Dagur - 23.06.1948, Blaðsíða 4

Dagur - 23.06.1948, Blaðsíða 4
4 D AGUR Miðvikudaginn 23. júní 1948 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Marínó H. Pctursson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 16G Blaðið kemtir út á hverjum miðvikudegi Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlí Drentverk Odds Björnssonar h.f. Akureyri Flokksblöðin og földu sjóðirnir UMRÆÐUR ÞÆR, sem farið hafa fram síðustu dagana í blöðum landsins og á öðrum vettvangi um hinar miklu fjárfúlgur, sem sannað er, að ýms- ir íslendingar hafa falið erlendis á stríðsárunum, hafa að vonum vakið mikla og almenna athygli í landinu. Ef til vill er það þó ekki fjárhæðin sjálf, sem mesta athygli hefir vakið í þessu sambandi, því að vissulega mun almenningi þegar fyxir löngu hafa leikið rökstuddur grunur á því, að ekki mundi hér um neina smápeninga að ræða. Hitt mun skynbærum mönnum hafa þótt öllu fróðlegra að gefa því gætur, hvernig hinir ýmsu stjórnmála- flokkar í landinu, eða málsvarar þeirra, hafa brugðist við þessum upplýsingum. Að vísu var það fyrirfram vitað um einn flokkinn, Sjálfstæðis- flokkinn, að hann mundi ekki hika við að verja málstað fjárflóttamannanna með hnúum og hnef- um og þá fyrst og fremst með því, þegar í harð- bakkann sló, að drepa umræðunum á dreif, flækja þær um óviðkomandi atriði og reyna að gera sem allra minnst úr hinum földu inneignum og þýð- ingu þeirra. Það kom og á daginn, að öll blöð þessa flokks, með Morgunblaðið og Vísi í broddi fylk- ingar, gerðu málstað fjársvikaranna þegar að sín- um og réðust heiftarlega á formann Framsóknar- manna fyrir þá sök, að hann hefði rofið trúnað við samstarfsflokka sína í ríkisstjórn með því að ráð- ast opinberlega á þetta hneyksli og koma þannig skrið á málið til sóknar og varnar fyrir opnum tjöldum. HITT ER MÖNNUM stórum meira undrunar- efni, að Alþýðublaðið skuli treystast til að ráðast jafn óðfúst út á þetta hæpna hundavað sem raun ber nú vitni. Oll hafa þessi blöð gripið í sama hálmstráið og reynt að gera það að gildu haldreipi og úrslitaatriði, nefnilega það, að Hermann Jón- asson hafi „rétt fimmfaldað ósannindin", eins og Vísir kemst að orði(!), er hann á Hornafjarðar- fundinum fræga nefndi 20 millj. dollara sem lík- lega upphæð í þessu sambandi, en nú sé það sann- að með yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, að banka- innstæður séu aðeins 4 millj. dollara. Vafalaust látast þessi málgögn vera stórum einfaldari í fjár- málum og ókunnugri háttum fjárplógsmanna en þau raunverulega eru, þegar þau þykjast ganga út frá því sem gefnu, að þeir kunni engar aðferðir til þess að fela fé sitt erlendis á arðbærari og hættu- minni hátt en þann einan, að leggja það í banka- reikninga, sem gefa það upp í opinberum og al- þjóðlegum skýrslum. Fyrst það er nú sannað, að þessir menn geyma hvorki meira né minna en ca. 26 millj. kr. í opinberum sjóðum, í Bandaríkjunum einum, hversu háar fjárhæðir mundi þeim þá hafa tekizt að fela á annan laumulegri og arðbærari hátt, t. d. í fyrirtækjum, fasteignum og handhafa- verðbréfum þar og annars staðar erlendis. — Vissulega mun fæstum þykja, að þessu athuguðu, sem formaður Framsóknarflokksins hafi gizkað sérlega ógætilega á, er hann nefndi dollaramill- jónirnar tuttugu