Dagur - 26.05.1948, Blaðsíða 1

Dagur - 26.05.1948, Blaðsíða 1
Fimmta síðan: Snorri Sigfússon náms- stjóri ræðir skólamálin í tilefni af grein Olafs Jóns- sonar. Forustugreinin: Landbúnaðurinn og ráð- stafanir gjaldeyrisyfir- valdanna. XXXI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 26. maí ,1948 21. tbl. Norsk þorsk-snurpunót r^~l Á vetrarvcrtíðinni við Lófóten í vetur vsv reynt nýtt veiðarfæri, sem fiskimenn binda nú miklar vonir við. Það er snurpunót til þess að veiða þorskinn í. Þorsktorfurnar voru leitaðar uppi með ekkó- lóði og síðan snurpað þar sem gengdin var mest. Tókst að' na fiskin- um á allmiklu dýpi. Norskt blað birti nýlega bessa teikningu, sem sem á að sýna nýja vciðarfærið. Línubátarnir verða í sambandi við móðurskip Um þessar mundir eru útgerð- arfyrirtæki í Álasundi í Noregi að undirbúa þorskveiðileiðangur til Grænlands, spm mikla athygli vekur. Er ætlunin -að margir Ála- sundsbátar leiti til Grænlands með línur sínar og móðurskip og önnur aðstoðarskip fylgi flotan- um eftir, taki við veiðinni, geymi nauðsynlegav birgðir til bátanna og láti þá fá brennsluolíur. Vegna þess hve þorskveiðarnar við Lófót brugðust gjörsamlega að þessu sinni, en Norðmönnum mikil þörf á að geta aflað meiri fiskjar annars staðar, m. a. til þess að geta staðið við verzlunar- samninga, sem þeir hafa gert um sölu á fiski, m. a. til Suður- Ameríku. Norska ríkið hyggst því stu'ðla að því að þessi leiðangur verði farinn til Græniands. Triáplöntur verða gróðursettar í reit Framsóknarmanna að Hrafnagm Framsóknarfélögin hér hafa í hyggju að planta trjám í reit sinn í Hrafnagilslandi nú innan skamms. Er óskað eftir að sjálf- boðaliðar gefi sig íra?n til þess að vinna að þessu máli. Björn Þórð- arson og Halldór Ásgeirssou gefa nánari upplýsingar. Ætlunin er að gróðursetja fyrstu plönturnar nú um helgina og ættu þeir, sem vilja leggja málinu lið, að gefa sig fram sem fyrst. PiármáláráSnérrá verk- legum fram- .ívæmdum Samkvæmt 22. grein fjárlaga þessa árs var ríkisstjórninni heimilað að draga úr verklegum framkværndum allt að 35% til þéirra framkvæmda, sem ekki eru bundnar í öðrum lögum en fjárlögum, ef hún telur, að vinnu- afl dragist um of frá framleiðsl- unni eða fé til framkvæmdanna reyndist af skornum skammti. Er venja að hafa slíka heimild í fjár- iögum. Nú hefir fiármálaráðherra ákveðið að beita þessari heimild fyrst um sinn, og er hún komin til framkvæmda, a. m. k. varðandi sumar framkvæmdir, svo sem vegamálin, og verða ekki veitt til þeirra fyrst um sinn nema G51/?, en þess er þó að vænta, a'ð við- bótin komi síðar á árinu. HúsmæðraskólamiRi slitið í dag Húsmæðraskóla Akureyrar verður slitið í dag. Hefst athöfnin í skólahúsinu kl. 2 e. h. Orðsending til foreldra Frá Fræðsludeild KEA: Aðstandendum 6 ára barna, sem verið hafa í barnaleikfimi á mánudögum ,er boðið að horfa á síðustu æfingu, sem fer fram í Lóni n. k. mánudag kl. 2 e. h. (uppi.) Aðstandendur 5-ára flokksins, þeirra sém verið hafa í leikfimi á þriðjudögum er boðið að koma og horfa á,.n. k. föstudag kl. 2 e. h., og 4 ára barna (fimmtudags- flokkur) kl. 3 e. h. sama dag. Fræðsludeild KEA. „Fólstjarnan" með íull- fermi til Bretlands f gær fór m.s. Pólstjarnan héð- an með 268 tonn af bátafiski áleiðis til Bretlands. Afli togbát- anna var sæmilegur nú um helg- ina. Hafnarnefnd leitar íniifliitiiiiigs] eyía fyrir brezkum mnrásarprömmum til þess að nota viS stækkun bryggjunnar Gaguf ræðaskólanum verður slitið á mánu- daginn kemur Gagnfræðaskóla Akureyrar verður slitið á mánudaginn kem- ur kl. 8 e. h., sbr. auglýsingu í blaðinu í dag. Hafnarnefnd bæjarins flaug til Reykjavíkur í gær í erindum hafnarinnar. Mun hún ræða við gjaldeyrisyfirvöldin og vitamála- skrifstofuna um fyrirhugaða stækkun Torfunefsbryggjunnar hér, en nokkur skriður virðist nú loksins vera kominn á bryggju- máliÖ. Á aukabæjarstjórnarfundi sl. föstudag var til umræðu fundar- gerð hafnarnefndar frá 19. þ. m. Hafði