Dagur - 23.06.1948, Blaðsíða 2

Dagur - 23.06.1948, Blaðsíða 2
2 D AGUR Miðvikudaginn 23. júní 1948 Er Sjálfstæðisflokkurinn að taka upp nýja stefnu í landbúnaðar- máluniim ? AFMÆLISKVÆÐI til Jóns Benediktssonar, prentara (Jón er fæddur að Hjaltadal í lllufíastaðasókn 15. júní 1898.) Heilsa eg hollvini í heilla-skyni, — hálíeldum hal úr Hnjóskadal. Innst við vætta dyr, við aldarlok íyr leit hann ísland íyrst Álfröðli kysst. Fögnuðu foreldri fórn — þeim handseldri, — bornum ósk-niði und birkiviði. Kvað við hlíð og eng hljómblíðum streng hrifin vorsins þrá Hjaltadalsá. Óx sem viðar-teinn vaskur og beinn. Lyfti léttum brúnum við lífsins rúnum. Lifði alda-hvörf við leik og störf. ' Saug við lind og berg landgæða merg. Fluttist hraustur sproti frá hollu koti líkt og Vagla-teinn lífvænn og beinn. Tamdi sál og hold við samfélags mold. Festi rótar-hönd á fjarðar-strönd. Fjáði ódyggðir, — ölværð og lygðir — hugurinn árborni á aldar morgni. Vildi af alhug verða — og aðra herða — þrifnaði að liði á þjóðar sviði. Leitaði hann laugar og lífgaði taugar, sundfarir þreytti og þreksins neytti. Var heilbrigð sál og viljans stál ástundun hans öll — og íþrótta-höll. Valdi sér að verki hinn viljasterki verndun þjóðar-arfs og vakning til starfs; — þrýsta lífs-rúnum að letra túnum, leiða vítt um storð hið lifanda orð. Þakka eg alúð þér, auðsýnda mér og þelgróið band við þjóð og land. Grói enn lengi í ljúfu gengi holl-viður varinn við heimilis-arin. K. V. Eitt Reykjavíkurblaðanna ræð- ir í forustugrein þann 28. f. m. um fólksflóttann úr sveitunum til kaupstaðanna, einkum Reykjavíkur, og gefur ráð við honum. í greininni er réttilega bent á, að þessi fólksstraumur sé óholl- Ur, að sú þróun sé ekki heil- brigð þjóðarbúskapnum, að fólkið flytji í hrönnum frá framleiðsl- unni í sveitunum til kaupstað- anna. því bæði sé það, að þar noti menn meira af erlendum gjald- eyrisvörum og stundi gjaldeyris- írekari atvinnu, jafnframt því sem innlend framleiðsla fullnægi ekki lengur á ýmsum sviðum þörfinni heima fyrir. Síðan segir blaðið: „En það er alveg óþarfi að vera undrandi yfir þessari þróun. Or- sakir hennar liggja í augum uppi. Þær eru fyrst og fremst hið gíf- urlega ósamræmi í lífskjörum fólksins í sveitunum og hinum stærri kaupstöðum. En fóllc í sveitinni er alveg eins og annað fólk. Það þráir aukin lífsþægindi. Þess vegna flytur það til þeirra staða, sem getur veitt því lífs- þægindin. Það er þýðingarlaust að tala við þetta fólk „um tryggð við sveitina sína“, „trúna á mold- ina“, „ræktarsemi við óðul feðr- anna“ og annað slíkt. Það er þýð- ingaiiaust vegna' þess að það er bláber heimska og sýnir hyldjúp- an misskilning á því vandamáli, sem um er að ræða. Það eina, sem þýðingu hefir og einhver áhrif getur haft til þess að skapa jafnvægi milli sveita og sjávarsíðu, er að leggja grund- völl að meira samræmi í lífskjör- um fólksins í kaupstöðunum og sveitunum. Það er eina leiðin til þess að trygja þjóðinni, að land- búnaður hennar fullnægi þörf- um hennar, þannig að hún þurfi ekki að eyða miljónum króna í erlendum gjaldeyri árlega, til þess að flytja inn garðávexti, smjör, þurmjólk o. s. frv. Fólksflutningarnir til kaup- staðanna eru þannig ekki aðeins vandamál sveitanna, heldur alls landsins. Þess vegna verður öll þjóðin að taka þátt í að leysa það.“ Allt er þetta vel mælt og vit- urlega, og geta allir landbúnað- arvinir tekið undir með blaðinu. En hvaða blað er það, sem svona talar fallega um öflugan stuðning við landbúnaðarmálin og lausn á vandamálum dreif- býlisins? Þeir, sem ekki vita það, myndu hiklaust svara: Auðvitað er það blað Framsóknarflokksins, Tím- inn. Að minnsta kosti er það aug- Ijóst, að það er andi hans, sem svífur hér yfir vötnunum. Hann hefir þrásinnis haldið því fram, að stöðva beri fólksstraunúnn úr sveitum til kaupstaðanna, og eina ráðið til þess sé að jafna lífskjör fólks í sveitum og kaupstöðum. En þó birtist umrædd grein að þessu sinni ekki í blaði Fram- sóknarmanna, heldur í aðalmál- gagni Sjálfstæðisflokksins, Morg- unblaðinu. Það verður því að ætla, að Mbl. tali hér fyrir hönd flokks síns, og að hann sé horf- inn inn á stefnu Framsóknar- flokksins í landbúnaðarmálun- um. Um þetta er vitanlega ekki nema allt hið bezta að segja frá hendi Framsóknarmanna. Þeir hafa ástæðu til að gleðjast yfir því, þegar syndugur