Dagur - 07.07.1948, Blaðsíða 1

Dagur - 07.07.1948, Blaðsíða 1
Forustugreinin: Innihald síðasta „Verka- manns" skoðað. Dagum Fimmta síðan: Norðlenzkir kennarar ræða áhugamál sín að Hólum. — íþróttaþáttur. XXXI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 7. júlí 1948 27. tbl. Þátttaka Islands í viðreisnaráætlun Evrópu: Ísland og Bandarí viðskipti og samhjál Ekki samið um lántöku, og sérstakur f yrirvari gerður viðvikjandi f iskveiða- og atvinnulöggjöf Islendinga Ríkisstjórn Islands skuldbindur sig til að liafa upp á og nota innstæður íslenzkra ríkisborgara í Bandaríkjunura Á LAUGARDAG undirskrifaði Bjarni Benediktsson utanríkisráð- herra, f. h. ríkisstjórnar íslands, og Kichard P. Butrick sendiherra, f. h. ríkisstjórnar Bandaríkjanna, samning milli fslands og Bandaríkja Ameríku um efnahagssamvinnu beggia landanna. sarshall-samning um gagnkvæm Sunnlenzkir bændur í Gróðrarstöðinni á Akurevri Ræða utanríkisráðherra. Við þetta tækifæri mælti Bjarni Benediktsson utanríkisráöherra m a. á þessa leið: Með þátttöku sinni í því starfi, sem nú er framundan, stuðlar ís- land af sinni hálfu að því, að við- reisn takist, í þeim hluta heims, er vér byggjum. fslandi væri bæði skylt og Ijúft að leggja þar fram sinn skerf, 'þó að það hefði sjálft af því engan beinan ávinning. . Hlutur íslendinga verður hins vegar vissulega ekki góður ti] lengdar, ef örbirgð og öngþveiti ríkir í Evrópu. Markaðir fyrir út-. flutningsvörur íslendinga og möguleikar til vöruútvegunar til landsins eru háðir því, að góð skipan komizt á mál viðskipta- þjóða vorra. ísland sjálft hefir þess vegna ríka hagsmuni af því, að viðreisn verði í Evrópu. íslendingar fá og samkvæmt þessum ráðagerðum kost á fé til að halda áfram og efla þá ný- sköpun atvinnulífsins, sem oss ríður á, að ekki stöðvist. Ríkisstjórn íslands er þess því viss, að með fullri þátttöku í þessu starfi er unnið að heill ís- lands í bráð og lengd. Ný slökkvistöð við Geislagötu Á fundi bæjarstjórnar í gær var samþykkt tillaga frá sameigin- legum fundi bæjarráðs og bruna- málanefndar þess efnis, að ný slökkvistöð fyrir Akureyrarbæ verði byggð á þessu sumri og henni valinn staður vestan Geislagötu, norðan Verzlunar- mannahússins. Er svo til ætlazt, að bygging þessi verði allvegleg, þriggja til fjögra hæða hús, og verði efri hæðimar notaðar fyrir skrifstofur. Ræ'öa sendiherra Bandaríkjanna. Sendiherra Bandaríkjanna á ís- landi, Richard P. Butrick, skýrði frá því í yfirlýsingu, er hann las við þetta tækifæri frá utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, að nú væri búið að ganga frá frumdrög- um að sameiginlegri viðreisnar- áætlun, sem byggð væri á fram- taki Evrópuríkjanna og gagn- kvæmri aðstoð: Stofnunin er tek- in til starfa og Bandaríkin hafa tryggt veigamikla aðstoð: Áfram- haldandi samstarf og fram- kvæmdir þátttökuríkjanna myndu á þennai^ hátt geta stuðlað að góðum árangri viðreisnaráætl- unarinnar. Sendiherra skjJrði ennfremur frá því að Bandaríkin hefðu veitt 5 milljarða dollara fyrir fyrsta tímabil áætlunarinnar. Yfirlýsing utanrÍRÍsráouneytisiiis. í gærmorgun gaf utanríkisráðu- neytið síðan út tilkynningu um samningsgerðina og birtast hér aðalatriði hennar: Samningaviðræður hafa und- anfarið farið fram í Washington um samninga Bandaríkjanna við hin ýmsu Evrópuríki er hlut áttu að Parísarráðstefnunni 16. febr. sL, varðarvdi aðsljð þá sem Banda- ríkin munu láta í té, og höfðu Ev- rópuríkin fullt samráð sín á milli meðan á þeim stóð. Höfðu Bretar, Frakkar, Danir og Svíar forystu í þessum samningum, samkvæmt því, er Evrópuríkin 16 komu sér saman um, og náðu ýmsum breytingum frá