Dagur - 07.07.1948, Blaðsíða 2

Dagur - 07.07.1948, Blaðsíða 2
2 D AGUR MiSvikudaginn 7. júlí 1948 SUNNAN FRÁ SUNDUM ★ ★ Sveinn Suðræni skrifar úr Rvík. „Vér lofum og prísum þann metnaðarmann'' UNDANFARINN hálfan mán- uð hefir verið sumar hérna sunn- anlands. Sólskin og blíðviðri dag eftir dag. Á götunni mætir maður sólbrenndu fólki, sem aðspurt þrætir fyrir að hafa verið erlendis fyrir skömmu, og þá má telja víst að það hafi ekki verið þar. Bæj- arbúar eru teknir að þyrpast upp í sveitir og í sumarbústaði til lengri eða skemmri dvalar, en aðrir lagðir af stað í ferðalög um fjarlæga landshluta, eða jafnvel til fjax-lægra landa. Og utanferðir manna eru tví- mælalaust það efni, sem mest er rætt meðal almennings í höfuð- borginni þessa dagana. Ganga um þær ferðir margar sögor, auðvit- að stórýktar flestar, en óneitan- lega hafa þær við nokkur rök að styðjast, því að ekki verður opin- berum skýrslum né farþegalistum mótmælt. Ekki er heldur hægt að véfengja fregnir erlendra blaða um þetta efni, en ekki alls fyrir löngu birtist í „Heims- kringlu" fi-ásögn af ferðalagi eins Reykvíkings um Bandaríkin og Kanada og bar sú frásögn ekki vitni neinum gjaldeyrisskorti. — Var maður þessi með nokkuð af fjölskyldu sinni í för með sér, og vitað er, að hann er ekki þar vestra í neinum opinberum er- indagerðum. OG HINGAÐ hópast nú er- lendir ferðalangar svo tugum, ef ekki hundruðum skiptir á viku hverri. Það er eflaust eins og það á að vera; margir þessara manna eru aufúsugestir, sem koma fær- andi hendi á einu eða öðru sviði, enda þótt gjaldeyririnn, sem þeir flytja okkur, sé víst af held- ur skornum skammti. Mest ber á norrænum listamönnum og íþróttamönnum í hópi þessara gesta, og er slíkum mönnum gott að fagna. Margt má af þeim læra og auk þess eignumst við oft hauka í horni erlendis vegna slíki-a heimsókna. EKKI MÁ GLEYMA vísinda- mannaefnunum erlendu, sem hér eru á ferð. Tveir rannsóknaleið- angrar, annar sænskux’, en hinn tékkneskur. Sá sænski er undir forustu prófessors Ahlmanns, sem áður er hér kunnur og kunnugur vegna jöklarannsólcna sinna. Eg átti tal við hann fyrir nokkrum dögum. Hann kvaðst vilja gera ísland að „löggiltii kennslubók" norrænna jarðfræði- og land- fræðinema, og telur enga náms- bók komast í hálfkvisti við það. Vill koma á gagnkvæmum náms- ferðum íslenzkra, sænskra og norskra stúdenta og hyggur þær öruggasta grundvöll skilnings og samvinnu á menningai-legu sviði með okkur norrænu þjóðunum, og er ekki að efa, að hann hefir mikið til síns máls. EG HEF EINNIG átt tal við dr. Emil Hadac, þann hinn tékk- neska, og fylgdarlið hans. Ekki varð eg samt neins vísai'i um hag Tékka nú, því að þessu fólki er sett sú regla að heiman, að það má engum spurningum svara, er snert geta tékknesk stjórnmál á minnsta hátt, og * engar fréttir herma þaðan. Vegna þessa ákvæðis varð árekstur með vís- indamönnunum og blaðamönn- unum í Kaupmannahöfn, og var það fi'éttamaður danska komm- únistablaðsins, er upptökin átti. Hann spurði sem sé, hvort