Dagur - 30.06.1948, Blaðsíða 4

Dagur - 30.06.1948, Blaðsíða 4
DAGUR Miðvikudaginn 30. júní 1948 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgrciðsla, auglýsingar, innheimta: Marínó H. Pétursson Skrifstota í Hafnarstræti 87 — Sírai 166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júli °rentverk Odds BjömsRonar h.f. Akureyri Morgunblaðssamileikur ALLIR KANNAST við, hvernig kommúnistar hagræða sannleikanum í málgögnum sínum. Stjórnarfyrirkomulagið í Sovétríkjunum dásama þeir sem hina æðstu tegund lýðræðis, þó að þar sé aðeins leyfður einn flokkur og öll stjórnarandstaða harðlega bönnuð að viðlagðri þyngstu refsingu, svo sem fangelsisþrælkun og jafnvel iífláti. Helg- ustu mannréttindi, svo sem skoðanafrelsi, mál- frelsi og ritfrelsi, eru þar fótum troðin af valdhöf- unum. Allir verða að hugsa, tala og rita eins og valdhöf unum þóknast, annars eiga þéir á hættu að verða gerðir höfðinu lægri. En þetta kalla komm- .únistar hið dýrðlegasta frelsi og þá, sem við það verða að búa, hinar sælustu mannverur á jarðríki. ÞEGAR BANDARÍKIN fóru þess á leit,að þeim væri leigður Keflavíkurflugvöllurinn til 99 ára, neituðu íslendingar því eindregið að gera slíkan samning. Þetta volduga stórveldi hvarf þegar frá málaleitun sinni við neitun smáríkisins og virti á þann hátt vilja þess. Rússar fóru f ram á hliðstæðar kröfur gegn Finnum um afnot af landi þeirra. Finnar neituðu. Tóku Rússar þá neitun til greina, eins bg Bandaríkjastjórn hafði gert? Nei, ónei, Rússar svöruðu: Úr því þið viljið ekki láta okkur fá land ykkar með góðu, þá neytum við þess, að við erum sterkari en þið og tökum það með valdi. Og þeir tóku það með valdi. Létu hnefaréttinn ráða. Kommúnistar þagna aldrei á því ofríki, er Bandaríkin hafi sýnt íslendingum með málaleit- un sinni. Aftur á móti þykjast þeir ekkert sjá at- hugavert við aðfarir Rússa gagnvart finnsku þjóð- inni. Þeir meira að segja ljúka lofsorði á þær að- farir. Þessi misþyrming kommúnista á sannleikanum hefir að vonum farið mjög í taugarnar á aðalmál- gagni Sjálístæðisflokksins, Morgunblaðinu. Það býsnast nær daglega yfir rakafölsunum kommún- ista í Þjóðviljanum, svo sem því að túlka verstu kúgun sem hið fullkomnasta frelsi, ef kúgunin er framkvæmd af valdhófum Sovétríkjanna. EN HVERNIG lítur svo Morgunblaðssannleik- urinn út, t. d. í verzlunarmálunum? Líklegt væri, að Mbl. forðaðist eins og heitan eld að fara í slóð kommúnista með misþyrmingu sannleikans. En þó má þar um segja, að „það, sem að helzt hann var- ast vann, varð nú að koma yfir hann." Mbl.menn segjast elska frjálsa verzlun meira en allt annað. Nú er einn veigamesti þáttur frjálsrar verzlunar í því fólginn ,að hver maður fái hindr- unarlaust að hafa viðskipti við þá verzlún, er hann telur sér hagkvæmasta. Sá, sem vill balla sér að kaupmannsverzlun, á að eiga þess kost. Hinn, sem kýs að hafa viðskipti við kaupfélag, á að vera frjáls að því. Samkvæmt þessu á að skipta inn- flutningnum milli kaupmanna og kaupfélaga, eigi fullt frjálsræði að ráða. En Mbl. lítur öðruvísi á. Eftir skrifum þess að dæma, á fólkið ekki að fá að ráða því, hvar það^verzlar. Fáeinir embættismenn í Reykjavík eiga að segja fyrir um þetta, en sjálfs- ákvörðunarrétt almennings á að taka