upphaflegu frumvarpi Bandaríkjanna. Af ís- lands hálfu þótti þó nauðsynlegt að gera sérstakan fyiirvara um íslenzka fiskveiða- og atvinnu- löggjöf, vegna sérstöðu landsins, umfram það, sem er í samningn- um við hin ríkin, og verður þeim fyrirvara nánar lýst hér á eftir. Thor Thors, sendiherra, var full- (Framhald á 8 síðu). Þegar sunnlenzku bændurnir voru hér á ferð á dögunum, skoðuðu þeir m. a. Gróðrarstöðina hér undir leiðsögu Ólafs Jónssonar framkvæmdastjóra. Skýrði hann þeim frá tilraunum sínum og frá þroska trjágróðursins hér. Fannst bændunum mikið til trjágróðursins konia og létu nokkrir þeirra svo um mælt, að þessi heimsókn heíði sannfært þá um mátt íslenzkrar gróðurmoldar til þess að fóstra fagran trjágróður. — Myndina tók Guðni Þórðarson, blaðam., í Gróðrarsíööinni. Rússar hnupluðu nótabátunum, - en hafa nú skilað þeim • Nótabátarnir 14, sem getið var um í síðasta blaði að hefðu horfið með dularfullum hæíti undan ströndum rússneska hernámssvæðisins við Porkk- alaskaga, eru nú komnir í leit- irnar. Reyndist það rétt vera, að Rússar höíðu hnupplað þeim, líklega haldið að Finn- ar ættu þá, og væri því óhætt að kasta eign sinni á þá, án < þess að óttast frekari eftirmál l út af ráninu. En þegar það z kom í ljós, að bátarnir voru |; eign þjóðar, sem enn býr þó ii , l vestan „járntjaldsins" og nyt- ;j ur því ennþá málfrelsis og \ j| venjulegs réttaröryggis vest- j! rænna þjóða, tóku Rússar þó '', þann kosthm að skila bátun- !| um, eftir að hafa haldið þehn í !; 19 daga. Engar nánari skj-ring- !; ar hafa verið gefnar á þessu j| austræna athæfi, né heldur ;! hafa fregnir borizt af áhöfnum !> bátanna, sem hurfu með þeim. !| En það voru Finnar, og því 1; réttlausir gagnvart „vinaþjóð- !; inni" stóru, og naumast þess |j að vænta, að landar þeirra i; treystist til að gera n"i~n 'e' j! út af því, þótt þeir kunni aS <! vera algerlega úr sögunni. Opinber mál höfðuð gegn ýmsum kommúnista- forsprökkum fyrir árásirnar á héraðssátíaseraj- arann í upphafi síldarvertíðar í fyrra Nýlega eru fallnir dómar í mál- um, sem hið opinbera höfðaði á hendur ritstj. Verkamannsins hér og nokkruni öðrum skriffinnum kommúnista í tilefni af hinni óvenjulega rætnu og illmannlegu herferð, sem hafin var í málgögn- um kommúnista í fyrra á hendur héraðssáttasemjaranum, Þorsteini M. Jónssyni skólastj., í sambandi við kaupdeiluna við síldarvei'k- smiðjurnar í fyrra. Um það leyti flutti Verkamað- urinn hverja stóryrðagreinina á fætur annarri og um líkt leyti flutti Þjóðviljinn grein eftir Þor- stein Jónatansson, ritstj. æsku- lýðssíðu Verkamannsins, sem enn er í minnum höfð fyrir ljótt og ómenningaiiegt orðbragð og furðulegar og tilefnislausar ásak- anir. Þessir skriffinnar báðir hafa nú verið sóttir til saka með þeim úrslitum, að öll ummæli þeirra voru dæmd dauð og ómerk og þeir báðir í þungar f jársektir fyr- ir tiltækið. Hlaut Þorsteinn Jóna- tansson mjög þungan dóm fyrir skrif sín, svo þungan, að sjald- gæft má telja fyrir blaðaskrif. — Ritstj. Verkamannsins var gert að greiða 600 kr. sekt í ríkissjóð og allan sakarkostnað og ummæli hans dæmd dauð og ómerk. Þor- steini Jónatanssyni var gert að greiða 800 kr. sekt í ríkissjóð, 1000 kr. til Þorsteins M. Jónsson- ar og 150 kr. fyrir dómsbirtingu, auk alls sakarkostnaðar. Dómur fyrir 17. júní bréf. Flestum bæjarmönnum er í fei-sku minni, er ofstæki komm- únista keyrði svo úr hófi fram í fyrra, að þeir rituðu 17.-júní- nefnd Akureyrar bréf, þar sem þeir létu liggja að hótunum, ef Þorst. M. Jónsson, forseti bæjar- stjórnarinnar, flytti aðalræðuna á (Framhald á 8. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.