Dagur - 07.07.1948, Blaðsíða 8

Dagur - 07.07.1948, Blaðsíða 8
8 Miðvikudaginn 7. júlí 1948 Niðurjöfnun útsvara lokið á Akureyri 5.184.080 kr. niðurjafnað alls Niðurjöfnunamefnd bæjarins hefir nýlokið störfum, og kom sú fræga bók, niðurjöfnunarskráin, út á mánudaginn. Alls var að þessu sinni niðurjafnað kr. 5.184.080.00, en í fyrra kr. 4.979.530.00, svo að aukaútsvör fara hér enn hækkandi í heildinni. Hins vegar munu út- svör á sömu tekjur heldur lægri en í fyrra, því að lagt var á að þessu sinni eftir sama útsvarsstiga og þá, en fellt niður 5% álag á útsvör- in, er þá var bætt ofan á. Voru öll útsvör yfir 1000 kr. lækkuð um 10%, en útsvör 1 þús. kr. og lægri lækkuð um 20%. Loks voru útsvör, er námu 100—120 kr felld alveg niður. Sami rekstursútsvarsstigi var notaður að þessu sinni og árið 1945, og þýðir það, að rekstursútsvör eru nú ca. 50% lægri en í fyrra. Var að þessu sinni lagt !/4% á veltu smásöluverzlana og olíusölu, Vi% á heildsölu, iðnað og kolasölu, en Va% á flutninga á sjó og landi. Hér fer á eftir skrá yfir þá gjaldendur, er hafa yfir 10.000.00 kr. aukaútsvar. Er ennfremur (í fyrra dálki) getið samanlagðra ríkis- skatta sömu aðilja ,en það er: Tekju- og eignaskattur, tekjuskatts- viðauki og stríðsgróðaskattur. Allar eru tölur þessar birtar hér án ábyrgðar. I. EINSTAKLINGAR: Skattur Útsvar Benedikt J. Ólafsson, málari 7.229 10.490 Edvard Sigurgeirsson, Ijósmyndari 13.698 15.850 Egill Jóhannsson, skipstjóri 15.519 11.250 Eyþór Tómasson, kaupmaður 8.165 11.700 Friðjón Jensson, tannlæknir 8.013 10.570 Friðjón Skarphéðinsson, bæjarfógeti 7.594 10.060 Friðrik Magnússon, hdl. 8.151 10.330 Bjargey Pétursdóttir, kaupkona 5.164 10.000 Helgi Skúlason, augnlæknir 14.982 16.500 Indriði Helgason, kaupmaður 15.004 17.810 Jakob Karlsson, afgreiðslumaður 16.738 17.790 Jón B. Jónsson, múrari 10.175 12.200 Kristinn Guðmundsson, skattstjóri 8.952 11.070 Kristján Jónsson, bakari 11.982 17.170 Laxdal Bernharð, klæðskeri 36.559 30.150 Páll Sigurgeirsson, kaupmaður 29.860 28.440 Sigurður O. Björnsson, prentsmiðjustjóri 11.842 12.690 Sæmundur Auðunsson, skipstjóri 33.292 17.760 O. C. Thorarensen, lyfsali 13.465 16.920 Valgarður Stefánsson, heildsali 22.138 23.340 Þorsteinn M. Jónsson, skólastjóri 9.821 11.340 Þórarinn Björnsson, skólameistari 9.370 11.560 II. FÉLÖG: Amaro h/f. 30.996 35.780 Bifreiðastöð Akureyrar h/f. 3.920 12.340 Bókaforlag Þorsteins M. Jónssonar h/f. 12.248 18.670 B. S. A.-verkstæði h/f. 5.402 10.760 Byggingavöruverzlun Akureyrar h/f. 4.875 14.270 Byggingavöruverzlun Tómasar Björnssonar h/f. 17.622 28.470 I. Brynjólfsson & Kvaran 18.830 Kaffibrennsla Akureyrar h/f. 7.574 12.060 Kaupfélag Eyfirðinga 247.661 78.650 Prentverk Odds Björnssonar h/f. 4.515 11.040 S. í. S. 31.120 Smjörlíkisgerð Akureyrar h/f. 9.580 16.910 Útgerðarfélag Akureyringa h/f. 246 18.000 Útgerðarfélag K. E. A. h/f. 11.584 16.780 Viktor & Snorri s/f. 12.505 12.320 Verzlunin Eyjafjörður h/f. 4.456 16.880 Vöruhúsið h/f. 22.201 29.950 Tapazt hefir vaxdúkshlíf af barnavagni. — Væntanlegur finnandi er vinsam- lega beðinn að segja til hennar í síma 590. I Regnkapur : (Olíukápur) (í fullorðna og börn. Vöi uhúsið h.f. | Verður hafinn rekstur strætisvagná á Akur- eyri? Bæjarstjórnarfundur í gær kaus, samkv. tillögu bæjarráðs, fjögra manna nefnd til þess að at- huga, ásamt bæjarstjóra, hvort ekki sé tímabært að taka upp rekstur strætisvagna hér á Akur- eyri. Skal nefndin leggja athug- anir sínar og tillögui’ um þetta efni fyrir bæjarstjórn til endan- legrar ákvörðunar. Daguk - MARSHALL-SAMNINGURINN Forsetahjónin í Kína Chiang-Kai-Shek var nýlega kjörinn forseti Kínaveldis hins nýja, en var