Dagur - 23.06.1948, Blaðsíða 5

Dagur - 23.06.1948, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 23. júní 1948 D A G U R 3 FRÁ BOKAMARKAÐINUM Sí iðndsbino unora rram a er Siáð var liér í bænum í síðustu vilm, var f jölmennasta þing S. U. F. frá nppliafi Margar merkar ályktanir gerðar og mikill áhugi ríkjandi meðal fulltrúanna Ásmundur GuðmundsSon: SAGA ÍSRAELSÞJÓÐARINNAR, — H.F. Leiftur. Reykjavík. 1948. Nýkomin er á bókamarkaðinn Saga ísraelsþjóðarinnar eftir Ás- mund Guðmundsson, prófessor. Með þessu merka riti er ekki að- eins bætt úr brýnni þörf fyrir guðfræðistúdenta, heldur er bók- in jafnframt svo Ijóst og skemmtilega rituð, að fróðleiks- fús alþýða manna getur haft hennar full not og mun lesa hana sér til ánægju. Allir kristnir menn standa í þakkarskuld við ísraelsþjóðina, enda hefir gyðingleg trú og líf- speki verið snar þáttur af andlegu lífi vestrænna þjóða um aldir. Er því skylt og rétt að vita sem gleggst skil á sögu þessarar merkilegu þjóðar, enda geta menn naumast verið menntaðir á al- mennan mælikvarða öðru móti. Sú var tíðin, er menn vissu öllu meira um sögu þessarar þjóðar en nú, þegar Biblían var aðal les- bók heimilanna og námfúsir unglingar lásu hana hvað eftir annað spjaldanna á milli, er þeir náðu í fátt annað til að seðja and- legt hungur sitt. Varð mörgum það að miklu vegarnesti út í lífið. Það er og alkunnugt, að ýmsir mestu andans menn, stórskáld og snillingar á ýmsum sviðum, hafa sótt þangað drjúgan inn- blástur, vizku og hugsanaþrótt, sem þeim hefir að góðu haldi komið í lífsbaráttunni. Nú er fleira til að lesa og meira að nema og ber að vísu ekki að harma það. En ekki er það allt betra. Biblían er og verður ávallt talin sígild bók, gagnauðug af sterkviðri and- ans. Þrátt fyrir það verður hún ekki alls staðar talin óskeikul sagn- fræði, þó að hún gefi ýmsar mafkverðar, sögulegar upplýs- ingar, enda brestur mjög á, að þar sé um samfellda sögu hinnar út- völdu þjóðar að ræða. Biblían er fyrst og fremst trúarrit, sem gefur glögga heildarmynd af andlegu lífi Gyðinga. Hið sögulega sam- hengi er því víða bláþráðótt, enda voru ýms merk sögurit Gyðinga, eins og t. d. Makkabea- bækurnar, aldrei tekin inn í regluritasafnið og eru þau því al- þýðu manna ókunnari. Ymislegt var og fært í letur löngu eftir að atburðirnir gerðust og er því blandað þjóðsögum og óná- kvæmni. Til þess að rita sam- fellda sögu ísraelsþjóðarinnar verður að gagnrýna margt og leita fleiri gagna, svo sem ann- arra sagnfræðirita Gyðinga, sagn- rita þjóða, sem átt hafa náin við- skipti við Gyðinga, fornleifa- rannsókna o. s .frv. Kemur þá margt upp úr dúrnum, sem bæði skýrir og leiðréttir söguna, teng- ir hana við umheiminn og gefur skýrara yfirlit. Fæst með því móti fullkomnari heildarsýn yfir hið mikla örlagastríð þessarar þjóðar ,og með því að kynna sér fyrst rækilega slíkt ágrip er auð- veldara að átta sig á hinum miklu sagnabálkum Ritningarinnar, og lesa hana sér til gagns og skiln- ings á eftir. Prófessor Ásmundur Guð- mundsson hefir eins og vænta mátti gert þessu efni hin prýði- legustu skil. Rekur hann af miklum lærdómi og með