í þessu sambandi. SÍZT ER ÞAÐ furðulegt, þótt kommúnistablöð- in langi sárlega til að gera sér mikinn mat úr svo feitum bita, er fjárplógsmennirnir hafa ennþá einu sinni rennt á disk þeirra með svo óhrjálegu móti. En sé belur að gáð, kemur það hins vegar í ljós, að biti þessi kemur stórum heitari upp úr þeirra eigin soði en svo, að þeir geti gleypt hann sér að meinalausu, þótt þeir blási nú gríðarlega á hann. Það er óvefengjanleg staðreynd, að hinar földu innstæður erlendis hafa því sem næst allar myndast á þeim árum, er kommúnistar áttu sjálfir tvo ráðherra í ríkis- stjórn. Enginn vafi leikur heldur á því, að þessir ráðherrar og aðrir forustumenn kommúnista vissu fullvel, hvað var að gerast undir þeirra eigin handarjaðri. Hvers vegna þögðu þeir þá og gerðust þannig samsekir þessum ósóma? Því neyttu þeir ekki þá þegar þess skörungsskapai', sem þeir nú gorta svo mjög af, til þess að byrgja brunninn áður en barnið var dottið ofan í hann? Ekki þarf mikla skarpskyggni til að' sjá það, að stórum auðveldara var að stöðva fjárflóttann í tæka tíð með einarðlegum ráðstöfunum, en að hafa nú upp á hinum földu fjár- sjóðum og flytja þá heim aftur. En hvað gerðu kommúnistar þá annað en að þvælast fyrir fótum Framsóknarmanna, sem heimt- uðu þegar raunhæfar aðgerðir í málinu? Vissulega ekkert, eða verra en ekkert, því að þeir hjálpuðu þáverandi samstarfs- flokkum sínum til þess að drepa hverri tilraun til úrbóta á dreif og þegja málið í hel. Það er fullseint fyrir kommún- ista að ætla að skara lárberjum sínum út úi' eldinum, er þau eru þegar brunnin til ösku! FOKDRETFAR Sólmánuður heilsar með hrið, en virðist þó ætla að bera nafn með rentu. Aðfaranótt mánudagsins vakn- aði eg um fimmleytið við dropa- hljóð á húsþakinu. „Hamingjunni sé lof! Nú er rigningin þó loksins komin,“ hugsaði eg. Kvöldið áður hafði eg komið akandi austan úr Vaglaskógi yfir Vaðlaheiði í glampandi sólskini og við dásam- lega litadýrð á láði og legi. Heitt ög yndislegt hafði verið um dag- inn-í skjóli trjánna, en svalt ann- ars. staðai', þar sem ekki naut skjóls, þótt júnísólin skini glatt á skafheiðum himni. En dimmir og háir rykmekkir þyrluðust hátt í loft upp úr moldargötunum hvarvetna þar, sem einhver hreyfing var á vegunum, og þykkt ryklag lagðist á fólk og farangur inni í luktum bifreið- unum, hváð þá heldur annars staðár. Eg hafði haft orð á þvi við samferðafólkið, að ofþurrk- urinn mundi nú eiga engu minni þátt í því að tefja grassprettuna en vorkuldarnir sjálfir, svo miklir og langvarandi sem þeir þó þegar væru örðnir. Og nú væri sannar- lega þörf á rekju og regni. Og sem sagt: Um nóttina vakti- aði eg um óttuskeið við dropa- hljóðið á húsþakinu. “Guði sé lof!” hugsaði ég. “í dag eru sól- stöður. Lengstur sólargangur! Sólmánuður kominn með mildar gróðrarskúrir!” Ég sprett upp úr í'úmmi mínu og skima til veðurs út um gluggann. En hvað er það tarna? Glampar morgunsólin svona skært á næturdögginni í hlíðum Vaðlaheiðar? Ónei. Annað og verra er nú í efni: Sólin hylst að baki dimmra hríðarbólstra, og Vaðlaheiði er hvít af snjó frá hæstu brúnum og niður að fjöru- borði. Stórar, þéttar snjóflygsur falla á laufin í garðinum. Dimmt él byrgir útsýnið, og loks rofar aðeins með naumindum í næstu hús. Svona kuldalega