frá honum. Þetta fyrirkomulag kallar'Mbl. .hið fullkomnasta frelsi í verzlunarsökum. Hitt, að fólkið fái að ráða því sjálft, hvar það verzlar, kallar blaðið verzlun- areiriokun! Hvað segja menn um svona rökfærslu Mbl. og heildsalanna? Hún ber ótvírætt sama merki og rökfærsla komm- únista, þegar þeir halda því fram, að þeir búi við mest frelsi, sem lifi við harðsvíraðasta einræði. — Morgunblaðssannleikurinn í fyrr- greindum efnum sver sig greini- lega í ætt við kommúnismann. Mbl. hefir gert kommúnista að lærimeisturum sínum i misþyrm- ingu sannleikans. F4R „Einrænn" skrifar blaðinu eftir- farandi pistil um hópferðir til hvíldar og skemmtunar. „KUNNINGI MINN, er nýskeð kom til bæjarins austan úr sveit- um, þar sem hann hafði verið á ferðalagi nokkra síðustu dagana, lét þess getið við mig, að hann hefði verið staddur í Mývatns- sveit, þegar hinn fjölmenni og myndarlegi hópur sunnlenzku bændanna gisti sveitina fögru við siglungsvatnið bjarta, — þessa perlu meðal íslenzkra öræfa- byggða. Honum fannst það und- arlegt og táknrænt fyrir mörg slík hópferðalög, að þessi stóri flokk- ur, sem aldrei hafði komið í Mý- vatnssveit áður, nema þá örfáir einstaklingar, fór svo alfarinn af þessum slóðum, að ferðafólkið fékk yfirleitt ekki að sjá neinn þeirra staða, sem sérkennilegastir og fegurstir eru þó jafnan taldir og oftast er vitnað til, þegar nátt- úruundur Mývatnssveitar ber á góma: — Ekki Slúttnes, ekki Dimmuborgir, ekki Stórugjá, -jafnvel ékki Kálfastrandarvoga, nema í fjarlægð og hillingum. — Fólkið fékk að sjá það, sem 'sést út um gluggarúður á bifreið, er skröltir um þjóðveginn á þeysi- spretti — og þá ýmist það, sern sést gegnum gluggana til hægri eða vinstri handar, eftir því hvoru megin í bifreiðinni viö- komandi einstaklingur hafði hlot- ið sæti, — og heldur ekki stórum meira en það af hinu undurfagra og fjölbreylilega umhverfi. Þegar staðar var numið, var etið og drukkið, hlýtt á söng og ræðu- höld, og loks sofið. og hvílzt af skornum skammti, eins og geng- ur, þegar svona stendur á EG GET hér þessarra ummæla kunningja míns sökum þess, að eg er honum fullkomlega sammála um það, að það sé undarlegt og illa farið, að ferðamaður, er dval- ið hefir daglangt í Mývatnssveit í ljómandi veðri og ferðast eftir endilangri sveitinni í kynningar- skyni, skuli hvorki hafa séð Slúttnes, Dimmuborgir, Stórugjá né Kálfastrandarvoga. En fyrst og fremst geri eg þetta þó að um- tals efni vegna þess, að mér er jafnljóst og honum, að hér er síð- ur en svo um nokkurt einsdæmt eða undantekningu að ræða, heldur er þetta táknrænt, eins og hann orðaði það, og mætti gjarn- an verða þeim, er skipuleggja slíkar kynningarhópferðir hæfi- legt og fróðlegt íhugunarefni, og eins hinum, er annast móttökur slíkra gesta og gjarnan vilja sýna þeim alla hugsanlega vinsemd og gestrisni. Kunningi minn sagði mér frá því, að sunnlenzku bændurnir hefðu látið þess getið, er hann hafði tal af nokkrum þeirra þar austur frá, að ferða- áætlunin væri orðin svo knöpp sem raun bar vitni m. a. sökum þess, að kvöldið áður hefðu þeir setið veglega veizlu að Egilsstöð- um á Völlum í boði austfirzkra bænda, og klukkan um 2 þá um nóttina hefðu ræðuhöldin í þeirri veizlu loks verið „skorin niður", svo