Dagur - 30.06.1948, Blaðsíða 5

Dagur - 30.06.1948, Blaðsíða 5
Miðvfkudaginn 30. júní 1948 D A G U R a ÍÞRÓTTIR OG ÚTILÍF NÝJA BÍÓ i Næsta mynd: Ferðamenn! Akureyri. Ekki er frá neinum stórviðbui'ð- um á íþróttasviðinu að segja nú — það er annað en í Rvík þessa síðustu viku. En ljóminn og hljóminn af viðburðunum þar berast okkur öðru hverju í blöð- um og útvarpi. Hlutur Norðlend- inga og Akureyringa þar er minni en eðlilegt er, og megum við sjálfum okkur um kenna. Af ófyrirsjáanlegum ástæðum gat jafnvel ekki sú áætlun staðist, að Eyjólfur Eyfeld kæmist suður til æfinga í landsliði knattspyrnu- manna. Framkvæmda- og getuleysi okkar Akureyringa á íþrótta- sviðinu er með nokkrum rétti kennt vallarleysi og óhægri að- stöðu, en fullgild er sú afsökun ekki. En hver smákeppni og hvert mót sýnir það Ijóslega, að mikil þörf er okkur á föstum manni við þjálfun íþróttamanna, undirbún- ing og umsjón móta og leikvalla yfir sumartímann. Það er höfuð- nauðsyn í þessu efni, sem verður að bæta þegar á næsta sumri. nú á einn að sjá um þetta og annar hitt, en á síðustu stundu sízt, að fáu má treysta og kennir svo hver öðrum um það, sem aflaga fer. 17. júní. íþróttirnar þennan fagnaðardag þjóðarinnar tókust herfilega. Var þó talsvert búið að leggja í söl- urnar áður til undirbúnings, bú- ið að æfa flokka í fimleikum og glímu sem svo — þegár til kom — reyndust tvistraðir og óhæfir til sýningar Á síðustu stundu var svo horfið að keppni í frjálsum íþróttum. Vegna naums tíma brást þátttakan í fimmtarþraut. Boðhlaupið, 2500 m. vegalengd (1000, 200, 400, 200, 100 m. sprett- ir) var unnið af K. A., en fór fram án þess mikill hluti viðstaddra gæti fylgst með. Hindrunarhlaup- ið — um 1200 m. — gat orðið bráðskemmtilegt, ekki sízt, ef fylgt hefði verið þeirri áætlun, að iáta keppendur undir lokin stinga sér og synda endilanga laugina — en fór svo að keppendur komist aldrei að marki, áhorfendur höfðu — án þess að vita — alveg raðað sér fyrir það. Þar var Eiríkur Jónsson úr Þór talinn fyrstur. — Eftir misskilning og þref fór þó handknattleikur karla í II. fl. vel fram. Þór sigraði K. A. með 13 : 7 mörkum. ísfirðingar á Altureyri. ísfirðingar komu til bæjar- keppni við Siglufjörð um helgina 19.—20. þ. m. Siglfirðingar sigr- uðu þar með nokkrum yfirburð- um í frjálsum íþróttum, en knattspyrnuna unnu ísfirðingar; fyrri leik, 5 : 4 mörkum og 3 : 0 mörkum þann síðari. Á heimleið- inni komu svo ísfirðingar hér og samkvæmt ósk þeirra kepptu þeir í nokkrum greinum í frjálsum íþróttum og knattspyrnu við í. B. A., sameinað lið K. A. og Þórs. Knattspyrnuráð f. B. A. sá um þessa skemmtikeppni og var und- irbúningur og móttökur eðlilega af vanefnum, en fór þó allt þolan- lega fram. Keppt var í 100 m. hlaupi, kringlukasti, spjótkasti, hástökki og langstökki. Sigraði í. B. A. með 27 : 23 stigum, — eða 5724 : 5493 stigum eftir finnsku stigatöflunni. Þarna voru sett tvö Akureyrar- met (reiknað frá 1947 aðeins): Geir Jónsson stökk 6.43 m. og Ófeigur Eiríksson kastaði spjót- inu 50.80 m. Þeir geta sýnilega — með æfingu — náð mjög góðum árangri. Guðm. Hermannsson ísafirði hljóp 100 m. á 11.5 sek. og kastaði kringlunni 36.02 m. Egg- ert Steinsen varð 1 í hástökki, en tveir aðrir stukku sömu hæð 1.63 m. í knattspyrnunni síðar á mið- vikudagskvöldið 23. þ. m. sigraði í. B. A einnig með 4 : 1 marki. — Lið ísfirðinganna var reyndar að mörgu leyti gott — og sótti sig mjög. Piltarnir eru vissir á knettinum og skjóta veh á mark, en vantar helzt leikni með knött- inn, skalla og stuttan samleik. í. B. A.