vís- indastarfsemi væri frjáls í Tékkó- slóvakíu. Þeirri spurningu töldu þeii- sig elcki.mega svara. Dr. Hadac hefir tvívegis komið hingað áður og starfað að rann- sóknum. Á styrjaldarárunum dvaldi hann lengstum í Noregi og norsku talar hann með ágætum. í leiðangri'þessum eru margir fær- ustu vísindamenn Tékka á svið- um flestra greina náttúruvísinda, svo og þekktasti fræðakvik- myndatökumaður, er þeir eiga. — Hyggjast þeir framkvæma víð- tækar rannsóknir á 2—300 ferkm. svæði umhverfis Kaldadal, Botnssúlur og Skarðsheiði. Leið- angur þessi er með afbrigðum vel að heiman búinn, meðal annars hafa leiðangui'smemi meðferðis matarforða til tveggja mánaða, og alls nemur fai-angur þeirra nokkrum smálestum. Margir leið- angursmanna mæla á þýzka tungu, nokkrir tala ensku og enn nokkrir rússnesku. Þeir eru alls seytján talsins, og er ein kona með í förinni, en hún er jurta- teiknari. JA, ÞEIR HAFA tveggja mán- aða matarforða meðferðis, og þurfum við því ekki að gera okk- ur vonii' um að okkur takizt að kenna þeim að leggja sér til munns íslenzkar matartegundir í því skyni að vinna þeim vörum mai'kað í heimalandi þeirra. Væri eg í ríkisstjói’n, mundi eg leggja blátt bann við að erlendir menn fengju að hafa með sér matar- birgðir; að minnsta kosti skyldi eg krefjast þess af þeim, að þeir borðuðu hx-aðfiyst fiskflök þrisv- ar í viku og gei-a slíkt að skil- yrði fyrir landvistai'leyfi. Væri horfið að því ráði, mundum vér eignast álitlegan hóp sölumanna og áróðursmanna fyrir íslenzka framleiðslu meðal erlendra þjóða, okkur að kostnaðarlausu. Það mundi margborga sig að láta þeim flökin í té ókeypis, á meðan þeir dveldu hérna EN, — AÐ ÖLLU gamni slepptu. Hvað gera íslenzk gistihús til að kynna íslenzkamatarframleiðslu? Eg er þeim málum ekki mikið kunnugur, en þau litlu kynni, er eg hefi af því haft, þykja mér sanna, að þau gætu unnið meira að þeirri landkynningu. Ekki má skilja orð mín svo, að þau eigi aðeins að hafa á boðstólumhangi- kjöt og skyr, eða aðra þjóðlega rétti, sem vafasamt er að félli er- lendum gestum í geð. En þau eiga að fara í þessum efnum eins langt og unnt er að komast, án þess að rekstrinum sé teflt í Kaþólska kirkjan á íslandi vil reisa kapellu og prestsíbíið við Hrafnagilsstræti Kaþólska kirkjan á íslandi hef- ir með bréfi dags. 24. fyrra mán. farið þess á leit við bæjax'stjói'n- ina hér, að henni verði leigð lóð- in á horni Þói'unnarstrætis og' Hrafnagilsstrætis hér í bæ, að stærð 64x36 m. Hyggst kirkjan reisa þar kapellu með prestsíbúð, en óskar hins vegar eftir að mega' halda lóðinni, þótt ekki vei'ði byggt á henni til 1. sept. 1953. Samkv. tillögum bygginga- nefndar hefir bæjarstjói'n synjað að fallast á síðai'nefnda beiðni, þar sem það er regla hennar að leigja ekki lóöir, nema bygging sé hafin á þeim innan eins árs frá leyfisveitingu. Hins vegar verður kaþólsku kirkjunni gefinn kostur að reisa þarna steinhús, er væri stór og mynclarleg bygging í sam- ræmi við skipulag bæjarins á þessum stað, enda vei'ði bygg- ingafi-amkvæmdir hafnar innan tilskilins tíma. Fyrsti formannsfundur iðnnemafélaganna hald- inn hér á Ákureyri um fyrri heigi Að tilhlutun stjórnar Iðnnema- sambands Islands var haldinn fundur með formönnum iðn- nemafélaga landsins hér á Akur- cyri dagana 26.