að ferðafólkið fengi þó ein- hverja hvíld og svefn,- áður en það héldi heimleiðis að morgni. Sjálfur hafði eg séð þess getið í fréttum blaðanna af bændaför þessari, að stundum hefði ferða- fólkið orðið að sitja tvær til þrjár kaffi- og matarveizlur á dag í sambandi við einhvers konar „opinberar" móttökur stéttar- systkina í hinum ýmsu sveitum og héröðum, og venjulega hafði fylgt heillöng upptalning ræðu- manna og kvenna, er ávarpað hefðu gestina ýmist í lausri eða bundinni ræðu, auk kórsöngva og annarra skemmtiatriða. ÍSLENZK GESTRISNI hefir löngum veirð rómuð, og vissulega hefir hún hvergi verið meiri né heldur þarfari og velkomnari en einmitt meðal sveitafólksins, en þar hefir hún tíðum borið menn- ingu þjóðarinnar og hjartaþeli fólksins fagurt vitni. Það er því fjarri mér að áfellast slíka útrás eðlilegrar og lofsverðrar vináttu og samkenndar, er birtist í hátt- semi svipaðri þeirri, sem hér hafir stuttlega verið lýst sem einhverju nýjasta dæmi fjölmargra fyrir- brigða af sömu tegund. Alls kon- ar hópferðir, sem farnar eru í kynningarskyni, en þó fyrst og fremst til hvíldar, hressingar og skemmtunar, fara nú mjög í vöxt, og er því tímabært að end- urskoða allt skipulag þeirra írh rótum, áður en lengra er haidið á sömu braut. Það er t. d. ljóst, að langferðafólki, er ferðast heor allstrangar dagleiðir á slæmuru vegum og í misjöfnum farartækj- um, og það oft dag eftir dag, er hæpin gœiði með því gerður að þeysa í ;;kyndi með það fiam hjá fallegustu og sérkennilegt.'.st'a stöðunum, en syngja síðan yfir því og tala fram á nætur yfir kaffi- og matborðum, þegar það kysi vafalaust heldur að ganga til náða, eða þá að öðrum kosti að ráðstafa tíma sínum sjálft til friálsrar kynningar af mönnum og málefnum, en einkum þó með því að svipast um í nýju og fram- andi umhverfi. Þá er það og vissulega takandi til athugunar í þessu sambandi, hvort ferðaáætl- un slíkra hópa sé ekki yfirleitt alltof ströng, dagleiðir of langar og meira lagt upp úr því að fara sem víðast en að skoða nokkurn stað til hlýtar og njóta hans í næði og kyrrð. Og þannig breyt- ist hvíldin í strit, skemmtunin í leiðindi, fróðleikurinn í tómlæti og yfirborðskynni. Og er ekki nóg fyrir af slíku á þessari öld hrað- ans og eirðarleysisins, þótt þetta bætist þar ekki ofan á? — Margt fleira mætti auðvitað spjalla um fróðleg athugunarefni í sam- bandi við hópferðir og kynning- arferðir nú á tímum, en þó skal nú frekara skraf niðurfellt að sinni." Vegna þrengsla í blaðinu í dag bíður ýmislegt efni, m. a. bréf frá Arnþóri Þorsteinssyni, sölustjóra Gefjunar, um verðhækkun. verk- smiðjuivnar, í Hléfni af skrifu.Ti bæjarblaðanna. Umferðakeiinsla fyrir liíismæður í lítilli bók, sem heitir „Álit og tillögur um fræðslu húsmæðra", og gefin var út af Búnaðarfélagi ís- lands árið 1929, er grein að nafni Umferðakennsla fyrir húsmæður, og all ýtarleg greinargerð um fyrstu umferðakennsluna, sem fór fram hérlendis, rituð af konum þeim, sem höfðu hana með hönd- um. Fröken Jóninna Sigurðardóttir var fyrsta kon- an, sem byrjaði umferðakennslu hér á landi og var það árið 1904. Hún starfaði síðan að því í þrjá vetur og kenndi á 31 bæ á Norðurlandi samtals 578 nem- endum. Um umferðakennsluna segir fróken Jóninna