heilsar sjálfur Sólmánuður að þessu sinni okkur Norðlendingum. Ég halla méi' aftur á eyrað og reyni að finna einhverjar málsbætur fyrir náttúruna, að hún skuli haga sér svona, eins og hún þættist eiga eitthvað sökótt við okkur menn- ina:—Jæja. Hvorki ætti sjávar- né lofthiti að vera því til fyrir- stöðu í þetta sinn, að síldin veiðist hér við Norðurland. Sjálfsagt verður hér uppgripa-afli í sumar, og þá kemur peningalvkt í bæinn og þorpin við fjörðinn, og kann- ske einhver reykur af réttunum út um sveitirnar líka. Ef til vill er mér, þegar öllu er á botninn hvolft, óhætt að sofna aftur og láta áhyggjurnar hvílast frá heimsstjórninni, því að sjálfsagt hefir Káinn gamli ekki ort þetta vísuupphaf alveg út í bláinn: „Af langri reynslu lært eg þetta hef: að láta drottinn ráða, meðan eg sef“. Og viti menn: Þegar eg vakna aftur, rúmri klukkustund síðar, ei' allur nýi snjórinn horfinn og sólin stafar enn geislum sínum frá heiðum, svölum himni. Saltvatn og bílabón! EN ÞÓTT við Káinn verðum þannig að semja frið við verk- fræðingana á himnum í krafti þessarra reynsluvísinda, fremur en með forsendum kai'lsins, sem sagði, þegar hann „fékk ofan í“ flekkinn sinn: „Þú nýtur þess, guð, að eg næ ekki til þín!“ — þá er allt annað uppi á teningnum, þegar röðin kemur að skuldaskil- unum við hina jarðnesku verk- vísindamenn, sem enn vei'ða að sætta sig við það hlutskipti að vera í kallfæri við okkur oi'ðhák- ana. Verkfræðingum og verk- stjórum bæjarins heíir annars vei'ið sendur svo oft tónninn hér í þessum pistlum, að það var eig- inlega meiningin að láta þá í friði í þetta sinn, og jafnvel að hæla þeim dálítið, svona til hátíða- brigða, fyrir óvenjulega athafna- semi upp á síðkastið, svo sem malbikun Strandgötunnar, lag- færingar á gangstéttum og götum víða í bænum, ýmiss konar fram- kvæmdir og prý‘ði í Laugaskarði og fleira þess háttar. En svo þarf einn málkunningi minn endilega að trufla þennan góða og frið- samlega ásetning minn og blanda fölskum tóni í lofsönginn til hinna vísu feðra bæjarins, með því að kappaka á minn fund í hvítskellóttum bíl og heimta að eg skammi Júníus, eða Ásgeir — eða jafnvel Steinsen sjálfan — fyrir að hafa látið vatnsbílinn dæla söltum sjó á götur bæjariris nú í þurrkunum, í stað ósalts og meinlauss Glerárvatns — svo að heilagir Gvendarbrunnar séu ekki nefndir í þessu sambandi, enda mun Svanberg þykjast þurfa á þeim að halda til annarra hluta. — Maðurinn var bæði hryggui' og reiður yfir þessum aðförum og hélt því hiklaust fram að hér væri um ekkert minna nc (Framhald á 5. síðu). „Hættu nú þessum spuriiingiim44 Eg hefi oft undrað mig á því, hve óþolinmóðii' for- eldrar eru oft og einatt gagnvart spurningum barn- anna, sérstaklega þeim, sem sprottnar eru af ein- skærri fróðleiksfýsn og löngun til þess að skilja. „Hættu nú þessum spurningum." „Góði, þegiðu nú einhvern tíma,“ og setningar þessu líkar, heyrast alltof oft af vörum uppalandans, þess sem fengið hefir í hendur hið mikilvægasta hlutverk, sem mannlegum verum verður yfirleitt trúað fyrir. Það er eflaust, að mjög spurul börn geta verið býsna þreytandi með hinum ótrúlega fjölda spurninga af ýmiss konar tagi, sem þau láta klingja í tíma og ótíma. En þeir, sem fyrir spurningunum verða ættu ávallt að hafa það