greinar- glöggum hætti allt hið helzta, sem fræðimenn telja að sannast sé vitað um sögu ísraelsþjóðarinnar frá því að sögur hefjast og þang- að til þjóðin tvístrast eftir fall JerúsalemsbBrgar árið 70 e. Kr. Fjallar fyrsti kaflinn um frum- byggja Palestínu og það, sem helzt má ráða um forfeður ísra- elsþjóðarinnar. Þá eru gagn- rýndar sagnirnar um áþjánina á Egyptalandi, förina þaðan undir forystu Móse og dvölina í eyði- mörkinni. Því næst er skýrt frá hertöku Kanaanslands og hvern- ig ísraelsmenn ná smám saman yfirráðum í landinu, upphafi konungsveldisins og blómatíma þess á dögum Davíðs og Saló- mons, hnignun þess og herleið- ingunni austur. Loks er skýrt frá heimför og hag og menningu þjóðarinnar undir yfirráðum Grikkja og Rómverja. Oll er þessi saga lærdómsrík baráttusaga gáfaðra og frelsis- unnandi þjóðar, sem gædd hefir verið ríkri þjóðerniskennd, en umfram allt sterkri trú á köllun sína og heimssögulegt hlutverk. Þegar sú trú sloknaði, hallaði ávallt á ógæfuhlið. Því að jafnan hefir Gyðingaþjóðin verið of- sótt og umsetin of óvinum og hver hörmungin af annarri hefir yfir hana dunið og afmáð væri hún fyrir löngu af jörðunni, ef trú hennar og hugrekki hefði eigi frelsað hana af brestandi bárum hverfleikans, gefið henni þrek og þolgæði til að standa af sér hvert ólag, sem yfir hana hefir gengið. Og' jafnvel þótt hún hafi nú verið heimilislaus í nærri nítján hundruð ár, heldur trúarorka hennar og viljaþróttur henni enn við líði. Beinist athygli veraldar- innar eigi meir að öðru nú en því, liversu þessi þjóð, nýkomin út úr blóðskírn heimsstyrjaldarinnar síðustu, berst með afli og ofsa ör- væntingarinnar til valda í sínu forna ættlandi. En enda þótt sú barátta sé með vafasömum rétti, sannar þó ekkert betur hina menningarsögulegu verðleika þessarar þjóðar en sá vandi, sem vestrænum ríkjum þykif sér vera á höndum um örlög hennar og af- drif. Saga þessarar litlu, stórgáfuðu og ötulu þjóðar, sem gefið hefir veröldinni mikinn sjóð andlegra verðmæta, kemur öllum heimin- um við og er ekki sízt athygliverð fyrir smáþjóð eins og okkur. Ætti bók þessi því að verða vel þegin og hafi próf. Á. G. og útgefandi þökk fyrir að koma henni út. Sama einkenni er á henni og öðr- um ritum prófessorsins: vísinda- leg efnismeðferð, fallegt mál og sagnastíll í bezta lagi. Frágangur- inn er allur smekklegur og prent- un og pappír útgefandanum til sóma. Bókin er 364 bls. og er les- málið prýtt fjöldamörgum mynd- um og uppdráttum til skýringar efninu og fylgir vönduð nafna- skrá. Auk þess er bókin ódýr eft- ir því, sem nú gerist. Benjamín Kristjánsson. Þing Sambands ungra Fram- sóknarmanna var' háð í Sam- komuhúsinu hér á Akureyri dag- ana 16.