-liðið lék oft prýðilega, og með furðugóðum samleik, þegar þess er gætt að samæfing var engin. Lokið afmælismóti Þórs. Síðasti liður mótsins, sund- keppnin, fór fram í sundlauginni föstudagskvöldið 25. þ. m. Veður var stillt, áhorfendur margir, en þátttaka heldur léleg. Úrslit urðu þessi: Sund kvenna, 70 m. 1. Gíslína Óskarsdóttir Þór 74.8 sek. 2. Jóhanna Tryggvadóttir Þór 79.1 sek. 3. Rósa Sigtryggsdóttir Þór 90 sek. Telpur, innan 16 ára, 35 m. 1. Gíslína Sumarliðadóttir Þór 33.8 sek. 2. Anna L. Kvaran K. A. 35 sek. 3. Anna Hjörleifsdóttir Þór 36 sek. Sund, karla, 100 m. 1. Jón Viðar Tryggvason Þór 1.36.1 mín. 2. Baldur Haraldsson Þór 1.36.2 mín. 3. Sverrir Magnússon Þór 1.40 mín. Drengir, 14—17 ára, 70 m. 1. Axel Kvaran K. A. 61.4 sek. 2. Kristján Árnason Þór 68.2 sek. 3. Tryggvi Georgsson Þór 69 sek. Drengir, yngri en 14 ára, 35 m. 1. Jón R. Björgvinsson K. A. 35 sek. 2. Valgarður Sigurðsson Þór 38.2 sek. Boðsund, karla, 4x35 m. 1. Sveit K. A. 1.41.5 mín. 2. Sveit Þórs 1.43 mín. Drengir, 14—17 ára, 4x35 m. 1. Sveit K. A. 1.49.4 mín. 2. Sveit Þórs 2.04.5 mín. í boðsundi var frjáls aðferð — annars bringusund. J ónsmessuhátíðin. Óvenjumargt fólk var þá uppi á túni og naut í senn sumarblíðu og góðrar skemmtunar. Fátt vakti þó meiri gleði áhorfenda en boð- hlaup kvennanna með sleifina í höndunum. Það var þó ekkert sleifarlag á hlaupinu hjá þeim mörgum þótt hinar væru líka til, sem hefðu gott af ögn meiri æf- ingu! Tilgangurinn var góður og þátttakan til sóma. Kvenfélagið Gönguför í sólskini i i i („A Walk In The Sun“) \ I \ Amerísk styrjaldarmynd frá i : \ 20th Century-Fox, byggð á \ : i sögu eftir Harry Brown. i j i Leikstjóri: i j i Lewis Milestone. i j i Aðalhlutverk: i i Dana Andreius \ ) i Ricliard Conte i ; i Sterling Holloway i : i George 'Tyne. i : Skjaldborgar-Bíó’........| \ 1 Glæsileg framtíð i | í (Great Expectations) I j f.Ensk stórmynd, gerð eftir i Í samnefndu snilldarverki f § Charles Dickern. I Aðalhlutverk: i Jahn Mills \ Valerie Hobson. i Í Gineguild — G. F. D. f úi 11111111111 m miiiimMiiiiminui ii mmMMiiiiiMim iii • Tapazt héfur brúnn hestur, klárgengur, fremur lítill, aljárnaður. Mark (sennilega): Hófbiti aftan hægra; tvíbitað fram- an vinstra. — Þeir, sem kynnu að verða varir við hestinn, eru vinsamlega beðnir að fastsetja liann og gjöra undirrituðum aðvart, svo fljótt sem liægt er. — iNesi, 28. júní 1948. Jóhannes Friðriksson. Símastöð: Saurbær. Saumavélar Af sérstökunr ástæðum er ný ifótvél, í skáp, til sölu. Enn fremur lítið notuð, handsnúin vél. — Upplýs- ingar í sínra 285. Þurrmjólkurduft frá Sláturfélagi Austur-Hún- vetninga, Blönduósi, er af- greitt í heildsölu og snrásölu í Nýlenduvörudeild vorri. Kaupfélag Eyfirðinga Akureyri. Tilkynning Einstaklingar eru hér með áminntir um að útrýnra ill- gresi úr lóðum sínum og kart- öflugörðum, annars verður það gert á þeirra kostnað. Garðyrkj uráðunautur Ak- ureyrar: Sími 497. Viðtalstími frá 6 til 8 e. h., Hafnarstræti 