flokkur bæt- ir ráð sitt, því að óneitanlega hef- ir Sjálfstæðisflokkurinn margar syndir á baki í þessum efnum, þegar litið er til fortíðarinnar. En þær syndir er sjálfsagt að fyrir- gefa, ef flokkurinn stendur stöð- ugur í hinu góða hér eftir. Til þess að sýna fram á að hér sé ekki talað rakalaust út í loftið, skulu hér tilfærð nokkur dæmi um afstöðu Sjálfstæðisflokksins til landbúnaðarmála og bænda- stéttar landsins á undanförnum árum. Árið fluttu Framsóknarmenn frumvarp að nýjum jarðræktar- lögum þess efnis, að bændur yrðu sérstaklega studdir til þess að koma öllum heyskap sínum í ný- tízku horf á næstu 10 árum, þann- ig, að hann yrði þá allur tekinn á véltæku landi. Hinir flokkarnir sameihuðust allir gegn breyting- unni og vísuðu henni frá með þeim rökstuðningi, að „bráða- birgðaákvæði þau, sem nú eru í jarðræktarlögunum, eru að svo komnu máli nægileg 10 ára áætl- un. “ Þessi ákvæði, sem nægðu „stór- hug“ hinna þriggja „nýsköpunar- flokka" fram á árið 1954 voru þess efnis, að þúfnasléttun í túni skyldi styrkt meira en áður var. Fyrir nýrækt sáu þessir flokkar enga þörf fyrri en 1954. Upphaflega kallaði Mbl styrk- inn samkv. jarðræktarlögunum „ölmusu“ til bænda. Nokkur af baráttumálum F ramsóknarf lokksins varðandi landbúnaðinn og málefni sveit- anna voru breytingar á lögum um Byggingar- og landnámssjóð, breyting á lögum um Ræktunar- sjóð íslands, breyting' á tekju- og eignaskattslögunum, frumvarp til laga um framleiðsluráð land- búnaðarins og breyting á lögum um Búnaðarmálasjóð, sem öll stefndu að því að efla og styrkja landbúnaðinn. 011 mættu þessi mál andúð hinna flokkanna og fengust yfirleitt ekki afgreidd úr nefndum. Afurðasölulögin, sem ollu þeg- ar í stað mikilli breytingu til bóta á afkomu bænda, voru sett gegn harðri mótspyrnu Sjálfstæðis- flokksins. Eins og kunnugt er íéllst Bún- aðarþing á nokkra tilslökun á sexmannanefndarverði gegn því, að hlutfallslegar kauplækkanir færu fram í landinu. Sjálfstæðis- flokkurinn tók þessari læklcun á afurðaverðinu fegins hendi, og Mbl. talaði um framrétta hönd bænda til þess að berjast gegn dýrtíðinni. Sjálfstæðisflokkurinn misnotaði þetta tilboð bænda- stéttarinnar á þann veg, að hann myndaði stjórn með kommúnist- um, sem ekki var byggð á stöðv- un kaupgjaldshækkana og dýr- tíðar, heldur því gagnstæða. Und- ir stjórnarforustu Sjálfstæðis- flokksins jókst dýrtíð og fram- leiðslukostnaður stórkostlega, en afurðaverðinu var haldið niðri með ofríki. Með bráðabirgðalögum í ágúst 1945 tók landbúnaðarráðherra sér það vald að tilnefna menn til þess að verðleggja vörur bænda. Jafnframt var samtökum bænda þverneitað með lagaboði um alla íhlutun og völd í þeim málum. Hið stjórnskipaða Búnaðarráð var síðan notað til þess að ákveða verðlag afurðanna fyrir neðan sexmannanefndarverð á innlend- um markaði og útflutningsupp- bætur felldar niður. Búnaðar- ráðslögin voru varin með því, að bændur væru yfirleitt á móti síefnu stjórnarinnar! Alþingi 1944—45 afgreiddi lög um Búnaðarmálasjóð með þeirri stórfelldu breytingu, að sam- þykki ráðherra þurfi fyrir fjár- veitingum úr sjóðnum. Var þessi breyting varin með því,- að full- tiúum, sem bændur kysu til þess að ráðstafa fénu, væri ekki treystandi til þess .Þannig voru bændur sviftir umráðarétti yfir Búnaðarmálasjóði. Jón Pálmason kvaðst ekki vilja láta búnaðar- þing ráðstafa fénu, til þess að „éta það út á snakkfundum og eyða því í ferðakostnað pólitískra spekúlanta." Kommúnistar hafa boðað þá stefnu, að land eigi aðeins að rækta kring um kaupstaðina, og að landbúnaðurinn eigi að vera hjáleigubúskapur atvinnuveg- anna þar. Fjarlægari staði eigi að leggja í auðn. Með þessa stefnu fyrir augum lét Sjálfstæðisflokk- urinn kommúnista móta stefnuna í landbúnaðarmálum, meðan stjórnarsamstarf við þá hélzt. Þegar litið er til fortíðar Sjálf- stæðisflokksins og Mbl., sem hér að framan hefir nokkuð verið drepið á, kemur mörgum á óvart hin snöggu sinnaskjpti, er fram koma í Mbl.greininni 28. f. m. Greinin mundi ekki hafa vakið neina verulega eftirtekt, ef hún hefði birzt í nónd við alþingis- kosningar. Þá hefði vérið litið á hana sem hverja aðra veiðibrellu. En nú er ekki vitað, að kosningar standi fyrir dyrum. Þess vegna verður að taka hana alvarlegar en ella. „Fyrst er sjón og svo er (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.