—19. þ. mán. Var þing þetta mjög fjölmennt og hið fjöl- sóttasta þing SUF, sem haldið hefir verið. Formaður sambandsins, Jó- hannes Elíasson lögfræðingur, setti þingið kl. 11.30 á miðviku- dagsmorgun, og minntist sérstak- lega tveggja látinna félaga, I»or- gerðar Þorvarðardóttur frá Rvík og Þórðar Arnaldssonar frá Ak- ureyri, en þau fórust, eins og kunnugt er, í hinu hörmulega flugslysi hér í fyrravor. Að lokinni þingsetningu og kosningu starfsmanna þingsins, flutti formaður skýrslu um störf stjórnarinnar. Síðari hluta dags á miðviku- daginn voru flutt framsöguerindi. Jón Kjartansson frá Siglufirði flutti erindi um sjávarútvegsmál, Friðgeir Sveinsson um atvinnu- mál, Jóhannes Elíasson um Þú ert á stundum að spyrja frétta úr Grímsey. Eg hefi oftast lítið í þig að láta, og eins er enn. Svo sem nærri má geta er tíð- indalítið í útskoti þessu. En tjalda verður því, sem til er. Það brotnaði hjá mér rúða. Það var ein þessi sem leikur í lausu og opnuð er til að hieypa inn betra lofti, eða þá út hinu lakara, og að þessu sinni hlautzt þaÓ af, að fá þurfti aðra nýja. Sjálfur átti eg ekkert gler, en gat fengið brot sem nægði, með því að skera það til. Og nú hóíst þá starfið. Við gengum tveir til verks. — Fyrri rúðan hafði verið fest í umgerðinni með grönnum list- um, sem felldir voru að henni að utan og negldir í umgerðina. — Losa varð um þetta og reynt að ná listunum heilum til að nota þá aptur. Nú var að ná í sporjárn og áslátt til að lokka þá lausa. Nagl- ar voru ryðgaðir og vildu treg- lega þokast úr stað, en stökkt orðið í listunum. Þeir brotnuðu því áður naglarnir yrðu dregnir út. Nú var hægt að mæla rúðu- stærðina og svo skyldi skurður- inn hefjast. En við próftilraun kom í ljós að skipta þurfti um skurðarhjól í glerskeranum. Skrúfjárn þui'fti til þess. Það kom fljótt. En þá reyndist það of þykkt til að ganga niður í litlu rásina á skrúfunni, sem losa þarf um svo skurðarhjólin verði færð til Þá var að finna þjöl til að stjórnmálin síðustu árin, Andrés Kristjánsson um utanríkismál og Steingrímur Þórisson um verzl- unarmál. Fimmtudaginn 17. júní störfuðu fastanefndir þingsins fyrir hádegi, en gefið var frí frá þingstörfum eftir hádegi, og munu þingfull- trúar hafa tekið þátt í 17. júní hátíðahöldunum hér á Akureyri. Föstudaginn 18 júní var nefnd- arálitum skilað og fóru þá fram umræður um þau. Á föstudags- kvöldið fluttu þeir Hcrmann Jón- asson, form. Framsóknarflokks- ins, og Eysteinn Jónsson, ráð- herra, erindi á þinginu. Laugardaginn 19. júní héldu umræður um nefndarálit áfram og fóru þá einnig fram stjórnar- kosningar. Jóhannes Elíasson, sem verið hefir formaður SUF, baðst und- an endurkosningu, og var Frið- geir - Sveinsson, fulltrúi, kosinn formaður SUF í hans stað, en aðrir í síjórninni eru: Þráinn hvessa brún skrúfjárnsins. Hún kom án þesö að langt þyrfti að fara og upp úr því gat svo skurð- urinn hafizt, því til staðar var mælistika til að skera vjð. Þrjá kantana á glerbrotinu þurfti að skei-a, og velta því ögn fyrir sér til að nýta það sem haganlegast. Á einni röðinni var það á parti mjög mjótt sem af skyldi skera og því skorið báðum megin þar, og brotnaði þá auðveldlega, svo sem til var ætlast. — Nú var rúð- an við hæfi, en þá var nú það, að listarnir voru ónothæfir aftur. Þeir brotnuðu allir eins og fyrr segir. Að telgja til nýja lista? Æi nei. Við notum gamla lagið, fest- um í'úðuna með smánöglum og kíttum svo. „Hvaða nagla hef- urðu?