áður forsætisráð- herra lýðveldisstjórnarinnar. — Stjórn hans á nú í vök að verjast, því að kommúnistaherirnir sækja úr norðurhéruðunum suður á bóginn og virðast vera að brjóta sér leið til suðurhluta landsins, sem hingað til hefir verið aðal- vígi Nankingstjórnarinnar. — Myndirnar eru af Chiang og frú hans, sem einnig er mjög áhrifa- mikil á stjórnmálasviðinu og talin valdamikil. Loftleiðir kaupa Félagið hefir opnað skrifstofu hér í bænum og heldur nú uppi föstum flugferðum milli Akur- eyrar og Reykjavíkur. í síðasta blaði var þess getið, að Flugfélag íslands hefði fest kaup í Skymasterflugvél vestan hafs. Nú hafa ennfremur borizt fregnir um, að Loftleiðir h.f. hafi einnig keypt nýja Skymastervél í Amer- íku, og er hún þegar komin til landsins og flaug um síðustu helgi kynningarflug með ríkis- stjórn, blaðamenn og ýmsa fleiri höfuðstaðarbúa austur um há- lendið til Hornafjarðar og með suðurströndinni heim aftur. Ljúka þátttakendur þessa leið- angurs rniklu lofi á vélina og að- búnað allan. Hin nýja Skymaster- vél Loftleiða nefnist Geysir, og er keypt í Oaklond í Californíu, en þar er miðstöð ameríska flugvéla- iðnaðarins. Geysir tekur 46 far- þega og getur verið 17 klst. á lofti án þess að taka benzín, en á þeim tíma er hægt að fljúga frá íslandi til Kanada og heim aftur. Svo sem alkunnugt er, eiga Loft- leiðir aðra Skymasterflugvél, Heklu, fyrir, svo að nú eiga ís- lendingar þrjár ágætar milli- landaflugvélar, og er það vænleg- ur vísir þess, að vér gerumst loft- siglingaþjóð, svo sem lega lands- ins og ýmsar aðrar aðstæður gera kleift, að ýmsra dómi. Eins og auglýsing Loftleiða í síðasta blaði ber með sér, hefir félagið nú tekið upp daglegar ferðir með flugvélum sínum milli Akureyrar og Reykjavíkur, og í sambandi við þær ferðir loftleiðis um land allt. Hefir félagið opnað skrifstofu og afgreiðslu í Hafnar- stræti 81 hér í bæ. Engar vcrulega markverðar síldarfregnir hafa enn borizt af miðunum. Síldarverksmiðj urnar við Eyjafjörð hafa þó fengið fyrstu síldarfarmana til bræðslu. (Framhald af 1. síðu). trúi íslands við samningaviðræð- ur þessar, en samningurinn var undirritaður fyrir íslands hönd'af utanríkisráðherra í umboði for- seta íslands hinn 3. júií sl. Gekk hann í gildi samdægurs. Samningur íslands við Banda- ríkin eru í tólf greinum, en í fylgiskjali, sm hefir sama gildi og samningurinn sjálfur,- eru taliti tíu atriði honum til skýringar. En yfirleitt er hér um sömu atr- iði að ræða og felasl í Parísar- samningnum frá 16. apríl sl. í inngangi segir, að samnings- aðilar séu þeirrar skoðunar, að öflugur og velmegandi efnahagur Evrópu sé skilyrði fyrir því, að markmiðum Sameinuðu þjóðanna verði náð og að það sé að miklu leyti undir því komið, að fenginn verði heilbrigður efnahagslegur grundvöllur, örugg efnahagsleg sambúð ríkjanna og því, að þjóðir Evrópu geti orðið efnahagslega óháðar óvenjulegri, utanaðkom- andi aðstoð, hvort takast muni að koma aftur á fót eða viðhalda grundvallarreglum einstaklings- frelsia. fijálsu stjórnskipulagi og sönnu sjálfstæði í ríkjum Evrópu. Sé því nauðsynlegt, að hafizt sé handa um viðreisnaráætlun, er byggð sé á öflugum framleiðslu átökum, aukningu útflutnings- verzlunar, öryggi í innanlands- fjármálum og eflingu efnahags- legrar samvinnu. Telji samnings- aðilarnir því æskilegt að lýsa þeim reglum, sem þeir muni fara eftir hvor í sínu lagi og í samein- ingu til eflingar viðreisn á íslandi er sé beinn þáttur í hinni sameig- inlegu viðreisn Evrópu. Bandaríkin munu veita íslandi kost á þeirri aðstoð, sem ísland kann að óska eftir og Bandaríkin samþykkja að láta í té. Með samningnum er því ekki samið um lán, heldur