vitamálastjóri mætt á fundi þessum og lagt fram 5 mismun- andi yfirlitsteikningar og áæ'tlan- ir um endurbyggingu og stækkun Torfunefsbryggjunnar. Hafnar- nefnd lagði til við bæjarstjórnina að tvær þessara teikninga yrðu einkum lagðar til grundvallar og féllst bæjarstjórnin á það álit. — Hin fyrri er sú, að _tvö steinker verði sett utan á núverandi bryggju og nái annað jafnlangt til norðurs og raninn er. Yrði breidd bryggjunnar með þessum hætti 25 metrar en lengdin 124 metrar. Hanclavmniisýiiiiig í HásmæSraskóIa Rúmlega 1600 manns skoðuðu sýninguna síðastiiðinn sunnudag S. 1. laugardag bauð forstöðu- kona Húsmæðraskóla Akureyrar, frú Helga Kristjánsdóttir, tíð- indamönnum blaða og útvarps á- samt skólanefnd skólans að skoða handavinnusýningu náms- meyja, sem komið hafði verið fyr- ir til sýningar í skólanum. Að ýmsu leyti var sýning þessi ein hin fegursta og myndarleg- asta, sem skólinn hefir nokkru sinni sýnt, sérstaklega þótti vefn- aðurinn hafa tekizt frábærlega vel í ár. Lita samsetning var þar víðast hvar mjög góð, og hinir fögru og* mildu íslenzku jurta- litir nutu sín afar vel. Nær ein- göngu var ofio úr íslenzku bandi. Þá var hvítsaumur a'oallega á dúkum mjög fagur og ýmsir munir þar svo meistaralega gsrð- ir að hrein unun var á að horfa. Mikill fjöldi kjóla, misjafnlega fagrir að sniði til, eins og gefur að skilja í sundurleitum hópi námsmeyja, hvað smekk snertír, voru til sýnis, einnig fjöldi ann- arra fata svo sem nærfata, nátt- kjóla, • náttjakka, ýniis konar barnafata o. fl. Allt virtist vel unnið, margt mjög smekklegt og hentugt, og hefi ég þar sérstak- lega í huga útifatnað barna (sam- festing úr ísl. efni.) Alls voru ofnir 515 munir, út- saumsmunir voru 270 og 800 flík- ur saumaðar. S. 1. vetur sóttu 48 stúlkur skólann. Næsti vetur ef þegar fulskipaður og á milli 20 og 30 á biðlista. Vefnaðai'kennsluna annaðist ungfrú Olafía Þorvaldsdóttir, kennslu í útsaum ungfrú Kiistín Sigurðardóttir, kennslu í fata- saum ungfrú Kristbjörg Krist- jánsdóttir. Matreiðslukennsluna önnuðust forstöðukonan og ung- frú Gerður Kristinsdóttir. Aðrir kennai'ar er: Ungfrú Laufey Benediktsdóttir, frú Þorbjörg Einarsson, ungfrú Þórhalla Þor- steinsdóttir, Áskell Snorrason og Egill Þórláksson. S. 1. sunnudag var handavinnu- sýningin síðan opin fyrir alménn- ing og skoðuðu hana rúmlega 1600 manns. Innri kantur bryggjunnar yrði þá óhreyfður. æjarstjórnin hallaðist einkum að því, að heppilegast væri að leysa málið á þennan hátt. Er hvort tveggja, að þessi aðferð mundi taka skemmri tíma og kerin mjög endingargóð. Hin tillagan er þess efnis, að breikka bryggjuna svo að hún verði 22 metrar og sett járnþil á ytri og innri kant. Steinker frá Bretlandi. Mögulegt mun vera að f á brezk innrásarsteinker hingað, ef gjald- eyrisleyfi fást til kaupanna. Mun hafnai-nefndin einkum ræða það' mál við gjaldeyrisyfirvöldin. Lík- legt er að slík ker kosti um 500 þús. kr. hvert. Héraðshátíð ranisoKnarmanna 111 20. iúní Ákveðið hefir verið að hér- aðshátíð Framsóknarmanna á Akureyri og í Eyjafirði verði haldin að Hrafnagili sunnudaginn 20. júní næstk. Eigi hefir enn vej'ið gengið til fulls frá dagskrá hátíðarinnar, en fullvíst má telja að hún verði fjölbreytt. Verður hún auglýst síðar. Þennan dag má búast við aó' gestkvæmt verði að Hrafnagili. Auk Eyfiroinga og Akureyringa, mun mega gera ráð fyrir að margir gestir sæki hátíð- ina. Þing ungra Framsóknar- manna verður háð hér um þetta leyti og á mánudaginn hefst hér aðalfundur SÍS. Þess er vænzt að Framsóknar- menn hér í bænum og í Eyjafirði fjölmenni að Hrafnagili þennan dag og gæti þess að ráðstafa ekki þessum degi — sunnudeginum 20. júní — til annars. Daglegar íerðir milli Reykjavíkur og Akur- eyrar um mánaðamót Um mánaðamótin hefjast dag- legar bílfcrðir milli Reykjavíkur og Akureyrar á vegum póst- stjórnarinnar. í þessum mánuði hafa verið farnar þrjár fer'ðir í viku.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.