á einum stað: „Umferðakennslan getur fært nýtt líf í hverja sveit, veitt hlýjum straumum í skapgerð hverrar konu, útrýmt gömlum venjum, en skilið eftir menningu og manndáð." — Og á öðrum stað segir hún: „Umferðakennslan er vakning og end- urnýjun fyrir ungar og eldri húsmæður, sem áður hafa lært matreiðslu, en vegna fjarlægðar og ann- arrar aðstöðu ekki hafa getað fylgst með þarflegum nýjungum á því sviði." — Af frásögn fröken Jón- innu er auðsætt, hve mikill fengur þessi umferða- kennsla hefir verið húsmæðrum. Á þeim tíma sem hér um ræðir var ekki algengt að stúlkur færu í matreiðsluskóla og er því ofur skiljanlegt, að slík námskeið væru vel þegin. Annars hefir umferða- kennsla, sem nú orðið er oftast sýnikennsla (demonstration) eða með eirihverju slíku sniði, ávallt verið mjög vinsæl og víða þótt géfa mikinn og góðan árangur. Frú Ragnhildur Pétursdóttir var umferðakenn- ari í matreiðslu á Suðurlandi veturinn 1908—1909, einnig á vegum Búnaðarfélagsins. í greinargerð sinni bendir hún réttilega á það, að vel væri hægt að láta umférðakennsluna ná til fleiri greina en matreiðslunnar og nefnir sem dæmi garðrækt, saumaskap (á barnafatnaði, fatabaátingu og hreins- un og pressun á fötum). Árið 1902 hóf svo frú Jónína Sigurðardóttir frá Lækjarmóti umferðakennslu á Norðurlandi og starf aði til vors 1915. Frú Jónína segir í greinargerð sinni: „Það er álit mitt, að námskeiðin hafi verið til hressingar og uppörfunar fyrir þær sem tóku þátt í þeim, og fyrir margar einasta leiðbeining sem þær hafa fengið í því, hverjar fæðutegundir séu hollast- ar, heilnæmastar og ódýrastar og ennfremur í því að nota sér matreiðslubækur. Venjulega var eitt- hvert líf og fjör í sveitinni bundið við þessi nám- skeið" — Álit hennar er, að til þess að húsmæður geti að jafnaði notað sér þessi námskeið skuli þau ekki vera lengri en 2—4, í mesta lagi 6 daga. — Ymsar merkilegar athuganir koma fram í greinar- gerð þessari, sem gaman og gagnlegt er að athuga fyrir þá, sem nú fást við svipuð störf. * Fræðsludeild KEA gengst um þessar mundir fyr- ir sýnikennslu í matreiðslu á félagssvæðinu. Lokið er tveimu námskeiðum, öðru í Hrafnagilshreppi, þar sem 20 konur sóttu, og hinu í Saurbæjarhreppi, en það sóttu 30 konur .Þessa dagana stendur yfir nám- skeið fyrir konur í Öngulsstaðahreppi og fer það fram í kvennaskólanum á Laugalandi. 33 konur eru á því, og lýkur námskeiðinu annað kvöld. Mikil ánægja er ríkjandi meðal kvenna yfir þess- um námskeiðum og hafa margar þeirra látið í ljós við deildina mikla gleði og þakkir. Reynsla þessara námskeiða, þótt ekki sé hún löng, hefir sýnt að mikil þörf og nauðsyn er að halda uppi einhverju slíku starfi fyrir húsfreyjur í sveit- um landsins, eftir því sem auðið er, og hver sá, sem komið hefir nálægt því mun komast að raun um, að vart er hægt að finna betri né þakklátari nemendur en einmitt þessar konur. P. * GOTT RAÐ. Þegar þú gefur kunningjakonunni græðling eða afleggjara, eins og það er nú víst oftast kallað, þá gættu þess vel að skera af plöntunni, þar sem eru blaðamót. Plantan á auðveldast með að skjóta rót- um á blaðmótum, og því mestir möguleikar á að græðlingurinn lifi ef þannig er skorið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.