einungis opnuð leið til lántöku eftir því sem ís- lenzk lög heimila á hverjum tíma. ísland lofar fyrir sitt leyti að taka þátt í störfum Efnahags- samvinnustofnunar Evrópu og framkvæma ákvæði hinna al- mennu skuldbindinga Parísar- samningsins. í 2 .gr. samningsins segir að ís- land muni gera sitt ítrasta til þess að viðreisn íslands megi ná sem fyrst fyllstum árangri fyrir at- beina aðstoðar þeirrar, sem feng- in er hjá Bandaríkjunmn, m. a. með því að hafa upp á og nota innstæður ísl. ríkisborgara í Bandaríkjunum, ná þeim fram- leiðslumarkmiðum, sem sett kunna að verða fyrir atbeina Efnahagssamvinnustofnunar Ev- rópu, koma gjaldmiðli sínum í ör- uggt horf, koma á eða viðhalda réttu gengi, afnema halla á fjár- lögum, svo fljótt sem því verður við komið og yfirleitt að koma fjármálum sínum á heilbrigðan grundvöll, efla milliríkjaverzlun, draga úr viðskiptahömlum og koma í veg fyrir óheppilegar verzlunaraðferðir. 4. gr. samningsins ræðir um að- stoð, sem Bandaríkin kunna að veita íslandi, án þess að endur- gjald komi á móti. Er þá gert ráð fyrir því, að ísland leggi til hlið- ar samsvarandi upphæð í íslenzk- um gjaldmiðli og að þeirri upp- hæð verði síðan ráðstafað innan Xslands í samráði við Bandaríkin. Ríkisstjórn íslands mun greiða fyrir sölu til Bandaríkjanna á efnisvörum, sem Bandaríkin þarfnast vegna skorts á slíkum efnivörum þar. Mun ríkisstjói’n íslands, þegar Bandaríkin óska þess, hef ja samningaviðræður um nánari ákvæði í þessu sambandi. í 2. málsgr. 5. greinar segir, að rikisstjórn íslands muni, þegar Bandaríkin óska þess, taka þátt í samningaumleitunu mum viðeig- andi ákvæði varðandi rétt Banda- ríkjaþegna til að taka þátt í fram- leiðslu slíkra efnivara á íslandi á sama grundvelli og íslendingar. I sambandi við þessa grein varð samkomulag um svohljóðandi skýringu, sem skráð er í fylgi- skjali samningsins: „Samkomulag er um, að ákvæði 5. gr. mgr. samningsins skuli eigi skýrð þannig, að af þeim Ieiði samningaumleitanir um breytingu á fiskveiðalöggjöf ís- lands. Þá er og samkomulag um, að ákvæði, sem 5. mgr. kynni að gefa tilefni til og háð eru samkomulagi beggja ríkis- stjórnanna, muni verða í sam- ræmi við ákvæði íslenzlcra laga.“ Ríkisstjórn íslands mun árs- fjórðungslega birta nákvæinar upplýsingar um framkvæmd samningsins, en hann öðlast gildi við undirski'ift og gildir til 30. júní 1953. Hvor aðili um sig getur sagt samningnum upp með tíu mánaða fyrirvara, ef hann álítur að grundvallarbreyting hafi orðið á sjónarmiðum þeim, sem samn- ingurinn byggist á. Hópferðir vegna brúar- vígslunnar á Jökulsá Ferðaskrifstofa ríkisins hér í bænum efnir til þriggja hópferða austúr að Jökulsá á Fjöllum dag- ana 10.—11. þ. m. Fyrsta ferðin frá Akureyri um Vaglaskóg, Húsavík og Ásbyrgi, og verður gist þar aðfaranótt sunnudagsins. Þaðan ekið að Dettifossi og um Grímsstaði að Jökulsárbrú, en heimleiðis um Mývatnssveit á sunnudagskvöldið að lokinni brú- arvígslunni. — Önnur ferðin er einnig tveggja daga ferð, 10.—11. júlí, um Mývatnssveit að Jökuls- árbrú og sömu leið til baka, en þriðja ferðin er eins dags ferð, 11. júlí, um Mý'vatnssveit að Jök- ulsárbrú. F erðaskrifstofan á Akureyri tekur á móti pöntunum á far- seðlum og veitir allar nánari upp- lýsingar um ferðir þessar. Hún annast og afgreiðslu áætlunar- bifreiða á þessum leiðum. KOMMÚNÍSTAR DÆMDIR (Framhald af 1. síðu). lýðveldishátíðinni, og fóru móðg- andi ummælum um hann. Fyrir þetta var bréfriturunum, þeim Jóni Ingimarssyni og Bimi Jóns- syni stefnt til sakar og hlutu þeir báðir dóm fyrir tiltækið, 200 kr. sekt í ríkissjóð og allan sakar- kostnað.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.