarðará sl. sunnudag. Veður var kalt en bjart og norðan gola, hafði það mikil áhrif á hraða hestanna, því að þannig hagar til að hleypa verður frá suður til norðurs. Þátttak. voru 18 alls. Urslit mótsins urðu þessi: Aðeins 1 skeiðhestanna lá á skeiði alla vegalengdina, en náði ekki áskildum tíma lil I. verð- launa, tími hans var 26,4 sek., og fékk hann II. verðlaun, hestui'inn heitir Sindri, rauður,15vetra,eig- andi Jón Geirsson læknir, knapi var Friðrilt Jónsson. í folahlaupi sigraði Geysir, 5 vetra. eigandi og knapi Hjörtur Gíslason, I. verðlaun, 30,8 sek. II. auðveldlega breytzt til hins verra hvað þetta snertir fyrr en varir. Getur „bæjarbúi" því sparað hina aumingjalegu kveinstafi sína um þetta efni þar til meira harðnar í ári en þegar er orðið. Jónas Kristjánsson. Voi'þing Umdæmisstúkunnar nr. 5 var haldið á Akureyri dag- ana 22. og 23. maí sl. Á þinginu mættu 25 fulltrúar frá Akureyri, Siglufirði og Sauðárkróki. í um- dæminu eru starfandi 5 undir- stúkur með samtals 780 félögum og 13 barnastúkur með samtals 1578 ungtemplurum. Á árinu hafði að tilhlutun Umdæmisstúk- unnai' farið fram regluboðun í Skagafirðí en félagar úr fram- kvæmdanefndinni höfðu heimsótt barnastúkurnar á Húsavík, Hrís- ey og Ólafsfirði. Þá gekkst Um- dæmisstúkan fyrir almennum borgarafundi um áfengismál á Akureyri í vetur. Á þinginu flutti Brynleifui' Tobiasson ei'indi um norræna bindindismótið í Stokkhólmi sl. sumar. Á eftir er- indinu sungu þeir Jóhann Kon- ráðsson og Kristinn Þorsteinsson tvísöng. Á þinginu voru samþykktar ýmsar tillögur um reglumál og ófengisvarnir. Helztar voru þess- verðlaun hlaut Óðinn, 6 vetra, eigandi og knapi Magni Kristins- son, Miklagarði. III. verðlaun hlaut Hjörtur, 5 vetra, eigandi og knapi Mikael Jóhannesson, tími þeirra beggja var 21,0 sek., en sjónarmunur skipti verðlaunun- um. í 300 metra hlaupi náði enginn hestanna tilsettum tíma til I. verðlauna, en hann er 24,0 sek. II. verðlaun hlaut Óðinn Þorvaldar Péturssonar og var hann sjálfur knapi, tími hans 24,8 sek. Flosi, eign .Kristjáns Ólafssonar hlaut III. verðlaun, 25,4 sek. Hjalti Þorsteinsson var knapi. í 350 metra hlaupi sigraði 6 vetra foli lítið taminn, Depill, Gunnbjörns Arnljótssonar á 27.6 sek. og hlaut hann I. verðlaun, knapi Víglundur Arnljótsson. II. verðlaun hlaut Gammur, eigandi og knapi Sveinn Einarsson, tími hans var 28,4 sek. III. Verðlaun hlaut Vinur Þorsteins Jónssonar, tírni hans 28,5, knapi var Sigurð- ur Jónsson. Frá útbreiðslunefnd: Vorþing Umdæmisstúkunnar nr. 5 felur framkvæmdanefnd sinni að efna til útbreiðslustarf- semi í öllum sýslum og bæjarfé- lögum í umdæminu næsta vetur, ef þess er nokkui' kostur. Væntir þingið þess, að framkv.nefndin undirbúi starfsemi þessa í tæka tíð, svo að hún geti byrjað þegar á haustnóttum. Frá löggæzhmefnd: 1. Vorþing Umdæmisstúkunnar nr. 5, haldið á Akuretyri dagana 22.—23. maí 1948, beinir áskorun til templara um land allt: a) Að vinna sem ötullegast að algjöru áfengisbanni. b) Að styð]a þá eina menn til opinberra starfa, sem vitað er um að séu bindindismenn eða hlynntir starfsemi bindindis- manna og líklegir til að vinna gegn áfengisbölinu hvar í stétt eða stöðu sem þeir eru. c) Að stuðla að því, að drykkjumannahæli verði byggt og' starfrækt sem fyrst. d) Að komið verði á nýrri lög- gjöf, sem taki til manna þeirra, sem nú eru vandræðamenn þjóð - félagsins vegna ofdrykkju, og heimili löggjöf sú 'þá meðferð mála þeirra, sem nauðsynleg er, en sem nú er óframkvæmanleg. e) Að vinna að því að bindind- isfræðsla í skólum verði aukin og áfengismálaráðunaut ríkisins verði falið að hafa meiri afskipti af þeim málum en hingað til hef- ir verið. f) Að vinna eindregið að þvi, að hætt verði að veita áfengi í veizlum og samsætum, sem ríki eða bæjar- og sveitarfélög halda. 2. Vorþingið skorar á Alþingi að veita ríflegán styrk til Regl- unnór og byggingu bindindishall- ar í Reykjavík, en mótmælir því eindregið, að hann sé á nokkurn hátt bundinn við tekjur af áfeng- issölu ríkisins. 3. Að gefnu tilefni lýsir vor- þingið óánægju sinni yíir vín- veitingum þcim sem fram hafa farið í veizlum þeim, sem Akur- eyrarbær hefir haldið í vetur og skorar á bæjarstjórn að .veita ekki í veizlum þeim, er hún gengst fyrir framvegis. 1S Iiestar á kappreiðumim í Stekkjar- Iiólma síðastliðÍEíi sunnudag Góð aðsókn þrátt fyrir óhagstætt veður

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.