“ Blástipti. Þau eru skoðuð. Lengdin er hæfileg, hausinn allt- of stór og leggurinn of sver. Eg sæki tommu saum. Hann er góð- ur, ef hver nagli er tekinn sund- ur í miðju og oddendinn notað- ur. Þá er að grípa til naglbítsins og klippa sundur, og síðan tekið til við að festa rúðuna. En þá er áslátturinn. Kollóttur hamars- haus er ómögulegur. Næst er sporjárnið reynt, það hið sama og við höfðum til að losa um listana með. — Of létt, og þess utan illa lagað. Annað þyngra er sótt, og nú var rúðan fest. — Þá var kítt- ið Það reyndist full hart, þurfti að berja það, en þá hrönglaðist það allt í mola. Ekki þurfti nú nema fáeina dropa af fernis. Hann Valdemarsson, erindreki, vara- formaður, Tómas Árnason, stud. jur., ritari, Steingrímur Þórisson, skrifstofum., gjaldkei-i, og Guð- ný Bjarnadóttir frá Reykjum meðstjórnandi. Síðari hluta laugardags fóru svo fram þingslit. Þing þetta var mjög glæsilegt og ríkti á því mikill áhugi. Voru margar merkar ályktanir gerðar i hinum ýmsu málum, sem þingið hafði til meðferðar, og verður hinna helztu þeirra nánar getið í næsta blaði. — Fokdreifar (Framhald af 4. síðu). mjórra að ræða en beina morð- tilraun við yfirborðsprýði og ljóma allra hinna mörgu gljá- brenndu bifreiða í bænum. Eg þykist vita, að saltið muni ekki hollt hreinlætismeðal og alls óhæft til þessara hluta, en sel að öðru leyti ekki þessa sögu dýrar en eg keypti hana. En sé hún sönn, er eg hræddur um, að bíl- stjórar og bíleigendur hér í bæn- um reynist tregir til að endur- kjósa nefnda heiðursmenn til starfa sinna með lófataki, þótt sú kosningaaðíerð sé nú annars mjög í tízku austur í löndum og Tékk- ar hafi látið sér hana duga, er þeir kusu sér nýjan ríkisforseta nú á dögunum! er sóttui' og látið leka agnar lít— ið saman við. Nú er hnoðað og kíttið verður gott, nema kannske ívið deigt. „Með hverju á nú að kítta?“ „Við verðum að notast við sporjárnin.“ Nú er frá öllu gengið, og rúð- an kemst á sinn stað. En við höf- um verið fast að klukkutíma í þessum snúningum, engin mistök, aldrei staðið við og allt gengið með eðlilegum hætti. Rúðan er 28 cm. á annan veg- inn og 32 á hinn. Hver og einn getui' farið nærri um hvað gler- brotið ,sem hún var sniðin úr, kíttisögnin, fernisdroparnir og naglastúfarnir hafa kostað. En hvað kostaði svo verkið við þetta? Sá, sem með mér vann, er smiðui’. Hann ætlar sér krónur 12 á klst. í dagvinnu. Eg hygg að mér mundu hæfa þessar kr. 7,80 eins og hinum piltunum hér. Það gerir samanlagt kr. 19,80. Einhver segir að líkindum að eg þurfti nú ekki að reikna mér kaup. Þá snýst í mér. Gat ekki komið til mála að eg keypti mann til þessa í minn stað? Og hvers- vegna á tíminn að vera mér einskisvirði, en sjálfsagt að greiða þetta kaup hverjum bögubósa sem hönd hreyfir til verks, hvort sem hann kann nokkuð að því eða ekki? En ekki er allt búið enn. Þetta var á uppstigningardag og því helgidagsvinna. En þá er kaup- ið hálfu hærra, því við hér erum svo sem undir handarjaðri menn- ingarinnar, og kostar þá vinnan við smárúðu þessa kr. 39,60, að viðbættu orlofsfé og gjaldi til al- þýðutrygginganna. Er vinnan orðin nógu dýr? Kristján Eggertsson. BRÉF: Er vinnan orðin nógu dýr?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.