hugfast, að slíkt er ekki óþægð, börnin spyrja af því að þau vilja skilja, og miklar spurningar benda oft á að í litla kollinum kunni að búa skýr hugsun og mikil greind. Með því að vísa á bug, kannske ónotalega meira að segja, spurning- um fróðleiksþyrsts barns, eru þroskamöguleikar þess heftir og því um leið gert mikið tjón. En það þarf sannarlega þolinmæði til oft og einatt. Samt sem áður er ekki hægt að sjá, að það, að sýna slíka þolinmæði, sé annað en heilög skylda foreldr- anna og allra þeirra, er við uppeldi fást og láta sig varða þessi mál. Oft getur það verið erfitt að svara spurningum barnanna og stundum er það ekki hægt, en þá þarf að segja þeim að þessari spurn- ingu sé ekki hægt að greiða úr núna, og jafnframt að það eigi sannarlega að fá að vita þetta allt saman, þegar það verði svolítið stærra og skilningsbetra. „Hættu nú þessum spurningum,“ og: „Góði, þegiðu nú einhvern tíma,“ ætti aldrei að heyrast, en aftur á móti hlýleg og einföld svör við hverri spurningu og hverju vandamáli, og vafaatriði, sem smeygja sér inn í litlu kollana, svo að segja daglega og á öllum aldri. Annað atriði langar mig til að drepa á í þessu sambandi. Eg gekk með litla 6 ára gamla stúlku niður að höfn einu sinni í vetur. Esja var að koma og við ætluðum að sjá „stóra skipið“ eins nálægt og nokkur tök voru á. Þegar skipið var um það bil að leggjast að bryggjunni, sneri litla stúlkan sér að mér og spurði: „Hvar strandar skipið?“ Þessi litla stúlka, sem bæði er þroskuð eftir aldri sínum og rnjög vel skýr, vissi ekki mun á því að „stranda“ og „leggjast að“. Nú var það lært á svipstundu og um leið gáfust tækifæri til að vita ýmislegt annað um skipin og útbúnað þeirra. Það sem eg vildi benda á með sögu þessari eru hin fjölmörgu tækifæri, sem gefast daglega og eru fyrir hendi allt í kringum okk- ui', tækifæri til þess að kenna börnunum á raunhæf- an hátt og kynna fyrir þeim ýmis atriði og starfs- háttu úr þjóðlífinu. Víða erlendis er það fastur þátt- ur í uppeldi hvers barns, að foreldrar fara með það um bæinn, á einn stað í senn, og sýna því bygging- una utan og innan ef tök eru á, og skýra fyrir því hvað hafzt er að þar inni og til hvers. Þannig er far- ið til kirkjunnai', safnhússins, skólabygginga, póst- og símastöðva, ýmissa iðnaðarfyrirtækja, svo að eitthvað sé nefnt. — Þótt margir bæir hafi meira að sýna, getum við þó unnið á sama hátt og glætt áhuga barnanna og gefið þeim nokkra hugmynd um hinar ýmsu greinir og starfsháttu í þjóðlífinu. Og óneitanlega væri gaman að geta bent þeim litlu á ruslakörfur á hverju götuhorni með þeim ummæl- um að þessar körfur séu til að fleygja bréfum og öðru rulsi í, svo að bærinn okkar geti verið hreinn og þrifalegur, alveg á sama hátt og faðir þeirra hafi ruslakörfu við skrifborðið sitt, svo að bréfa- ruslið þurfi ekki að lenda á gólfinu. Það eru svo óendanlega margir hlutir í nútíma þjóðfélagi, sem grípa inn í iíf þegnanna, sem engan veginn eiga eða mega vera huldir og óskiljanlegir barninu bara af því, að enginn hefir nennt eða gef- ið sér tíma til þess að staldra við með því og segja því á einfaldan hátt frá hvað um er að vera. Sýnið þolinmæði og afnemið setninguna „Hættu nú þessum spurningum". Puella.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.