103. F. ÁRNASON. Hlíf sigraði Kvenfél. Framtíðin. Tími góður hjá báðum. í hand- knattleik 1. fl sigraði K. A. Þór með 13:8 mörkum. Voru það eðlileg úrslit eftir gangi leiksins. Dómari var Sig. Steindórsson. Höfum jafnan úrval af blómum. Einnig hina eftirsóttu íslenzku leirmuni. | Sendum blóm heim hér i bænum og sjáurn um \ blómasendingar lil fólks i Reykjavík. \ Blómabúð KEA INNKAUPATÖSKUR | og barnatöskur | nýkomnar. | Kaupfélag Eyfirðinga | j Vefnaðarvörudeild \ *l llllMIMMMIIMI IIIIIIMIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIMMM.IIIMIIMM.III M111IIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIII MM IIIII111MM IIIIIIII ■ 11• •MIIIMMMMMMMMMMMMMMMMIIMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMIMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMIII11111« | Tilkynning \ r r \ frá Utvegsbanka íslands h. f.: I i Á aðalfundi bankans, sem haldinn var 11. þ. m., var \ j ákveðið að greiða hluthöfum 4% arð fyrir árið 1947. — \ | Arðmiðarnir eru innleystir í skrifstofu bankans í | \ Reykjavík-'og útibúunum á venjulegum afgreiðslutíma. j í Reykjavík, 18. júní 1948. 1 1 ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS H.F. i '"HiilllllllMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIMIIMIIIIIIIIIIIIIIIMMIIIIIIIIIIIIIIIIIMIMIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIll «MIIIIIIIMIIIIIIIIIIIMIIMMIMIIMIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIMIMIIIIIIIMIIIIMIIIIIIIMIIIIIMIip|MMIIMMMIIIIIIIIIIIIIMIMMIIf,|i Auglýsing | nr. 19, 1948, frá skömmtunarstjóra Samkvæiírt heimild í 3. gr. reglugerðar fiá 23. sept. \ 1947 um sölu og afhendingu bensíns og takmörkun á i akstri bifreiða, hefur viðskiptanefndin ákveðið eftirfar- I andi: i Bensínskammtar til skrásettra ökutækja á 3. tíma,- í bili 1948, 1. júlí—30. september, skulu vera hinir sömu i og bundnir sömu skilyrðum og var á 2. þ. árs, i og unr ræðir í auglýsingu skömmtunarstjóra nr. 7/1948, Í dags. 22. mars 1948, þó að því breyttu, að einkafólksbif- i reiðum og bifhjólum skal úthluta í einu lagi tvöföldu i bensínmagni, eins og það hefur verið ákveðið fyrir þetta j tímabil, oger- sú úthlutun lokaúthlutun til slíkra bif- I reiða og bifbjóla á þessu ári. Til einkafólksbifreiða og j bifhjóla, og þeirra einna, skal úthluta bensínskömmt- i unarseðlum þeim, er gefið var gildi með auglýsingu í skömmtunarstjóra nr. 14/1948, dags. 31. maí 1948, og i skal bensínsölum vera óheimilt að afhenda til einka- i fólksbifreiða og bifhjóla bensín gegn öðrunr bensín- i skömmtunarseðlum en þar um ræðir. j Heimilt er að úthluta frá 24. júní leigubifreiðum til i mannflutninga bensínskammti viðkomandi bifreiða fyr- j ir 3. tímabil ’48, samkvæmt áður settum reglum. Eigendur einkafólksbifreiða skulu eiga þess kost að i fá allt að helmingi af bensínskammti sínum á 2. úthlut- i unartímabili skipt í seðla, er gilda á 3. úthlutunartíma- j bili 1948, enda skili þeir bensínbók sinni fyrir 2. út- i hlutunartímábil með ónotuðum seðlunr í. Fara þessi j skipti frarn hjá lögreglustjórunum, sem festa skiptiseðl- i unum inn í hina nýju bensínbók. I Reykjavík fara þessi j skipti þó aðeins fram dagana (5.— 10. júlí n. k. Reykjavík, 23. júlí 1948. | Skömmtunarstjóri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.