—27. júní sl. Fundinn sátu 23 formenn iðn- nemafélaga víðs vegar að af land- inu. Var fundurinn haldiðð í sal- arkynnum Iðnskólans á Akur- eyri. Formaður Iðnnemasambands íslands, Sigurður Guðgeii'sson, setti fundinn og flutti yfirlit yfir störf sambandsstjórnar. Fundur- inn tók fyrir ýmis hagsmunamál iðnnema og stai'fsemi samtak- anna. Fundurinn samþykkti ýms- ar ályktanir til næsta þings Iðn- nemasambandsins, sem haldið verður í haust. Helztu samþykkt- ir voi-u gerðar í þessum málum: Iðnnámið, bóklega og verklega. Laun og kjör iðnnema. Fræðslu- starfsemi. Skipuiag samtakanna. Fundurinn fól sambandsstjórn að yfirfara gildandi reglur um iðnnámið og leggja fram á þing- inu í haust ýtarlegar tillögur til samþykktar í því máli. Fundur- inn ákvað að vinna að því að fá laun iðnnema samrímd. Á laugardag fóru fundarmenn í Vaglaskóg og snæddu þar kvöld- eyrai’. Fundinum lauk á sunnu- (Framhald á 7. síðu). hætíu. Og þess á að láta getið á matarseðlunum, að um íslenzkar matvörutegundir sé að ræða. Hér er að mínu áliti um má: að ræða, sem þyi'fti að skipuleggja vel. Einkum þarf að gæta þess, að þeir réttir, sem gerðir eru úr inn- lendri framleiðslu, séu svo vel framreiddir og ljúffengir erlend- um munnum, að þar yrði um ótvíræða auglýsingu fyrir ís- lenzkar afurðir að ræða. Sveinn Suðræni. Landsfundur Sjálfslæðismanna var haldinn hér á Akureyri fyrir skömmu. Blöð Sjálfstæðisflokks- ins herma, að þar hafi verið sam- an komið yfir 400 manns. Eftir því, sem blöðum Sjálf- stæðisflokksins segist frá, hefir aðalverkefni fundarins verið að lofa og prísa formann flokksins, Olaf Thors, fyrir aðdáunarverða stjórn hans á órunum 1944—46. Að vísu mun Olafur hafa lagt til langmest af lofinu um stjórn sína og kommúnista á þessum árum, en blöðin segja, að allir fundar- menn hafi tekið undir lofið af miklum fögnuði og hrifningu. En stói'furðulegt er það, að flestar ályktanir, sem þessi sami fundur gerði, fjölluðu um þau vandræði, sem stjói’n Ólafs Thors og kommúnista hefir oi'ðið vald- andi. Ein ályktunin er svohljóðandi: „Landsfundurinn telur, að eitt hið mesta alvörumál í íslenzku þjóðlífi sé hinn gegndarlausi flutningur fólks úr sveitunum, og þá einkum til Reykjavíkur." Þarna gfeip landsfundur Sjálf- stæðismanna á kýlinu Allir vita, að fólksstraumurinn úr sveitun- um til Reykjavíkur stafar af kjaramismun sveitafólks og íbúa Reykjavíkur. Menn flýja frá framleiðslunni, af því að illa hefir verið að henni búið. Framsóknar- menn hafa beitt sér fyrir að jafna þenna kjaramun. Stjói-n Ólafs Thors og kommúnista streittist á móti. Nú viðúi'kennir landsfund- urinn, að þetta hafi verið alröng og hættuleg stjórnarstefna, sem biýn nauðsyn sé úr að bæta. En þrátt fyrir allt ber þó að lofa og prísa fyrrv. stjórn og þann „metnaðarmann", sem veitti- þeii'ri stjórn forstöðu. Þá er ályktun um verðbólguna á þessa leið: „Landsfundurinn lýsir áhyggj- um sínum yfir, að hin sívaxandi verðbólga í landinu muni sliga atvinnulíf landsmanna og stöðva nýsköpunina." Kveður nú við annan tón en þegar fyrrv. stjórn og talsmenn hennai' prédikuðu fyrir lands- fólkinu, að vei'ðbólgan jafnaði stríðsgróðanum meðal rnanna og gerði alla auðuga. Ennfremur var því þá haldið að mönnum, að kraftur „nýsköpunarinnar" reyndist svo mikill, að ekki yrði þörf á að lækka fi'amleiðslu- kostnaðinn, t. d. kaupgjaldið. En ef svo skyldi nú samt sem óður fara, að verðbólgan væri líkleg til að sliga atvinnuvegina, þá væri vandalaust að vinda ofan af henni, eins og þegar bandi er undið ofan af hnykli. En Framsóknarmenn litu öðr- um augum á þetta mál .Þeir sögðu það fyrir, að verðbólga og dýrtíð mundu sliga atvinnuvegina og stöðva nýsköpunina, ef ekki yrði I tíma hafizt handa til að koma í veg fyrir þetta. Mbl. hefir vottað það, að Framsóknarflokkurinn hafi gert það að skilyrði fyrir j þátttöku sinni í ríkisstjórn 1944, Ólafur Thors hafði þá svo sterkan hug til pólitískra samfara við kommúnista, að hann sinnti engu öðru. En nú segist landsfundur Sjálf- stæðismanna bera þungar óhyggjur út af því, að verðbólgan muni sliga atvinnulífið og stöðva nýsköpunina, en jafnfi'amt bless- ar hann þá stjórn, sem studdi rækilega að vexti verðbólgu og dýrtíðar. Og svo kórónar Ólafur Thors alls saman með því að verja mestöllum ræðutíma sínum til þess að ausa svívirðingum yfir þá menn, sem fyrr og síðar hafa unnið að því að losa Sjálfstæðis- menn við þær áhyggjur, er þeir segjast bera vegna verðbólgunn- ar, og Ólafur er svo blygðunar- laus, að hann frammi fyrir 400 sjálfstæðismönnum lýsir yfir kæti sinni út af þeim ei'fiðleikum, sem núverandi stjórn á við að stríða vegna rangrar stjórnar- stefnu hans og kommúnista. Og landsfundurinn klappar honum ákaft lof í lófa að ræðu hans lokinni, segja blöð Sjálf- stæðisflokksins. Landsfundur Sjálfstæðismanna hefir vægast sagt verið skrítin samkoma. Ilestar í óskilum! í Dagverðartuno'u í Hörsiár- dal eru þrír liestar í óskilum: 1. Brúnn, klárgengur, aljárn- aður, mark: Hófbiti íram- an liægra. 2. Jarpur, ójárnaður (með smeig um hálsinn), mark: Biti framan hægra, biti aft- an vinstra. 3. Jarpskjóttur, aljárnaður, óalrakaður, mark: Blað- stýlt Iraman, biti aftan hægra; sýlt vinstra. Eigendur vitji lrestanna taf- arlaust og greiði áfaflinn kostnað. Dagverðartungu, 6. júlí 1948. Páll Ölafsson. r Omerkt skömtunarbók nr. 1 tapaðist í Ryelsverzlun 10. júní s. 1. Finnandi vinsam- lega heðinn að skila henni á saumastofu Kaupfélags Verka- manna. til sölu. Plymouth model 1942 í góðu lagi. Afgr. vísar á. Góður vörubíll til sölu. — Tilboð éxskast. — Venjulegur réttur áskilinn. Kristján Jónsson, Bifreiðast. Stelni. Unga, vorbæra kú, og kvígu að fyrsta kálfi, hel i ég til sölu. o Björn Arniannsson, Hraunkoti. Sími um Laxamýri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.